Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Aðalfundur VSI Þrekið brást er á reyndi Formaður VSI: Sagan hefur dœmt árið 1987sem ár hinna miklu mistaka. Efnahagsstjórn þáverandi ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðisflokksins harðlega gagnrýnd. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki leyst grundvallarvanda útflutningsatvinnu- greina. Atvinnuleysi og landflóttifyrir dyrum verðistarfsskilyrðiatvinnuveganna ekki bætt Saean hefur 1987 sem ár þegar dæmt árið hinna miklu mis- taka. Þá jukust þjóðartekjurnar um rúm 10%, en þjóðarútgjöldin um nær 16%. Kaupmáttur ráð- stöfunatekna jókst á þessu eina ári um nærfellt fjórðung. Þetta örlagaríka ár brast allt, sem brostið gat í stjórn efnahagsmála og það sem verra var; þetta var allt fyrirsjáanlegt ef ekki yrði að gert og ekki spöruðum við aðvar- anir frá haustdögum 1986, þótt kæmi fyrir lítið,“ sagði Gunnar Friðriksson formaður Vinnu- veitendasambands íslands við upphaf aðalfundar þess í gær. Það voru heldur klén eftirmæl- in sem atvinnurekendur gáfu rík- isstjórn Þorsteins Pálssonar for- manns Sjálfstæðisflokksins á að- alfundi VSÍ í gær. Efnahags- stjórninni undir forystu hans í ríkisstjórninni sem mynduð var 1987, mistókst með öllu að nýta þá uppsveiflu sem varð í ytri skil- yrðum þjóðarbúsins með lækk- Einar Oddur Kristjánsson framkvæmdastjóri á Flateyri og guðfaðir niðurfærslujeiðarinnar var í gær kosinn formaður Vinnuveitenda- sambands íslands. Hann tekur við af Gunnari Friðrikssyni sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Mynd: Jim Smart. andi olíuverði, góðum afla- brögðum og hækkandi afurða- verði á erlendum mörkuðum sem tók að gæta 1986. Þess í stað var tímabundnum tekjuauka sjávar- útvegsins velt margföldum út í efnahagslífið með tilheyrandi of- þenslu og minnst af því varð eftir í greininni sjálfri. Fyrir vikið stendur þessi aðalatvinnugrein landsmanna mun verr eftir en áður og á síðasta ári er talið að fiskvinnslan hafi verið rekin með 10% halla. Þá harmaði formaður atvinnurekenda að þáverandi ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar skyldi ekki telja fært að fara niðurfærsluleiðina eins og til- lögur forstjóranefndarinnar gerðu ráð fyrir á sínum tíma. Þá gagnrýndi formaður VSÍ núverandi ríkisstjórn fyrir úr- ræðaleysi í efnahagsmálum. f stað þess að horfast í augu við vandann og taka á honum greip hún, að mati VSÍ, til gamalk- unnra smáskammtalækninga, millifærslna og gengisfalsana. Þó svo að gripið hafi verið til um- fangsmikilla skuldbreytinga í sjá- varútvegi sem hafi hjálpað fjölda fyrirtækja um stundarsakir, eru útflutningsgreinarnar enn reknar með tapi og sem mestu skiptir að grundvallarvandi atvinnu- greinanna er enn óleystur. Til að mæta hinum almenna samdrætti í þjóðfélaginu hafa atvinnufyrir- tæki hinsvegar gripið til marg- háttaðra aðhaldsaðgerða og endurskipulagt rekstur sinn á sama tíma og ríkissjóður hefur aukið skattheimtu sína um 7 milj- arða á þessu ári. Hluti þeirrar skattaukningar snýr beint að fyrirtækjunum, bæði í formi hækkaðra tekju- og eignarskatta, skerðinga á skattalegum heimild- um til uppbyggingar eigin fjár í atvinnufyrirtækjum, tvöföldunar á sérstökum eignaskatti á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, auk þeirra breytinga sem gerðar voru á vörugjaldinu. í ræðu sinni krafðist formaður VSÍ að bætt verði starfsskilyrði atvinnuveganna ef takast á að snúa frá þeirri óheillabraut sem farin hefur verið undanfarin misseri. - Ef okkur tekst ekki að koma böndum á verðbólguna, grynnka á erlendum skuldum og skapa skilyrði fyrir heilbrigðan atvinnurekstur er atvinnuleysi og landflótti fyrir dyrum, sagði Gunnar Friðriksson formaður VSÍ. -grh Peking íslending- amir flutlir á brott Danska sendiráðið í Peking hefur látið flytja þá tvo íslensku námsmenn sem stundað hafa nám við Pekingháskóla á brott úr háskólahverfinu vegna ótta við innrás kínverskra hermanna inn á háskólasvæðið. Á sunnudagskvöld leggur af stað flugvél frá SAS - flugfélaginu áleiðis til Peking til að sækja þá sem æskja þess að yfirgefa landið af ótta við yfirvofandi borgara- styrjöld. -grh ABR Að gefnu tilefni Stjórn ABR ályktar um birtingu Þjóðviljanum barst í gærkvöld eftirfarandi ályktun sem sam- þykkt var á fundi stjórnar Al- þýðubandalagsins í gær: í tilefni af blaðaviðtölum við Árna Pál Árnason og fleiri vegna síðustu atburða í Alþýðubanda- laginu í Reykjavík, svo og vegna yfirlýsinga Ólafs Ragnars Gríms- sonar formanns Alþýðubanda- lagsins, telur stjórn ABR nauðsynlegt að gera eftirfarandi ályktun: 1. Það er í fullu samræmi við lög og stefnu Alþýðubandalags- ins að stofna málefnahópa innan Alþýðubandalagsins í Reykjavík (ABR). Ýmsar yfirlýsingar nokkurra félaga í AB R undanfar- ið sem varða stofnun nýs pólitísks félags í Reykjavík eru hins vegar villandi og ósæmilegar. Niðrandi ummæli um ABR félaga og meint ólýðræðisleg vinnubrögð í ABR verða vart flokkuð undir annað- en klofningsiðju. Stjórnin bendir framkvæmdastjórn og miðstjórn á hversu alvarlegir atburðir það eru, þegar minnihlutahópur í pól- itískum efnum gengur úr flokksfélagi í því yfirlýsta skyni að leysa ágreiningsefni utan flokksfélagsins með aðstoð utan- flokksmanna. 2. Röksemdir hópsins fyrir að- gerðum sínum eru rangar og ósannar. Forystumenn hópsins segjast ekki hafa getað „rætt pó- litík“ í flokksfélaginu þótt augljóst sé að þeir hafa þar sama málfrelsi og aðrir flokksfélagar. Hitt er svo annað mál að ýmsar skoðanir forystumanna þessa hóps hafa ekki hlotið hjómgrunn eða þeim hafnað í lýðræðislegri umræðu á vettvangi ABR. Al- þýðubandalagið í Reykjavík vill gott og málefnalegt samstarf við Alþýðuflokkinn á flokkslegum jafnréttisgrundvelli bæði í hreyf- ingu launafólks sem og í ríkis- stjórn og borgarstjórn, þar sem það er til hagsbóta fyrir launafólk í landinu en hafnar skipulags- legum ruglingi við Alþýðuflokk- inn undir núverandi forystu þess flokks. í því samstarfi á ABR að halda á lofti pólitískum stefnu- miðum Alþýðubandalagsins eins og þau hafa verið ákvörðuð af landsfundum og miðstjórn flokksins. 3. Stjórn ABR furðar sig á því að formaður flokksins Olafur Ragnar Grímsson skuli hafa reynt að gera aðalfund og löglega kjörna stjórn ABR tortryggilega og tekið afstöðu og jafnvel hvatt til stofnunar nýs félags hér í Reykj avík - ef marka má ummæli sem höfð voru eftir honum í DV. 4. Þær aðgerðir og yfirlýsingar sem hér hefur verið lýst, eru ekki til þess fallnar að auka samheldni í Alþýðubandalaginu eða styrkja það til að vinna að framgangi mikilvægra stefnumála flokksins. 5. Stjórn ABR hefur í undir- búningi viðamikið starf og um- ræðu í félaginu og hvetur alla fé- laga ABR til að taka virkan þátt í því. Samþykkt á fundi stjórnar 6. júní 1989. Hjúkrunarkonur samþykktu Félagsmenn í Hjúkrunarfélagi ís- lands hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning félagsins við fjár- málaráðherra, Reykjavíkurborg og St. Jósefsspítala. AIls voru 1.490 hjúkrunarfræðingar á kjör- skrá. Atkvæði greiddu 1.148. Af þeim söguðu 690 eða rúm 60% já en 490 eða tæp 36% sögðu nei. Ríflega 3,3% skiluðu ógildu eða auðu. Nýr hjartaþegi Helgi Einar Harðarson, 16 ára Grindvíkingur, fékk grætt í sig nýtt hjarta aðafararnótt mánu- dags á Brompton sjúkrahúsinu í London. Það var hinn þekkti hjartasérfræðingur prófessor Magdi Yacoub sem framkvæmdi aðgerðina, en hann græddi einnig nýtt hjarta í Halldór Halldórsson úr Kópavogi á sl. ári. Talið er að aðgerðin í fyrrinótt hafi heppnast vel. Slæmt atvinnuástand á Akranesi Verkalýðsfélag Akraness hefur áhyggjur af slæmu atvinnu- ástandi í bænum en yfir 100 manns eru þar nú á atvinnuleysis- skrá. Þá er ljóst að ástand mun versna þegar skólafólk er komið út á vinnumarkaðinn. Hefur verkalýðsfélagið skorað á bæði bæjaryfirvöld og ríkisstjórn að stuðla að því að bæta úr atvinnu- ástandi í bænum. Traust á lífeyrissjóð Verkalýðsfélag Akraness hefur einnig lýst furðu sinni á frétta- flutningi undanfarinna vikna um reikningshald Lífeyrissjóðs Vest- urlands. Segir félagið að undir- skriftasöfnun nokkurra verka- lýðsfélaga á Vesturlandi vegna bókhaldsmála sjóðsins sé ekki á vegum félagsins á Akranesi. Jafnframt lýsir félagið yfir fullu trausti á stjórn og starfsmenn sjóðsins og endurskoðunarskrif- stofu Jóns Þórs Hallssonar. Verðlaunuð fyrir ritgerðasmíð Þessir unglingar hlutu á dögunum verðlaun fyrir þátttöku í ritgerðas- amkeppm er Verslunarbankinn stóð fyrir meðal nemenda 9. bekkjar, en ritgerðarefnið tengist skoplegum lýsingum úr íslendingasögunum. Fjölmargar ritgerðir bárust í samkeppnina og segir í áliti dómnefndar að verðlaunaritgerðirnar beri vott um auðugt ímyndunarafl sigur- vegaranna og næma tilfinningu þeirra fyrir móðurmálinu og þekkingu á menningararfi þjóðarinnar. Drengur drukknar í Glerá 7 ára gamall drengur féll ofaní í Glerá á Akureyri og drukknaði seint í fyrrakvöld. Björgunar- menn leituðu að drengnum og fundu hann látinn í ánni skömmu eftir miðnætti. Mótmælt við Kínverja Settur sendifulltrúi Kína á fslandi var kallaður í utanríkisráðuneyt- ið í gær þar sem þess var óskað að hann kæmi því á framfæri við kín- versk stjórnvöld, að ríkisstjórn íslands og íslenska þjóðin harm- aði mjög þá atburði sem orðið hafa í Peking undanfarna daga, segir í frétt frá utanríkisráðu- neytinu. Kvöldganga í Búrfellsgjá Útivist gengst fyrir léttri göngu í Búrfellsgjá fyrir ofan Hafnar- fjörð í kvöld. Brottför er frá BSÍ kl. 20 og kostar 500 kr. fyrir full- orðna en frítt er fyrir börn. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Ml&vlkudagur 7. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.