Þjóðviljinn - 31.12.1988, Blaðsíða 8
VIÐ ARAMOT
Guðrún Agnarsdóttir
Ég hef trú
á framtídinni
„Af minnistæðum atburðum á
árinu sem er að líða er mér minn-
isstæðast jarðskjálftarnir í Arm-
eníu og hið gríðarlega manntjón
sem af þeim hlaust“, sagði Guð-
rún Agnarsdóttir 6. þingmaður
Reykvíkinga.
Að auki er Guðrúnu minnis-
stætt flugslysið sem varð í Lock-
erbire í Skotlandi og vaxandi.
fjöldi umferðarslysa hérlendis
sem hún sagði að við yrðum að
draga úr. „Jákvæðir og sérstæðir
atburðir koma fljótt uppí hugann
ss. Norræna kvennaráðstefnan í
Osló sem var skemmtileg og
deiglupottur orku og hug-
mynda“.
„Persónulega er úr mörgu að
velja úr viðburðarríku ári en ég
staídra við kvöldstund síðla
sumars á tindi Snæfellsjökuls þar
sem ég horfði á sólina setjast og
hlustaði á tvo hrafna krunka út í
kvöldkyrrðina“, sagði Guðrún
Agnarsdóttir.
Aðspurð um framtíðina sagði
Guðrún: „Ég hef trú á framtíð-
inni. Við eigum við tímabundna
erfiðleika að etja nú. Mestu
skiptir þó hvort okkur tekst að
draga lærdóm af þeirri kreppu
sem við höfum ratað í. Hvort
okkur tekst að breyta þjóðfélags-
gerðinni, verðmætamatinu í rétt-
látara horf. Það getum við ef við
viljum“.
-grh
Jón Sigurðsson
Bjartsýnn á nýja árið
Af innlendum vettvangi eru
stjórnarslitin og síðan ný
stjórnarmyndun í september mér
ofarlega í huga, sagði Jón Sig-
urðsson, viðskipta- og iðnaðar-
ráðherra, er hann var inntur eftir
minnisstæðum atburðum á árinu;
og sé litið til alþjóðamála finnst
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
Híýti minni samvisku
„Af minnistæðustu atburðum
þessa árs sem senn er á enda er
mér minnisstæðast þegar ríkis-
stjórn Þorsteins Pálssonar féll. Þá
fór mesta ómyndin sem hefur
stjórnað hérlendis“, sagði Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir þing-
maður Borgaraflokksins.
Af öðrum minnisstæðum at-
burðum á árinu er Aðalheiði of-
arlega í huga jarðskjálftarnir
miklu í Armeníu og flugslysið í
Lockerbie í Skotlandi.
Persónulega er Aðalheiði
minnisstæðast seta hennar á Al-
þingi og það sem á daga hennar
hefur drifið þar í ár. Sérstaklega
þegar hún greiddi atkvæði með
ríkisstjórnini við afgreiðslu vöru-
gjalds-, tekju- og eignaskatts-
frumvörpunum. „Samviskan er
minn húsbóndi og henni hlýði
ég“, sagði Aðalheiður Bjarn-
freðsdóttir".
Aðspurð um framtíðina sagði
Aðalheiður að hún bæri með sér
óvinsælar ráðstafanir sem ekki
væru til vinsælda fallnar en þó
nauðsynlegar. „Ég er bjartsýn á
framtíðina og við erum dugmikil
þjóð en við þurfum að ná áttum“,
sagði Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir þingmaður Borgaraflokks-
ins.
-grh
mér batnandi sambúð stórveld-
anna sæta mestum tíðindum og
skref þau í friðarátt sem meðal
annars hafa birst í heimsókn Re-
agans til Sovétríkjanna, yfirlýs-
inga Gorbatsjovs hjá Sameinuðu
þjóðunum fyrir skemmstu og
fækkun í Rauða hernum. Von-
andi er þetta bara byrjunin, sagði
Jón.
Af því sem að sjálfum mér snýr
finnst mér það standa upp úr að í
febrúar síðastliðnum eignaðist ég
sonardóttur, og að hafa séð hana
stíga sín fyrstu skref áður en árið
er liðið, sagði Jón er hann var
spurður hvaða persónulegur at-
burður væri honum minnisstæð-
astur.
Aðspurður hvernig nýja árið
legðist í hann sagðist Jón vera
frekar bjartsýnn: Árið byrjar
samt áreiðanlega með miklum
erfiðleikum, en ég geri mér góðar
vonir um að úr því geti ræst, sagði
hann.
Árið sem nú er að renna sitt
skeið sýnir vel hvernig hagþróun
hér á landi víkur stundum frá því
sem gerist í heiminum. Hjá okkur
lauk miklu uppgangsskeiði á
sama tíma og uppgangur er hjá
öðrum, en hvað okkur snertir
boðar það gott að vel gangi í við-
skiptalöndunum. Þá hafa flest
ríki við Norður-Atlantshaf
neyðst til að skera niður veiði-
heimildir sínar á botnfiski, og því
ætti okkar markaðsstaða að fara
batnandi. Það á síðan að verða til
þess að auðvelda okkur glímuna
við fyrirsjánlegan afturkipp
fyrstu mánuði næsta árs.
Jafnframt vona ég að mál sem
horfa til lengri framtíðar; um-
hverfismál, atvinnu- og iðnað-
armál og samskiptin við Evrópu-
bandalagið svo eitthvað sé nefnt,
fái meira rúm í umræðunni þegar
líður á árið. Við þurfum að horfa
lengra fram á við og geta rekið
nefið upp úr endalausum stund-
arvandræðum.
HS
w
Félag
járniðnaðarmanna
SENDIR FÉLAGSMÖNNUM SÍNUM
BESTU ÓSKIR UM
FARSÆLT NÝTT ÁR
ALDRAÐIR FÉLAGAR,
EKKJUR OG BÖRN
sendafélagsmönnum á vinnustöðum og öðrum
velunnurum sérstakar þakkir fyrir ræktarsemi og
glaðning um hver jól
Svanhildur Kaaber
Óbiigimi
ríkisvaidsins
- Það sem mér er minnisstæð-
ast frá þessu ári, eru auðvitað
samningarnir og þá sérstaklega
harðfylgi og óbilgirni ríkisvalds-
ins við undirbúning þeirra, sagði
Svanhildur Kaaber formaður
Kennarasambands íslands.
Samningagerðin sjálf hefði farið
fram undir svipu hótana um
bráðabirgðalög og bráðabirgða-
lögin frá 20. maí hefðu síðan
tekið þær launahækkanir sem
samið var um, og svift launafólk
samings- og verkfallsrétti. Allur