Þjóðviljinn - 11.10.1989, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 11.10.1989, Qupperneq 3
FRETTIR Milliríkjasamskipti Egyptar horfa til Norður- landa Steingrímur J. Sigfússon: Vilji fyrir auknum samskiptum Egypta og Islendinga. Ríkis- stjórnin lýsir yfir stuðningi við friðarum- leitanir Múbaraks Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra, er nýkominn frá Egyptalandi þar sem hann og fylgdarlið voru í boði þarlendra stjórnvalda. Ráðherrann segir ferðina vera hluta af kynningará- taki Egypta á því sem þeir hafi upp á að bjóða á sviði ferðamála, en Egyptar leggi mikla áherslu á að fá ferðamenn frá Norðurlönd- unum til að koma til Iigyptalands. Steingrímur segist vonast til þess að ferða- og flugmálaráðherra Egyptalands, Faud Sultan, komi til Islands á næsta ári. En Sultan hefur mikinn áhuga á að hitta Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, og ræða við hana friðar- mál. í þessari ferð samgönguráð- herra var ekki gengið frá neinum samningum á milli landanna, að sögn Steingríms. Hins vegar hefðu samskipti þjóðanna verið rædd, á sviði ferða- og viðskipta- mála og svo samskipti ríkjanna almennt. „Það var einnig rætt um þau atriði í samskiptum ríkjanna sem þyrfti að bæta úr, svo sem eins og að koma á samræmdri skráningu flugfargjalda á milli landanna og að auðvelda vega- bréfsáritanir," sagði Steingrím- ur. Samgönguráðherra og fylgdar- lið hans úr viðskiptalífi og ferða- þjónustu, lögðu áherslu á að ræða frekari viðskipti landanna. Þá var ráðherra með í farteskinu orðsendingu til Múbaraks Egypt- alandsforseta frá ríkisstjórn ís- lands. Þar var lýst yfir áhuga á auknum og bættum samskiptum þjóðanna og friðarumleitunum forsetans fyrir botni Miðjarðar- hafs fagnað og lýst yfir stuðningi við þær. Steingrímur sagði Mú- barak upptekinn af því um þessar mundir að koma á viðræðum á milli ísraelsmanna og Palestínu- manna og nyti þar almenns stuðnings arabaríkjanna og stór- veldanna. Miklar vonir væru bundnar við að árangur gæti orð- ið af frumkvæði Egypta í þessum málum. Faud Sultan, ferðamálaráð- herra, er í friðarsamtökum sem kallast „Ferðalög til friðar", en Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands mun vera verndari þeirra samtaka. Að sögn Steingríms sótti Sultan fund í Kanada sem forsetinn stýrði og hefur lýst yfir áhuga á að hitta Vigdísi og kynna sér land og þjóð. Steingrímur vonast til að Sultan komi hingað til lands á næsta ári og þá í sam- bandi við „Ferðalög í þágu friðar“. -hmp Siglufjörður Samstillt átak til sóknar Hafið er tveggja ára þróunarverkefni til að efla atvinnulíf í bœnum með þátttöku bæjar- sjóðs, fyrirtœkja, félaga og einstaklinga „Eitt af því sem við horfum til er að reyna að auka verðmæti þess sjávarafla sem hingað berst á land og virkja til þess frumkvæði heimamanna því fólkið hérna býr yfir mikilli þekkingu og verk- kunnáttu hvað viðkemur allri vinnslu á sjávarafurðum,“ sagði Björtt Valdimarsson starfsmaður sérstaks atvinnuþróunarverkefn- is í Siglufirði. Nýlega er hafið í þar nyrðra þróunarverkefni í atvinnumálum að frumkvæði nefndar sem skipuð var af bæjarstjórn fyrir rúmlega einu ári til að gera úttekt á atvinnulífinu á staðnum og framtíðarhorfum þess. Nefndin fékk Iðnþróunarfélag Norður- lands vestra í lið með sér og gerði hópurinn tillögu um að hrinda í framkvæmd tveggja ára þróunar- verkefni og hefur verið ráðinn til þess sérstakur starfsmaður. Aðalmarkmið verkefnisins er að renna styrkari stoðum undir atvinnulífið í bænum með þátt- toku fyrirtækja, einstaklinga og bæjaryfirvalda en meðal þeirra sem fjármagna verkefnið eru Vinnuveitendafélag Siglufjarðar, bæjarsjóður, Iðnþróunarfélagið, fyrirtæki á staðnum og fleiri. Að sögn Björns eru margvís- legir málaflokkar á verkefnalist- anum sem unnið verður að í sam- vinnu við fyrirtæki á staðnum. Meðal þeirra eru atriði eins og stefnumótun og endurskipulagn- ing á rekstri fyrirtækja, endur- skoðun á fjármálum þeirra, vöru- þróun og markaðsmál auk þess sem fræðslumál ýmiskonar eru ofarlega í hugum manna. Þar má nefna áhuga á að auka og bæta þjónustu við ferðamenn og gera úttekt á þeim möguleikum til nýta betur skíðaaðstöðuna í þeim tilgangi að fá ferðafólk til bæjar- ins yfir skíðatímann. „Menn eru að átta sig á því hér að þeir verða að standa saman ef einhver uppsveifla á að verða í atvinnulífi bæjarins og ég er ekki í nokkrum vafa um það að nú sé lag til þess arna,“ sagði Björn Valdimarsson. -grh Eru hæstbjóðendur betri uppalendur en þeir sem starfa á vegum hins opinbera? Böm seld hæstbjóðanda Eitt af því sem menn deila enda- laust um og geta seint verið sam- mála er einkavæðing opinbcrra stofnanna. Hvað á að einkavæða og hvað ekki? Hvar skal draga mörkin á milli hins frjálsa mark- aðar og opinberrar þjónustu? Dagvistun barna er eitt af því sem verið hefur einkavætt í sumum sveitarfélögum. Er verið að „selja börnin okkar hæstbjóðanda" eða er þetta sjálfsagður hlutur til að koma á aukinni hagræðingu í rekstri barnaheimila? Er ekki afar ólíklegt að börnin okkar fái betri umönnun í barnaheimilum reknum af einkaaðilum heldur en að láta sveitarfélögin um rekstur þeirra? Dagheimili óspennandi Miklar deilur spruttu upp í Njarðvíkum í sumar þegar bæjar- stjórn ákvað að fela einkaaðilum rekstur dagheimilisins Gimlis til þriggja ára. Olli ráðstöfunin miklum kvíða á meðal foreldra sem eiga börn á Gimli og ekki síður hjá starfsfólki dagheimilis- ins. Þessir aðilar voru almennt á móti einkavæðingunni en Kratar og Frammarar í bæjarstjórn fóru sínu fram. Sólveig Þórðardóttir skrifaði í sumar grein um þetta mál í Keili, blað kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi, undir yfirskriftinni „Er rekstur dagheimila ekki nógu spennandi rekstrarform fyrir sveitarstjórnir?“. 1 greininni velt- ir Sólveig fram efasemdum sínum um þetta fyrirkomulag. Hún velt- ir fyrir sér hvernig í ósköpunum bæjarstjórnin ætli að spara með þessu án þess að það bitni á börn- unum: „Getur einkaaðili sýnt meiri hagkvæmni í innkaupum eða hefur hann meiri möguleika á að spara í mannahaldi? Ef börnin eiga að fá sömu þjónustu og áður, en sparnaður felst í því að einka- aðilar geta rekið dagheimilið á hagkvæmari hátt, er svarið ein- falt. Þeir er rekið hafa það hingað til eru ekki því starfi vaxnir og þá kemur önnur spurning, eru þeir þá í stakk búnir til að vera yfirleitt að stjórna bæjarfélagi?“ segir ma. í greininni. Hún segir enn- fremur að bæjarfulltrúarnir séu flestir forstjórar sem orðnir eru vanir öðrum rekstri þar sem pen- ingar eru viðmiðun. Sólveig sagði í samtali við Þjóðviljann að mjög illa hefði verið staðið að breytingunum á svo mikilvægu máli. „Persónu- lega er ég á móti því að bjóða út mannlega þjónustu, en auk þess voru vinnubrögð bæjaryfirvalda fyrir neðan allar hellur. Ekkert samráð var haft við starfsfólk dagheimilisins, en það hefði auðvitað viljað leggja sjálft fram sparnaðartillögur. “ Aðeins ein fóstra var starfandi við Gimli fyrir þessar breytingar en hún hætti störfum vegna þeirra. Þá réðu aðeins þrjár af níu starfsstúlkum sig hjá hinum nýja rekstraraðila. Þetta hljóta að vera of miklar breytingar til að þær geti talist til batnaðar, hversu mikið sem kann að sparast af þessu. Áhœttubissness Svipað fyrirkomulag hefur reyndar verið í Garði yst á Reykjanesskaganum undanfarin tvö ár. Þar hefur rekstur dag- heimilisins reyndar gengið betur en svartsýnustu menn þorðu að vona, en að sögn kunnugra mun það vera ákaflega sérhæft tilfelli. Oddný Harðardóttir fulltrúi for- eldra í leikskólanefnd sagði að þótt þetta fyrirkomulag reyndist ágætlega hjá þeim eins og stendur í BRENNIDEPLI væri alls ekki hægt að mæla með því annars staðar. Hún sagði breytinguna hafa leitt til þess að forstöðukonan, Hafrún Víg- lundsdóttir, hafi þurft að ráða til sín menntaða fóstru til að hljóta tiltekið leyfi og það hefði vissu- lega haft góð áhrif. „En þetta er auðvitað miklu meira óöryggi fyrir börnin og er ekkert annað en áhættubissness með uppeldi barna,“ sagði Oddný. Það er því ekki að ástæðulausu að foreldrar í Keflavík séu ugg- andi um hag sinna barna um þess- ar mundir. Bæjarstjórnin hefur nýverið falið nefnd að kanna hvort einkavæðing sé vænlegri kostur og á nefndin að skila af sér 1. desember. Guðfinnur Sigur- vinsson bæjarstjóri sagði það ekki lykilatriði að koma á fót einkareknum dagheimilum en sjálfsagt væri að kanna það til hlítar. „Aðbúnaður barnanna er að sjálfsögðu númer eitt og tvö hjá okkur og ég sjálfur er ekkert sérstaklega hlynntur einkavæð- ingu. Við hefðum getað komið Einkavœðing dagheimila virðist í tísku á Suður- nesjum um þessar mund- ir. Líta Kratar og Fram- marar á dagheimili sem uppeldisstofnanir eða bara geymslustað á með- anforeldrar eru í vinn- unni? Hvernig getur bœ- jarstjórn stjórnað heilu sveitarfélagi efþað er ekkifært um að reka dag- heimili? henni á strax en kusum að kanna það fyrst,“ sagði Guðfinnur. Jóhann Geirdal fyrrverandi bæjarfulltrúi í Keflavík segir bæjarstjórnina með þessu hafa stigið fyrsta skrefið í öfuga átt. „Það er verið að takast á um hvort dagheimili séu uppeldis- stofnun eða bara geymslustaður á meðan foreldrar eru úti á vinnu- markaðinum," sagði Jóhann. Stefna Kratanna? Það er athyglisvert að Alþýð- uflokkurinn er í meirihluta í Kefl- avík og hann stjórnar einnig í Njarðvík ásamt Framsóknar- flokknum. Á meðan þessir flokk- ar kenna sig við félagshyggju í ríkisstjórn Steingríms númer tvö hafa þeir komið á kapítalísku dagvistunarkerfi suður með sjó. Þessi stefna hlýtur að vera á skjön við stefnu núverandi ríkisstjórnar og samræmist sem betur fer ekki stefnu menntamálaráðherra í skólamálum. Skyldu Kratar ætla að einkavæða dagheimili í fleiri sveitarfélögum þarsem þeir fara með völd? „Nei, það eru alls engin áform um það í Hafnarfirði,“ sagði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, bæjarritari í Hafnarfirði. „Eina breytingin sem við höfum gert varðar foreldrarekið dagheimili og hefur það gengið ágætlega. Þar sjá foreldrar algerlega um reksturinn og borga rekstrargjöld en við útvegum húsnæði og höf- um að sjálfsögðu eftirlit með það að allt gangi vel,“ sagði Gunnar Rafn. Ekki virðast nein áform um slíkt i Kópavogi heldur, og er þetta vandamál því aðallega bundið við Suðurnesin. Enda hlýtur það að vera enn alvarlegra í stærri sveitarfélögum þarsem fjöldi dagheimila er margfaldur á við smærri staði úti á landi. Engu að síður óttast menn að fleiri sveitarfélög muni taka upp þessar „sparnaðarleiðir" þegar aðskiln- aður ríkis og sveitarfélaga verður enn skýrari um næstu áramót. En eitt vekur óneitanlega furðu manns þegar einkavæðing dagheimila er skoðuð. Kapítal- ískt kerfi sem byggir á að hæst- bjóðandi fær verkið hlýtur að byggja á von þeirra sem bjóða að græða á óskapnaðinum „og fá þannig hæfasta fólkið til starfans og betri dagheimili!". Einsog stendur er erfitt að sjá hvernig þeir einkaaðilar sem þegar hafa tekið við stjórn dagheimila geti grætt á rekstrinum. Kannski verður þróunin þannig að böm betur stæðra foreldra fari í dýru barnaheimilin svona rétt til að venja bömin áður en farið er í einkaskóla fhaldsins. En það verður varla í tíð núverandi menntamálaráðherra. -þóm Mlðvikudagur 11. október 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.