Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Jarðarför Khomeinis Skrúöa hans þeir skiptu með sér Olmir syrgjendur tœttu sundur líkklœðin. Herþyrla bjargaði líkinu undan þeim. 10 miljónir að sögn viðstaddar Þegar Khomeini erkiklerkur kom úr útlegð til Teheran fyrir tíu árum til að taka við völd- um var honum fagnað af gífur- legu fjölmenni og hamagangurinn í almenningnum var yfirgengi- legur. Ennþá meira gekk þó á við hinstu för hins aldraða leiðtoga hér í heimi í gær, er lík hans var flutt frá bænasvæði í Norður- Teheran, þar sem það hafði legið á börum, til grafreitsins Behesht- e-Zahra í suðurhverfum risa- borgarinnar. Þetta varð líklega ein fjölmennasta jarðarför sög- unnar; ef marka má Teheranút- varpið voru um 10 miljónir við- staddar. Fyrirhugað hafði verið að líkið yrði flutt á börum frá bænastaðn- um gegnum borgina til grafreits- ins, um 20 km leið. En það fór út um þúfur, því að mergð svart- klæddra syrgjenda á götunum var slík, að líkfylgdin stóð fljótiega föst. Syrgjendur létu allólmlega, eins og siður er í sjítasið er menn hafa mikið við í sorg. Börðu menn sér á brjóst og lustu sig höfuðhöggum eftir mætti. Út yfir tók þó er harmóður mannfjöld- inn veittist að líkbörunum óg tætti hvít líkklæðin utan af líkinu, sem við stympingarnar féll til jarðar hálfnakið. Lá við að syrgj- endur træðu það undir fótum. Líkklæðin tættu þeir sundur á milli sín og hafði hver það er hann náði, enda eru þau sannheilög talin af landsmönnum. Þyrlur voru í ofboði sendar á vettvang og tókst áhöfn einnar þeirra að ná líkinu úr klóm syrgj- Páfi í Danmörku Bannið á Lúttier fallið úr gildi Jóhannes Páll páfi annar sagði í gær að alger óþarfi væri fyrir mótmælendur að hafa áhyggjur af bannfæringu kaþólsku kirkj- unnar á Marteini Lúther, því að hún hefði úr gildi fallið með dauða hans. Lýsti páfi, sem í gær var staddur í Danmörku í heim- sókn sinni til Norðurlanda, þessu yfir á fundi með lútherskum bisk- upum landsins í Hróarskeldu. Leó páfi tíundi bannfærði Lút- her 1521, eftir að hann hafði neit- að að láta af gagnrýni sinni gagnvart kaþólsku kirkjunni og þvertekið fyrir að iðrast þeirra orða. Lúther lést 1546. Lúthers- trúarmenn hafa árum saman mælst til þess af kaþólsku kirkj- unni að hún biðjist opinberlega afsökunar á framkomu sinni við Lúther, en talsmenn Páfagarðs hafa vísað þeim tilmælum á bug. Ummæli páfa í gær eru talin þau mikilvægustu hingað til af hans hálfu um þetta efni. Mál þetta hefur leitt til vissrar þykkju milli Lútherstrúarmanna og kaþól- ikka, en talið er að téð ummæli páfa séu ákveðin tilraun af hálfu þeirra síðarnefndu til að eyða þeim ágreiningi. Það sé sem sagt ástæðulaust að gera veður út af bannfæringunni á Lúther, þar eð hún sé löngu úr gildi fallin. Jóhannes Páll annar messaði 1983 í lútherskri kirkju í Róm og þótti það tíðindum sæta. í gær í viðræðum við dönsku biskupana lofaði hann Lúther sem mikinn og einlægan trúmann. ranskar konur, klæddar að vana landsins, syrgja Khomeini - „ó stjörnur, hættið að skína ..." enda, koma því í kistu úr áli og hefja sig til flugs með það, þó með naumindum, þar eð syrgj- endur töldu sig síst mega af nán- um sjá, héngu sumir í þyrlunni er hún hófst upp og reyndu að hindra flugtakið. Allt þetta tafði jarðarförina mjög og var það ekki fyrr en undir myrkur, sem þyrlan með líkið lenti á fyrirhug- uðum stað í grafreitnum. Mátti það ekki seinna vera, því að í sjít- asið ber að jarða menn við dagsl- jós. Var lík Khomeinis í flýti lagt í grunna gröf, er því hafði verið tekin, og þóttu vestrænum frétta- mönnum handatiltektirnar við það vera með litlum hátíðleika. Að sjálfsögðu var athöfninni sjónvarpað. „Ó stjörnur, hættið að skína, ó fljót hættið að renna,“ hrópaði fréttamaður íranska sjónvarpsins, sá er athöfninni lýsti, er líkið var lagt í gröfina. Reuter/-dþ. Pólland Stórsigur Samstöðu Fékk nœr öllþau þingsœti er henni var leyft að bjóðafram til. Krefst frekari breytinga í lýðræðisátt Walesa á kjörstað á sunnudag ásamt Danutu konu sinni og Bogdan syni þeirra - hafnar hlutdeild í stjórn með kommúnistaflokknum. Samkvæmt óopinberri atkvæð- atalningu unnu verkalýðs- samtökin Samstaða stórsigur í pólsku kosningunum og fengu ekki færri en 92 af 100 sætum hinnar nýju öldungadeildar þing- sins. Samtökin fengu þar að auki nálega öll þau rúmlega 160 sæti neðri deildar þingsins, sem kosið var um í fullkomlega frjálsum kosningum. Kommúnistaflokkurinn og bandamenn hans náðu hinsvegar í fyrstu umferð kosninganna engu þeirra 299 þingsæta neðri deildar, er frátekin eru fyrir þá, og verður því samkvæmt reglum að kjósa til þeirra aftur 18. þ.m. Margir frambjóðendur kommúnista fengu aðeins 10 af hundraði at- kvæða eða þaðan af minna í kjördæmunum og fjölmargir kjósendur strikuðu einfaldlega út nöfn frambjóðenda kommúnista og bandamanna þeirra á kjör- seðlunum. Næstum allir 35 fram- bjóðenda á landslista, sem ekki var boðið fram gegn, fengu undir tilskildum 50 af hundraði at- kvæða og náðu því ekki kosn- ingu. Á þeim lista voru meðal annarra Mieczyslaw Rakowski, forsætisráðherra, nokkrir helstu umbótasinnanna í stjórnmálaráði kommúnistaflokksins og leið- togar flokka í bandalagi við hann. Þeir sem féllu af þeim lista geta ekki orðið aftur í kjöri 18. þ.m., reglum samkvæmt. Kosningar þessar eru þær frjálsustu í Póllandi frá því að kommúnistar tóku þar völd í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, ef ekki í allri sögu landsins. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hvatti í gær til þess að teknar yrðu upp að nýju hringborðsviðræður um framtíð Póllands í ljósi kosn- ingaúrslitanna. Nýafstaðnar kosningar voru ákveðnar í hring- borðsviðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu fyrr á árinu, og þá samþykkti stjórnin einnig að löggilda Samstöðu á ný. Samstaða vill nú að nýjum stjórnmálaflokkum sé leyft að starfa og að gerð verði áætlun um frekari þróun í lýðræðisátt. Wojciech Jaruzelski, æðsti mað- ur kommúnistaflokks og ríkis í Póllandi, hefur skorað á Sam- stöðu að taka þátt í myndun sam- steypustjórnar, en því hafnar Samstaða. Reuter/-dþ. írak Nauðungar- flutningar 300,000 Kúrda hafnir Stjórnvöld Iraks hafa enn einu sinni hafist handa við nauðung- arflutninga á Kúrdum, og í þetta sinn er fyrirhugað að flytja um 300,000 manns frá íraska Kúr- distan til einskonar einangrunar- fangabúða annarsstaðar í land- inu. Er frá þessu skýrt í tilkynn- ingu frá Kúrdneska föðurlands- bandalaginu, bandalagi samtaka er berjast fyrir hagsmunum Íraks-Kúrda. Valdhafar íraks eiga að baki langan blóðferil í samskiptum sínum við kúrdneska þjóðern- isminnihlutann þar og er þess skemmst að minnast að í mars s.l. ár beitti íraksher eiturgasi í stór- um stfl gegn bæði skæruliðum og óbreyttum borgurum í íraska Kúrdistan. Er talið að þúsundir Kúrda hafi þá látið lífið í gasárás- um. Um það leyti fóru einnig fram miklir nauðungarflutningar og voru sum héruð gersamlega lögð í eyði. Stjórnvöld tilkynntu nauðung- arflutninga þá, sem nú eru hafnir, í s.l. marslok og það með, að fólk það, er rekið verður frá heimkynnum sínum, fái ekkert með sér að taka annað en fötin sem það standi í og persónuleg- ustu muni. Kína Mótmælahreyfingin óbuguð enn Atvinnulíf lamað ísumum helstu borga. Líkur á endurnýjuðum kulda í samskiptum við Vesturlönd Skothríð heyrðist í austur- hverfum Peking í gær, einnig við Himinsfriðartorg og við járnbrautarstöð borgarinnar. Bandarískir hersérfræðingar telja að um 300,000 til 350,000 manna her sé nú í Peking eða ná- grenni hennar. Af opinberri hálfu er viðurkennt að enn hafi ekki tekist að bæla mótmælaölduna niður. Fréttir berast enn af umfangs- miklum átökum og mótmælaað- gerðum í fleiri borgum, þannig sagði útvarpsfyrirlesiri í Sjanghaí að ástandið þar í borg væri nú verra en nokkru sinni fyrr frá því að kommúnistar tóku völd í landinu 1949. Er svo að heyra að atvinnulíf í borginni sé að mestu lamað, sem og samgöngur. Er- lendur maður á ferð þar segist hafa heyrt skothríð. Ástandið er sagt svipað í Wuhan, Nanking og Lanzhou. Sögusagnir ganga enn um ágreining innan hersins um af- stöðuna til mótmælahreyfingar- innar, en hvað sem því líður er ljóst að sumar hersveitir hafa beitt sér gegn mótmælafólkinu af fullri grimmd. f fyrstu tilkynn- ingu stjórnvalda af árás her- manna á mótmælamenn á Him- insfriðartorgi á sunnudag segir að vitað sé með vissu að þá hafi nærri 300 manns fallið, flestir þeirra hermenn. Þetta stangast mjög á við frásagnir margra sjón- arvotta af þessum atburði og öðr- um álíka annarsstaðar, en þeir segja hermenn hafa skotið óvopnaða námsmenn niður unnvörpum eða ekið yfir þá á skriðdrekum. Kínversk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim fyrir drápin á mótmælafólkinu, þar á meðal af Bandaríkjastjórn og Evrópubandalaginu. Sovéska stjórnin hefur hinsvegar verið fá- orð um atburði þessa, efalaust til að hætta í engu nýendurnýjaðri vináttu sinni við Kínastjórn. Sú stjórn fordæmir gagnrýnina er- lendis frá sem afskipti af innan- ríkismálum Kína, og er talið hugsanlegt að þetta leiði til endurnýjaðs kulda í samskiptum Kína og Vesturlanda. Þúsundir útlendinga í Peking óttast nú um öryggi sitt og flykkj- ast til aðalflugvallar borgarinnar í von um komast úr landi sem fyrst. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILa NN Miðvikudagur 7. júni 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.