Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 3
_____FRETTIR___ Bœndur Blórabögglar að ósekju Landssamband kúabœnda mótmœlir mjólk- uraðgerð samtaka launafólks. Guðmundur Þorsteinsson: Skiljum vel óánœgjufólks, en óttumst langtímaáhrifafþessari aðgerð þar sem óánægjunni er beint gegn ákveðnum vörutegundum en öðrum sleppt Landsamband kúabænda sendi forystu ASÍ og BSRB í gær á- lyktun þar sem tilmælum verka- lýðshreyfingarinnar til launa- fólks um að það kaupi ekki mjólk- urvörur í þrjá sólarhringa er mót- mælt. „Við skiljum vel óánægju fólks en teljum ekki rétt að henni sé beint sérstaklega að þessum vörum,“ sagði Guðmundur Þor- steinsson, bóndi á Skálpastöðum í Lundareykjardal, við Þjóðvilj- ann í gær, en Guðmundur er rit- ari í stjórn Landssambandsins. Guðmundur sagði að bændur fögnuðu allri viðleitni til þess að halda verðlagi niðri og tók undir að þessar hækkanir sem nú dynja á þjóðinni væru slæmar. „Við viljum gjarnan eiga sam- starf við samtök launafólks í þá átt að reyna að halda verði lágu, en þegar ASÍ og BSRB taka ein- hliða ákvörðun um að hvetja fólks til þess að kaupa ekki mjólkurvörur er slíkt gert án þess að tekið sé tillit til þess að það kemur illa niður á kúabændum. Með þessari aðgerð er skorað á fólk að kaupa ekki innlendar vörur sem allir þurfa á að halda, en látið ógert að hvetja fólk til þess að kaupa ekki bensín, að- gerð sem snertir fáa aðra en olíufélögin. Ef samtök launafólks vilja beita sér fyrir einhverju sem snertir fjárhag ríkissjóðs á beinan hátt ættu þau að hvetja fólk til þess að kaupa ekki áfengi í eina til tvær vikur, en slík aðgerð væri holl fyrir alla aðila.“ Guðmundur sagðist óttast mest þau langtímaáhrif sem þessi aðgerð hefði, þar sem með þessu væri óánægju fólks beint að ákveðnum vöruflokkum og slíkt gæti komið fram í samdrætti til lengri tíma litið, sem kæmi niður á útreikningum um fullvirðisrétt, en fullvirðisréttur hækkar á landsvísu ef sala á landbúnaðar- afurðum eykst. „Það veit enginn hvaða áhrif þessi aðgerð hefur til lengri tíma á markaðinn. Þar er hlutunum teflt í tvísýnu," sagði Guðmund- ur. -Sáf Búseti Övíst um framkvæmdir Engin viðbrögð við lánsumsóknum Búseta frá síðasta ári. Reynir Ingibjartsson: Kerfið er nœr gjaldþrota eins og er Aaðalfundi Búseta í Reykjavík sem var haldinn á dögunum komu fram harðorð mótmæli vegna dráttar sem orðið hefur á ákvörðunum um lánveitingar til félagslega húsnæðiskerfísins. í tillögum sem fráfarandi stjórn Búseta samþykkti, kemur m.a. fram að umsóknir um lán- veitingar fyrir 180 félagslegar íbúðir hafa frosið í kerfinu og engin jvör hafa borist. Þessi dráttur getur valdið því að öll undirbúningsvinna félags- ins t.d. samningar um lóðir, for- hönnun og verksamningar, séu í algerri óvissu, og að sögn Reynis Ingibjartssonar hjá Búseta gæti það farið svo að þetta ár dytti út hvað framkvæmdir varðar. Það væri það langt liðið á árið og enn væri beðið eftir svörum, að það verði erfitt að hefja framkvæmdir þótt lánsloforð fengist. í tillögunum kemur einnig fram að fráfarandi stjórn Búseta skorar á stjórnvöld að standa við þau loforð sem voru gefin í ný- gerðum kjarasamningum um að- gerðir á þessu ári. Svo og að gerð verði áætlun til næstu 3-5 ára um mikið átak í byggingu félagslegra íbúða, og að félagslega íbúða- kerfið verði tekið til endurskoð- unar og sett verði lög um húsnæð- issamvinnufélög og búseturétt fyrir lok þessa árs. Það sé kominn tími til, því nú eru liðin fimm ár frá því fyrrverandi fél- agsmálaráðherra skipaði nefnd til að semja slíka löggjöf. -ns Súgandafjörður Togarinn innsiglaður Atvinnulífi þorpsins stefnt í hœttu Sýslumaðurinn á ísafirði Pétur Kr. Hafstein innsiglaði í fyrradag togarann Elínu Þor- bjarnardóttur ÍS vegna vangold- inna staðgreiðsluskatta Hlaðsvík- ur hf. sem gerir togarann út. Elín lá enn bundin við bryggju í gær þegar síðast fréttist. Að sögn Randvers Eðvarðs- sonar skrifstofustjóra hjá Fiskiðj- unni Freyju hf. á Suðureyri við Súgandafjörð, en eigendur þess og Hlaðsvíkur hf. eru að mestu þeir sömu, mun frystihúsið stöðv- ast á næstunni ef ekki mun greiðist úr þessu máli. Um 15 manns eru á togaranum og 90 manns eru á launaskrá hjá Freyju hf. Togarinn kom úr síðustu veiðiferð að sinni um miðja síð- ustu viku með 150 tonn af grá- lúðu og mun það hráefni duga til vinnslu út þessa viku. Eftir það verður lítið að gera ef togarinn verður þá enn bundinn við bryggju. Pétur sýslumaður innsiglaði ekki aðeins togara þeirra Súgfirð- inga í fyrradag heldur og einnig rækjutogarann Hafþór ÍS vegna skulda útgerðar hans. Hún sá þá sitt óvænna og greiddi skuld sína og var þá innsiglið rofið. -grh Guðjón B. Ólafsson: SÍS stefnir ekki ígjaldþrot. Breyta þarfþeirri efnahagstefnu sem hér hefur ríkt síðastliðin misseri. Sambandið íhugar hvernig það getur losaðfjármuni ígegnum Regin. Tilgangslaust að reikna háan vaxtakostnað áfyrirtœki sem ekki stendur undir honum. Hugsa ekkiþá hugsun til enda efKRÓN hœttir samstarfi við verslunardeildina. Efnahagsstefnan þarf að breytast Aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga lauk í gær. Ólafur Sverrisson hlaut kosningu sem stjórnarformaður og fékk 86 atkvæði af 114 greiddum eða um 75% greiddra atkvæða. Þröstur Ólafsson, kaupfélagsstjóri KRON hafði verið orðaður við stjórnarformennsku en stuðn- ingsmenn hans létu sér greinilega nægja að veita honum mála- myndastuðning til þess embættis og greiddu honum 14 atkvæði. Valgerður Sverrisdóttir, stjórnarmaður í SÍS fékk síðan eitt atkvæði til formanns. Fundarmenn höfðu hins vegar greinilega fallist á að veita Þresti stuðning til stjórnarkjörs og fékk Þröstur 91 atkvæði og kom þar fast á hæla Gunnars Sveinssonar, frá Keflavík. Kjörtími þriggja stjórnar- manna var útrunninn, þeirra Gunnars Sveinssonar sem hlaut endurkosningu sem fyrr segir, Ingólfs Ólafssonar frá KRON sem stóð upp fyrir Þresti Ól- afssyni og Þórarins Sigurjóns- sonar frá Selfossi, en Þórarinn var endurkjörinn með 62 at- kvæðum. Gunnar, Þröstur og Þórarinn voru kosnir til þriggja ára, en þar sem Valur Arnórsson hafði hætt sem stjórnarformaður og Óiafur Sverrisson komið í hans stað losnaði enn eitt sæti, en þá til eins árs. Kom þar inn í stjórnina Helga Vilborg Péturs- dóttir Kaupfélagi Þingeyinga, með 55 atkvæðum en hún hafði áður setið sem varamaður Vals. Varamenn í stjórn voru kosin Birna Bjarnadóttir frá KRON og Þórólfur Gíslason og fengu bæði 60 atkvæði. Réði hlutkesti því að KRON fékk fyrsta varamann, Þórólfur varð annar varamaður, en Dagbjört Höskuldsdóttir varð þriðji varamaður. Þessar breytingar á stjórn telj- ast vart stórvægilegar jafnvel þó vitað væri að ýmsir ætluðu sér stærri hlut, svo sem Skagfirðing- ar. Vægi KRON verður þó að teijast meira en áður og áhrifa Þrastar kann að eiga eftir að gæta meir en fyrirrennara hans. Guðj- ón B. Ólafsson, forstjóri SÍS seg- ist þó alls ekki eiga von á neinum meiriháttar breytingum á stefnu stjórnarinnar. En hvað segir Guðjón um þær áherslur sem KRÓN-menn lögðu á aukið frjálsræði frá Verslunardeild sambandsins og um þá hótun að þeir yrðu að „sprengja sig frá verslunardeildinni“, yrði ekki komið til móts við þá með hag- stæðari kjörum frá Verslunar- deildinni? „KRON er auðvitað stærsti viðskiptaaðili verslunardeildar og að sjálfsögðu verðum við að taka tillit til hagsmuna KRON. KRON hlýtur náttúrlega að hafa verulega að segja og við höfum verið að reyna ýmislegt til að gera verslunardeildina samkeppnis- hæfari fyrir KRON og önnur kaupfélög. En mér dettur ekki hug að hugsa þá hugsun til enda ef KRON hættir að starfa með okkur í verslunarmálum, enda tel ég augljóst að samstarf sé hag- kvæmt fyrir báða,“ sagði Guð- jón. Fjárhagsstaða SÍS hefur verið rækilega tíunduð í fjölmiðlum, enda tapið gífurlegt og fyrirtækið það stærsta hér á landi. Telur forstjórinn að stefni í gjaldþrot ef fer fram sem horfir? „Nei, nei ég er algjörlega ósammála því og við höfum trú á að hægt sé að vinna sig út úr þessum vanda. Vandinn er sá sami og flest íslensk fyrir- tæki eiga við að glíma. Ég vil halda því fram að um leið og ís- í BRENNIDEPLI lenskt efnahagslíf verður lagað muni hagur Sambandsins batna.“ Sagði Guðjón að ein frumfor- senda þess að útflutningsatvinnu- vegirnir gætu starfað með eðli- legum hagnaði væri að gengi væri rétt skráð. Eins þarf verðbólga að vera innan sömu marka og er í okkar viðskiptalöndum og fjár- magnskostnaður sambærilegur, og þá þarf sambandið engu að kvíða. Sagði Guðjón að menn yrðu að trúa því að ekki væri hægt til lengdar að framkvæma þá efnahagsstefnu sem hefði verið í framkvæmd undanfarin misseri. En vill Guðjón raunverulega taka upp neikvæða vexti og hverfa aftur til þeirra tíma þegar sparifé brann upp og fjárfestingar voru nánast gefnar? „Ég hef ekki talað um upptöku neikvæðra vaxta sem slíkra, en það er augljóst að fjármagn stendur ekki undir neinum öðrum kostn- aði en þeim sem arður af atvinnu- rekstri stendur undir. Það er til- gangslaust að vera að reikna háan vaxtakostnað á fyrirtæki sem ekki standa undir honum, þau fara þá á hausinn eða eyða upp eigin fé og þeim verður þá bara að hjálpa úr öðrum vasa á sama líkama. Það eina sem ég óska eftir að sjá á íslandi er það sama og gildir í öðrum löndum Evrópu ogNorður-Ameríku. Þarerverð- bólga frá núlli upp í 5% og þetta er hægt hér. Um leið og verð- bólgu er haldið niðri, þá stýrir það gengi gjaldmiðils og ræður öðrum lykilþáttum í þjóðfé- laginu,“ sagði Guðjón. En var ekki tekin upp verð- trygging lána til þess að ná verð- bólgunni niður? „Jú, en það verður að stjórna öllum þáttum í efnahagskerfinu, það er ekki hægt að láta einstaka þætti færast úr takt við raunveruleikann, sér- staklega ekki ef þeir eru sjálfvirkt tengdir með vísitölubindingu." En skuldastaða SÍS er svo slæm að bætt efnahagsumhverfi eitt og sér hrekkur ekki til og sambandið þarf að selja frá sér eignir. En af hverju að selja frá sér gullgæs eins og Samvinnubankann? „Það er rétt að Samvinnubankinn er ágætlega stæður. Bankarnir hafa hins vegar allir tapað fé á fyrri hluta árs og miklu meira en á sama tíma í fyrra. Þarna er um að ræða hagræðingu í bankakerfinu sem við erum sammála að eigi að gerast. Þar fyrir utan mun sala á hlut Sambandsins í bankanum bæta fjárhagstöðu Sambandins og lækka rekstarkostnað." Guð- jón sagði það reyndar rétt að Landsbankinn hefði átt frum- kvæðið að því að bankarnir sam- einuðust. En ætlar SÍS að selja fyrirtækið Reginn, sem á fjórðung í íslensk- um aðalverktökum og hlut í Sam- einuðum verktökum? „Reginn er út af fyrir sig ekki fyrirtæki sem hægt er að hugsa sér að gangi kaupum og sölum. Það er eignar- haldsfyrirtæki sem á hlut í ís- lenskum aðalverktökum og mál- ið er ekki einfalt.“ Sagðist Guðj- ón ekki vita hvort hægt væri fyrir Sambandið að selja hlutabréf fyrirtækisins. „Við erum að velta fyrir okkur að ná út hluta a.m.k. af þeim fjármunum sem Sam- bandið eða Reginn á þar, en þetta er nokkuð sem ég get ekki tjáð mig nánar um.“ Deilur þær sem urðu svo áber- andi í stjórn Sambandsins milli núverandi forstjóra annars vegar og forvera hans og fyrrum stjórnarformanni virðast ekki al- veg gleymdar. Valur Arnþórs- son, fyrrum stjórnarformaður hélt kveðjuræðu á aðalfundinum og lét þar orð falla um nauðsyn þess að það hefði verið skylda sín að grennslast fyrir um ef grunur léki á að einhver starfsmaður Sambandsins fengi greitt umfram samninga. Vildu ýmsir túlka þetta sem lítt dulbúna sneið að Guðjóni. Þá vildi einn ræðu- manna á aðalfundinum að þeir Erlendur Einarsson og Valur Arnþórsson yrðu látnir svara fyrir það að hafa rægt núverandi forstjóra opinberlega, Samband- inu til stjórtjóns eins og hann orð- aði það. Hvert er álit Guðjóns á ' orðum þessa ræðumanns? „Ég held að það væri hyggilegast fyrir mig að segja sem allra minnst um þau,“ var svarið. phh Mi&vikudagur 7. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.