Þjóðviljinn - 22.08.1989, Page 3

Þjóðviljinn - 22.08.1989, Page 3
________________________FRÉTTIR______________ MenRunarvarnir Fyrsta heildarreglu gerðin ítarlegar reglur varðandi mengunarvarnir íytra umhverfi Ný reglugerð hefur verið sett um mengunarvarnir og tekur hún frá og með næstu áramótum. Þetta er fyrsta heildarreglugerðin á þessu sviði og leysir af hólmi eldri reglugerðir á afmörkuðum sviðum. Nýja reglugerðin tekur til alls ytra umhverfis og í henni eru sérkaflar um varnir gegn vatns- mengun, loftmengun, úrgangs- mengun og hávaðamengun en ít- arlegar reglur á þessum sviðum Um helgina fór fram Evrópumót íslenskra hesta í Vilhelmsburg fyrir sunnan Árósa í Danmörku. Raunar eru þjóðir utan Evrópu eins og Bandaríkin og Kanada farnar að senda sveitir til keppni og væri því nær að tala um heimsmeistaramót. Alls komu um 6.000 manns á mótið og keppendur voru frá 13 löndum. (slenskir keppendur náðu ágæt- um árangri á mótinu og á mynd- inni sést verðlaunaafhending í A- úrslitum í tölti sem var síðasta keppnisgreinin. Yst til hægri er sigurvegarinn, Þjóðverjinn Bernd Vith á Röðli, þá kemur Aðalsteinn Aðalsteinsson á Snjalli en hann tapaði naumlega fyrir Vith, Wolf- gang Berg frá Þýskalandi á Funa varð 3., Sigurbjörn Bárðarson á Skelmi 4. og Unn Kroghen frá Noregi á Strák varð í fimmta sæti. íslensku þátttakendurnir í mótinu voru ánægðir með það og segja þessi mót mikla landkynningu enda eru nú 60-70.000 íslenskir hestar í Evrópu. Mynd: GTK. hafa ekki verið til áður. Reglu- gerð frá 1975 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sem getur haft í för með sér mengun, hefur verið felld inn í nýju reglugerðina og í 9 viðaukum sem fylgja henni er að finna viðmiðunarmörk fyrir há- marksmengun á ýmsum sviðum. í reglugerðinni er að finna ákvæði um að við bifreiðaskoðun verði könnuð mengun frá bflum og 1. janúar 1992 ganga í gildi strangari reglur um mengun frá útblæstri þeirra. Allir bflar sem framleiddir verða á árinu 1992 og síðar, og aðrir sem fluttir verða inn frá áramótum það ár, eiga að vera búnir sérstökum hreinsibún- aði. Eftirlit með mengunarvörnum verður í höndum heilbrigðis- nefnda á hverjum stað og Holl- ustuverndar ríkisins í þeim tilfell- um sem heilbrigðisráðherra veitir starfsleyfi. Þrátt fyrir nýjar reglur er ekki gert ráð fyrir því að bæta þurfi á mörgum stöðum þær mengunarvarnir sem fyrir eru. Hins vegar taka nú gildi sam- ræmdar reglur um allt land en til þessa hefur framkvæmd mengun- arvarna verið talsvert mismun- andi milli sveitarfélaga. Við samningu reglugerðarinn- ar hefur verið höfð hliðsjón af norrænum reglum um mengunar- varnir, einkum reglum sem í gildi eru í Noregi og þeirri norrænu mengunarvarnaráætlun sem Norðurlöndin standa að. «þ Miklatorg Gatnamótin opnuð Kveikt á nýjum umferð- arljósum og gangbraut- arljósum Nýju gatnamótin á mótum Miklubrautar, Hringbrautar og Snorrabrautar, þar sem áður var Miklatorg, verða opnuð klukkan 14 á morgun. Um leið verða nýju umferð- arljósin tekin í notkun á þessum gatnamótum og einnig ný gang- brautarljós á Miklubraut við Reykjahlíð. Gangbrautarljósin við Hringbraut, gegnt Landspít- alanum verða tekin í gagnið á ný á morgun en þau hafa verið óvirk á meðan unnið hefur verið við gatnaframkvæmdir á í sumar. Gangbrautarljósin, bæði gegnt Landspítalanum og við Reykja- hlíð, verða samstillt við umferð- arljós á nærliggjandi gatna- mótum. iþ Ríkisstjórnin 10-20 miljónir til Pollands Á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun var samþykkt tillaga frá Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra um að ríkis- stjórnin beiti sér fyrir því að Pól- verjum verði veitt aðstoð að verðmæti 10-20 miljónir króna í formi matvælasendinga. Ríkisstjórnin hyggst fara þess á leit við íslenska matvælafram- leiðendur og flutningafyrirtæki að þau leggi sitt af mörkum til að ná þessu takmarki. Humar Ekkert sérstök verb'ð Ógœftir hömluðu humarveiðum. Bátar í basli með að veiða upp í kvótann. Heilfrysting humars skilaði meiri verðmœtum Humarvertíð lauk um helgina og á humarverkendum var að heyra í gær að hún hefði mátt vera betri. Humarkvótinn í ár var 2.100 tonn en ekki er enn Ijóst hvort tekist hefur að veiða upp í hann. Hjörleifur Brynjólfsson hjá Bakkafiski á Eyrarbakka sagði að þeir þrettán’bátar sem fyrir- tækið hafði á sínum snærum hefðu náð svo til öllum kvótanum sem þeir höfðu. „En þetta var ekkert sérstök vertíð og við hefð- um viljað fá þann afla sem við fengum á skemmri tíma en raunin varð,“ sagði Hjörleifur. Bátar Bakkafisks máttu veiða 91 tonn af slitnum humri og veiddu 90 tonn. Tæpur helmingur var verkaður á hefðbundinn hátt, þe. slitinn um borð en meirihluti aflans var heilfrystur með haus og klóm. í stað 50 tonna af slitnum humri urðu úr aflanum 170 tonn af heilfrystum humri. „Þetta hef- ur komið vel út. Humarinn er verðmætari svona og við höfum getað greitt sjómönnunum betra verð fyrir hann,“ sagði Hjör- leifur. Viðmælendur okkar voru sam- mála um að vertíðin hefði verið erfið. „Ef það var ekki bræla þá voru það straumar sem hömluðu veiðunum," sagði Þorleifur Egg- ertsson hjá Frostveri í Vestmannaeyjum. Að sögn Þor- leifs var vertíðin verri hjá Vestmannaeyjabátum en í fyrra og einn bátur hætti veiðum á miðju sumri, þeir voru búnir að fá nóg. Kristín Gísladóttir hjá KASK á Höfn í Hornafirði sagði að vertíð- in hefði gengið heldur illa en þó skár en í fyrra. Bátunum tókst fæstum að veiða upp í kvótann og í landi var aðeins unnið frá 8-17 og aldrei um helgar en það er mjög óvanalegt á humarvertíð. ------------------------ÞH Alþingi Meiríhluti fyrir Borginni Hótel Borg vænlegur kostur fyrir Alþingi efhún kostar þingið ekki meira en 200 miljónir. Guðrún Helgadóttir: Þingsályktun í haust Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs Alþingis, segist ætla að beita sér fyrir því, að strax á fyrstu dögum þingsins í haust verði lögð fram þingsálykt- un um kaup Alþingis á Hótel Borg. Guðrún segir gagnkvæman áhuga ríkja á milli eigenda Hótels Borgar og Alþingis um að kaupin fari fram. I samtali við Þjóðviljann sagð- ist Guðrún ekki í vafa um að meirihluti þingmanna væri fylgj- andi kaupunum. Forsetar þings- ins hefðu allir tekið þátt í að leggja fram þingsályktun á vor- dögum um að Borgin yrði keypt, en ekki hefði náðst að afgreiða hana fyrir þinglok. Alþingi hefur látið óháða aðjla útbúa greinargerð um hugsanleg kaup á Hótel Borg. í greinarg- erðinni er komist að þeirri niður- stöðu að vænlegt sé fyrir Alþingi að kaupa Borgina. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans er gert ráð fyrir að nauðsynlegar endur- bætur á Borginni kosti 50-60 miljónir króna og að hótelið megi ekki kosta Alþingi meira en 200 miljónir til að kaupin borgi sig. Starfsemi Alþingis er nú í 8 húsum að þinghúsinu meðtöldu. í greinargerðinni er því haldið fram að starfsemina megi rúma í þremur húsum, verði Borgin keypt. Þau hús sem Alþingi myndi hætta starfsemi í, yrðu þá Skólabrú 2, Vonarstræti 12, Von- arstræti 8, Kirkjuhvoll og Austurstræti 14. Á Hótel Borg er gert ráð fyrir að skapa megi skrifstofuaðstöðu fyrir 42 þingmenn, ritaraþjón- ustu, fundaherbergi, bókasafn og mötuneyti. Helsti ókosturinn við Borgina er talinn vera sá að þar vantar brunastiga sem fullnægja ýtrustu kröfum um öryggi, og einhverjar endurbætur þarf að gera á loft- ræstikerfi hússins. -hmp Auglýsing Ritari óskast aö Sálfræðideild skóla, Réttar- holtsskóla. Kunnátta í ensku, dönsku, vélritun og notkun tölvu nauösynleg. Upplýsingar í síma 680698. Fræ&slustjórinn í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga I heilsu- gæslustöðvum eru lausartil umsóknar nú þeg- ar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina I Hólmavík. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Þórshöfn. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Neskaupstað. 4. Staða hjúkrunarforstjóa við Heilsugæslu- stöðina I Ólafsvík. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöð Suðurnesja, Keflavík. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á Djúpavogi. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðvarnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæsl- ustöðina á Akranesi. 9. Tvær stöður hjúkrunarfræðinga við Heilsu- gæslustöðina í Garðabæ. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 17. ágúst 1989. Þri&judagur 22. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.