Þjóðviljinn - 22.08.1989, Qupperneq 9
FLOAMARKAÐURINN
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis
þriðjudaginn 22. ágúst 1989 kl. 13-16, í porti bak við skrifstofu
vora að Borgartúni 7, Reykjavík og víðar.
Tegundir Árg.
1 stk. Saab 900 turbo fólksb. 1986
5stk. Volvo244fólksb. 1983-85
3stk.Subaru 1800stations4x4 1985-86
1 stk. Mazda 929-2000 fólksb. 1985
1 stk. Nissan Sunny Van 1985
1 stk. Fiat 127 Panorama 1985
1 stk. Peugeot 505 diesel station 1983
1 stk. Mitsubishi Pajerodiesel4x4 1984
1 stk. Ford Bronco 4x4 1979
1 stk. Suzuki Fox Samurai. Sk. e. umf. óhapp 1989
1 stk. MMC L300 sendif .b. 4x4 1984
1 stk.ToyotaHi Acesendib. 1983
1 stk. Ford Econoline E-150 sendif.b. 1981
1 stk. Chevrolet Scottsdale 1978
3 stk. Harley Davidson bifhjól 1967-74
1 stk. Mercedes Benz 1719 vörubifr. m/krana 1977
1 stk. Ford F-4550 Dráttarvél m/framsk. 1975
Til sýnis hjá Rafmagnsveitum ríkisins, Akureyri.
1 stk. Chevrolet pick up diesel 4x4 1984
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Akureyri.
1 stk.MMCL-300Minibus4x4ógangfær 1984
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Reyðarfirði.
1 stk. VolvoLapplander4x4 1981
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16:30 að viðstöddurh bjóðend-
um. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðun-
andi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Borgartuni 7, sími 26844
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ:
Lausar stöður við
framhaldsskóla.
Framlengdur umsóknarfrestur:
við Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akranesi, er laus til umsóknar
kennarastaða í rafeindavirkjun.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 4, 150 Reykjavík fyrir 25.
ágúst n.k.
Notkun lyfja
1984-1988
Heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytið gefur
nú í 3ja sinn út rit, er hefur að geyma ýmsar
upplýsingar um lyf og skyld málefni. Tilgangur
ráðuneytisins með ritinu er að gera upplýsingar
um þennan málaflokk aðgengilegri, en verið
hefur.
Ritinu er skipt í fjóra meginkafla og fjallar sá
fyrsti um skráningu sérlyfja, innkaupsverð
þeirra og heildsöluverðmæti. Útgjöld almanna-
trygginga fyrir lyf og læknisþjónustu eru nefnd,
sem og hlutdeild almennings í lyfjakostnaði. í
öðrum kaflanum er tilgreind lyfjanotkun í DDD/
100 íbúar/dag og g/1000 íbúar/ár. DDD stendur
fyrir skilgreindan dagsskammt (Defined Daily
Dose), sem er reiknuð stærð, sem gerir saman-
burð á lyfjanotkun milli landa eða landshluta
auðveldari. Einnig eru þar fjölmörg súlurit til að
auðvelda yfirsýn. í þriðja kaflanum er lyfjaflokk-
unarkerfið ATC. Getið er allra skráðra sérlyfja
og viðkomandi DDD, ef til er. í fjórða kaflanum
er að finna upplýsingar um heildsöluverðmæti
skráðra sérlyfja hinna mismunandi ATC-flokka.
Við lestur ritsins má m.a. sjá, að
1. Ástæða er til að fylgjast grannt með nýjum
lyfjum, sem notuð eru til að lækka kólesteról í
blóði.
2. Notkun lyfja við sársjúkdómi eykst enn.
3. Ráðstafanir til að draga úr notkun svefnlyfja
virðast hafa borið tilætlaðan árangur.
4. Hlutur sjúklinga í lyfjakostnaði jókst um
1,5% frá maí til júní, en ný reglugerð um
gjald sjúklinga fyrir lyf tók gildi 1. júní sl.
Það er von ráðuneytisins, að ritið veki menn til
umhugsunar um notkun lyfja og stuðli þannig að
aukinni hagsýni í notkun lyfja.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
í ágúst 1989
Austur-Pýskaland
Hætt að
skjóta á
flóttamenn
Austurþýsk stjórnvöld
vilja koma afsér óorði og
þar að auki flýja nú
margirfrá þeim til vesturs
yfir Ungverjaland
Austurþýskir hermenn, sem
nýlega flýðu til Vestur-
Þýskalands, hafa staðfest fyrri
fréttir um að austurþýsk
stjórnvöld hafl bannað landa-
mæravörðum sínum á skjóta á þá
þegna sína, sem reyna að flýja
yfir landamærin til Vestur-
Þýskalands, nema í vissum tilfell-
um. Skipun þessi tekur einnig til
Berlínarmúrsins alræmda.
Erich Honecker, æðsti valds-
maður Austur-Þýskalands, til-
kynnti á blaðamannafundi í júní
s.l. að skipuninni um að skjóta á
flóttamenn, er þeir reyndu að
komast vesturyfir landamærin,
hefði verið breytt, og austur-
þýsku liðhlauparnir hafa nú stað-
fest að nýja tilskipunin hafi borist
hereiningum þeirra 6. apríl.
Áfram verður þó skotið á lið-
hlaupa úr hernum, í sjálfsvarnar-
skyni og ef flóttamenn reyna að
komast yfir landamærin á fyrir-
ferðarmiklum ökutækjum.
Áðurnefndir hermenn nefna
sem ástæðu fyrir hinni nýju til-
skipun að regían um að skjóta á
flóttamenn hefði komið slíku
óorði á austurþýsk stjórnvöld, að
þeim hefði ekki þótt borga sig að
framfylgja henni lengur, þótt af-
námi hennar fylgdi að fleiri kæm-
ust undan en fyrr. Þar að auki
væri nú orðið algengt að Austur-
Þjóðverjar, sem flýja vildu vest-
uryfir, færu einfaldlega til Ung-
verjalands og þaðan yfir landa-
mærin til Austurríkis. Það er til-
tölulega auðvelt núorðið, þar
sem á landamærum þessara ríkja
er járntjaldið fyrir bí. Við þessar
nýju aðstæður virtist austurþýsk-
um ráðamönnum að meiningar-
lítið væri að halda uppi jafn
strangri gæslu á landamærunum
milli sín og Vestur-Þjóðverja og
hingað til hefur verið gert.
Ekki er þó þar með sagt að
austurþýsk yfirvöld hafi alveg
gefist upp við að reyna að stöðva
flóttamannastrauminn frá sér
vestur yfir tjald. Frá því að skot-
tilskipunin var úr gildi numin hef-
ur verið bætt í gæsluna við Berlín-
armúrinn um 200 hundum, sér-
þjálfuðum í að elta uppi fólk á
flótta. Svo segir a.m.k. einn lið-
hlaupanna, sem sjálfur hefur
hundatamningu sem sérgrein.
Reuter/-dþ.
Sænska akadem-
ían á íslandi
Tíu af átján meðlimum Sænsku
akademíunnar komu hingað til
lands í gær mánudag, til að
fræðast um íslenska menningu,
einkum bókmenntir og tungu.
Sætir ferð akademíunnar nokkr-
um tíðindum, því þetta er önnur
utanlandsferð hennar á rúmlega
tvöhundruð árum.
Akademían var stofnuð 1786
til eflingar sænskri tungu og bók-
menntum, en hefur auk þess frá
aldamótum séð um að úthluta
bókmenntaverðlaunum Nóbels.
Fjórir íslenskir fræðimenn, þeir
Baldur Jónsson, Heimir Pálsson,
Jónas Kristjánsson og Njörður P.
Njarðvík, munu fræða meðlimi
akademíunnar um íslenskt mál
og bókmenntir á meðan á
heimsókninni stendur, en henni
lýkur sunnudaginn 27. ágúst.
LG
Kattavinir
Tæplega 2 ára fresskött vantar ástríkt
heimili. Hann er geðgóður og þrifinn.
Uppl. í síma 27117.
Markaður Hlaðvarpans
Tökum í umboðssölu handgerða
muni, t.d. skartgripi, útskurð, keram-
ik, föt, vefnað, leikföng og margt
fleira.
Til sölu
2 dekkjagangar undir Fiat 127 (vetrar
og sumar). Uppl. i síma 34597 e.kl.
18, eða í sima 985-20325.
Rússneskar vörur
í miklu úrvali til sölu í Kolaportinu alla
laugardaga. Uppl. í síma 19239.
íbúð til leigu
3 herbergja íbúð í vesturbæ til leigu.
Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 27117
kl. 19-21 næstu daga.
Tll sölu
ritvél í tösku. Selst ódýrt. Uppl. í síma
686879.
Góður ísskápur
til sölu. Sími 84922.
Óska eftlr
að kaupa lítinn.notaðan ísskáp. Sími
91-39263 eftir kl. 20.
Tjald óskast
Vil kaupa vel með farið göngutjald
eða annað litið tjald. Vinsamlega haf-
ið samband í síma 681310 kl. 9-17
eða 675862 á kvöldin. Unnur.
Dagmamma
Get bætt við mig börnum. 12 ára
stafsreynsla. Uppl. í síma 84319.
Óska eftir
stofuskáp, hillusamstæðu, sófasetti
og sófaborði. Helst ódýrt. Uppl. í síma
674194.
Fallegur kettlingur
fæst gefins á gott heimili. Uppl í síma
36958.
Innihurðir
6 notaðar innihurðir úr eik til sölu. 4
stk. 70 cm á breidd, 1 stk. 60 cm og 1
stk. 90 cm. Seljast ódýrt. Uppl. í síma
681267.
Óska eftir
Daihatsu Charade 81-82 módel með
ónýtu krami. Á sama stað fæst gefins
Peugeot station 404 árg. 76. Uppl. í
síma 44919 e.kl. 16.
Óska eftir
2 rúmdýnum, t.d. úr hjónarúmi. Uppl.
í síma 20581.
Húsnæði óskast
Óskum eftir 3 herbergja íbúð. Erum 3
í heimili. Einhver fyrirframgreiðsla ef
óskað er. Uppl. í síma 94-7457.
ísskápur til sölu
selst ódýrt. Uppl. í síma 621468.
Frystikista
Óska eftir frystikistu. Uppl. í síma
79470.
Eldhúsborð óskast
Óska efdtir kringlóttu eldhúsborði og
stólum. Uppl. í síma 674797 (Björk).
Westinghouse ísskápur
til sölu mjög ódýrt. Uppl. í síma
34717.
Tölvuspil
Óska eftir að kaupa tölvuspil til að
tengja við sjónvarp (Nintendo). Vins-
amlega hringið í síma 76747 e. kl. 21.
Barnarúm óskast
Vantar barnarúm fyrir 2 ára strák, má
vera snjáð, gamalt og lúið. Sigrún,
sími 10271.
Til sölu
vélarlaus Skoda 120L árg. 86, ekinn
15000 km., lítur mjög vel út. Verð,
tilboð. Uppl. í síma 687804.
PÓST- OG
SfMAMÁLASTOFNUNIN
Rafeindavirkjanám
Póst- og símamálastofnunin tekur nú í haust
upp að nýju nám í rafeindavirkjun og óskar hér
með eftir nemum á 7. önn.
Umsækjendur skulu hafa lokið bóklegu námi á
6. önn í rafeindavirkjun.
Námstími er 13 mánuðir,, bóklegt nám og
starfsþjálfun hjá stofnuninni og lýkur með
sveinsprófi.
Laun eru greidd á námstimanum.
Umsóknir, ásamt prófskírteini eða staðfestu af-
riti af því, sakavottorði og heilbrigðisvottorði,
berist Póst- og símaskólanum fyrir 15. sept-
ember nk.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í Póst og
símaskólanum Sölvhólsgötu 11, Reykjavík, hjá
dyravörðum Landsímahúss og Múlastöðvar og
ennfremur á póst- og símastöðvum.
Nánari upplýsingar eru veittar í Póst- og síma-
skólanum í símum 91-26000/ 336/ 385/ 386.
Rekstrarstjóri
V2 starf
íslandsdeild Amnesty International auglýsir
eftir rekstrarstjóra til afleysinga í eitt ár. Viðkom-
andi verður að geta unnið sjálfstætt og átt
auðvelt með að vinna með ólíkum aðilum.
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af vinnu
við tölvu. Góð menntun og enskukunnátta er
skilyrði.
Umsóknir skulu vera skriflegar í umslögum
auðkenndum REKSTRARSTJÓRI og berast
stjórn samtakanna að Hafnarstræti 15 eða í
Pósthólf 618,121 Reykjavík fyrir 15. september
næstkomandi.