Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.10.1989, Blaðsíða 8
ERLENDAR FRÉTTIR Quebec Frjálslyndir töpuðu en héldu velli Kosið var á mánudag í s.l. viku til þings kanadíska fylkisins Quebec, þar sem mikill meirihluti íbúa er franskættaður og frönskumælandi. Frjálslyndi flokkurinn, sem er helsti stjórn- arandstöðuflokkur í Kanada og stjórnar í Quebec, tapaði að vísu nokkru fylgi en fékk þó rúmlega 50 af hundraði atkvæða og yfir 90 þingsæti af 125. Helsti andstæðingur frjáls- lyndra í fylkinu, Quebecflokkur- inn sem vill að fylkið segi skilið við Kanada og verði sjálfstætt ríki, fékk yfir 40 af hundraði at- kvæða og um 30 þingsæti. Kan- adamenn hafa kjördæmakerfi svipað því breska og veldur það því að þingsæti skiptast oft á flokkana í takmörkuðu samræmi við fylgi þeirra. Þrátt fyrir það að skilnaðar- sinnar njóti mikils fylgis í Quebec og ynnu nokkuð á í kosningunum er litið á úrslit þeirra sem allgóða útkomu fyrir frjálslynda. Que- becflokkurinn hafði mestan byr í seglin á s.l. áratug og fremur ólík- legt er talið að hann nái á næst- unni fylgi á við það sem hann hafði þá. Frá Quebec Noregur Vændis- hneyksli íOsló Lögreglan í Osló hefur nú til rannsóknar skipulagt vændi þar í borg. Að sögn hafa allmargar stúlkur verið fluttar inn frá Mið- Amcríku, Vestur-Indíum og Taí- landi til þess að stunda vændi í höfuðborg Noregs, þar á meðal um 20 frá Dóminíkanska lýðveld- inu. Þrír menn hafa verið hand- teknir vegna þessa máls, þeirra á meðal þekktur íþróttamaður norskur, og Vestur-Þjóðverji nokkur er sagður hafa verið einn aðalmaðurinn á bak við starfsemi þessa. Lögreglan komst á snoðir um þetta er taílensk stúlka skýrði henni frá vændisrekstrinum. Stúlkan skýrði svo frá að taí- lensku stúlkurnar, sem hér eiga hlut að máli, hefðu komið til Nor- egs sem ferðamenn. Hún segist sjálf hafa verið ráðin til þess arna á bar í Bangkok. Eftir komuna til Osióar fékk hún íbúð til umráða og tók þar á móti viðskiptavinum í tvo mánuði. Upp úr þessu hafði hún um 100.000 krónur norskar. Danmörk Fyrstu homma- hjónaböndin Danska þjóðkirkjan klofin í málinu Axel og Eigil Axgil, sá fyrr- nefndi 74 ára og hinn 67, voru gefnir saman í hjónaband í ráð- húsi Kaupmannahafnar á sunnu- dag. Vígslan var borgaraleg. Þeir félagar, sem hafa verið kærustup- ar f fjóra áratugi, urðu fyrstir homma til að verða hjón eftir að lög, sem leyfa hommum og lesbí- um að stofna til hjónabands, gengu í giidi í Danmörku. Ekkert annað land í heimi hefur enn lög- leitt slík hjónabönd. Vinir brúðhjónanna stráðu yfir „þau“ hrísgrjónum er út úr ráð- húsinu var komið, sennilega óvit- andi þess að þar er um forna frjósemdartöfra að ræða. Fyrir utan þá Axel og Eigil létu tíu hommapör gefa sig saman í Kaupmannahafnarráðhúsi á sunnudaginn. Hinsvegar hafa enn engar lesbíur mætt þar í sama skyni. Hommahjón njóta nú dönskum iögum samkvæmt að öllu leyti sömu réttinda og önnur, að því frátöldu að þau mega ekki ættleiða börn. Innan dönsku þjóðkirkjunnar standa enn deilur um. hvort for- svaranlegt sé að veita slíkum hjónum blessun kirkjunnar. Ole Berthelsen, Kaupmannahafnar- biskup, er því hlynntur en Thork- ild Græsholt, biskup af Lálandi og Falstri, hefur sagt að kirkjan blessi vissulega hjónabönd, en þau séu samkvæmt skilgreiningu sambönd karla og kvenna. Reuter/-dþ. ' irðisaukaskattur verðurtekinn upp í stað söluskatts hinn 1. janúar 1990. Virðisaukaskattur er nútímaskattkerfi sem er sniðið að efnahags- og viðskiptalífi samtímans. Hann er innheimtur af innlendum viðskiptum, innfiuttum vörum og þjónustu. Innheimtan dreifist á öll stig viðskipta I framleiðslufyrirtæki, milliliðir og smásalar innheimta og skila sínum hluta virðisauka- skattsins. Þetta aðgreinir skattinn frá söluskattinum en þar fer innheimtan oftast fram á síðasta stigi. Innskattur - útskattur Fvert fyrirtæki innheimtir virðisaukaskatt af allri sölu sinni. Sá skattur er nefndur útskattur. öll aðföng fyrirtækis eru keypt með skatti. Sá skattur er hins vegar nefndur innskattur. Fyrirtækið skilar mismun útskatts og innskatts í ríkissjóð. Ef innskattur er hærri en útskattur endur- greiðir ríkissjóður mismuninn. Skattur af virðisauka rádráttur innskatts frá útskatti veldur því að hvert fyrirtæki - hver hlekkur í framleiðslu- og sölukeðjunni - innheimtir aðeins skatt af verðmætis- aukningunni sem á sér stað í þv( fyrirtæki, þ.e. af þeim virðisauka sem myndast í fyrirtækinu. Víðtæk frádráttarheimild m yrirtæki má ekki aðeins draga frá innskattinn af vörum sem það kaupirtil endursölu, einnig má draga frá innskatt af rekstrar- og fjárfestingar- kostnaði, svo sem orku, vélum og byggingarkostnaði. Hest öll viðskipti og þjónusta er skattskyld llmennt eröll sala vöru og þjónustu skattskyld. Þeir sem stunda viðskipti með skattskylda vöru eða þjónustu í atvinnuskyni innheimta virðisauka- skatt og standa skil á honum (ríkissjóð. Tiltekin vinna og þjónusta er undanþegin af félagslegum eða tæknilegum ástæðum, s.s. heilbrigðisþjónusta, menningarstarfsemi, íþrótta- starfsemi, bankaþjónusta og vátryggingarstarfsemi. Aðilar sem eingöngu hafa með höndum þessa starfsemi eru ekki skattskyldir. Mjög lítil fyrirtæki, þ.e. fyrirtæki sem selja skattskylda vöru eða þjónustu fyrir minna en 122.400 kr. á ári, eru heldur ekki skattskyld. Þeir sem ekki eru skattskyldir fá engan innskatt af aðföngum endurgreiddan. Hvað? Hvemig? v a ■ .•< v- - 'Y’ ■ y...4 ^>ví irann Hvemig er virðisaukaskattur innheimtur? Við skulum fylgja innfluttu heimilistæki frá tollafgreiðsiu til neytanda (miðað er við 22% vsk.): Heildsali flytur inn heimilistæki. Tollverð tækisins er............................ 1.000 kr. Tollstjóri innheimtir22% vsk. aftollverðinu..... _220_kr. Heildsalinn greiðir samtals .................... 1.220 kr. Tollstjóri skilar 220 kr. í ríkissjóð. Heildsalinn skuldfærir ríkissjóð í bókhaldi sínu fyrir þessari upphæð, þ.e. færir sömu upphæð til frádráttar skattskilum sínum. Heildsalinn leggur 700 kr. á tækið og selur það til smásala á ................................................ 1.700 kr. Heildsalinn innheimtir22% vsk. af söluverðinu..... 374 kr. Smásalinn greiðir samtals....................... 2.074 kr. Heildsalinn hefur þá innheimt 374 kr. í virðisaukaskatt en við skil á skattinum í ríkissjóð dregur hann frá 220 kr. sem hann hefur áður skuldfært rlkissjóð fyrir. Hann greiðir því 154 kr. í virðisaukaskatt. Smásalinn færir 374 kr. til frádráttar í bókhaldi sínu. Loksselursmásalinntækiðtilneytandaá............. 2.300 kr. og að auki kemur 22% vsk........................... 506 kr. Neytandinn greiðir.............................. 2.806 kr. Smásalinn skilar 132 kr. f rikissjóð (506 kr. -374 kr. = 132 kr.). Hvað hefur gerst? Virðisaukaskatturinn er innheimtur á öllum stigum: Tollstjóri skilaði..777.................... 220 kr.8 ; Heildsalinn skilaöi...............................154 kr. Smásalinn skilaði .................................132 kr. . Virðisaukaskattursamtals, þ.e. sú upphæð sem neytandinn greiddi................................ 506 kr. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.