Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 3
Ljóst er að ríkisvaldið getur beitt skattlagningu til að ná markmiðum fjölskyldustefnu. Heimavinnandi fólk Nýlega voru birtar niðurstöður og tillögur þriggja manna nefndar sem vann að úttekt á fé- lagslegum réttindum heimavinn- andi fólks á vegum félagsmála- ráðuneytisins. Að mati Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra leiddi úttektin í Ijós að fé- lagsleg réttarstaða heimavinn- andi fólks er betri en við var bú- ist. Aðalþættir athugunarinnar náðu til lífeyrismála, trygginga- mála, skattamála og mat á heimilsstörfum til starfsreynslu. Borin voru saman kjör barnafjöl- skyldna þar sem bæði hjónin unnu utan heimilis og hins vegar annað hjóna. Athugun nefndar- innar leiddi í ljós að af 51. 293 hjónum / sambýlisfólki var annar aðili heimavinnandi í 3.127 tilvik- um eða 6%. í 5,4% fjölskyldum var eiginkonan heimavinnandi en í 0,7% fjölskyldum var það eigin- maðurinn. Þá sýndi flokkun eftir fjölda barna að flestar heima- vinnandi konur eru barnlausar. En hvað er átt við með hugtakinu heimavinnandi? Að mati nefnd- arinnar greinast heimavinnandi einkum í þrjá flokka. Þeir eru: Fullorðið fólk, þó ekki lífeyris- þegar, sem aldrei hafa unnið utan heimils (eða einungis um skamma hríð) og eiga ekki líf- eyrisréttindi. Fólk sem er tíma- bundið utan vinnumarkaðar vegna umönnunar ungs eða gam- als fólks og í þriðja lagi fólk sem stundar hlutastörf. Ekki aðild að lífeyrissjóðum Helstu niðurstöður og tillögur nefndarinnar eru þær að ekki séu tök á að veita heimavinnandi fólki aðild að lífeyrissjóðum með sama hætti og launþegum að minnsta kosti við núverandi skipan lífeyrismála. Að mati nefndarinnar orkar slík aðild tví- mælis nú þegar ljóst er að sjóðirn- i.r standa vart undir þeim skuld- bindingum vegna framtíðarinnar sem þeir lofa. Tilgangur þeirra er að tryggja sjóðsfélögum tekjur eftir að starfsævi lýkur eða starfs- orka þrýtur og vandséð rök fyrir að tryggja tekjur þess sem engar hefur. Til viðbótar þessu er bent á að í reynd er fjárhagslegur ávinningur heimavinnandi aðila af lífeyrissjóðsaðild næsta lítill, að minnsta kosti ef þeir þyrftu að greiða að fullu 10% iðgjald án þess að geta dregið það frá skatti. Þá bendir nefndin á að engin þekkt fordæmi eru fyrir aðild heimavinnandi fólks að lífeyris- sjóðum í öðrum löndum sem þó eru víða byggðir upp á annan hátt en hér. Þó hafa verið í nokkrum löndum umræður um þessi mál og í því sambandi er Kanada sér- staklega nefnt en þar hafa verið miklar umræður um lífeyrisrétt- indi heimavinnandi fólks. Nefnd- in hafnar einnig framkomnum til- lögum um að ríkið og sveitarfélög leggi til 10% iðgjald til lífeyris- sjóðs vegna heimavinnandi húsmæðra og bendir á að þá muni í BRENNIDEPLI koma fram vandkvæði gagnvart þeim sem vinna hlutastörf og fleira í þeim dúr. Aftur á móti telur nefndin brýnt að sá hluti draga að frum- varpi til laga um lífeyrissjóði sem fjallar um skiptingu lífeyrisrétt- inda milli hjóna verði þegar í stað lagður fyrir Alþingi og lögfestur. Nefndin leggur jafnframt til að lífeyrisréttindum hjóna verði skipt þegar í lok hvers árs. Þá telur nefndin að jafna beri lífeyri hjóna og einstaklinga frá almannatryggingum þannig að hjón njóti sama réttar og tveir einstaklingar gagnvart grunnlíf- eyri og tekjutryggingu. Bent er á aukna mismunun milli hjóna og einstaklinga sem orðið hefur með auknu vægi tekiutryggingar. A6 merkja í ákveðinn reit Nefndin leggur þunga áherslu á að réttur heimavinnandi fólks til slysatrygginga og sjúkradags- peninga verði bættur. Jafnframt telur hún brýnt að réttur til bóta vegna slysa við heimilsstörf verði gerður almennur réttur án tillits til iðgjaldsgreiðslu. Bætur slysa- trygginga eru í dag sjúkrahjálp, dagpeningar, örorkubætur og dánarbætur. Eins og nú háttar er slysatrygging vegna heimilsstarfa háð því að merkt sé í ákveðinn reit á skattaframtali, en iðgjald sem er nú 598 krónur, er inn- heimt með sköttum. Þessi mögu- leiki er ílla kynntur og mjög fáir eða 3.600 manns nýta sér hann en öllum framtalsskyldum einstak- lingum er frjálst að kaupa sér þessa tryggingu jafnt heimavinn- andi sem öðrum. f trygginga- lögum er tekið fram að slysa- tryggingar nái til „slysa við vinnu, iðnnám, björgunarstörf og stjórnun aflvéla og ökutækja, hvers konar íþróttaæfinga, íþróttasýninga og íþrótta- keppni...“. Tekjur slysatrygg- inga eru alfarið iðgjöld atvinnu- rekenda, þó mun ekki greitt. ið- gjald vegna íþróttamanna. Lög um fæöingar- orlof óbreytt Varðandi fæðingarorlof telur nefndin ekki möguleika á að breyta þeim lögum að svo stöddu. Fæðingardagpeningar eru greiðslur vegna tekjumissis í orlofi en þær konur sem vinna heima missa ekki tekjur. Nefndin bendir þó á að útgjöld Trygging- arstofnunar vegna fæðingardag- peninga greiðast af 2% iðgjaldi atvinnurekenda á öll laun en ekki eingöngu á laun kvenna. Þannig má halda því fram að framlag sem greitt er af eiginmanni heima- vinnandi konu nýtist ekki þeirri fjölskyldu. Með lögum um fæð- ingarorlof nr. 59 31. mars 1987 var fæðingarorlof lengt í áföngum úr 3 mánuðum í 6 en síðasti áf- anginn gengur í gildi 1. janúar 1990. Fæðingarstyrkur er greiddur til allra kvenna sem ekki njóta betri réttar samkvæmt kjar- asamningum. En í samningum opinberra starfsmanna svo og bankamanna er kveðið á um full laun í fæðingarorlofi. Einnig er rétt að benda á að ríkisstjórnin hefur nýlega skipað nefnd til að leita leiða til að jafna kjör kvenna á vinnumarkaði til fæðingaror- Ekki eru tök á að veita heima- vinnandi fólki að- ild að lífeyrissjóð- um með sama hætti og launafólki að minnsta kosti við núverandi skipan lífeyris- mála. lofs, samanber bréf forsætisráð- herra til Alþýðusambands ís- lands. Fæðingarstyrkurinn nem- ur nú 21.569 krónum á mánuði er þannig almennur réttur móður án tillits til atvinnuþátttöku. Millifærsla ónýtts per- sónuafsláttar verði 100% Þá telur nefndin rétt að milli- færsla ónýtts persónuafsláttar milli hjóna með börn undir 2- 3 ára eða jafnvel allt til 7 ára aldurs verði 100%. Einnig að ónýttan persónuafslátt megi færa að öllu leyti til maka ef það hjóna sem ekki nýtir sinn afslátt sannanlega annast sjúka eða aldraða á heim- ili sínu. Með þessu móti væri komið til móts við þá sem velja og geta verið heimavinnandi vegna uppeldis- og umönnunarstarfa. Aætlanir Þjóðhagsstofnunar sýna að það mundi kosta ríkis- sjóð 440 miljónir króna að hækka millifærslu ónýtts persónuafslátt- ar uppí 100% á þessu ári en sú fjárhæð nemur um 3,3% af heildar tekjusköttun hjóna. Til viðbótar myndu eignarskattar hjóna lækka um 4 miljónir króna vegna þess að nýta má ónýttan persónuafslátt til greiðslu eigna- skatta. Ljóst er að ríkisvaldið get- ur beitt skattlagningu til að ná markmiðum fjölskyldustefnu. Aukið vægi lífaldurs Að lokum mælist nefndin til þess að samtök á vinnumarkaði beiti sér fyrir því að lífaldur fái aukið vægi við starfsaldursmat. Stór hópur heimavinnandi fólks er tímabundið utan vinnumark- aðar einkum er hér um að ræða konur sem eru heima á meðan börnin eru ung. Endurkoma á vinnumarkað er oft erfið. Starfs- reynslu er og oft krafist til að fá vinnu. Þessar konur þurfa að byrja frá byrjun og sætta sig við lægstu launaflokkana því starfs- reynsia þeirra er víðast lítils metin til starfsaldursálags. Gildi starfsaldurs í launum hefur farið mjög vaxandi á síðari árum. Oft og einatt er reynsla við „hlið- stæð“ störf metin til starfsaldurs en túlkun á því hvað kalla megi hliðstæð störf er misjöfn. -grh ACO Húðhirða Tilfinning og skynsemi Nú er verið að kynna nýja húð- hirðulínu í apótekunum - ACO Húðhirðu. Tvennt er mikil- vægt við val á húðhirðuvörum: Þær þurfa að vera þægilegar í notkun og þær mega ekki valda húðertingum eða ofnæmi. Þeg- ar þú kaupir ACO húðhirðu- vörurnar færðu góðar vörur sem eru gerðar úr bestu fáan- legum hráefnum. ACO Roll On, áhrífaríkur en samt mildur svitalyktareyðir. Minnkar svitaútstreymi og vinnur gegn óþægilegri svita- lykt. Inniheldur ekkert húðert- andi spritt. 50 ml ACO MUd Tvál er sérstaklega mild sápa. Bæðifyrir almennan líkams- þvott og hreinsun viðkvæmrar húðar. 250 ml TILBOÐ: ÞEGAR ÞÚ KAUP- IRACO HÚÐHIRÐUVÖRU AÐEIGIN VALI, FÆRÐU ACO MILD TVÁL125MLÍ KAUPBÆTI. TILBOÐIÐ STENDUR Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST. ACO Húðhirða Aðeins í apótekinu! FYRIRTAK hf. simi 91-3 20 70

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.