Þjóðviljinn - 27.04.1989, Side 8
MINNING
in kom í rauðum pésa að sunn-
an,“ en einnig að norðan af því að
Einar var á Akureyri og hann og
Brynjólfur á Siglufirði.
Eg hafði keypt bókina
„Brauðstrit og barátta“ eftir
Benedikt Sigurðsson handa
Brynjólfi. En mér auðnaðist ekki
að koma bókinni til hans, áður en
hann lést þann 3. apríl sl. Þetta rit
um baráttu verkalýðsins á Siglu-
firði og víðar er hið merkasta.
Maður gat verið viss um að
Brynjólfur yrði meðal þakklát-
ustu lesenda þessarar bókar.
Hann starfaði mörg sumur á sfld-
arvertíðum á Siglufirði. Þar
stundaði hann m.a. gæðaeftirlit
með fitu- og eggjahvítumagni
sfldar í eldhúskytru, sem hann
notaði sem rannsóknastofu.
Hann vann fyrir Sfldareinkasölu
ríkisins og reyndi þarna í starfi á
þau fræði sem hann hafði lært við
Kaupmannahafnarháskóla. En
stjórnmálin og kjarabaráttan
voru ofarlega á dagskrá á þessum
tíma eins og alltaf í lífi hans.
í óbirtum endurminningum
Brynjólfs um þennan tíma á
Siglufirði, 1928 segir hann m.a.
um kynni sín af Jóni Rafnssyni
hinum kunna verkalýðsleiðtoga:
„Jón Rafnsson var þetta sumar á
síldarbát, sem lagði upp á Sigluf-
irði. Hann hitti mig oft, þegar
hann var í landi, og það var ein-
mitt þetta sumar, sem við
kynntumst náið og tengdumst
vináttuböndum, sem aldrei rofn-
uðu.“ Og ennfremur: „Þetta
sumar keypti ég m'at hjá konu
einni, sem hafði marga utanbæ-
jarmenn í fæði. Meðal þeirra
voru bræðurnir Bjarni og Sveinn
Benediktssynir. Yfir borðum var
margt spjallað og Bjarni talaði
aldrei um annað en pólitík og
virtist hafa brennandi áhuga. Sá
áhugi var þá enn mjög í anda
gamla Sjálfstæðisflokksins."
Gera má ráð fyrir, að ungum
sjálfstæðismönnum hafi þótt
fengur í að kynnast þarna kom-
múnista, sem 1920 hafði verið á
þingi með sjálfum Lenin og
kynnst bandaríska blaðamannin-
um John Reed, sem skrifaði bók-
ina „Tíu dagar sem skóku heim-
inn“. Það er þekktasta rit um
byltingu bolsivíka í Pétursborg
1917. John Reed var aðalsögu-
hetjan í kvikmyndinni „Reds“
sem gerð var fyrir nokkrum árum
og margir munu minnast.
Siglufjörður var á þessum tíma
einn helsti nornapottur stéttabar-
áttu og stjórnmála í landinu eins
og best verður lesið um í riti Ben-
edikts sem að ofan er getið og
reyndar má einnig fá glögga
mynd af í bók Jóns Rafnssonar
„Vor í verum".
Myndun nýsköpunarstjórnar-
innar í október 1944 er vafalaust
höfuðviðburður sögu lýðveldis-
ins. Ráðherrastarf Brynjólfs
Bjarnasonar í þeirri ríkisstjórn
ber hæst í stjórnmálastarfi hans.
Sem menntamálaráðherra
skipaði hann því háan sess í hug-
um okkar róttækra stúdenta sem
útskrifuðumst frá Menntaskólan-
um í Reykjavík vorið 1946. Á því
fagnaðarári glöddumst við í
hjarta yfir að Brynjólfur gæti sem
ráðherra fagnað 100 ára afmæli
M.R. með skólabræðrum sínum,
þar á meðal Pálma Hannessyni
rektor skólans. Þeir höfðu báðir
lokið stúdentsprófi 1918 og lagt
stund á náttúrufræði og lögðum
við róttækir auðvitað ákveðinn
skilning í þau fræði sem undir-
stöðugrein hinnar „réttu“
heimspeki í þjóðfélagsmálum.
Þeir Brynjólfur og Pálmi áttu það
sameiginlegt að vera í essinu sínu
á ferðalögum, sérstaklega um
öræfin. Við þau tækifæri geisluðu
báðir af slíkum persónutöfrum og
þekkingu á náttúrunnar dýrð, að
allir sem nutu félagsskapar þeirra
áttu um það kærar minningar.
Eftir að Brynjólfur lét af þing-
mennsku 1967 ólum við margir
vinir hans og samherjar þá von í
brjósti, að honum entist heilsa til
að sinna heimspeki og ritstörfum.
Sú ósk okkar hefur ræst betur en
nokkurn okkar gat órað fyrir.
Ég minnist þess tíma, þegar
heimspekirit Brynjólfs „Forn og
ný vandamál" kom út 1954. Við,
sem vorum upptendraðir af hin-
um hagnýtu pólitísku heimspeki-
bæklingum Maos formanns og
hans félaga frá því um 1930,
reyndum af öllum lífs og sálar-
kröftum að lesa verk Brynjólfs.
Það var óneitanlega hart undir
tönn. Nógu mikið skildum við þó
til að halda því fram fullum hálsi,
að hér væri á ferðinni meiriháttar
heimspekiverk. Ég man glöggt
eftir því hve særður ég var yfir
viðbrögðum yfirlæknis míns og
annars sérfræðings deildarinnar,
þar sem ég var kandidat, þegar ég
lýsti fyrir þeim hvílíkur
heimspekilegur hvalreki þetta rit
væri fyrir landsmenn.
Þeir sögðu hreint út, að póli-
tískt ofstæki og heimspeki færu
ekki saman og átti þessi umsögn
að vera rétt bæði um höfund
heimspekiritsins og lesandann.
Frá þessum tíma óx sífellt
hróður Brynjólfs sem heimspek-
ings með hverju riti sem út kom
eftir hann um slík efni. Á sama
tíma veit ég ekki til að viðhorfs-
breyting yrði hjá fyrrverandi
meisturum mínum á sjúkra-
deildinni, sem aldrei höfðu lesið
stafkrók eftir Brynjólf hvorki um
heimspeki né annað.
Meðal tryggustu vina Brynjólfs
hafa verið um langt árabil hjónin
Andrés Haraldsson bifvélavirki
og Kolbrún Þorvaldsdóttir. Ég
geri ráð fyrir því, að upphaf
þeirrar vináttu hafi verið hjá hon-
um eins og mér gegnum bflavið-
gerðir. Á bflaverkstæði Adda
voru viðgerðir á rússneskum bfl-
um, sérstaklega rússajeppum,
sérgrein. Þeir sem áttu slíka bfla
voru alltíðir viðskiptavinir á
verkstæði Adda og ekki bara
vegna viðgerða. Þar var líka
löngum vettvangur félagsvísinda
með heimspekilegu ívafi. Það var
því meira að þakka þessu verk-
stæði Adda en almennri þátttöku
í stjórnmálastarfi, að ég kynntist
Brynjólfi. Sú kynning efldist
mjög á ferðalögum sem Addi
dreif menn í inn á öræfi, eins og á
Kjöl og í skála Ferðafélagsins við
Hagavatn. Vinátta þeirra hjóna,
Adda og Kollu, hefur verið
Brynjólfi svo mikils virði, að allir
vinir og samherjar hans, sem til
þekktu, bera mikinn þakkarhug
til þeirra.
Við Erla stendum Elínu,
manni hennar Godtfred Vester-
gaard, fjölskyldu þeirra og öðr-
um ættingjum innilegar samúðar-
kveðjur.
Ólafur Jensson
Brynjóifur Bjarnason var
fæddur að Hæli í Gnúpverja-
hreppi árið 1898. Móðir hans var
Guðný Guðnadóttir, frá Hæli og
Bjarni Stefánsson, frá Núpstúni í
Hrunamannahreppi. Þau Guðný
og Bjarni hófu snemma búskap
að Neistastöðum í Flóa, en flutt-
ust síðar að Ölvisholti í sömu
sveit og þar ólst Brynjólfur upp
að mestu. Systkini Brynjólfs voru
Stefanía. f. 1902. sem dó barn-
ung, Einar, f. 1906 og Stefán, f.
1910. Elín Kristgeirsdóttir kom
ung inn á heimilið og ólst þar upp
sem dóttir.
Brynjólfur giftist Hallfríði Jón-
asdóttur, sem ættuð var af Snæ-
fellsnesi, en hún dó fyrir20 árum.
Þau eignuðust eina dóttur, Elínu,
sem býr í Danmörku, gift Gott-
fred Vestergaard. Börn þeirra
eru Martin, Brynjólfur, Stefán og
Fríða.
Ég kynntist Brynjólfi ungur,
sem hlýlegum og skemmtilegum
frænda, sem gekk í kringum jóla-
tréð með okkur krökkunum og
söng. Ég kynntist líka snemma
annarri mynd, mynd sem aftur-
haldið á íslandi bjó til af honum.
Það var sannarlega lífsreynsla að
bera hana saman við hin persónu-
legu kynni. Ég gerði mér snemma
grein fyrir því að sá sem barðist til
að rétta við hlut þeirra sem minna
mega sín, var útmálaður sem
óvinur fólksins í áróðursmaskínu
afturhaldsins, og sá sem barðist
fyrir herlausu landi og friði var
beinlínis hættulegur í augum
þess.
Ég kynntist Brynjólfi pólitískt
þegar ég var í menntaskóla, í les-
hring á vegum Æskulýðsfylking-
arinnar. Og aftur var það þessi
sama ljúfa hógværð, sem ein-
kenndi Brynjólf, eins og ég hafði
kynnst persónulega. Engin
spurning okkar ungæðinganna
var of vitlaus til að henni væri
ekki gefinn gaumur og hún rædd
niður í kjölinn.
Brynjólfi var af sumum lýst
sem fulltrúa hinnar köldu rök-
hyggju og átti það oft að vera já-
kvætt, enda skírskotar slíkt til
margra ungra manna sem eru að
stíga sín fyrstu skref í marxisman-
um. En þessi lýsing er alröng.
Það var réttlætiskenndin og hlýtt
hjarta sem gerðu Brynjólf mik-
inn. Hann átti sér lífssýn og pólit-
ík gerði honum kleift að standa
við réttlætiskennd sína og tilfinn-
ingar til hinstu stundar. Það er
gamall misskilningur að það sé
rökvísi og kennisetningar sem
geri menn að sósíalistum. Þetta
er hvort tveggja nytsamlegt til
margs. En það verður enginn
maður góður baráttumaður fyrir
jafnrétti eða sósíalisma nema
hann hafi ást á lífinu og mann-
eskjunni og þori að standa við
hana. Brynjólfur var meðal
þeirra manna sem þora að standa
við hana.
Ein myndin sem búin var til af
Brynjólfí var Moskvukomminn.
Afturhaldið notaði þetta yfirleitt
til að lýsa þessum gömlu komm-
um. í munni afturhaldsins var
þetta auðvitað bara það sem
maður bjóst við. Síðar heyrði ég
ýmsa sem töldu sig sósíalista
stimpla Brynjólf og marga sam-
herja hans með þessum hætti.
Þetta átti sér einkum stað um og
uppúr 1960, þegar átök mögnuð-
ust innan Sósíalistaflokksins,
átök sem enduðu með því að sá
flokkur var lagður niður 1968 en
Alþýðubandalaginu var breytt í
flokk sem kom í hans stað.
En það sem tekist var á um var
sannarlega ekki Moskva.
Moskvustimpillinn var bara að-
ferð til að veikja áhrif margra af
einlægustu baráttumönnum
hreyfíngarinnar. Skipulagsmálin
voru ekki heldur það sem lá til
grundvallar ágreiningnum. Það
var tekist á um hvort byggja ætti á
því að verkalýðsstéttin væri
hreyfiafl framfara, umbóta og
umbyltingar í þjóðfélaginu, eða
hvort byggja skyldi á því að að-
laga flokkinn leikreglum borg-
aralegra flokka, gera hann gjald-
gengan í samsteypustjórnir með
hvaða flokki sem væri, og þá í
andstöðu við verkalýðsstéttina ef
svo bæri undir. Fyrir Brynjólfi og
hans líkum var það mikilvægast
að efla lýðræði og virkni innan
verkalýðssamtakanna, að efla
sjálfstæði hennar og metnað til að
geta tekist á við hin ófresku öfl
auðvaldsins og markaðskerfisins.
Þetta var í samræmi við lífssýn-
ina. Þetta var í samræmi við bar-
áttuna fyrir þjóðfélagi þar sem
arðrán manns á manni hefur ver-
ið afnumið. Slík gjörbreyting
verður ekki nema fyrir tilstilli
verkalýðsstéttar, sem er skipu-
lögð sem sjálfstætt afl, verka-
lýðsstéttar sem skynjar að frelsun
hennar hlýtur að vera verk henn-
ar sjálfrar. Það gera þetta hvorki
þingmenn né ráðherrar fyrir
hana.
Brynjólfur missti aldrei trúna á
sósíalismann, trúna á það að
manneskjurnar geti stjórnað sér
sjálfar. Þvert á móti. Með þróun
sprengjunnar, vígbúnaðarkapp-
hlaupsins og umhverfisspjallanna
varð það stöðugt meira áberandi í
málflutningi Brynjólfs að framtíð
og líf mannkyns byggðist á sigri
sósíalismans.
Mér finnst að þeir Brynjólfur
og Einar Olgeirsson beri höfuð
og herðar yfír aðra íslenska
stjórnmálamenn. Auðvitað er
það fyrst og fremst af því að mál-
staðurinn er góður. Þeir eru
sannarlega góður vitnisburður
um þá sósíalísku hreyfingu sem ól
þá af sér. Oft bar á milli skoðana
þeirra um hvað gera skyldi við
tilteknar aðstæður. En aldrei
heyrði ég svo hnjóðað í Einar að
Brynjólfur tæki ekki upp han-
skann fyrir hann, og mér skilst að
eins hafi Einari verið farið.
Öfundarlaus samvinna þessara
tveggja manna var einstök. Fyrir
þeim var málstaðurinn allt. Þeir
eru vissulega góð fyrirmynd sósí-
alískri hreyfingu.
Ég ætlaði mér ekki að fara að
lýsa pólitísku lífshlaupi Brynjólfs
eða lífssýn hans í þessari grein.
Það hefur hann gert svo vel sjálf-
ur. Það var fyrir einu og hálfu ári
að ég fór fram á það við Brynjólf
að hann leyfði okkur á Útvarpi
Rót að hafa við sig langt viðtal
um lífshlaup sitt. „Ég hafði nú
strengt þess heit,“ sagði hann,
„að skrifa aldrei pólitíska ævi-
sögu mína.“ „Þetta yrði þá frekar
eitthvað persónulegt,“ bætti
hann svo við. En auðvitað gat
hann ekki haldið pólitíkinni frá
þegar til kastanna kom. Hinir 7
löngu viðtalsþættir Einars Ólafs-
sonar við Brynjólf eru merkileg
lýsing á lífi Brynjólfs og lífs-
skoðun, en þeir eru um leið
áhrifamikil lýsing á baráttu sósí-
alískrar hreyfingar og verkalýðs-
hreyfíngar á þessari öld allri, því
að sú hreyfing var samofin lífi
Brynjólfs.
Ragnar Stefánsson
Ljónið Brynjólfur Bjarnason
hefur kvatt oss í heimi hér. Ljón
var Brynjólfur í baráttu og hugs-
un. Ljóngreindur var maðurinn
hvað sem mönnum fannst annars
um hans pólitísku viðhorf og
heimssýn. Enginn getur annað
sagt.
Ég kynntist Brynjólfi Bjarna-
syni fyrst fyrir allnokkrum árum
síðan af lestri ritgerða hans og
bóka um heimspeki og pólitík, og
hreifst af. Kjarnyrtari og rökfast-
ari hugsun í pólitík og
stjórnmálum var leitun að. Og
síðast en ekki síst voru mannúð-
arhugsjónir hans á heimsgrund-
velli. Á heimsmælikvarða voru
hugmyndir Brynjólfs óumdeilan-
lega. Sem betur fer segja hér
margir. Ég er líklega einn þeirra.
Sjaldan eða aldrei hefi ég heyrt
mannkynssöguna skýrða betur út
í sinni allra víðustu mynd en af
samtölum mínum við Brynjólf.
Eftir þau samtöl skildi ég ýmis-
legt öðruvísi. Mættu margir
vinstri menn í dag taka sér til fyr-
irmyndar hina skýru og langsýnu
rökhugsun Brynjólfs. Mikið yrði
vaðallinn í flestum vinstri-
mönnum minni, og mál þeirra
væntanlega skiljanlegra og
skýrara fólki með t.d. bara
meðalgreind eins og mér. Fá-
dæma betra. En það er önnur
saga.
Fyrir tæpum fimm árum síðan
þegar Morgunblaðið hafði viðtal
við nokkra fyrrverandi þingmenn
þar sem þeir komu saman af sér-
stöku tilefni var Brynjólfur með-
al annarra tekinn tali. ’þá var
hann 85 ára gamall og eldskír að
vanda.
Það sem snart í mér eina taug
öðru fremur í þessu samtali
blaðsins við þennan öldung, þeg-
ar hann var beðinn um að meta
núverandi stöðu stjórnmála hér
heima, voru sárindi hans þegar
hann mælti eitthvað á þá leið að
hryggastur væri hann yfir því að
hér á landi væri ennþá bandarísk-
ur her og því miður afskaplega
lítið fararsnið á honum.
Þetta var í þann tíð þegar ég
starfaði allmikið með Sámtökum
herstöðvaandstæðinga, og bar í
brjósti mér þá fullkomlega stað-
lausu og glórulausu von um að
íslenskir herstöðvaandstæðingar
hefðu í raun einhverjar alvöru
hugmyndir um að reyna að reka
bandaríska herinn á Miðnes-
heiðxnni úr landinu sem fyrst. En
það var nú hreint ekki þegar síðar
fór að reyna á alvöruverkin.
Samtök herstöðvaandstæðinga
eru löngu hætt við að bjástra við
að koma hernámsliðinu út fyrir
landsteinana. í stað þess að reka
herinn reka þau skrifstofu og
geymslu fyrir þá aura sem þau
geta þrautpínt út úr þeim sem
ennþá trúa á falskenningar
þeirra. Varið ykkur á falsspá-
mönnunum, sagði þekktur mað-
ur hér forðum - meðal annars um
faríseaskarann. Ég segi nú ekki
margt.
Það er engu líkara en að mygl-
aðasta útgáfa sovéska skrifræðis-
ins hafi hlassast yfir nánast allt
starf „herstöðvaandstæðing-
anna“ hér á Fróni og mestalla
hugsun þeirra. Með þeim glæsiár-
angri að aldrei í hálfa öld hefur
verið minna fararsnið á hernáms-
liðinu í Keflavík, - krabbameini
sem teygir sig núorðið út á öll
landshorn föðurlandsins og
plagar líklega bara fáa íslendinga
núorðið, utan mig og örfáa aðra
sérvilringa og öfgamenn. En
þetta er líka önnur saga sem ekki
á að vera að væla yfir í minningar-
greinum. Og reyndar smekkleysa
að gera slíkt yfir minningu Brynj-
ólfs Bjarnasonar eldhuga og her-
stöðvaandstæðings allra alvöru
herstöðvaandstæðinga.
En það sem mér smælingjan-
um er efst í huga við svona stund
er þakklæti. Ég varð þeirra forr-
éttinda aðnjótandi að kynnast
Brynjólfi nokkuð persónulega nú
síðustu árin. Fyrst í gegnum
allnokkur símtöl um herstöðva-
málin og ýmislegt varðandi alla
þá ljótu sögu. Síðar einnig er ég
settist á skólabekk aftur og fór að
nema sögu við Háskóla íslands.
Á sl. ári var ég að læra íslenska
verkalýðssögu við HÍ og valdi
mér það verkefni að kanna sum
hinna pólitísku og efnahagslegu
tengsla setuliðsins við íslenska
menningu fyrr og síðar. Hluti
þessa verkefnis var að fá ýmsar
frumupplýsingar þar sem þær
væru tiltækar. Og ein af aðal-
frumheimildunum gekk hér enn
um götur Reykjavíkur árið 1988;
stofnandi og helsti hugsuður
Kommúnistaflokks íslands árið
1930: Brynjólfur Bjarnason sjálf-
ur. Hvorki meira né minna.
Það var ekki amalegt að fá að
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 27. aprfl 1989