Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 16
Stefán Guðjónsson nemi í MH: Sæmilega, þó of lítið mat. Fólkfer mjög misjafnlega út úr matinu. Sumir fá allt metið, en aðrir ekk- ert. Þóra Jónsdóttir nemi í FB: Nei, vitlaust fyrirkomulag. Þaö ætti að taka meira tillit til nem- enda, þetta er ekki okkur að kenna. Örn Ómarsson nemi MH: Mér finnst þetta ótrúlegt klúður og orðið ein kássa. Það er náttúr- lega verið að reyna að bjarga því sem bjargað verður, en það er erfitt að ná saman góðri próftöflu og svo er fólk líka farið að hugsa um allt aðra hluti. Skúli Mogensen nemi í MH: Það ríkir kapítalistisk hugsun meðal kennara í MH, sem er vissulega jákvæð tilbreyting frá hinum vinstrisinnaða hversdags- leika sem annars ríkir hér. Þetta endurspeglast í þvi að þeir vilja ólmir halda nemendum sem lengst meðan þeir eru sjálfir á tvöföldu kaupi. —iSPURNINGIN- Ertu sátt(ur) við hvern- ig staðið er að skóla- slitum? Steingrímur Magnús Bragason nemi í FB: Þetta er náttúrlega ekki réttlátt gagnvart okkur þar sem við mis- sum vinnuna. Margir eru komnir í störf og verða að ganga úr þeim. þJÓÐVIUINN hriAii 1H/-1/-11 ir OA mní 1 OAO Ol iKlnA *Ý4 órnnnni Þriðjudagur 23. maí 1989 91. tölublað 54. örgangur Það fylgir því álag að vera í bið- stöðu, sagði Dollý Magnúsdóttir útskriftarnemi í FB að afloknu verkfalli. Myndir: þóm Ama Hansen og Hera Ólafsdóttir eiga báðar að útskrifast úr MH í vor ákveðnar í að láta verkfallið ekkert trufla. Skólaslit Skiptar skoðanir í skólunum Nemendur víða mjög ósáttir við hvernig staðið verður að skólalokum. Ósamræmi ínámsmati innan skóla og milliskóla. Allir viljaþófá formlega útskrift Kennarar eru nú komnir aftur bakvið púltin sín eftir lengsta verkfallið í kjarabaráttusögu þeirra. Nemendur eru einnig komnir til starfa en eru ekki alls kostar sáttir við prófafyrirkomu- lagið og námsmatið nú við lok skólaárs. í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti ríkir talsverð óánægja með yfirlýsingar Kristínar Arn- alds skólastjóra um að allt yrði metið, en nú sýnir sig að mat á námsárangi fer ekki fram í öllum greinum, heldur verða nemendur að þreyta próf í þeim fögum sem ekki hafði unnist tími til þess að prófa í fyrir verkfall. Skólastjórn- in í FB leggur til að kennarar meti alla áfanga sem þeir treysta sér til að meta. Nemendur fá einkunn í bókstöfunum A, B C, D, E, F, eða tölustöfunum 1-10. Aðeins þeir nemendur verða metnir sem hafa öðlast próftökurétt. Nemendur sem sætta sig ekki við matið fá að þreyta próf. Þetta gildir þó ekki um áfanga sem hef- ur ekki verið prófað í. Eitt af því sem nemendur eru óánægðir með, er matseinkunnin S, sem þýðir að viðkomandi hefur stað- ist, en er ekki raunveruleg ein- kunn. Sátt við prófin Arna Reynisdóttir sem er nemi á þriðja ári segist vera fullkom- lega sátt við prófin þótt hún verði að læra fram á sumar. - Ég nýtti tímann vel meðan á verkfallinu stóð, enda var þetta ekkert frí. Ég hef enga samúð með kennurum. Þetta var í fjórða skiptið sem ég lendi í þessu á mín- um skólaferli, þannig að það er ekki hægt að ætlast til þess að samúðin sé endalaus, sagði Arna Reynisdóttir. Dollý Magnúsdóttir er ein þeirra sem útskrifast nú í vor og hefur fengið að kynnast þrem verkföllum á sínum fram- haldsskólaferli. - Ég tók verkfallinu alls ekki sem fríi, þetta var ekki gaman. Við nemendur héngum í stöðugri óvissu, með því álagi sem því fýlgir að vera alltaf í biðstöðu. Það var énginn sem talaði við okkur. Af þeim verkföllum sem ég hef lent í var þetta Iang verst. í hin skiptin var maður ekkert hræddur um að önnin ónýttist, en núna greip um sig veruleg paník, sagði Dollý Magnúsdóttir út- skriftarnemi í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti. SÍMI 681333 Á KVÖLDIN ÁLAUGARDÖGUM 681663 Samúðin er ekki endalaus, segir Ama Reynisdóttir þriðja árs nemi í FB. Ósamræmi í námsmati í Menntaskólanum við Hamra- hlíð verða námslok vetrarins þannig að nemendum er frjálst að mæta í kennslu ýmist eftir stunda- skrá eða í viðtalstímum. Próf- taflan er þannig uppbyggð að með því að taka bæði dagskóla- og kvöldskólapróf er hægt að ljúka öllum prófum á fjórum dögum og vera þannig laus allra mála fyrir mánaðamót. Vissulega er álagið mikið á nemendur og að sögn Halldóru Jónsdóttur formanns nemenda- félagsins hyggjast nemendur mótmæla miklu óskipulagi á námsmati. Það er að sögn Hall- dóru mjög mikið ósamræmi í því hvað er metið og hvemig. Hin skipulögðu skólaslit mælast ágæt- lega fyrir en matið hefur valdið miklum deilum. Halldóra sagðist hafa stutt kjarabaráttu kennara allan tím- ann, en oft verið óánægð með samskiptin milli nemenda og kennara meðan á þessu stóð. Fyrir síðasta verkfall gáfu kennarar út dreifirit til nemenda um verkfallsaðgerðir, og kröfur sínar. Með þessu skapaðist góð samstaða og skilningur, en núna var ekkert slíkt gert þannig að nemendur lentu allt í einu í verk- falli án þess að vita hvað var að gerast. Uppáhellingar hjá Sátta Stöllurnar Hera Ólafsdóttir og Arna Hanssen eru að útskrifast nú í vor úr MH. Hera sagðist hafa reynt eins og hún gat að nýta verkfallið til lestrar þar sem hún ætlaði sér að halda til náms í Frakklandi í haust og það mætti ekkert verkfall hindra hana í því. Arna Hansen sat ekki heldur auðum höndum í verkfallinu. Hún fór að hella uppá hjá Rfkis- sáttasemjara, enda var mikið drukkið af kaffi á þeim bæ. Þetta var fullt starf, en þó aðallega á næturnar. Það má segja að hún hafi lagt sitt af mörkum við samn- ingagerðina. -eb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.