Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 6
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar ímynd þings og þingmanna Þinglok voru á laugardaginn, viku seinna en áætlaö var. Mikiö var að gera við afgreiðslu mála síðustu vikurnar enda komust flest mál í gegn sem komin voru á einhvern rekspöl þegar lokaspretturinn hófst. A okkar fjölmiðlatímum, þegar jafnvel er farið að kaupa markaðshönnuði til að búa til sölulega ímynd íslands með græn verðlaun og óheftan fjármagnsmarkað, er full ástæða fyrir þingmenn að velta fyrir sér ímynd Alþingis meðal al- mennings í landinu. Fólk kvartar mikið við fjölmiðla yfir því að þingmenn vinni ekki neitt, rífist bara allan daginn og geipi opinberlega. Og það er kannski von að fólki finnist þetta því fjölmiðlar, sér- staklega sjónvarpið, hafa langmestan áhuga á umræðum utan dagskrár þegar þingmenn sýna orðfimi sína, þó að það sé ekki þá sem þeir sýna alla jafna mesta ábyrgðartilfinn- ingu. Raunveruleg störf Alþingis fara fram í nefndum þings- ins, en á þeim hafa menn furðu lítinn áhuga. Það er orðin eins konar kvöð á þingmönnum að vera orðheppnir og fljótir að koma vel fyrir sig orði, en auðvitað er erfitt að vera ábyrgur orða sem sleppa út frammi fyrir slíkri kvöð. Fréttamenn ýta undir þessa tilhneigingu, og við, al- menningur, fögnum þegar vel tekst til, um leið og við for- dæmum þann miskunnarlaust sem ætlar að taka þátt í sniðuga leiknum en ræður ekki við það. í rauninni ættu þingmenn alls ekki að leyfa myndatökur inni í þingsal nema við sérstök tækifæri. Og þeir ættu að stýra miklu meira sjálfir myndinni sem fjölmiðlar gefa af starfi þingsins, með því að kynna vandlega, ýmist persónulega eða gegnum skrifstofumenn og aðra aðstoðarmenn sína, mál sem þeir flytja og horfa til þjóðþrifa. Dæmi um það sem hægt er að gera er dreifirit félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, um húsbréfin og breytingarnar sem þau hafa í för með sér. Eftir langvarandi merkingarlítið karp fram og til baka um hvaða áhrif þau hefðu var bæklingurinn kærkominn öllum áhugamönnum um húsnæðismál. Ef til vill er sá sannleikskjarni í ímynd fjölmiðla af Alþingi að þingmenn og ráðherrar eigi það til að skýla sér bak við stutt kjörtímabil, stutta stjórnarsamvinnu og lélegt langtímaminni kjósenda og treysti því að þeir þurfi ekki að standa við orð sín sem valdsmenn. Þegar að því komi verði aðrir teknir við, þess vegna sé í lagi að tala fyrir stundina en ekki fyrir eilífðina. Aðrir taki ábyrgð á henni. Það var átakanlegt að fylgjast með því í lokaáfanga samn- inga við háskólamenntaða ríkisstarfsmenn eftir erfitt og langt verkfall þegar þeir þurftu að gera sérstakt tímafrekt átak til að kreista loforð úr úr stjórnvöldum sem væri svo vel orðað að ekki væri smuga til að komast framhjá því. Einkum hafa kennarar orðið fyrir því hvað eftir annað undanfarin ár að ekki hefur verið staðið við loforð sem þeim voru gefin, og þeir vildu fá skothelt orðalag á allt sem á að gera í framtíð- inni. Enginn veit við hvern þeir þurfa að ræða þá. Tískan er máttug og ímyndin mikilvæg. Menn þyrftu að taka höndum saman um að koma hinum ábyrga alþingis- manni í tísku. Læknar hafa sínar siðareglur. Hverjar eru siðareglur þingmanna? Alþingismenn og umboðsmennirnir sem þeir fela yfir- stjórn landsins eiga að gæta virðingar Alþingis út á við. En þeir eiga líka að gæta hennar inn á við. Ábyrgðin á ímynd þingsins og þingmanna liggur endanlega hjá þeim. SA KLIPPT OG SKORIÐ Hálfur sannleik- ur oftast heil lygi Varnir Nóttin 9.—10. vellukiamma nóvember 1938 Vinsæl morð LíEríki og lífshættir CXXVI u m Lífríki fasismans Afkastamesti dálkahöfundur Morgunblaðsins, Jón Þ. Árna- son, birti í fyrri viku hundrað tuttugasta og sjötta pistil sinn um „Lífríki og lífshætti“. Við höfum stundum vakið athygli á þessum sérstæðu skrifum vegna þess, að höfundur notfærir sér tiltölulega sakleysislegan ramma „lífríkis- umræðunnar" til að koma að sem mestu af hugmyndagóssi fasism- ans. Oft er farið að með tölverðri lævísi, reynt að sneiða hjá því sem djöfullegast var til dæmis hjá þýskum nasistum, en þeim mun meir haldið á lofti þeim hug- myndum og viðhorfum sem standa annarri löppinni í fasisma og hinni í „venjulegri" borgara- legri hægrimennsku. Og getur maður gert sér í hugarlund, að út á þessi slóttugheit fái Jón Þ.Árnason mikið pláss í Morgun- blaðinu - sem annars kvartar sár- lega yfir því að það sé að springa 'af aðsendum greinum. Kristalls- nóttin 1938 En í þeirri grein sem nú síðast birtist er höfundur óvenju opin- skár og herskár: hann hefur vilj- að halda upp á nýafstaðið aldar- afmæli Hitlers með glæsibrag. f greininni fjallar hann í skemmstu máli sagt, um Kristallsnóttina 1938, þegar nasistar, sem þá höfðu verið við völd í Þýskalandi í fimm ár, stigu stórt skref fram á við í gyðingaofsóknum sínum. Þeir höfðu fram að þessu þrengt smám saman að fólki af gyðinga- ættum með atvinnuofsóknum, með því að banna þeim að starfa á mörgum sviðum (t.d. mátti gyð- inglegur fiðlari ekki spila fyrir göfug arísk eyru, en hann mátti spila músík eftir Mendelssohn fyrir aðra gyðinga), með því einn- ig að gera eigur þeirra upptækar í stórum stfl. Auk þess sem gyðing- ar höfðu, eins og kommúnistar, sósíaldemókratar og margir fleiri, óspart fengið að kenna á barsmíðum og öðrum döfulgangi stormsveitaskrflsins, sem gekk sérlega hart fram í þeim hetju- skap að margir ungir og hraustir fólar legðust á einn. En á Kristallsnóttina hófust morð og brennur sem beindust gegn gyðíngum, samkunduhús- um þeirra og húsum í alvöru. Þau illvirki hafa yfirleitt verið talin ein af fyrstu æfingum nasista undir „endanlega lausn“ gyðingavandamálsins - m.ö.o. útrýmingu þessa fólks. Nasistar „réttlættu“ þennan djöfulskap með því, að pólskur unglingur, gyðingur, hafði í örvæntingu sinni drepið þýskan sendiráðsrit- ara í París. Þeir væru svosem ekki að gera annað en koma fram rétt- látri hefnd á margsekri þjóð. Og greinarhöfundur Morgunblaðs- ins fer langt með að skrifa upp á þessa kenningu eins og nú verður rakið. Gyðingum sjálfum að kenna Hann kallar Kristallsnóttina „vinstriverk sem framin voru gegn ýmsum Gyðingum í nokkr- um borgum Þýskalands nóttina 9,- lU.nóvember 1938 í hefndarskyni fyrir morðið á sendiráðsritara við þýska sendiráðið í París.“ Síðar segir hann, að í kjölfar þess morðs hafi farið „kommúnísk óhæfuverk" og vitnar um þau til skýrslu frá einhverjum illræmd- asta bófa hins nasíska lögreglur- íkis, Heydrichs. Morgunblaðs- höfundurinn hefur ekki neitt sem heitið getur á móti kenningunni um hefnd, sem sé kannski of grimm, en engu að síður skiljan- leg: „Reyndar var morðið á Ernst von Rath (svo hét sendiráðsritar- inn í París) ekki fyrsta glæpaverk- ið sem af sömu rótum var runnið" segir hann í greininni, og nefnir þá svissneskan nasistaforingja sem gyðingur hafi drepið og nokkra aðra menn og kallar dauða þeirra „glæpi sem framdir voru á þýsku þjóðinni". Kommar spilltu nasistum Samt þykist Jón Þ. Árnason ekki alveg sáttur við Kristalls- nóttina. Það kemur t.d. fram í því að hann dregur mjög úr því sem gerðist (talar um „ýmsa Gyð- inga“ í „nokkrum borgum“). Og síðan bregður hann á það ráð að kalla gyðingaofsóknirnar (sem eiginlega voru gyðingum sjálfum að kenna) „vinstriverk“! Hann reynir að manna sig upp í að láta svo líta út sem „óhæfuverkin" hafi stafað af því, að nasistahreyf- ingin hafi spillst af aðstreymi kommúnista, hinir ungu menn með hugsanirnar hreinu, eins og nasistar voru eitt sinn kallaðir í Morgunblaðinu, höfðu lent í vondum félagsskap! Jón Þ.Árna- son segir: „Óhæfuverkin sem framin voru á Gyðingum í Þýskalandi nóttina 9-10 nóvember 1938 voru yfirvöldum til vansæmdar (þó það!) - og líktust engu fremur en að kommúnistum hefði verið sleppt lausum; enda flykktust þeir í SA í stórum skörum strax eftir valdatöku Hitlers. Með öllum sínum útbúnaði: kylfum, rýtingum og hnúajárnum." „Siðferðileg réttlætiskennd“ Söguskýring lífríkishöfundar Morgunblaðsins er reyndar mjög einföld: Gyðingar gátu um margt sjálfum sér um kennt, ÞEIR beittu Þjóðverja fólskuverkum - og ef um of var á þeim barið, þá var það vinstrispillingu í nasista- hreyfingunni að kenna! Morgun- blaðið má sannarlega vera stolt af slíkum frumleika - sem borinn er fram með miklum fýrirgangi og svardögum um nauðsyn hik- lausrar sannleiksástar, „raun- sannrar dómgreindar" og „sið- ferðislegrar réttlætiskenndar". Það munar um minna! Undir lok- in er svo brugðið á sérstaklega ógeðslegt ráð. Gyðingaofsóknir nasista fyrir 40-50 árum eru eins og réttlættar með illu og margfor- dæmdu framferði ísraelshers í hernuminni Palestínu. Og stað- hæft reyndar, að sú aðferð öll sé „margfalt ægilegri" en útrýming- arherferð nasista gegn evrópsk- um gyðingum. Morgunblaðinu er vitanlega frjálst að útbía sig eins og því sýn- ist á fasísku rúgli. En mætti einn þeirra sem vill að ísraelsher hypj- aði sig hið fyrsta af hernumdum svæðum óska þess af einlægni, að Palestínumönnum sé hlíft við því eftir föngum að eignast banda- menn á borð við sérfræðing Morgunblaðsins í „lífríki og lífs- háttum“. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Ámason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, GuðmundurRúnarHeiðarsson, HildurFinnsdóttir(pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, ólafur Gíslason, Páll Hannesson, Sigurður Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þor- finnurómarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingaatjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Eria Lárusdóttir Útbreiðslu-og afgrelðslustjóri: Ðjörn Ingi Rafnsson. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Ðárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110 kr. Áákriftarverð á mánuðl: 900 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 23. maf 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.