Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.06.1989, Blaðsíða 9
MINNING Þorsteinn Gunnarsson kennari Fœddur 22. október 1917 - Dáinn 28. maí 1989 Þorsteinn Gunnarsson heyrði ég fyrst nefndan þegar ég sem unglingur kom til Akureyrar til að setjast í menntaskólann þar. Hann hafði þá fyrir nokkrum árum lokið þar stúdentsprófi en um hann var ennþá talað í stofn- uninni sem einhvern galdramann á sviði raungreinanna. Hann hafði ekki aðeins verið nemandi sem kunni ráð í öllum vanda heldur hafði hann að loknu stúd- entsprófi gerst athafna- og upp- finningamaður og hafið vinnslu verðmæta úr íslenskum skelja- sandi. Það var ekki fyrr en löngu síðar að fundum okkar Þorsteins bar saman á námskeiði fyrir fram- haldsskólakennara. Hann mun þá hafa verið kennari á Núpi í Dýrafirði og vegur þess skóla með slíkum blóma að öruggt þótti að sérhver nemandi sem þangað var sendur stæðist hið örðuga landspróf sem var alls- herjar inntökupróf í menntaskóla landsins. Þetta var á þeim tíma þegar kennarinn undirbjó ne- mendur sína undir próf sem aðrir sömdu og sáu um, og haldið var fyrir alla sambærilega skóla landsins. Hér reyndist Þorsteinn sami galdramaðurinn og hann hafði verið talinn á skólaárum sínum og Núpsskóli varð sá fram- haldsskóli sem öðrum fremur kom nemendum gegnum það al- vörupróf sem landsprófið var. Þá var grasafræði eitt af því sem Þor- steinn lagði sig eftir og sá hann m.a. um að útvega Lystigarðin- um á Akureyri plöntur sem ein- ungis finnast hérlendis á Vest- fjörðum. Eftir fyrstu kynni okkar Þor- steins hittumst við nokkrum sinn- um m.a. á Akureyri þar sem móðir hans, Sigríður Þor- steinsdóttir, og stjúpfaðir, Tryggvi Helgason, bjuggu. Ég og kona mín áttum því láni að fagna að mega telja okkur í vinahópi þeirra. Þorsteinn fæddist í Reykjavík 22. október 1917. Hann var elstur af þrem sonum hjónanna Sigríðar Þorsteinsdóttur og séra Gunnars Benediktssonar, sem talsvert kom við sögu í menningar- og fé- lagslífi þjóðarinnar um miðbik þessarar aldar. Stjúpfaðir Þor- steins var Tryggvi Helgason, sem lengi var forystumaður í verka- lýðshreyfingunni á Norðurlandi. Hann býr nú í Reykjavík, háaldr- aður en vel ern. Á unglingsárum sínum átti Þorsteinn við alvarleg veikindi að stríða og var heilt ár sjúklingur vegna berkla í baki. Hann lauk stúdentsprófi vorið 1939 en vegna þröngs efnahags og síðar stríðsins hafði hann ekki tök á að sigla til náms fyrr en árið 1946. En á þessum árum stofnaði hann og rak verksmiðjuna Sindra sem framleiddi kolsýru og kalk ásamt Agli Sigurðssyni og Baldri Líndal. Hann nam stærðfræði við Háskólann í Kaupmannahöfn árin 1946 til 1949 en sneri þá heim og lagði stund á kennslu við nokkra framhaldsskóla, þar af 19 ár á Núpi í Dýrafirði, en síðast við Námsflokka Reykjavíkur. BA- próf í stærðfræði tók hann við Háskóla íslands 1956. Fyrri kona Þorsteins var Birna Magnúsdóttir frá Herjólfsstöð- um í Skagafjarðarsýslu. Þau skildu og varð ekki barna auðið. Seinni kona Þorsteins var Ingunn Guðbrandsdóttir frá Broddanesi í Strandasýslu. Þau slitu samvist- um en þeirra börn eru: Tryggvi, starfsmaður hjá BYKO og Ing- unn Sigríður, deildarstjóri í Tölvudeild Seðlabanka íslands. Útför Þorsteins fer fram frá Kópavogskirkju í dag kl. 13.30. Ég votta aðstandendum hans ein- læga samúð mína. Jón Hafsteinn Jónsson Kveðja frá samstarfsfólki í Námsflokkum Reykjavíkur. Samskipti Námsflokka Reykjavíkur og Þorsteins Gunn- arssonar hófust fyrir 16 árum. Þá vorum við að leita að heppilegri námsbók í stærðfræði handa nemendum Námsflokkanna og fréttum, að vestur á Núpi við Dýrafjörð sæti einn mesti stærð- fræðingur landsins og hefði samið gott námsefni fyrir nemendur, er litla sem enga kunnáttu hefðu í námsefni 9. bekkjar, en þyrftu að tileinka sér það á stuttum tíma. Við báðum Þorstein að selja okk- ur efnið til kennslunnar og síðan hefur námsefni Þorsteins ætíð verið á kennsluskrá skólans. Nokkrum árum síðar flutti Þorsteinn með fjölskyldu sinni til Kópavogs og kenndi stunda- kennslu í nokkrum skólum lengst af í Námsflokkunum eða um ára- tug. Það kom fljótt í ljós að Þor- steinn var fær um að kenna flestar eða allar greinar stærðfræði, sem kenna þurfti eða leitað var til okkar með, enda var hann eins og áður segir yfirburðamaður á þvf sviði. Honum þótti gaman að glíma við flóknar stærðfræðigátur og ræddi þær gjarnan við þá úr kennarahópnum sem hann sá að skildu hvað hann var að fara, en honum var líka eins lagið að glíma við þá gátu, hvernig hægt væri að láta hinn tornæmasta nemenda skilja hin einfaldari lögmál stærðfræðinnar og tókst það oft harla vel. í hópi samstarfsmanna sinna var Þorsteinn ætíð glaður og reifur og okkur duldist ekki, að þar sem Þorsetinn fór, gekk góð- ur maður, sem öllum vildi vel, einkum þeim sem höllustum fæti stóðu. Enginn skilji orð mín svo, að við höfum ætíð verið sammála eða að sú er skrifar undir þessi orð hafi ætíð álitið Þorstein gera rétt, en aldrei var hægt að draga góðvild hans í efa. Hinn 27. maí sl. héldu Náms- flokkar Reykjavíkur upp á 50 vetra starfsafmæli sitt. Þar sökn- uðum við Þorsteins sem ætíð hafði verið hrókur alls fagnaðar á gleðistundum okkar. Hann sendi okkur þau skilaboð að hann treysti sér ekki að koma vegna lasleika. Hann átti ekki aftur- kvæmt í okkar hóp. Við þökkum Þorsteini samstarfið og vináttuna og fjölskyldu hans sendum við samúðarkveðjur. Guðrún Halldórsdóttir ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Borgarmál Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins hefur ákveðið að hefja undirbúning borgarstjórnarkosninga 1990 með hópastarfi um ákveðin málefni. Félagar og stuðningsmenn eru eindregið hvattir til þess að taka þátt í starfinu. Fyrstu fundir hópanna verða: Miðvlkudaginn 14. júní: Atvinnumál - veiturnar - jafnrétti kynjanna. Miðvikudaginn 21. júni: Skólamál - dagvistir - æskulýðsmál - íþróttir. Fundirnir eru haldnir á Hverfisgötu 105, 4. hæð og hefjast kl. 20.30. Ráðgert er að hefja starfið nú, en aðalvinnan fer fram að loknum sumar- leyfistíma. Alþýðubandalagið Austfjörðum Fundir á Austurlandi Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austur- landi á næstunni sem hér segir: Seyðisfirði, Herðubreið, mánudaginn 12. júní kl. 20.30. Bakkafirði, skólanum, þriðjudaginn 13. júní kl. 20.30. Vopnafirði, Austurborg, miðvikudaginn 14. júní kl. 20.30. Reyðarfirði, Verkalýðshúsinu, fimmtudaginn 15. júní kl. 20.30. Borgarfirði, Fjarðarborg, miðvikudaginn 21. júní kl. 20.30. Eskifirði, Valhöll, fimmtudaginn 22. júní kl. 20.30. Fundarefni: Störf Alþingis og hagsmunamál byggð- arlaganna. Fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið AB Kópavogi Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði ABK, mánudaginn 12. júní kl. 20.30 í Þinghóli. Dagskrá: 1) Starfið framundan. 2) Önnur mál. Stjórnin a 1 SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS um áfengisvahdamáuð Aðalfundur SÁÁ verður haldinn fimmtudaginn 15. júní 1989 kl. 20.00 að Síðumúla 3-5, Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Hjörleifur Gunnar Guðbjörnsson tenór- söngvari. Einsöngur í Stykkishólmi og Búðardal Gunnar Guðbjörnsson tenór- söngvari og Guðbjörg Sigurjóns- dóttir píanóleikari halda tónleika í Sty kkishólmi og Búðardal í þess- ari viku. Tónleikarnir í Stykkis- hólmi vérða í Félagsheimilinu í kvöld, 7. júní ki. 20.30 en tónleik- arnir í Búðardal annað kvöld, 8. júní í Dalabúð og hefjast á sama tíma. Gunnar hefur komið víða fram sem einsöngvari bæði með kórum og hljómsveitum. Hann söng hlutverk Don Ottavios í upp- færslu íslensku óperunnar á Don Giovanni árið 1988. Sama ár söng hann í boði hljómsveitarstjórans Athony Hose á óperuhátíðinni í Buxton í Englandi. Sl. vetur hef- ur Gunnar stundað framhalds- nám í Berlín, en næsta vetur hyggur hann á frekara nám í Eng- landi. í næsta mánuði mun Gunn- ar syngja einsöngstónleika í Bux- ton en honum hefur einnig boðist að synja með Velsku þjóðaróper- unni í óperu Mozarts „Cosí fan tutte“, að ári. Tónleikarnir í Stykkishólmi og Búðardal hafa að geyma fjöl- breytta efnisskrá, íslensk, skand- inavísk og ítölsk lög sem og óper- ettuaríur. Miðasala er við inn- ganginn. Holtaskóli Keflavík Næsta skólaár eru lausar 4 kennarastööur m.a. í ensku, íslensku, samfélagsfræði, stærðfræöi og raungreinum. í skólanum eru u.þ.b. 500 nemendur frá 6. til 9. bekkjar og kennarar um 30. Einnig vantar íþróttakennara drengja. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 92-15597 og yfirkennari í síma 92-15652. Skólanefnd Lausar stöður Við Æfingaskóla Kennaraháskóla Islands eru lausar til um- sóknar tvær stöður æfingakennara. Um er að ræða stöðu umsjónarkennara í 7. bekk með áherslu á stærðfræði og líffræði og staða sérkennara. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum, ásamt ítarlegum upplýsingum um náms- og starfsferil ber að skila til menntamálaráðuneytisins, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 17. júní n.k. Menntamálaráðuneytið, 5. júní 1989 Félag járniðnaðarmanna Skemmtiferð 1989 fyrir eldri félagsmenn og maka þeirra verður farin laugardaginn 24. júní kl. 9. Ferðast verður um Suðurland. Kvöldverður í Skíðaskálanum í Hveradölum. Skráning í síma 83011 milli kl. 8 og 16. Félag járniðnaðarmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.