Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 7
MENNING Ómar Jóhannsson yrkir m.a. svo um staðinn: „Landslagið liggur flatt / lognið það hreyfist hratt".... Hver sjoppukynslóð tekur við af annarri en Gvendur þribbi blífur... Keflavíkurrevia Þessi gamli Keflvíkingur hér varð harla glaður þegar hann frétti, að Leikfélag Keflavíkur héldi upp á fertugsafmæli kaupstaðarins með því að sýna revíu. Ekki barasta af þeim prív- atástæðum, að revían Drauma- landið mun hafa verið það fyrsta sem fyrir augun bar á sviði. Held- ur og vegna þess að sú innansveit- arkróníka sem revían er gerir tvennt í senn: hnýtir saman fólkið á staðnum og æfir það í því að hlæja að sjálfu sér. Sem eru tvær hliðar á sama máli: þetta er OKKAR hlátur. Ómar Jóhannnsson skrifaði revíuna og Hulda Ólafsdóttir leikstýrði. Og er nú skemmst frá því að segja að heildarsvipurinn var smekklegur og skemmtilegur - það var blátt áfram skynsam- lega að verki staðið. Eins þótt lengi megi í áhugamannasýningu finna veika hlekki (eða raddir) og höfundurinn hefði fullsterka stjórn á illkvittni sinni( hún verð- ur náttúrlega að vera með í rev- íu). Hann var reyndar sjálfur kynnir og tengiiiður milli atriða ásamt hljómsveit, sem einnig tók undir við söng og var, vel á minnst, alveg mátulega stillt. sem er lofsvert á hávaðatímum. Ómar kom ýmsu þarflegu að í eigin texta - eins og þegar hann vék að þeim „opinbera“ sannleika að eiginlega hefði Kaninn í heiðinni haft næsta lítil áhrif á heimamenn og „ég er kvæt sjúr að við meikum þetta “. Söngtextar hans voru liprir, ekki síst harmasöngur horfinnar útgerðar - aftur á móti tókst honum síður að yrkja fjör í keflvíkska pólitík. Kannski vant- ar líka í hana litsterka karla eins ÁRNI BERGMANN og Guðmund í Sparisjóðnum og Danival og aðra þá sem upplagt var að herma eftir á dögum Draumalandsins sem fyrr var nefnt. Leikstjórinn hafði vitanlega mismikið út úr sínum leikendum eins og verða vill, en yfirleitt nóg til að áhorfendur mættu við una og alloft miklu meira en það. Stundum koðnaði hugmynd sem fór skemmtilega af stað niður í útfærslu - eins og í fyrsta atriði þegar hanka á sprúttsala á merkt- um peningaseðli. Alltof lítið varð úr ágætu Hafnargötukvæði Krist- ins Reyrs sem upp var rifjað í reví- unni. Aðrar senur smullu ljóm- andi vel saman - eins í þættinum sem segir af þeirri gullöld og gleð- itíð þegar Könum var leigt fyrir dollara og sá var grasasni sem leigði löndum sínum á flótta frá atvinnuleysisplássum - eða þá í skopi um hraðar hendur í heilsu- gæslugeiranum. Það var líka nokkuð skondin hugmynd að segja sögu plássins eins og hún gerðist í sjoppunni þar sem ein kynslóð unglinga tók við af ann- arri, rokkkynslóð, bítlakynslóð, mótmælakynslóð og nú síðast vöðvastælingakynslóð - en yfir þeim öllum vakir munnhörpu- leikarinn eilffi með kogara í vas- anum, síðasti „kynlégi kvistur- inn“, Gvendur þríburi. Ég fór að hugsa um það eftir á: það voru ekki margir aðrir en Guðmund- ur, gamall samverkamaður úr bæjarvinnunni, nefndir með nafni í þessari revíu - þótt svo nöfn sumra og ýmissa svifu yfir vötnum á kontórum leiksýning- arinnar. Þetta var öðruvísi í sex sinnum minna plássi á dögum Draumalandsins, þá voru nafn- greindir menn teknir fyrir í kipp- um uppi á sviði og enginn vildi móðgast þótt illa væri út úr hon- um snúið, því - eins og einn sér- stæður útgerðarmaður sagði - „sá er ekki maður með mönnum sem ekki kemst í revíu“. Sinfónían Tónlist fyrir horn Á þrettándu áskriftartón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinn- ar skiptast á klassísk verk Moz- arts, nútímaverk Neruda og suður- amerískar stemmningar Villa-Lobos. Einleikari er breski hornleikarinn Ifor James og hljómsveitarstjóri er Petri Sak- ari. Mörg tónskáld hafa samið verk fyrir Ifor James og sjálfur er hann tónskáld. En hann segist spila af því að hann geti ekki sungið: „Ef ég gæti sungið myndi ég ekki spila á horn!“ Tónleikarnir eru í Háskólabíói á morgun, 13. apríl, kl. 20.30. Bókmenntir Ljóðakvöld í Nýhöfn í kvöld kl. 20.30 verður haldið ljóðakvöld í listasalnum Nýhöfn við Hafnarstræti þar sem Ingi- björg Jónsdóttir sýnir lágmyndir. Þeir sem flytja verk sín eru Nína Björk Árnadóttir, Þorgeir Þorgeirsson, Hansína Ingólfs- dóttir, Einar Már Guðmundsson, Friðrik Guðni Þorleifsson, Elísa- bet Jökulsdóttir, Gunnar Krist- insson og Guðrún Guðlaugsdótt- ir. ■*■■■. „Færðu þig af bekknum mínum!“ segir Jerrí (Haraldur Kristjánsson) við Pétur (Daníel Inga Pétursson) í Sögu úr dýragarðinum. Leiklist Frumsýning hjá „Ljóra“ Annað kvöld verður frumsýn- ing hjá nýstofnuðu leikfélagi nemenda öldungadeildar Menntaskólans við Hamrahlíð. Stóð í birtunni Það heitir „Ljóri“ og sýnir dag- lega til og með sunnudagskvöldi einþáttungana „Heimur án karl- manna" eftir Philip Johnson í þýðingu Árna Blandon leikstjóra og „Saga úr dýragarðinum“ eftir Edward Albee í þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Sýningar eru í hátíðasal MH og hefjast kl. 20.30. Eiríkur Brynjólfsson Dagar sem enda. Kápumynd, Matthildur Sigurðar- dóttir Útgefandi, Orðhagi Ekki er ég kunnug fyrri verk- um Einks, en þar á meðal er smá- sagnasafnið í smásögur færandi, sem út kom árið 1985. Titill þeirrar bókar er í anda spaug- sömu kynslóðarinnar, sem hafði svo mikil áhrif að nú þurfa öll skáld að vera dulítið fyndin til að ná eyrum og augum þjóðarinnar. Þá breiðgötu gengur höfundur þeirrar bókar sem hér er til um- ræðu og vil ég nefna húsljóð, bálk sem telur fimm erindi. Lítum á hið fyrsta. Það fjallar um hús - næðismál og höfundur beitir hálf- kæringi ogorðaleikjum. Hvenær verður annars haegt að ganga inn í banka og segja: Eg ætla að kaupa íbúð og hef svo miklar tekjur da ramm da ramm. Tveim dögum síðar er svo skrifað undir samn- inga og eftir viku flytur maður inn í sína íbúð. Engin tveggja ára bið í því draumalandi. En áfram með Ijóðin. húsaljóö I hús mitt er mikið að vöxtum samt rúmast ég varla innan þess ég sit í höfuðstólnum og undir mér braka vaxtafœturnir Getur verið að skáldið sé að lýsa áhyggjum sem meirihluti landsmanna á við að etja eða eru þetta bara nokkur áhyggjufull skáld sem beita fyrir sig einskon- ar raunveruleikaléttúð svo vandamálin verði léttbærari. Vandamál eru orðin ákaflega áberandi í ritdómum hjá mér! MAGNÚS GESTSSON Hér er þó ljóð af öðrum toga, þýðing sem er hlýleg og sannfærandi. óður til reykjavíkur og mannsins meö gulu rósirnar (Maria Edholm) gufa af nýþvegnu líni leggst á glugga minn og ekkert geymir leingur ilm þinn með vísifíngri rita ég nafn þitt á rúðuna ég sný við stuttu síðar er nafn þitt tár sem hnígur hœgt niður Hér er ort um aðskilnað og söknuð, ljóðmælandinn grætur horfinn vin, en lætur gluggann tjá sorgina í síðasta erindinu. En hver er Maria Edholm? Það er ákaflega erfitt að átta sig á bók Eiríks vegna þess hve sund- urlaus hún er og e.t.v. hefði orðið til bóta að hafa hana kaflaskipta. T.d. hefði ljóðið nafnlaust ljóð sómt sér vel í félagsskap við húsa- ljóðin. Nokkur ljóð eiga sér trúarlegar rætur eins og tilbrigði við útlensk- an draum, sem verkar á mig líkt og tilbrigði við Passíusálm nr. 51 eftir Stein Steinarr. tUbrigði við útlenskan draum efhann kœmi gángandi á sjónum einsog vatninu forðum inn Skerjafjörðinn eða undan Skúlagötunni í ólgusjó svo freyddi um fœtur eða lygnum sjó svo rétt gáraði um sporin þá mundi umferðin stöðvast um stund og fólkið halla undir flatt og segja: Vesalíngs maðurinn, hann kann ekki að synda! Þetta er ekki sagt skáldinu til hnjóðs, heldur vil ég með þessu vekja athygli á því hversu vel hann fer með þetta sígilda bibl- íunni og þarna er spaugið ekki eins þreytt og í húsaljóðunum. Svipaða fyndni er að finna í næsta ljóði, einhverskonar, djúp- spaug. Mér dettur í hug að höf- undurinn ætti að athuga þessa tækni betur í framtíðinni. maöurinn erlendis Hann tíndi uppúr töskunni fötin semfrúin hafði brotið saman straujuð og raðað snyrtilega af kostgæfni og alúð Og í nœrbuxum saklausum einsog snjó fann hann miða sem á stóð: Góða ferð, elskan, mundu mig - ég man þig! Þetta er snjöll aðferð til að koma í veg fyrir framhjáhald. Þar með er upp talið allt sem ég get skrifað um daga sem enda, nema kápumyndin þykir mér ekki til þess fallin að draga at- hygli að kverinu. [^NOIVCAP] kœliskápur semer rúmgóbur ogódýr mtekmlítlé pláss ■ Miðvikudagur 12. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.