Þjóðviljinn - 23.05.1989, Page 4

Þjóðviljinn - 23.05.1989, Page 4
FLÓAMARKAÐURINN Hræódýrt í sumarbustaði svefnbekkir, kojur, allskonar stólar o.fl. Einnig til sölu: sófasett, sófa- borð, borðstofuborðog stólar, kom- móður, hjónarúm, tvíbreiður svefnsófi (2ja manna sófi á daginn), eldhúsborð og stólar, ryksuga o.fl. Uppl. Langholtsvegi 126, kjallara, sími 688116 kl. 18.00 - 20.00. Kettlfngur og baðborð Falleg, bröndótt læða, 8 vikna, mjög vel vanin, fæst gefins á gott heimili. Á sama stað er til sölu bað- borð, alveg ónotað, á kr. 5.000. Uppl. í síma 675626. Vil kaupa eldavél helst ódýra. Upplýsingar í síma 83694. Ódýru þýsku vinnustígvélin komln Stærðir 39-46. Verð kr. 990. Sími 29907. (búð - Hrísey Til sölu ca. 80 fm íbúð á besta stað í Hrísey. Húsgögn geta fylgt. íbúðin losnar 1. júní. Leiga kemur tilgreina. Uppl. í síma 91-30834. Ódýru þýsku stígvélin komin 3 litir, stærðir 23-40. Verð kr. 490. Sími 29907. Dýravlnlr athugið! Fallegir kettlingar fást gefins. Al- gjört skilyrði að þeir fari á góð heim- ili. Á sama stað er til sölu gott tvíhjól með hjálpardekkjum. Uppl. í síma 36469. Lítill strákur og mamma hans óska eftir lítilli íbúð Átt þú iitla íbúð sem þú vilt leigja ódýrt og fá góða umgengni og ör- uggar greiðslur? Ég er í myndlistar- námi og sonur minn er á öðru ári. Vinsamlegast hringið í síma 32052, Sigrún Ólafsdóttir. Útlmarkaður Hlaðvarpans Tökum í umboðssölu handgerða muni t.d. skartgripi, útskurð, keram- ik, föt, vefnað, leikföng og margt fleira. Uppl. í síma 19055. Bassi til sölu Aria Pro II bassi til sölu á vægu verði. Uppl. í síma 10342. Dagmamma Hef laust heilsdagspláss og hálfs- dagspláss fyrir hádegi. Er með leyfi. Sími 84023. Strauvél gefins Stór strauvél fæst gefins. Uppl. í síma 38785 eftir kl. 18.00. Trjáplöntur til sölu Alaskaösp 100-150 cm, 4-500 kr. Einnig nokkur stykki birki og reyni- viður, ódýrt. Uppl. í síma 681455. Til sölu Mackintosh plus tölva, fjöldi forrita getur fylgt. Einnig 4 sumardekk 13x155. Uppl. í síma 21427. Gott einstaklingsrúm óskast keypt. Upplýsingar í síma 681331 eða 681310 kl. 9-5. Rússneskar vörur í miklu úrvali til sölu í Kolaportinu alla laugardaga. Uppl. í síma 19239. Óska eftlr vinnu 18 ára reglusamur skólapiltur óskar eftir vinnu. Hefur bílpróf, getur byrj- að strax. Uppl. í síma 84023. Bókband Tek bækur til að binda. Uppl. í síma 73360. Grillofn Mjög vel með farið 18 ára Schmidt Grill Fix fæst gefins. Lítur út sem nýtt. Uppl. í síma 14788. Herbergi með húsgögnum - sumarleiga Herbergi með setustofu, baðher- bergi og eldhúsi til leigu í sumar. Leigutími 2 vikur- 3 mánuðir. Mið- svæðis. Uppl. í síma 19513. Til sölu lítill, nýlegur Philips ísskápur og 4 nýlegir leðurstólar. Uppl. í síma 76306. Lítið húsnæði óskast Fertugur maður óskar eftir að taka á leigu rúmgott herbergi með bað- aðstöðu eða litla einstaklingsíbúð. Skilvísar greiðslur og reglusemí í boði. Á sama stað óskast ísskápur ódýrt eða gefins. Sími 45196. Tvíbreitt hvítt Habltat rúm án dýnu til sölu. Sími 18589 eftir kl. 17.00. Skrifstofuhúsnæði Kvikmyndafélagið Nýja bíó óskar eftir meðleigjanda. Um er að ræða 1-2 herbergi á besta stað í bænum. Uppl. í síma 626633. Óska eftir borðstofuborði fyrir lítið eða ekki neitt. Útlit aukaatriði. Sími 27758. Tll sölu eins árs Tensai 14“ litsjónvarps- tæki með fjarstýringu. Uppl. í síma 41297 eftir kl. 18.00. Til sölu MMC Colt turbo árg. '88, ekinn 33.000 km með rafmagni í rúðum, sóllúgu, speglum, litað gler, álfelgur o.m. fl. Uppl. í síma 41297 eftir kl. 18.00. íbúð óskast Óska eftir einstaklings- eða 2ja her- bergja íbúð. Reglusemi og skilvis- um greiðslum heitið. Uppl. í síma 33973. Ibanez rafmagnsgítar með tösku, sem nýr, til sölu. Einnig Blizzard unglingaskíði 1,85 með Loop bindingum, skíðaskór fylgja. Uppl. í síma 53206. Þarftu að losna við bíl? Fátækur námsmaður óskar eftir bíl ókeypis. Má líta illa út en þarf helst að vera gangfær og skoðaður. Uþþl. í síma 36718 eftir kl. 19.00 (símsvari tekur við skilaboðum ef enginn er við), Pétur. Tll sölu kerruvagn og dúkkuvagn. Selst ódýrt. Uþþl. í síma 22553. BMX hjól og stelpuhjól fyrir 6 - 9 ára til sölu ódýrt. Uppl. í síma 12635. Vel með farinn barnavagn til sölu. Einnig lítið notaður grillofn. Uppl. í síma 41009. Tll sölu vel með farið, notað gólfteppi, 30- 40 fm og 3 raðstólar. Selst ódýrt. Uppl. í síma 41639. Mig bráðvantar vel með farinn ódýran Silver Cross vagn, stærri gerðina. Uppl. í síma 20774. Kommóður og margt fleira barnakerra með skermi, sem nýtt, fallegt drengjahjól fyrir 9-11 ára á hálfvirði, rafmagnssuðupottur, 50 lítra, unglingasvefnbekkur með skúffu, handlaug með öllu til- heyrandi, 2 stálvaskar, einhólfa og tvíhólfa og 3 smáborð, allt til sölu. Ennfremur fást gefins 2 barnahjól og kvenhjól. Uppl. í síma 33094. Vantar notað, ódýrt kvenmannsreiðhjól. Er í síma 22456. Til sölu drengjareiðhjól fyrir 8-9 ára. Á sama stað óskast barnabílstóll sem erfesturmeðöryggisbeltum. Uppl. í síma 44919. Lítil píanóharmónikka óskast Upplýsingar í síma 23982. Til sölu Borðstofusett 1,60x97, hægt að stækka um einn metra, 6 stólar og skenkur. Vel með farið úr tekki. Sími 71332, Ólafía. Óska eftir furuhornsófa, borði og kommóðu. Uppl. í íma 27202 eða 34549. Sumardvöl í sveit Hef laus pláss fyrir 2-3 börn í sveit. Ekki eldri en 10 ára. Uppl. í síma 27202 eða 34549. Kettlingar Vill einhver kettling? Hringið í síma 20762. Kennsla á klassískan gítar Get bætt við mig nemendum á klassískan gítar í sumar. Uppl. í síma 686114, Guðmundur Hallvarðsson, gítarkennari. BMX turbo 20“ reiðhjól, 2 ára gamalt, til sölu. Uppl. í síma 676035. Bráðvantar heimillshjálp Ný íbúð, gott að þrífa. Uppl. í síma 21917, Sófasett tll sölu em nýtt sófasett til sölu, 2+3+1. sama stað fæst gefins hornsófi. Uppl. í síma 17161. Fótbolti - 1. deild Óvænt úrslit Þór vann fyrsta leikinn og Skaginn vann KR á gervigrasinu íslandsmótið í knattspyrnu hófst á sunnudag með tveimur leikjum í 1. deild og fjórum í 4. deild. Úrslit urðu nokkuð óvænt í 1. deild. Þór tók á móti Víking og bar sigur úr býtum, 1-0. Þá lék Skaginn á móti KR-ingum á gervigrasinu og sigruðu gestirnir örugglega, 1-3. Þór-Víkingur.............1-0 Þórsarar láta hrakspár um gengi sitt í vetur ekki hafa áhrif á sig. Þeir hirtu öll þrjú stigin í fyrsta leik 1. deildar sem fram fór í miklu roki á malarvelli Þórsara. Kristján Kristjánsson skoraði eina mark leiksins og því fyrsta mark deildarinnar þegar um 10 mínútur voru til leiksloka. Þetta var jafnframt 100. leikur Krist- jáns í 1. deild og því sérlega kærk- omið mark hjá honum. Liðin buðu ekki upp á góða knattspyrnu enda erfitt að hemja knöttinn í rokinu. Það er því varla hægt að leggja mat á getu liðanna eftir þennan leik. Hvor- ugt liðanna sýndi góða knatt- spyrnu en fróðlegt verður að fylgjast með þeim í næstu leikjum. Stigin þrjú verða Þórs- urum án efa dýrmæt. KR-ÍA....................1-3 Þessi leikur átti upphaflega að fara fram kl. 14.00 á grasvelli KR-inga en var fluttur á gervi- grasið og seinkað um þrjá tíma. Veðrið bauð ekki upp á góða Úrslit í leik A-Þýskalands og Austurríkis sem háður var í Leipzig voru okkur Islendingum í hag. Liðin leika í sama riðli og landinn og skildu þau jöfn, 1-1. Þjóðirnar keppa ásamt íslend- ingum og Tyrkjum um annað sæt- ið í 3. riðli undankeppni HM. So- vétmenn eru efstir og eru nokkuð öruggir með þátttökurétt í úrslit- akeppninni sem fram fer á Ítalíu á næsta ári. Annað sætið gefur einnig þátttökurétt í úrslitakepp- knattspyrnu en þó var merkilegt hvað leikmenn náðu að spila skynsamlega á köflum. KR-ingar voru óneitanlega sigurstranglegri eftir betra gengi í síðustu leikjum auk þess sem Skagamenn eru ekki vanir gervigrasinu. Annað kom þó á daginn og var sigur Skagamanna fyllilega sann- gjarn. KR-ingar léku undan vind- inum í fyrri hálfleik og sóttu mun meira. Pétur Pétursson skoraði fyrsta mark leiksins á 21. mínútu eftir slæm mistök í vörn Skaga- manna. Leikurinn jafnaðist nokkuð eftir markið og áttu Skagamenn ágætis færi á að skora. í síðari hálfleik tóku gestirnir völdin á vellinum og uppskáru mark úr vítaspyrnu á 58. mínútu. Guðbjörn Tryggvason skoraði úr spyrnunni og eftir það sóttu Skagamenn enn meira. Tíu mín- útum síðar náði Aðalsteinn Víg- lundsson forystunni fyrir Skagann og skömmu síðar gull- tryggði Páll Guðmundsson þeim sigurinn. Skagamönnum er ekki spáð mjög góðu gengi í sumar en þeir sýndu í þessum leik að þeir eru til alls líklegir. Að ná þremur stigum gegn KR á gervigrasinu er mjög góður árangur og kæmi ekki á óvart að Skaginn verði í toppbar- áttunni eitt árið enn. Það verða KR-ingar sennilega einnig en þeir verða að sýna meiri hörku en í leiknum á sunnudag. Eftir að ninni og eiga fslendingar raun- hæfa möguleika á því. ísland leikur næstu tvo leiki í riðlinum. Þann 31. maí verður leikið gegn Sovétríkjum í Mos- kvu og síðan sækja Austurríkis- menn okkur heim 14. júní. Stað- an í riðlinum er þannig: Sovétríkin........4 3 1 0 7-1 7 Tyrkland..........5 2 1 2 8-6 5 Austurríki........3 1 1 1 4-5 3 A-Þýskaland.......5 113 4-9 3 ísland............3 0 2 1 2-4 2 -þóm Skaginn jafnaði var sem allur vindur væri úr KR liðinu og sigur Skagamanna öruggur. -þóm Fótbolti-1. deild Markleysa Ekkertmarkvar skorað í leikjum gœr- kvöldsins Tveir leikir voru í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Leik FH og KA sem fara átti fram á sunnudag var frestað um einn dag vegna veðurs og einnig léku IBK og Valur í Keflavík. Báðum þessum leikjum lauk með markalausu jafntefli þannig að eitt stig fellur í hlut hvers liðs. í kvöld verður síðan síðasti leikur fyrstu umferðar. Þá leika íslandsmeistarar Fram gegn ný- liðum Fylki í Laugardalsvelli. Þjálfarar félaganna, Ásgeir Elíasson og Marteinn Geirsson, léku saman í áraraðir en eru nú andstæðingar. -þóm 4. deild 15 möik í fyrsta leiknum Fyrsti leikur íslandsmótsins í ár fór fram í hávaða roki á sunnu- dagsmorgun. Skotfélag Reykja- víkur tók þá á móti Ögra sem er nýtt lið í deildinni. Ekki byrjuðu leikmenn Ögra tímabilið vel því Skotfélagið skoraði alls 15 sinn- um án þess að Ögri næði að svara fyrir sig. Unnsteinn Ólafsson skoraði fyrsta mark íslandsmótins eftir aðeins 5.42 mínútna leik. í leiks- lok hafði hann skorað þrjú mörk, Snorri Már Skúlason einnig þrjú, Hrafn Loftsson, Örn Hauksson og Stefán Stefánsson tvö hvor og Knútur Bjarnason, Jens Ormslev og Vignir Sigurðsson eitt mark hver. Aðrir leikir í deildinni fóru þannig að Baldur frá Hvolsvelli tapaði fyrir Ármanni, 2-7, Fyrir- tak vann Stokkseyri, 4-3, og Létt- ir tapaði fyrir Skallagrím, 0-6. -þóm Fótbolti-HM Jafnt í Leipdg Hagstæð úrslit fyrir ísland best Smáþjóðir Ragnheiður Evrópukeppni smáþjóða lauk á laugardag. Islendingar hlutu næstflest verðlaun á leikunum, 21 gull-20 silfur-9 brons, en Kýpur hlaut flest verðlaun. Ragnheiður Runólfsdóttir var kjörin besti íþróttamaður leikanna en hún vann til sex gullverðlauna og tvennra silfur- verðlauna. Þá setti hún átta fs- landsmet, þar af fjögur í boð- sundum. Árangur Ragnheiðar á mótinu og reyndar sundfólksins alls er mjög góður miðað við árs- tíma. Karlalandsliðið í körfuknatt- leik hafnaði í þriðja sæti á mótinu en kvennalandsliðið í öðru. Næst fara leikarnir fram í Andorra árið 1991. -þóm 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.