Þjóðviljinn - 12.10.1989, Síða 11

Þjóðviljinn - 12.10.1989, Síða 11
FRÉTTIR Þjóðvilfinn Glæsilegt byggingahappdrætti Lokaátakið íað Ijúkaframtíðarhúsnœði Þjóðviljans. Hallur Páll Jónsson: Breytingarnar eiga að skila sér í hagkvœmari rekstri. Glœsilegir vinningar í boði Um þessar mundir er unnið á fullu við að fullgera byggingu Þjóðviljans að Krókhálsi 10, en þar verður framtíðarhúsnæði blaðsins. Happdrætti Þjóðviljans í ár er einn liðurinn í að fjámagna þessar framkvæmdir en allir áskrifendur blaðsins eiga von á happdrættismiða á næstu dögum þar sem í boði eru glæsilegir vinn- ingar. „Happdrættið í ár er bygginga- happdrætti. Einsog lesendur blaðsins vita var hús Þjóðviljans þlOÐVILllNW BYGGINGAHAPPDRÆTTI ÞJÓÐVIUANS 1989 Þjóðviljinn slefnir að því að flytja starfsemi sína (nýtt húsnæði að Krókhálsi 10 í janúar á næsta ári. Nálægðin við Blaðaprent hf. og samstarfsblöðin, ásamt tæknibreytingum við setningu og umbrot, mun stuðla að verulegri hagkvæmni í rekstri. Tekjur af happdrættinu í ár munu renna til þessarar nauðsyn- legu uppbyggingar. Þjóðviljinn hefur átt undir högg að sækja undanfarið eins og fleiri fyrirtæki. Samstaða um Þjóðviljann, þar með talin þátttaka i happdrættinu, er blaðinu lifsnauð- syn. Taktu á með okkurl Treystum framtið Þjóðviljans. Happdrættismiði •Nr Miðaverö kr. 300 Upplýsingar í síma 681333 Dregið 7. nóvember Fjðldi miða 30.000 að Síðumúla 6 selt nýlega og er stefnt að því að flytja í nýtt hús- næði í byrjun næsta árs,“ sagði Hallur Páll Jónsson fram- kvæmdastjóri Þjóðviljans í gær. Hallur Páll sagði að ákvörðun um að selja húsið við Síðumúla og að flytja að Krókhálsi hefði verið tekin fyrir þremur árum. „Helstu kostir þess eru ná- lægðin við prentsmiðju Blaða- prents og við hin blöðin, Tímann og Alþýðublaðið, auk þess sem húsnæðið þar er mun hagkvæm- ara en núverandi húsnæði. Sam- fara þessum flutningum verður svo farið í tæknibreytingar á setn- ingu og umbroti blaðsins. Þessar breytingar eiga að skila sér í hag- kvæmari rekstri þegar til lengri tíma er litið." Góðir vinningar eru í boði í byggingahappdrættinu einsog verið hefur jafnan áður. Fyrsti vinningurinn er bifreið af gerð- inni Lada Samara sem kostar rúmar 450 þúsund krónur. Sam- tals eru vinningar fyrir rúma eina og hálfa miljón króna. Þar má nefna ferðavinninga, vídeóupp- tökuvél, tölvur, glæsilega bóka- vinninga, vöruúttektir o.fl. Dreg- ið verður í happdrættinu 7. nóv- ember. Þeir sem ekki fá happ- drættismiða senda heim til sín Tímarit Hinn græni gleðigjafi Arsrit Skógrœktarfélags íslands Fyrir árum kom ijr Ársrit Skóg- ræktarfélags Islands fyrir yfirstandandi ár. Er ritið að venju efnismikið og fjölbreytt þótt innihaid þess tengist eðlilega fyrst og fremst skógræktarmál- um. Ritið hefst á minningargrein um Hákon Bjarnason, fyrrver- andi skógræktarstjóra. Er höf- undur hennar Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri. Hákon var framkvæmdastjóri Skógræktar- félagsins á fjórða áratug. Var skipaður skógræktarstjóri 1. mars 1935 og gegndi því starfi þar til í júlí 1977, eða í 42 ár. Undirrit- aður átti því láni að fagna að sitja nokkra aðalfundi Skógræktarfé- lagsins. Þar gafst mér kostur á að kynnast Hákoni, því aðalfundina sat hann jafnan allt til endadæg- urs, hefði hann á því nokkur tök. Hákon var þá kominn á efri ár, en á fundunum fannst mér hann fiestum mönnum yngri. Hann var einstakur eldhugi og vann hjart- ans máli sínu, skógræktinni, allt er hann mátti. Mun seint fenna í spor hans á þeim vettvangi. Þarna er og birt grein eftir Hák- on, er hann ritaði fyrir nokkrum áratugum og nefndi Gróðurrán og ræktun. Helgi Hallgrímsson rekur þætti úr sögu Ranaskógar í Fljótsdal. Er það hin fróðlegasta saman- tekt. Sigurður Biöndal á þarna fjórar greinar. Hann segir frá ferð sinni um norðlæg skógarhér- uð Skandinavíu, ritar grein um lerki sem landgræðslutré og víkur einnig að sitkagreninu. Þá greinir Sigurður frá því, að valið hafi ver- ið „tré ársins“, en fyrir valinu varð að þessu sinni 10 m. hátt birkitré norður í Vaglaskógi. Loks er svo grein Sigurðar, Rauðgreni við ysta haf. - Oli Val- ur ritar grein um Alaskavíði og aðra um íslenska trjáheiti. - Þor- steinn Guðmundsson skrifar um hinn geigvænlega skógardauða í Þýskalandi og endar grein sína á því að vitna í Bertold Brecht: „Veistu hvað skógur er? Er skó- gurinn bara 10 þús. timburbunk- ar? Eða er hann grænn gleðigjafi mannsins?“ - Páll Guttormsson skrifar um Skógræktarfélag Austurlands 50 ára. Snorri Sig- urðsson og Eiríkur Benedikz segja frá Frægarðinum á Taralds- eyju á Hörðalandi. Birt er grein eftir Eggert Konráðsson um birkisáðreiti í Vatnsdal, en hún kom upphaflega út í „Búfræðing- num“ fyrir 53 árum. Ágúst Árna- son greinir frá sáningu birkis á víðavangi og Ragnar Eiríksson ritar um rafgirðingar. Þrír erlendir menn eiga greinar í ritinu. Alexander Robertson fjallar um áhrif vinda á trjágróð- ur, Ragnar Lines um vandamál í skógrækt á íslandi og Kjell Dani- elsen um skiptiferðir skógræktar- fólks. Brynjólfur Jónsson segir frá starfsemi skógræktarfélag- anna á árinu 1988 og greint er frá aðalfundi Skógræktarfélags ís- landsi sl. ár. Loks er minnst þrig- gja látinna skógræktargarpa. Garðar Jakobsson ritar um Glúm Hólmgeirsson í Vallakoti, Hólm- fríður Pétursdóttir um Sigurð Marteinsson í Ystafelli og íslcifur Sumarliðason um Þórhall Guðnason í Lundi. Hér hefur aðeins lauslega verið drepið á efni rits, sem ómissandi er öllum þeim, sem starfa við og áhuga hafa á skógrækt á íslandi. -mhg Hallur Páll Jónsson framkvæmdastjóri Þjóðviljans í hinum nýju húsakynnum blaðsins að Krókhálsi 10. Mynd: Kristinn. geta haft samband við skrifstofu Þjóðviljans Síðumúla 6, sími 681333. „Ég vænti þess að áskrifendur og aðrir velunnarar blaðsins taki þessu vel einsog jafnan áður og kaupi heimsenda miða. Þetta er lítil upphæð fyrir hvem og einn en það hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að undirtektir séu góðar. Einsog kunnugt er hefur blaðið átt í fjárhagskrögg- um að undanförnu. Áskrifendur vita að Þjóðviljinn er ómissandi rödd vinstri hreyfingarinnar í landinu og sennilega aldrei verið jafn mikil þörf á því að sú rödd fái að hljóma og nú á tímum stór- felldrar breytingar í fjölmiðlun“ sagði Hallur Páll að lokum. -Sáf NÝJAR BÆKUR - NÝJAR BÆKUR Skáldsögur Suskinds og Fay Weldon I október koma út tvær þýddar skáldsögur á vegum bókaútgáf- unnar BJARTUR. Annars vegar er það nýjasta bók meistarans Patrick Suskind og hins vegar er það nýleg bók eftir bresku skáld- konuna Fay Weldon, Sveitasæla. „Þegar atburðurinn með dúf- una gerðist, og setti daglegt líf hans úr skorðum, var Jonathan Noel kominn vel yfir fimmtugt, átti að baki rúmlega tuttugu ára tímabil fullkomins atburðaleysis, og hafði aldrei reiknað með að yfirleitt nokkuð umtalsvert myndi gerast aftur í lífi hans, sem heltæki hann, nema dauðinn þeg- ar þar að kæmi. Og hann kærði sig kollóttan.“ Þannig hefst nýjasta skáldsaga Patricks Suskind, Dúfan, í ís- lenskri þýðingu Hafliða Arn- grímssonar. Suskind fjallar þar á sinn einstæða hátt um líf hins sér- stæða Jonathans, sem er vakt- maður í París. Jonathan, ólst upp undir ógnum seinni heimsstyrj- aldarinnar. f uppvextinum lendir hann í margvíslegum þrengingum og kemst snemma að því að mönnunum er í engu treystandi. Hann einsetur sér því að lifa fá- breyttu lífi. í því skyni kemur hann sér fyrir í risherbergi í París, sem er hans örugga eyland í ó- tryggum heimi. Ilmurinn eftir Patrick Suskind, sem kom út í íslenskri þýðingu árið 1987, vakti fyrst heimsat- hygli á höfundi sínum, enda er hann gæddur einstakri frásagnar- gáfu og hugmyndaauðgi og hefur skapað ógleymanlegar persónur í verkum sínum. Sveitasæla eftir Fay Weldon, segir frá ungri konu, Natalíu, sem þarf að standa á eigin fótum eftir að eiginmaðurinn lætur sig skyndilega hverfa með fegurðar- drottningu staðarins. Natalía stendur eftir slipp og snauð, á ekkert nema börnin sín tvö, sí- þyrstan Volvo og fjallháar skuldir. Fay Weldon fjallar á fyndinn og hispurslausan hátt um ástina, græðgina, hjónabandið, tóm- leikann, náttúruna, hræsnina og aðrar mannsins þjáningar. Guð- rún Tuliníus þýddi söguna. Fay Weldon er þekkt hér á landi fyrir skáldsögurnar Praxis og Ævi og ástir kvendjöfuls, sem út komu á íslensku fyrir fáum árum. Ársrit Útivistar Út er komið Ársrit Útivistar árið 1989, en þetta er 15. ársritið frá Útivist. Ritstjóri er Kristján M. Baldursson og að venju kenn- ir ýmissa fróðlegra grasa í ritinu: Jarðfræðipistill úr Básum eftir Jón Jónsson, Með Útivist í Bás- um eftir Nönnu Kaaber, Gljúfur- leit eftir Steinar Pálsson, Göngu- leið um Akranes eftir Bjarnfríði Leósdóttur, Drangey eftir Jón Eiríksson, Strútsfoss í Fljótsdal eftir Helga Hallgrímsson, Esju- fjöll eftir Sigurð Sigurðarson, Gönguleið milli Eldgjár og Þórs- merkur eftir Rannveigu Ólafs- dóttur og Gildi gönguleiða eftir ísak Hallgrímsson. Ritið er rúm- ar 100 síður og prýtt fjölda lit- mynda. Ljóðspeglar Hjá Námsgagnastofnun er komin út bókin Ljóðspeglar. Bókin er ætluð nemendum í 7.-9. bekk grunnskóla og er framhald þeirrar ljóðaútgáfu Námsgagna- stofnunar sem hófst með útgáfu Ljóðspora í fyrra. Þriðja bókin Ljóðsprotar er svo væntanlega seint á næsta ári. í Ljóðspeglum eru á þriðja hundrað ljóð eftir 132 ljóðskáld frá þessari öld og þeirri síðustu. Að uppbyggingu er bókin svipuð Ljóðsporum. Bókinni er skipt í átta kafla og hverjum kafla í mis- marga þætti. Við röðun ljóða innan hvers þáttar eru það eink- um efni, bragfræði eða myndmál sem ráða því hvemig ljóðin rað- ast saman. Hver þáttur hefst á verkefni eða tillögum að við- fangsefnum. Aftast í bókinni er kafli um bragfræði auk kafla með orðskýringum. ítarlegarhöfunda- og eða ljóða- skrár eru einnig aftast í bókinni. Bókina prýðir fjöldi ljós- mynda. Hún er 208 síður. Nú er lag Jafnréttisráð hefur gefið út bæklinginn Nú er lag -Fleiri kon- ur í sveitarstjórnir, -Fleiri konur á þing. I bæklingnum er fjallað um hlutfall kvenna í sveitarstjómum og á Alþingi og bent á leiðir sem geta leitt til meiri jöfnuðar. Bent er á aðgerðir sem gripið hefur verið til bæði af íslenskum og nor- rænum stjómmálasamtökum til að tryggja meiri jöfnuð kynjanna í trúnaðarstöðum stjórnmála- flokka. Sérstakur kafli fjallar um hvað flokksstjómir geti gert til að fjölga konum í ömggum sætum á listum og annar kafli um hvað konumar sjálfar eða samtök þeirra þar sem þau em til staðar geti gert. Á vegum Jafnréttisráðs er nú unnið að viðhorfskönnun hjá konum í sveitarstjómum og eru fyrstu niðurstöður úr þeirri könnun birtar í bæklingnum. Bæklingurinn er til dreifingar hjá Jafnréttisráði. Fimmtudagur 12. október 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.