Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Alþjóðleg barátta verkafólks fyrir lýðréttindum Meðal þeirra sem hafa stutt baráttu Marks Curtis eru konur í National Organization for Wom- en í Bandaríkjunum, sem eru stærstu kvenréttindasamtök þar í landi. Hinn 9. apríl s.l. var farin stærsta mótmælaganga í landinu í 17 ár að tilhlutan þessara sam- taka. Stærsta mótmælagangan í Bandaríkjunum frá því á tímum Víetnam-stríðsins. Þátttakendur voru yfir V2 milljón manna. Gangan var farin til þess að mót- mæla tilraunum Hæstaréttar Bandaríkjanna til að breyta ákvörðun réttarins frá 1973 sem lögleyfði fóstureyðingar þar í landi. Árásin á Mark Curtis og rétt- inn til fóstureyðinga í Bandaríkj- unum er liður í þeirri atlögu sem ráðastéttin telur nauðsynlega til þess að veikja samtök verka- fólks, veikja stöðu kvenna á vinn- umarkaði, slá fleyg inn í raðir vinnandi alþýðu í þeirri von að geta framkvæmt niðurskurðar- og kauplækkunaráform sín. í framtíðinni munum við hér á fs- landi einnig sjá árásir á réttindi kvenna í ljósi þeirrar staðreyndar að á 7 árum hefur orðið sprenging í atvinnuþátttöku kvenna hér á landi. Þátttaka þeirra hefur aukist um 16.4% á þessum tíma. Þegar kreppan fer alvarlega að segja til sín verður það hausverk- ur fyrir drottnara að koma þess- um konum aftur inn á heimilin. Það verður ekki létt verk. Það er styrkur fyrir verkalýðsstéttina að æ fleiri konur fylla nú raðir henn- ar. Þetta er vandamál fyrir þá sem fara með völdin. Það er vandamál að til skuli vera ungir verkamenn og verka- konur, einstaklingar á borð við Mark Curtis, sem eru að verða afl í stjórnmálum, að upp eru að koma nýir ungir leiðtogar verka- lýðsstéttarinnar alþjóðlegu, sem geta leitt baráttu hinna kúguðu fyrir réttindum sínum. Kapítalisminn er í kreppu. Kreppan er alþjóðleg, hún ríður yfir alls staðar og hefur áhrif alls staðar. Á íslandi lýsir hún sér í fjölda gjaldþrota í öllum grein- um, auknu atvinnuleysi, verð- bólgu og versnandi kjörum al- mennings. fslenski kapítalisminn á í strúktúrkreppu, offjárfesting- ar eru í sjávarútvegi, offram- leiðslugetá hrjáir fiskvinnslu og landbúnað, aðrar leiðir eru vand- fundnar fyrir íslenskt auðmagn. Auðvaldið finnur ekki vettvang til þess að fjárfesta auðmagn sitt í Síðari hluti - Ólafur Grétar Kristjánsson skrifar með þeim gróða sem það sættir sig við. Þarafleiðandi hefur hvers kyns brask og spákaupmennska farið vaxandi hér á undanförnum árum. En það hefur líka gert það erlendis, því ástandið er hið sama þar. Og ein sápukúlan sprakk hinn 19. október 1987, þegar verðbréfahrun átti sér stað á Wall Street í New York, meðalverð á hlutabréfum féll um 23% og hverri grimmdarlegustu aðför að verkafólki sem um getur í blöð- um sögunnar. í Þýskalandi og ít- alíu létu ríkjandi stéttir nasista og fasista um það að ganga á milli bols og höfuðs á verkafólki og leiðtogum þess. Annars staðar var meðferðin litlu skárri. Mark- miðið var að ryðja hindrunum úr vegi fyrir því að hefja það blóð- bað sem heimsstyrjöldin síðari og ómennska þjóðanna sem byggja þessi lönd. Ástæðan er aídalangt arðrán og kúgun kapít- alismans. Velferðarþjóðfélög kapítalismans hafa verið byggð upp með vinnuafli og hráefnum þessara þjóða. Þegar nýlendust- efnan varð að víkja fyrir frelsis- baráttu hinna kúguðu þjóða, var ekki endi bundinn á arðránið. Það tók eingöngu á sig eilítið fín- „Á sama tíma og þessar þjóðir skortir allt til alls draga bankar heimsvaldasinna tugi milj- arða dollara á hverju ári í vaxtagreiðslur út úr þessum löndum. Það eru vextir aflánumsem ruku upp úr öllu valdifyrir tíu árum með hœkkandi vöxtum.“ verðmæti að jafngildi 500 milljarða dollara glötuðust (26.500 milljarðar ísl. kr.). Að mati þeirra sem til þekkja var að- eins naumlega komist hjá algjöru hruni vegna aðgerða ríkisstjórn- arinnar, sem lagði mikið fjár- magn í bankakerfið til þess að bjarga því sem bjargað varð. Þessi kreppa heyrir ekki sög- unni til. Hún hefur ekki verið leyst enn. Á árinu 1988 hefur átt sér stað fjöidi sameininga stórfyr- irtækja eða uppkaupa, og sam- fara þeim hefur skuld fyrirtækj- anna vaxið gífurlega - hið sama gildir um Bretland og önnur kap- ítalísk lönd. Bankar, sparisjóðir og lánastofnanir eiga i kreppu sem ógnar fjármálakerfi alls heimsins. Kapítalismirin er ákaf- lega viðkvæmur fyrir hvers kyns samdrætti ogáföllum. Næsta áfall á borð við verðbréfahrun í októ- ber 1987 getur leitt til alþjóð- legrar efnahagskreppu í líkingu við þá á fjórða áratugnum. í sögunni hafa kreppur verið leystar á ýmsan hátt, með útþenslu- og landvinningastríð- um til þess að vinna nýja markaði og nýlendur, eða skipta gömlum ránsfeng milli stríðandi ríkja heimsvaldasinna. Kreppa fjórða áratugarins var „leyst" með ein- varð, og er hin klassíska lausn kapítalismans á vandræðum sín- um. Við vitum ekki hvernig auðvaldið ætlar að koma sér úr klípunni í þetta skiptið, en við vitum það eitt að eftirgiftir eru ekki rétta leiðin til þess að mæta kreppuráðstöfunum þess. Eftir- giftir leiða bara til fleiri eftirgifta og verri baráttustöðu síðar meir. IV Ég hugsa að fátt veki jafn dapr- ar tilfinningar með fólki og að lesa í blöðum um örkuml eða lát barna og ungs fólks í bflslysum. Þegar æska landsins sem á fram- tíðina fyrir sér lætur lífið fyrir sakir glannaskapar eða stundar hugsunarleysis. Á íslandi deyr fólk ekki af sulti eða læknan- legum sjúkdómum. En á hverj- um degi deyja 40.000 börn í van- þróuðu löndunum af sulti eða læknanlegum sjúkdómum. Á 3 dögum deyja jafnmörg börn undir 5 ára aldri og dóu af sprengjunni sem varpað var í Hir- oshima 1945. Á 3 dögum. Og þetta eru bara börn. Fullorðnir í þessum löndum eiga sér helmings lífslíkur á við fullorðna í heims- valdasinnuðu löndunum. Ástæð- an fyrir þessu ástandi er ekki leti legra og flóknara form. Á sama tíma og þessar þjóðir skortir allt til alls, skortir mat til þess að brauðfæða sig, skortir innri upp- byggingu til þess að hafa viður- væri af og geta lifað mannsæmandi lífi, skortir fjár- festingar, draga bankar heimsvaldasinna tugi milljarða dollara á hverju ári í vaxta- greiðslur út úr þessum löndum. Það eru vextir af lánum sem veitt voru á sínum tíma, og ruku upp úr öllu valdi fyrir 10 árum síðan með hækkandi vöxtum. Suður- Ameríka ein saman skuldar 410 milljarða dollara. Hálfnýlend- urnar greiða 43 milljarða dollara á hverju ári í vexti af þessum lán- um. Alþýða hálfnýlendanna, van- þróuðu landanna, hefur þurft að bera byrðarnar af þessum vaxta- greiðslum. Ef ríkisstjórnir land- anna fara fram í skuldbreytingar eða ný lán verða þær að fylgja kröfum Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins um „aðhaldsaðgerðir" í ríkis- fjármálum, þ.e. hækka verð á varningi eða lækka kaup alþýðu manna. Nýlega áttu sér stað óeirðir í Venesúela vegna til- rauna ríkisstjórnarinnar þar til þess að fylgja ráðum IMF. Um 150 manns voru drepnir. Þetta er bara eitt dæmið um örvæntingar- fulla tilraun hinna kúguðu til þess að spyrna við fótum og stöðva arðránið. Um tíma var mikil hreyfing meðal þjóða S-Ameríku fyrir því að hætta að borga af er- lendu skuldunum. Hún hefur að mestu lognast út af nú. En vand- inn er ekki þar fyrir leystur, S- Ameríka er púðurtunna sem get- ur sprungið hvenær sem er. Málið er bara það að í dag verður sprengingin tífalt öflugri en hún hefði orðið fyrir nokkrum árum. Og afleiðingarnar eftir því. Það er því sjálfsögð krafa að skuldir vanþróuðu þjóðanna verði af- skrifaðar. í hálfnýlendunum snýst bar- átta fólksins um réttinn til lífs, til sjálfstæðis, til virðingar. Þessar þjóðir vilja ekki lifa sem betli- þjóðir heimsvaldasinna. Til eru þær þjóðir sem hafa brotist undan valdi heimsvalda- stefnunnar og tekið framtíð sína í eigin hendur. Þeirra á meðal eru Kúba og Nicaragua. í þessum löndum sitja við stjórnvölinn ríkisstjórnir sem byggja vald sitt á alþýðunni, hafa stuðning hennar og starfa í þágu meirihluta þjóð- arinnar, en ekki lítils minnihluta. Sú uppbygging sem hefur átt sér stað á Kúbu undanfarin 30 ár á sér enga hliðstæðu í nokkru kap- ítalísku landi, þróuðu eða van- þróuðu. Heilbrigðiskerfið er á við heilbrigðiskerfi ríku land- anna, barnadauði er svipaður þar og meðal velstæðra ameríkana, en mun lægri en í Harlem í New York. Sama má segja um menntakerfið. Þar er markmið þess að útskrifa fólk í greinum sem koma öllu mannkyni til góða, en sanda ekki endilega hæst í kúrs á markaðnum hverju sinni, eins og er reglan í Háskóla íslands. Kúba er fátækt land, en afkoma almennings er góð. í ræðu sem Fidel Castro hélt hinn 5. desember s.l. sagði hann meðal annars: „Sósíalisminn er og mun ætíð verða vonin, eina vonin, eina leiðin fyrir þjóðir heims, kúgaðra, arðræðna. Só- síalisminn er eini valkosturinn." Það er aðeins undir merkjum só- síalismans sem hægt er að byggja réttlátt þjóðfélag, þar sem kúgun og arðráni hefur verið útrýmt. í þeim heimi sem við búum í er kapítalisminn engin lausn, hann er vandamálið. Lausnin er sósíal- isk. Höfundur er járniðnaðarmaður og félagi í Dagsbrún. Hverju erum við að mótmæla? hiinHÍQt • s >c t r • .• !✓..• t • r* nÍÖUT VI Ég get nú ekki orða bundist. Nú hefur verkalýðshreyfingin fundið það út að hún skuli mót- mæla óréttlæti peningavaldsins og stjórnvalda en eins og vitað er, þá fara hagsmunir þeirra alltaf saman. Auðvaldið og ættar- samfélagið stjórna að meginhluta öllu hér á landi. Kosnir fulltrúar þjóðarinnar fá að dingla með ef þeir eru góðir. Verkalýðshreyf- ingin vill hér greinilega engu breyta. Því eigum við nú launa- fólk að mótmæla og hverju eigum við að mótmæla? Jú, við eigum að hætta að kaupa mjólk vegna þess að stjórnvöld hafa ekki stað- ið sig í sambandi við niður- greiðslur á landbúnaðarvörum. Ég hefði talið það stórmann- legra ef við launafólk hefðum mótmælt með því að sleppa utan- landsferðum sem hafa hækkað um 8% til þess að hægt sé að borga flugstjórunum 45.000 króna hækkun á launum á mán- uði en það er um 7.000 krónum meira en fólk fær greitt í atvinnu- leysisbætur. Það hefði líka verið Sigríður Kristinsdóttir skrifar ráðist á undanfarin ár og virðist alltaf liggja vel við höggi. Það eru bændur sem ég hélt að ættu sam- álíka gosdrykkjaframleiðendur þessa þrjá daga. Verður nú veisla hjá þessum atvinnurekendum. ,Nei, nú skulum við ráðast á eina þá stéttsem mest hefur verið ráðist á... Það eru bændur sem ég hélt að ættu samleið með okkur launamönnum. “ nær að segja okkur að leggja bíl- unum okkar og kaupa ekki bens- ín. Nei, nú skulum við ráðast á eina þá stétt sem mest hefur verið leið með okkur launamönnum. Það er því greinilegt að verka- lýðshreyfingin hlýtur þá jafn- framt að vera að hvetja okkur til að styðj a Coka-Cola og Sól Vf eða Snöfurmannlegra hefði mér fundist að fara út í raunhæfar að- gerðir sem hefðu verið til þess að atvinnurekendur og ríkið hefðu fundið fyrir reiði fólks með því að leggja niður vinnu, jafnvel efna til hópfunda á stærstu vinnustöð- unum. Það væri gaman að sjá þá félaga Ásmund og Magnús L., sem báðir eru í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur, halda stormandi fundi í öllum Kringl- unum og Hagkaupunum þar sem arðræningjarnir virkilega eru. Ég hefði líka frekar viljað sjá forustu BSRB mæta á fundi á stærstu vinnustöðum ríkis- og bæjarstarfsmanna. Til dæmis má taka sjúkrahúsin - en á einu þeirra vinn ég - en þar er oft rætt um léleg laun og þá gleymir starfsfólkið því að það mikilvæg- asta í kjarabaráttunni er að vera virkur í samtökum launafólks. Með því að forystan kæmi á þessa staði, héldi stóra útifundi fyrir utan sjúkrahúsin þá mundum við kannski vakna og koma til bar- áttu. Höfundur er sjúkraliði. Midvikudagur 7. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.