Þjóðviljinn - 08.06.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.06.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Þrátt fyrir miklar auglýsingar og mikia umfjöllun fjölmiðia um fyrirhugað leiguflug verka- lýðsfélaganna til Evrópu i sumar reyndist áhugi fyrir orlofs- ferðunum ekki meiri en svo að hætta varð við leiguflugið sem fyrirhugað var með Arnarflugi. Þess í stað hefur væntanlegum farþegum verið gefinn kostur á að hætta við ellar þá fljúga til Lúx- emborgar með áætlanaferðum Flugleiða og Arnarflugs. Áður hafði verið áætlað að fljúga til Saarbrúcken. Þrátt fyrir þessar breytingar mun verð haldast óbreytt. Hefur nokkuð borið á óánægju meðal væntanlega farþega þar sem margir hverjir höfðu gert ákveðnar ráðstafanir þegar út væri komið, svo sem bókað bílal- eigubíla, en ekki hefur tekist að láta áætlanaflugið standast á við áður ákveðna flugtíma. Helgi Jó- hannsson hjá Samvinnuferðum- Landsýn sagði þó, að yfirleitt hefðu farþegar sýnt þessum breytingum skilning og enginn þeirra sem haft hefði verið sam- band við hefði hætt við þátttöku. Byrjað var að hringja í farþega í síðustu viku og tilkynna þeim breytingar og væri nú búið að fá allar ferðir í júní á hreint. Helgi sagði að það hefði orðið ljóst í lok maí að þátttaka væri minni en áætlað var og hefðu aðeins 900 bókanir verið gerðar í stað 1400. í stað þess að hætta við leigu- flugið sem ekki var lengur talið arðbært, hefði verið ákveðið að leita annarra leiða og niðurstað- an hefði orðið þessi. Eru Flug- leiðir með rúmlega helming þess- ara farþega, en sem kunnugt er kom til heiftúðugra deilna milli félagsins og verkalýðshreyfíngar- innar vegna hótana Flugleiða um málshöfðun á hendur Verslunar- mannafélagi Suðumesja. phh öðruvísi mér áður brá þegar fólk jafnvel svaf á göngum í húsum verkalýðsfélaganna til að verða sér úti um ódýra miða í orlofs- ferðir. Nú reyndist áhuginn svo lítillað hættavarðvið leiguflugið. Loftmiðlar Vaxandi vinsældir Rótarinnar Tónlistarþættirnir vinna sér sess en fjárhagurinn erfiður Vlð höfum orðið vör við að vinsældir Rótarinnar eru að aukast mikið og má það helst marka af því að símhringingum linnir ekki þegar hlustendum er boðið að hafa samband. Sérstak- lega er það ungt fólk sem hringir, en þeir tónlistarþættir sem við höfum boðið upp á með framsæk- ið rokk i fyrirrúmi hafa notið mikilla vinsælda, sagði Jón Rún- ar Sveinson, stjórnarmaður Út- varps Rótar í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Jón sagði að meðal aðstand- enda Rótarinnar ríkti nú hófleg bjartsýni með framhaldið, fjárhagurinn væri það erfiður að ekki hefði reynst kleift að halda úti starfsmönnum á launum. „Því fer allt starf nú fram í sjálfboða- vinnu, en hins vegar hefur tekist að hafa hemil á föstum skuldum og hafa þær ekkert aukist frá því um áramót. En hlustun á stöðina fer vaxandi og við höfum þegar lifað af nokkrar útvarpsstöðvar sem hafa orðið undir í samkepp- ninni,“ sagði Jón. Nafnið Útvarp Rót vísar til þeirrar grasrótar sem stóð að út- varpinu og því er ætlað að þjóna. „Okkur hefur tekist þetta ætlun- arverk því þetta er sannkallað grasrótarútvarp. Hér eru um 30 aðilar sem útvarpa. Það hefur verið nokkur hreyfing á notend- um stöðvarinnar og t.d. hætti Borgaraflokkurinn tiltölulega snemma við sína þætti. En félaga- samtök sem útvarpa héðan þurfa að borga mjög lágt gjald, eða um 2000 krónur fyrir klukkustund- ina. Aðrar tekjur koma inn í gegnum áskriftarkerfið og jafn- framt er boðið upp á auglýsing- ar.“ Sagði Jón Rúnar að nú þyrfti Rótin að fara að huga að nýju húsnæði, því leigusamningur stöðvarinnar rynni út í haust. Yrði væntanlega farið af stað með fjáröflunarátak í því sam- bandi og yrðu undirtektir von- andi góðar. phh Klofningstali liimi Þjóðviljanum barst í gær eftir- farandi ályktun frá undirbún- ingsnefnd að stofnun Birtingar: í tilefni af ályktun stjórnar ABR frá 6. júní s.l. og vegna um- mæla í fjölmiðlum undanfarið, - allt þess efnis að hópur félaga í Alþýðubandalaginu hafi eða sé í þann veginn að kljúfa flokkinn teljum við nauðsynlegt að eftir- farandi komi fram: Árið 1985 var lögum Alþýðu- bandalagsins breytt á þann veg að rýmkaðar voru til muna heimildir til að stofna félög innan flokks- ins, jafnt svæðisbundin félög og félög bundin tilteknum viðfangs- efnum. Fyrirmyndin að þessu skipulagi var m.a. sótt til franska sósíalistaflokksins og fleiri evr- ópskra vinstri flokka. Einnig var heimilað að óflokksbundið fólk gæti átt aðild að málefnafélögun- um, en flokksbundnir félagar hefðu að sjálfsögðu einir þau réttindi innan flokksins sem fylgja formlegri flokksaðild. Þá má geta þess að samkvæmt lögum flokksins getur sami einstakling- ur verið í fleiri en einu aðildarfé- lagi flokksins, þó þannig að við kjör fulltrúa á landsfund og við kjör til kjördæmisráðs nýtist at- kvæði hans aðeins á einum stað. Hópur félaga í Alþýðubanda- laginu hefur nú ákveðið, í sam- vinnu við ýmsa óflokksbundna vinstri menn, að stofna málefn- afélagið Birtingu þann 18. júní n.k. I drögum að lögum fyrir fé- lagið sem nú liggja fyrir, segir m.a. að Birging sé félag jafnaðar- og lýðræðissinna og sé aðildarfé- lag að Alþýðubandalaginu, - markmið félagsins sé að efla hreyfingu vinstri manna og stuðla að umræðu um framtíðarverkefni og samstarf þeirra. í ljósi þessa er það von okkar, sem nú undirbúum stofnun hins nýja félags, að menn láti af yfir- lýsingum um klofning flokksins og taki höndum saman um að efla hreyfingu íslenskra vinstri manna til áhrifa í framtíðinni. Skagamenn vilja Hvalfjarðargöng Bæjarráð Akraness hefur beint þeirri eindregnu áskorun til sam- gönguráðherra að það taki sem fyrst jákvæða afstöðu til erindis Sementsverksmiðjunnar og Járnblendiverksmiðjunnar um rannsóknir vegna hugsanlegra jarðganga undir Hvalfjörð. Segir bæjarráð að hér sé um að ræða bæði hagkvæma framkvæmd og gífurlega samgöngubót. Núpsstaöamerki fallegast Áhugamenn um frímerkjasöfnun bæði innlendir og erlendir, hafa valið frímerki með mynd af Núpsstað í Fljótshverfí frá 1863 eftir Auguste Meyer, sem falleg- asta íslenska frímerkið sem gefið var út á sl. ári. í öðru sæti var frímerki með mynd af jaðrakan og í þriðja sæti merki með mynd af hávellu. Þröstur Magnússon teiknaði bæði þau merki. Alls bárust atkvæðaseðlar frá 58 löndum í samkeppnina. Listamenn á Eyrarbakka Uppi eru hugmyndir um að koma fyrir íbúð til handa listamönnum í gamla barnaskólahúsinu á Eyrar- bakka. Eigandi hússins Bergljót Kjartansdóttir hefur borið þessa hugmynd undir Bandalag ís- lenskra listamanna og Rithöf- undasambandið sem bæði hafa lýst stuðningi við málið. Menning og tónvísindi í tengslum við Tónvísindahátíð íslensku hljómsveitarinnar gengst Stofnun Sigurðar Nordals fyrir pallborðsumræðum um ís- ienska menningarstefnu í menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi, í dag kl. 17.00. Þátttakendur í ura- ræðum verða þeir Árni Ibsen, Einar Kárason, Gestur Guð- mundsson, Gunnar Harðarson, Halldór Bjöm Runólfsson, Kristín Jóhannesdóttir og Tryggvi Þór Aðalsteinsson. Úlfar Bragason forstöðumaður Stofn- unar Sigurðar Nordals stjórnar umræðum en allir eru velkomnir á fundinn. IL0- þingið hefst í dag 76. þing Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar ILO, verður sett í Genf í Sviss í dag. Meðal mála sem liggja fyrir þinginu em drög að alþjóðasamþykkt um meðferð hættulegra efnasambanda á vinnustöðum. Félagsmálaráð- herra ávarpar þingið á föstudag. Fulltrúar ASÍ á þinginu eru þeir Ásmundur Stefánsson og Guð- mundur J. Guðmundsson. Ódýrara í fiskbúðum Mikill verðmunur er á fiski í mat- vöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu samkvæmt nýlegri at- hugun Verðlagsstofnunar. Er verðmunur allt að 124% á ein- stökum tegundum. Minnstur verðmunur var á nýjum ýsu- flökum og nætursöltuðum 7-10% en mestur á rauðsprettu, signum fiski og eldislaxi, um og kringum 100%. Þá kom fram í könnuninni að í flestum tilfellum er fiskur seldur á lægra verði í fiskbúðum en í matvöruverslunum. helming Fjármálaráðherra og forsvarsmenn Grindavíkur og heilsugæslu á Suðurnesjum undirrita samning um nýju heilsugæslustöðina. Mynd- Þóm. Ný heilsugæsla í Grindavík Fjármálaráðherra hefur undirrit- að samning um kaup á nýju hús- næði fyrir heilsugæslustöð í Grindavík. Byggingafram- kvæmdir hefjast næstu daga en ráðgert er að hefja rekstur í nýja húsinu þegar á næsta ári. Stöðin mun verða í um 500 ferm. hús- næði en undanfarin ár hefur heilsugæslan í Grindavík búið við slæman húsakost. Orlofsferðir verkalýðsfélaganna Flugleiðir hrepptu Áœtlunarflug ístað leiguflugs, en þátttaka í leiguflugi reyndist ekki nœg. Farþegum skipt á milli Flugleiða og Arnarflugs 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 8. Júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.