Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN JVlálgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Pólland, Kína Mikil tíöindi hafa gerst síðustu daga í tveim þeirra landa þar sem Kommúnistaflokkar hafa farið með völd svo til allan eftirstríðstímann. í Póllandi var stigið miklvægt skref í átt til fulltrúalýðræðis. Þar fóru fram kosningar samkvæmt samkomulagi sem Kommúnistaflokkurinn og samstarfsaðilar hans höfðu gert við stjórnarandstöðuna, sem á sér vettvang og skipu- lagsform í verklýðssambandinu Samstöðu. Eins og búast mátti við vann Samstaða mikinn sigur - mun þegar í fyrstu lotu hafa hlotið svotil öll þeirra 160 þingsæta í neðri deild þingsins sem samtökin höfðu samið um að sækjast eftir, og langflest hinna hundrað þingsæta í öldungadeild sem bæði stjórn og stjórnarandstaða kepptu um. Oddvitar stjórnarinnar hafa að undanförnu reynt að minna pólskan almenning á að ýmislegt hafi jákvætt unnist á þeirra ferli. Þeir hlutu að tala fyrir daufum eyrum. Vegna þess að það hefur rækilega sannast í Póllandi sem annarsstaðar að valdaeinokun getur ekki leitt til annars en mikillar spillingar og dáðleysis - sama hve háleitum markmiðum hún þykist þjóna. Og svo vegna þess að pólsk stjórnvöld hafa stýrt pólsku efnahagslífi inn í meiriháttar skuldafen. Kosningarnar í Póllandi eru ekki örugg ávísun á farsæla framvindu mála þar - en þær geta vel verið skref til aukinnar þátttöku fólksins í stjórn landsins. Það voru einmitt kröfur um pólitískar breytingar sem hnekktu einokunarvaldi hins kín- verska valdaflokks sem athygli heimsins hefur dregist að undanfarnar vikur. Námsmenn í Peking höfðu uppi miklar og vel agaðar mótmælaaðgerðir til að fylgja eftir þeim kröfum og ekki bar á öðru en verkamenn höfuðborgarinnar styddu þá vel. Mótmælaaldan vakti upp mikil átök í forystu Komm- únistaflokks Kína, sem hefur lokið með því að þeir sigra sem heldur kjósa að efna til blóðbaðs en afsala sér valdi og fríðindum: mun þeirra smán lengi uppi, hvernig sem fram- vinda mála verður. Atburðir í Póllandi og Kína segja mismunandi sögur um mikið breytingaskeið sem hafið er í þeim heimshluta sem Kommúnistaflokkar hafa stýrt. En meðan kosningar í Pól- landi minna á það að breytingar geta þar orðið hraðari og djúptækari en nokkurn grunaði fyrir skemmstu, þá minnir blóðbaðið í Peking á þann gamla og dapurlega sannleika, að öll þróun til lýðræðis er erfið og að valdahópar gefa ekki eftir fyrr en í fulla hnefa. Andlát Khomeinis Nú þegar Khomeini erkiklerkur í íran er allur er ástæða til að rifja það upp á hve hæpnum vonum eru einatt reistar þær vonir sem menn cjera sér um byltingar í þriðja heiminum. Keisarastjórnin í Iran varð reyndar fáum harmdauði, enda hafði hún beitt andstæðinga sína illræmdum aðferðum. En klerkaveldið sem við tók hefur reynst enn grimmara og hefur sannað, að fátt er hættulegra nútímanum en hreintrúar- stefna sem telur alla sem öðru trúa Satans börn - og hefur fengið vald og byssustingi til að fylgja þeirri sannfæringu eftir. Þróunin í íran minnir á fleira: ekki síst það að það er úrelt sjónarmið (og hefur reyndar altaf verið hæpið) að rekja atburði í einstökum ríkjum þriðja heimsins fyrst og síðast til hagsmuna risaveldanna tveggja - og taka afstöðu til þeirra eftir því hvort þeirra græðir eða tapar á framvindu mála. Heimurinn er ekki tvískiptur heldur margskiptur og hvert ríki, hver-bylting, hver umskipti, heimta það fyrst og síðast af mönnum að þeir átti sig á forsendum á hverjum stað. áb KLIPPT OG SKORIÐ Á kennaraþingi Svavar Gestsson menntamála- ráðherra flutti ræðu á þingi Kennarasambands íslands sl. laugardag, sem hlýtur að vekja athygli í ljósi nýgerðra kjara- samninga við kennara, sparnaðar sem hvergi verður óvinsælli en í skólum og fleiri hluta. í upphafi minnti Svavar á það hugðarefni sitt að „færa skólann ofar á forgangslista þjóðfélags- ins“ eins og hann hefur oftar en ekki að orði komist. Hann kvaðst stoltur af aðalnámsskrá grunn- skóla sem og af frumvörpum og lagabreytingum þar sem fram kæmi „stefna okkar“ - „með að- ild foreldra að grunnskólastarf- inu í stórauknum mæli, með aðild kennara að stjórnum skólanna, með sjálfstæði skólanna og með því að kennarar geti stundað nám og endurmenntun samhliða starfi sínu og að tekið sé fullt tillit til þess að við viljum byggja ísland allt og að skólastefna er óhjá- kvæmilegur þáttur byggða- stefnu.“. Hann minnti á fleira - m.a. könnun á viðhorfum fólks til þess hvað það telur forgangs- verkefni í skólamálum, sem menntamálaráðuneytið hefur efnt til og annað sem ráðherra hefur áður lýst sem viðleitni til að skapa nauðsynlega þjóðarsam- stöðu um skólann. Hvar eru peningarnir? En svo kemur að hinum fjár- hagslega hvunndagsleika: fátt gerist í skólamálum nema fé komi til, og áform menntamálaráð- herra fá yfir sig þá köldu gusu að nú eiga allir að spara. Og þó að niðurskurður í grunnskólastarfi sýnist ekki skelfilega hár (ráð- herra talar um að spara skuli 100 krónur af hverjum 5000), þá gerir hann sér bersýnilega grein fyrir því að slíkur niðurskurður hefur mjög lamandi áhrif á alla sem til hugsa. Málsvörn hans verður á þessa leið: „En hvað þýðir hafa uppi stór áform í skólamálum á sama tíma og það á að spara? Tilgangur okkar með því starfi sem við höf- um unnið á undanförnum mán- uðum er að skapa þjóðarsam- stöðu um heildarstefnu í skóla- málum. Ef okkur auðnast að ná þessari samstöðu þá verður auðveldara í framtíðinni að verja skólakerfið fyrir ósanngjörnum niðurskurði. Gerum okkur grein fyrir því að þeir eru fáir sem í raun og veru þora að kalla á aukið fé til samneyslu og félagslegrar þjón- ustu hér á landi. Gerum okkur grein fyrir því að eftir áralangt tfmabil frjálshyggjunnar er nið- urskurður vinsælli í munni stjórnmálamanna en sókn til aukinnar félagslegrar þjónustu. Gerum okkur grein fyrir því pól- itíska umhverfi sem við höfum hrærst í á undanförnum árum og erum stödd í um þessar mundir. Pess vegna þurfum við á öllum okkar kröftum að halda til þess að verja skólann og innifiald hans.“ Kvölin og völin Vafalaust er margt til í þessu - svo langt sem það nær. Frjáls- hyggjunni hefur að vísu ekki tek- ist sú aðför að „þjóðarsamstöðu um skóla“ sem lýsti sér í marg- skonar hvatningu til einkavæð- ingar, þótt einhver gól séu áfram upp rekin í þá veru. En hitt er rétt, að það er sunginn mikill kór og margradda um nauðsyn „nið- urskurðar á ríkisútgjöldum" - sem er afar erfiður viðureignar, vegna þess að allir taka undir hann - þangað til komið er að því sviði sem þeir starfa á sjálfir eða - sem þeir að öðru leyti láta sér annt um. Óþarfaútgjöldin - það eru hinir. En menn eru ekki lausir allra mála þó að minnt sé á slíkar staðreyndir. Vandi ráðherra er sá, að þeir hafa, hvað sem góðum vilja líður, tilhneigingu til að hörfa undan þverstæðunum í al- menningsálitinu („minni útgjöld - meiri þjónustu“) í stað þess að taka af skarið og „forgansraða“ hiklaust: hér spörum við veru- lega, hér spörum við alls ekki. Ef það er ekki gert, þá standa menn uppi með ekki mikið anriað en að þeir séu þó skárri en íhaldið var eða væri. Sem er rétt - en ekki nóg, eins og mörg dæmi úr pólit- ískri sögu sanna. Menntamála- ráðherra virðist gera sér grein fyrir þessari hlið málsins - það kemur fram m.a. undir lok ræðu hans þegar hann segir um áform og veruleika: „Það er alveg fulll- jóst að sá mikli metnaður fyrir hönd menntamálanna sem við höfum byggt upp á undanförnum mánuðum í menntamálaráðu- neytinu verður ekki að veruleika nema stjórnvöld hafi kjark til þess að stöðva framsókn gróða- aflanna". Eiga ráðuneytin að semja sjálf? Svavar Gestsson vék einnig að kjaradeilum undanfarinna mán- uða í ræðu sinni á kennaraþingi. Hann kvaðst vilja mæla með breyttum vinnubrögðum beggja aðila - og að því er varðar hlut ríkisins sagði hann þetta: „Fagráðuneytin eiga að vera mikið sterkari í samningum en þau hafa verið. Raunar væri eðli- legast að mínu mati að mennta- málaráðuneytið færi með samn- inga fyrir sitt fólk í einstökum at- riðum. Ég fullyrði að það yrði báðum aðilum fyrir bestu þegar fram í sækir og þá ætti að minnsta kosti að vera auðveldara að koma í veg fyrir það að samskiptaörð- ugleikar sem oft stafa af misskiln- ingi og vanþekkingu lengi kjara- deilur svo vikum skiptir... Ég tel reyndar að ráðuneytin eigi að hafa meira sjálfstæði um sinn fjárhag samkvæmt fjárlögum hverju sinni, og að þetta sjálf- stæði eigi síðan að færa út í um- dæmin og til stofnana og undir- stofnana." Það er athygli vert að fá fram slík sjónarmið - þau hljóma ekki ilia við fyrstu sýn, hvað sem slíkt fyrirkomulag annars gæti þýtt í raun og veru. í þessu dæmi hér er sjálfsagt um vissan enduróm að ræða af því viðhorfi, að æskilegt hefði verið að semja við alla kennara landsins á einu bretti en ekki í samfloti við aðra og þó í þrennu lagi eins og raun varð á á liðnum mánuðum. áb. Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgofandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjóri: Árni Bergmann. Fréttastjórl: LúövíkGeirsson. Aörlr blaöamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guömundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), PorfinnurÓmarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofuatjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgrelðslustjórl: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumaöur: Katrin Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Síðumúla6, símar681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 90 kr. NýttHelgarblað: 140kr. Áskriftarveröámánuði: 1000kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 7. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.