Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.05.1989, Blaðsíða 9
MINNING Theodór A. Jónsson Fœddur 28. júní 1939 - Dáinn 7. maí 1989 Pað var bjart þann 1. maí 1961 þótt vorið væri kalt. Á hlaðinu að Bifröst stóð hópur ungs fólks. Prjátíu og tvö höfðu verið við nám í Samvinnuskólanum tvo undanfarna vetur og voru nú á leiðinni út í lífið. Framtíðin var spennandi en þó var tregi í hópn- um. Að baki varindæll tími í hópi góðra félaga, nemenda og kenn- ara. Skólaheimilið að Bifröst skilaði öllum til nokkurs þroska. Þar tóku dauðfeimnir unglingar stakkaskiptum og veganestið þaðan hefur dugað vel. Að Bifröst var heimavistin á þremur hæðum og haustið 1959 var okkur átta strákum vísað í kjallarann. Átta stúlkur voru í hinum helmingi þeirrar vistar og lokað á milli eins og þá var siður. En við þessir átta nýliðar töldum okkur talsverða menn. Stofnuð- um okkar eigið félag og héldum reglubundna fundi þar sem ólík- legustu mál voru rædd, við gáfum út blað og stóðum síðar um vetur- inn fyrir eigin kvöldvöku. Tengsl bekkjarfélaga í Samvinnuskólan- um hafa alltaf verið sterk, en sennilega hafa vináttubönd þess- ara áttmenninga verið sterkari eftir vetrardvöl í þessu litla samfélagi okkar. Við vorum víðsvegar að af landinu. Einn var Strandamaður, uppalinn á Hólmavík þótt hann hefði undanfarið búið í Reykja- vík. Theodór A. Jónsson hét hann, mjög hress náungi, alltaf til í allskonar sprell, mikill náms- maður og alltaf fús til að leiðbeina og aðstoða ef með þurfti hvort sem var í leik eða starfi. Ekki varð honum heldur skotaskuld úr því að taka til máls á skólafélagsfundum eða annars- staðar þar sem þurfti að sækja eða verja mál. Hann var heldur ekki óvanur því, hafði tekið mik- inn þátt í starfi Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra og varð um þetta leyti formaður samtak- anna og var það óslitið til 1988. Já, vel á minnst fatlaðir. Eigin- lega gleymdum við því alltaf. Samt var það svo að um fermingu hafði Teddi fengið lömunarveiki í faraldri sem þá gekk um landið og síðan steig hann aldrei í fæt- urna. Samt fór hann einn og ó- studdur í skóla þar sem hann þekkti engan en nóg var af stig- um. Kjarkurinn brást Tedda ekki. Og þegar þurfti að fara á milli hæða var orðalaust tekið undir hjólastólinn og við vorum fljót að læra réttu tökin. Oft var líka slegið á létta strengi um öku- mannshæfileika þess sem í það og það skiptið ýtti stólnum á undan sér. Þetta varð okkur mikill lær- dómur og höfum við held ég síð- an getað umgengist fatlað fólk án þeirrar uppgerðar sem heilum er tamt að sýna í návist fatlaðra. Og Teddi var ekki aðeins góð- ur námsmaður og ljúfur félagi, líka var hann ágætur skákmaður og bridds spilaði hann um árabil með góðum árangri og ekki varð honum mikið fyrir að koma hugs- unum sínum á blað. Þessir hæfi- leikar hans dugðu vel í óþreytandi starfi að málefnum fatlaðra og samtök þeirra leiddu hann til virðingar. Þær voru ljótar sumar sögurnar sem hann kunni um aðbúnað fatlaðra og fram- komu í þeirra garð. Þá fann mað- ur skapið brenna undir en alltaf var honum ljóst að með ofsanum vinnst lítið. Með ró en ódrepandi seiglu vann hann sitt starf og því eiga margir honum skuld að gjalda. Margar skemmtilegar minn- ingar á ég frá kynnum okkar Tedda. Við héldum alltaf sam- bandi þótt stundum væri langt á milli okkar. Nokkrum sinnum hittumst við á erlendri grund þar ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 sem hann sótti iðulega fundi og ráðstefnur. Þá var tækifærið jafn- an gripið til einhverra skemmtilegheita. Eitt sinn hitti ég hann og nokkra félaga hans héðan að heiman í Kaupmanna- höfn og átti með þeim góða kvöldstund. Kátari hóp hef ég ekki hitt. Hreyfingar voru haml- aðar en hugurinn var óskertur, sá brandur var óspart hvattur og honum beitt gegn óblíðum ör- lögum. Ég minnist líka sumarleyfis sem við fórum til Ítalíu. Það var með litlum hópi Norðmanna sem ekkert höfðu haft saman við fatl- aða að sælda. Og þegar í hópnum birtist maður í hjólastól höfðu sumir orð á hvort það yrði ekki heilmikið vesen að hafa svona mann með. Ég sagði fólkinu að bíða og sjá. Og í ferðalok sagði einn við mig: „Ég hefði aldrei trú- að að það væri svona gaman að vera með fötluðum manni.“ Enn einu sinni hafði Teddi auðgað líf samferðamannanna. Úr þessari ferð gleymi ég seint þegar við fórum tveir einir síðla kvölds að kanna leyndardóma Feneyja, og ég fékk hrós fyrir góða ökumannshæfileika um tröppur og stíga borgarinnar. Það kvöld enduðum við í húsagarði ítalskrar fjölskyldu við höfðing- legar veitingar. Þar voru ekki tungumálaerfiðleikarnir þótt hvorir töluðu sitt mál. Þannig mætti lengi rekja sögu vináttu og lærdóms í samveru með Tedda. Nú er sögunni lokið en minningarnar standa. Þann mikla fjársjóð skilur hann eftir. í dag kveðjum við Theodór A. Jónsson hinstu kveðju,.ég þakka viðkynninguna og votta aðstand- endum samúð. Fjársjóðinn mun- um við varðveita um ókomin ár. Guðmundur R. Jóhannsson Kveðja frá bekkjarfélögum í Samvinnuskólanum í dag er okkur harmur í huga. Nú kveðjum við þann fyrsta úr hópnum sem hóf nám í Samvinn- uskólanum að Bifröst haustið 1959. Teddi er dáinn. Hann varð okkur öllum fyrir- mynd. Við, sem njótum þeirra forréttinda að vera alheil, getum ekki ímyndað okkur hvernig það er að missa fótanna, í bókstaf- legri merkingu, á unglingsárum. Það mátti Teddi okkar reyna og þó var aldrei vol né vfl að heyra í hans munni. Hversdagsleg vandamál urðu lítil þegar við litum til fatlaðs vinar okkar. Teddi var vinur og félagi okkar allra og við sóttumst eftir að vera í návist hans. Og þótt hópurinn dreifðist um landið og samfund- um fækkaði þá var það alltaf Teddi okkar. Af mikilli ánægju fylgdumst við með verkum hans og baráttu fyrir Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, og við reyndum að leggja okkar litla lóð á þá vogarskál þegar við höfðum tækifæri til. Við vottum aðstandendum Tedda innilega samúð en vitum af eigin raun að minningin um góðan dreng yljar. Hvíl þú í friði góði vinur. Bckkjarsystkini úr Samvinnu- skólanum að Bifröst 1959-61. Mikilhæfur maður er horfinn á braut. Theodór A. Jónsson var fædd- ur á Stað í Staðardal, Steingríms- firði, annar sonur hjónanna Helgu Tómasdóttur og Jóns Sæmundssonar, bónda og hrepp- stjóra. Þegar Theodór var á barnsaldri fluttist fjölskyldan inn á Hólmavík og Jón hóf störf hjá kaupfélaginu þar. Fljótlega upp úr fermingu fór Theodór í sumar- vinnu suður í Brautarholt á Kjalarnesi. Það sumar fór að bera á sjúkleika hans og fór hann til lækninga á Landakotsspítala vegna þess. Þegar hann var á leið heim til sín norður á Hólmavík eftir þær rannsóknir og lækningar varð hann fyrir því óhappi að bfll sá er hann var farþegi í valt og lærbrotnaði hann í því slysi. Theodór náði sér aldrei eftir það og var í hjólastól æ síðan. Leið Theodórs Iá þessu næst í Samvinnuskólann að Bifröst og lauk hann þaðan prófi árið 1961. Að prófi loknu hóf hann störf hjá Tryggingastofnun ríkisins og vann þar í lífeyrisdeild allt til þess að hann tók við starfi sem for- stöðumaður Vinnu- og dvalar- heimilis Sjálfsbjargar árið 1973. Því starfi sinnti hann til dauða- dags. Þann 6. janúar sama ár og Theodór tók við starfi forstöðu- manns Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar giftist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni Elísabetu Jónsdóttur. Elísabet átti tvö börn, Bjarna og Kristínu, sem Theodór gekk í föður stað og. þótti mjög vænt um. Sfðustu þrjú ár ævi sinnar bjó Theodór í Sjálfs- bjargarhúsinu að Hátúni 12, Reykjavík. Theodór var mikilhæfur og af- kastamikill félagsmálamaður. Hann stóð frá stofnun Sjálfs- bjargar í eldlínu baráttunnar fyrir breyttu þjóðfélagi og bættum hag fatlaðra. Theodór var einn af stofnendum Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, 27. júní 1958, þá aSémji 18 ára að aldri. Hann var ritari Sjálfsbjarg- ar í Reykjavík fyrstu tvö árin. Árið 1959 þegar Sjálfsbjargarfé- lögin stofnuðu með sér lands- samband var hann kjörinn vara- formaður þess. Árið eftir varð hann formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Þegar Theodór tók við formennsku hjá landssambandinu voru Sjálfs- bjargarfélögin sem mynduðu það átta að tölu, 28 árum síðar árið 1988 þegar hann lét af for- mennsku voru Sjálfsbjargarfé- lögin orðin fimmtán. Undir for- ystu hans hefur Sjálfsbjargar- hreyfingin stöðugt sótt fram og hvergi hvikað í baráttunni fyrir samfélagi öllum til handa. Bandalag fatlaðra á Norður- löndum var stofnað 1961 og var Theodór frá upphafi í stjórn þess fyrir íslands hönd. Árin 1968 til 1972 var hann formaður Banda- lags fatlaðra á Norðurlöndum. Theodór var í stjórn Hjálpar- tækjabanka Sjálfsbjargar og Rauða kross íslands frá stofnun hans til 1980 og varamaður í stjórn Öryrkjabandalags íslands frá 1988. Hann var í fram- kvæmdanefnd Alþjóðaárs fatl- aðra, varamaður í tryggingaráði Tryggingastofnunar ríkisins fyrir Framsóknarflokkinn frá 1974 til dánardags og sinnti ýmsum fé- lagsmálastörfum fyrir Framsókn- arflokkinn í sínu sveitarfélagi á Seltjarnarnesi þegar hann bjó þar. Ásínumyngri árumvarThe- odór virkur í starfi Félags ungra framsóknarmanna. Auk þess að vera mikilsvirtur félagsmálamáður var Theodór stórbrotinn persónuleiki. Hann var sannur vinur vina sinna og það var hans líf og yndi að vera í góðra vina hópi. Theodór hafði unun af ferðalögum og hafði komið víða. Þótt hann þyrfti mikla aðstoð á þeim lét hann það ekkert á sig fá og vinir hans, eink- um og sér í lagi Tómas Sigurðs- son, voru óþreytandi við að að- stoða hann á ferðalögum hans. Það var oft glatt á hjalla í þessum ferðum og margar góðar minn- ingar streyma fram í hugann þeg- ar mér verður hugsað til þeirra. Theodór var ræðumaður góður og á viðeigandi stundum hélt hann stórskemmtilegar tækifær- isræður auk þess sem hann gjarnan hélt fjörinu gangandi þegar Sjálfsbjargarfélagar hitt- ust. Þegar að Theodór lét af for- mennsku hjá Sjálfsbjörg, lands- sambandi fatlaðra, á síðast liðnu ári varð hann auk annarra starfa sinna framkvæmdastjóri Sjálfs- bjargar. Theodór var kjölfestan í Framhald á næstu síðu. VANNSTU NUNA? TIL HAMINGJU! Þetta eru tölurnar sem upp komu 20. maf. Heildarvinningsupphæð var kr. 9.342.292. 1. vinningur var kr. 5.586.130 2 voru með fimm tölur réttar og því fær hvor kr. 2.793.065 Bónusviningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 556.818, skiptist á 6 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 92.803. Fjórar tölur réttar, kr. 960.432, skiptast á 264 vinningshafa, kr. 3.638 á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 2.238.912 skiptast á 7.176 vinningshafa, kr. 312 á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mfnútum fyrir útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.