Þjóðviljinn - 28.01.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.01.1989, Blaðsíða 8
ERLENDAR FRÉTTIR Salvador Rafmagnstumar sprengdir Salvadorskir skæruliðar sprengdu á fimmtudag upp rafmagnsstaura með þeim afleið- ingum að rafmagn fór af í héruð- unum Morazan og La Union og borginni San Miguel. Ennfremur sló í bardaga með skæruliðum og stjórnarhermönnum víðsvegar um landið. Tvö héruð myrkvuð Farabundo Martí-þjóðfrelsis- fylkingin, samtök skæruliða er berjast gegn Salvadorstjórn, stu- ddri af Bandaríkjunum, greip til þessara aðgerða eftir að José Napoleon Duarte, forseti lands- ins, hafði hafnað tilboði hennar um að láta næstu forsetakosning- ar ótruflaðar, gegn því að þeim yrði frestað um nokkurt skeið og öryggi vinstrisinnaðra frambjóð- enda tryggt. Skæruliðar höfðu ennfremur boðið upp á vopnahlé í fimm daga kringum kosningar, ef herinn héldi á móti kyrru fyrir í herbúðum. Reuter/-dþ. Duarte - hafnaði tilboði skæru liða. SKILIÐ SKATTTRAMTALI f TÆKATÍÐ Skattframtali 1989 vegna tekna 1988 og eigna í árslok á að skila í síðasta lagi 10. febrúar. Fylgiblöð með skattframtali liggjaframmi hjá skattstjómm sem jafnframt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varðveiti launaseöla áfram eftir að skattframtali hefur verið skilað. Launaseðlar eiga að sanna, ef á þarf að halda að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum SÍÐASTISKILADAGUR SKATTFRAMTALS ER 10. FEBRÚAR. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Sameinuöu þjóðirnar Loftbrú til Kabúl? Talsmaður Sameinuðu þjóð- anna í Genf sagði í gær áð hjálp- arstofnun á vegum samtakanna, sem vinnur að hjálparstarfsemi í Afganistan, gerði sér vonir um að geta komið á loftbrú tii Kabúl, höfuðborgar landsins, tii að flytja þangað sjúkragögn, teppi og fæðu handa mæðrum og unga- börnum. Einnig væri til athugun- ar að koma bflalest með birgðum til borgarinnar. Vegna umsáturs skæruliða um Kabúl hefur að mestu tekið fyrir flutninga þangað landleiðina, en Sovétmenn fljúga þangað dag- lega hundruðum smálesta af mat- vælum, einkum hveiti. Erlendir hjálparstarfsmenn þar segjast ekki sjá fram á að Sameinuðu þjóðirnar hafi möguleika á að koma upp til borgarinnar annarri eins loftbrú, eftir að Sovétmenn eru farnir. Þrátt fyrir þessa að- flutninga er þegar skortur á mat- vælum og eldsneyti í borginni. Reuter/-dþ. Bandaríkin 3,8% hagvöxtur Hagvöxtur Bandaríkjanna nam 3.8 af hundraði 1988 og var heldur meiri en árið áður, er hann var 3.4 af hundraði. Heldur dró úr hagvexti síðasta fjórðung ársins vegna mikilla þurrka í sumar, en þeir ollu verulegum uppskerubresti, sem aftur olli því að slátra varð búpeningi meira en góðu hófl gegndi. Bandarískir hagfræðingar telja að neysla sé fullmikil í landinu og aukist um of, og sé hætta á að þetta hafi í för með sér aukinn innflutning með þeim afleiðing- um að viðskiptajöfnuðurinn, sem nú er óhagstæður um 135 milj- arða dollara, verði enn óhagstæð- ari. Til þess að draga úr þessum halla Ieitast ríkisstjórnin nú við að stilla svo til að neysla minnki en útflutningur aukist. Reuter/-dþ. Vestur-Pýskaland Heróínbarón gripinn Vesturþýska lögreglan til- kynnti í gær að hún hefði hand- tekið Pakistana nokkurn, sem nefnist Mohamed G. og er mikill athafnamaður um heróínsmygl. Var hann gripinn á járnbrautar- stöðinni í Wiesbaden, er hann af- henti meintum viðskiptavini 3.2 kfló heróíns. En „viðskiptavinur- inn“ var í raun lögreglumaður í dulargervi. Að sögn vesturþýsku rann- sóknarlögreglunnar mundi þetta mikið heróínmagn seljast fyrir um 80 miljónir króna á götunni. Að sögn pakistanskra yfirvalda gerðu þau upptæk 20 kíló heróíns í Peshawar í nóv. s. 1., og telj a þau að sami heróínsali hafi ætlað að koma því til Evrópu. Hann stundaði viðskipti sín í mörgum löndum og leiddi samvinna vest- urþýskrar, pakistanskrar, breskr- ar og norskrar lögreglu til þess að um síðir tókst að handsama hann. Reuter/-dþ. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.