Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 8
MENNING Kjartan: Þetta er saga um aö þurfa að velja á milli leiða í lífi sínu. Mynd - Jim Smart. r Bokmenntir „Eg er bara að láta drauminn rætast“ Kjartan Árnason: Það er mín bjargfasta trú að draumar rætist ekki heldur láti maður þá rætast Þetta er svindl ammai - Neinei esska, þetta er langtífrá að vera svindl, ég er bara að láta drauminn rcetast. - Hvernig rœtast? - Nú, mann dreymir um að leggja kapal og maður gerir það. Mann dreymir um að kapallinn gangi upp og þá gerir hann það. Þannig rœtist sami draumurinn tvisvar. Og ef það er svindl þá veit ég ekki hvað. - Get ég líka gert soleiðis amma? Látið mína drauma rætast? - Já elsku vinurinn væni allir þínir draumar munu rætast tvisvar. “ Svo mælir amman við drenginn í nýrri skáldsögu Kjartans Árna- sonar, Draumur þinn rætist tvisv- ar. í 62 myndum segir Kjartan sögu drengsins allt frá því hann lítur dagsins ljós, við fylgjum honum í gegnum bernsku og ung- lingsárin allt þar til allar forsend- ur breytast og hann verður að hugsa líf sitt upp á nýtt. - Það sem ég trúi að lesa megi úr bókinni er að maður ræður sjálfur sínu lífi, segir Kjartan. - Það er mín bjargfasta trú að draumar rætist ekkL heldur láti maður þá rætast. Eg á við að maður getur hagað sínu lífi þann- ig að það gerist, kannski ekki endilega í dag eða á morgun, það er ekki hægt að stökkva fyrirvara- laust inn í einhvern auglýsinga- heim, en það er hægt að vinna að því að draumur verði að veru- leika, jafnvel þó það taki allt lífið. - Ég er alls ekki að skrifa ævi- söguna. Ég er þrítugur og hef fullan hug á að verða hundrað ára, svo það er full snemmt að fara að skrifa endurminningarn- ar. Það sem þessi drengur upplifir hefur ekkert með mig að gera, - þannig séð. Sumir þessara at- burða, sem sagt er frá eiga sér að vísu einhvérja stoð í því sem ég eða aðrir hafa upplifað en ekkert sem þar er lýst gerðist þannig í raunveruleikanum. - Annars veit maður reyndar ekki hvað er raunverulegt í minn- ingunni. Það sést best þegar hóp- ur fólks er fenginn til að lýsa sama atburðinum. Það er sjaldgæft að tvær frásagnir séu eins. Eg held að maður búi sér til eitthvað sem maður kallar raunveruleika; blandi saman eigin minningum, frásögnum annarra, gömlum ljósmyndum kannski og svo ósk- hyggju. Þessu er svo steypt sam- an í eitthvað sem maður fer að halda að sé það sem raunverulega gerðist. Nú virkar þessi amma alveg sérstaklega dularfull... - Það er vegna þessara tengsla sem eru á milli hennar og drengs- ins. Það sem hún er að gera er ekkert ofur merkilegt, en það er þó mikilvægt fyrir þau bæði, hana og drenginn og þess vegna virkar það svolítið dularfulit. Það má segja að þeirra örlög séu samofin á einhvern hátt. Hún er mikill áhrifavaldur í lífi hans, sérstak- lega á barns- og fullorðinsárun- um, hann gleymir henni reyndar á unglingsárunum, þá verður líf fólks gjarna frekar innantómt og tilgangslaust, en hann man eftir henni aftur þegar að kreppir og þau eru bæði á leiðinni yfir í eitthvert annað ástand. - Þetta er saga um að þurfa að velja á milli leiða í lífi sínu, sem er nokkuð sem allir þurfa að gera fyrr eða síðar. Það geta legið til þess mismunandi ástæður, hvort það er geðveila eða gjaldþrot eða eitthvað allt annað og þá er hægt að stækka þjáninguna, halda áfram á sömu braut og sökkva sér í eymdina eða breyta um stefnu. Sá gjaldþrota verður kannski ekki ríkur þó hann breyti um stefnu en hann getur orðið ham- ingjusamur. Það kemur að þess- um punkti í lífi okkar allra, spurningin er bara hvenær það er að við þurfum að velja. - Það sem söguhetjan áttar sig á og ég trúi að komi fram í sög- unni er að við ákveðum sj álf hvað við viljum gera úr okkar lífi og hvernig við lifum því. Það er eng- in ástæða til þess að við látum aðstæðurnar ákveða hlutina fyrir okkur, - hvernig líf okkar eigi að vera. LG Haukur sýnir / . Haukur Halldórsson heldur nú grafík-sýningu í Ölkjallaranum við'Pósthússtræti. Sýningin er ní- unda einkasýning Hauks, sem er fæddur 1937 og stundaði nám hér á landi og í Danmörku. Myndirnar vinnur Haukur með aðferð sem hann kallar Heliograf; klippir saman ljós- í Ölkjallaranum myndir og teikningar, límir upp og stækkar eða minnkar eftir þörfum. Hver mynd er síðan lögð í olíubað og máluð. Sýningin er sölusýning og geta kaupendur tekið myndina með sér samdægurs, en Haukur fyllir jafnhafðan í sícarðið með sama mótífi eða öðru. Sossa sýnir í Grafík-Borg Margrét Soffía Björnsdóttir „Sossa“ sýnir nýjar grafíkmynd- ir, stórar og litlar í Grafík-gallerí Borg við Austurstræti 10. Sossa er fædd 1954, nam við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og við Nytjalistaskólann í Kaupmannahöfn. Hún er nú bú- sett á Sauðárkróki þar sem hún vinnur á eigin grafíkverkstæði og stundar kennslu. Trúðar á ströndu Trúðarnir á ströndinni nefnist sýning á vatnslitamyndum eftir Kristján Hreinsson, sem þessa dagana stendur yfir á Mokka. Kristján er betur þekktur sem Ijóðskáld, en hefur fengist við myndlist um nokkurt skeið, sótt námskeið og fengið tilsögn í málaralist hér á landi og erlendis. Á sýningunni eru 20 myndir, flestar málaðar á þessu ári og eiga það sameiginlegt að sýna lífið á ströndinni. Árni og Ómar í Hafnarborg Ómar Svavarsson sýnir olíu- málverk og vatnslitamyndir í Litla salnum í Hafnarborg, Hafn- arfirði. Þetta er þriðja einkasýn- ing Óskars, sem einnig hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. í kaffistofu Hafnarborgar sýnir Árni Elvar vatnslitamyndir og teikningar og er myndefni ein- göngu frá Hafnarfirði. Árni hefur haldið nokkrar sýningar á verk- um sínum bæði hér á landi og er- lendis, auk þess sem hann hefur myndskreytt fjölda bóka. W Olafur sýnir í einn einn Ólafur Lárusson sýnir þessa dagana nýjar teikningar og mál- verk í Gallerí 11 að Skólavörðu- stíg 4 A. Ólafur hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi og er- lendis. Hann var í byrjun 8. ára- tugarins í fararbroddi Hug- myndalistamanna og hefur und- anfarin ár þróað og fágað þau vinnubrögð auk þess sem hann hefur tileinkað sér ýmislegt úr Nýja málverkinu. Verk eftir Ólaf eru í eigu allra helstu safna hér- lendis. Ingibjörg Styrgerður á Kjarvalsstöðum Ingibjörg Styrgerður Haralds- dóttir sýnir myndvefnað í austurforsal Kjarvalsstaða. Ingi- björg er fædd 1948 og stundaði nám við Myndlista- og handíða- skólann og Hochschule fúr ange- vandte Kunst í Vínarborg auk þess sem hún fór í námsferðir til Tyrklands og Parísar. Hún setti upp eigin vinnustofu árið 1979 og hefur síðan haldið fjölda sýninga, kennt og ofið verk fyrir kirkjur og skóla hér á landi. Ingibjörg fékk starfslaun lista- manna í sex mánuði á þessu ári. Kokkurinn sendir yður þennan ábæti... Sovésk kvikmyndavika: Borgin fáránlega Á sovéskri kvikmyndaviku er sýnd ný mynd eftir ungan kvik- myndahöfund, Karen Shakhnaz- arov og heitir Borgin Zero. Merkileg mynd fyrir margra hluta sakir. Ungurverkfræðingur, Varakín (sem Leoníd Filatov leikur) kem- ur til borgar einnar í erindum fyr- irtækis síns. Þessi borg er ekki öll þar sem hún er séð: Varakin flæk- ist án nokkurrar rökvísrar ástæðu inn í undarlega atburði, sem eru áhorfandanum bæði furðulegir og skemmtilegir. Af hverju fær hann til dæmis á veitingahúsi einu sendingu frá kokkinum sem er hausinn af honum sjálfum í tertu- líki? Og af hverju skýtur kokkur- inn sig þegar Varakín neitar að éta þennan tertuhaus? Og var þetta kannski ekki sjálfsmorð heldur kænlegt morð á kokkin- um, sem reyndar er verið að gera að þjóðhetju í borginni á tímum glasnost og perestrojku: það var hann sem dansaði fyrstur rokk á ungkommúnistaballi í bænum árið 1957 og hlaut bágt fyrir! Hér er aðeins fátt eitt nefnt af furðum myndarinnar. Einn kafli hennar, heimsókn Varakíns á byggðasafn borgarinnar, er til dæmis ekki bara meinhæðin upp- rifjun á ýmsu fáránlegu og dapur- legu úr sovéskri sögu og hug- myndatísku - heldur ýtir mjög undir heildarskilaboð myndar- innar. En þau eru í stuttu máli þessi: í undarlegum rökleysum atburða er komið til skila þeirri makalausu ringulreið og ráðleysi sem einkennir sovéskt þjóðlíf í dag þegar búið er að slátra ótal helgum beljum en enginn veit enn hvað við tekur. Undir lokin leggur Varakín á flótta,en kannski kemst hann aldrei út úr borginni fáránlegu, hann situr í bátkænu mitt í eilífu Rússlandi sveitanna en hann er áralaus og enginn veit hvert hann ber. Þessi mynd er full af útsmognu háði, sem hlýtur að komast til skila hvort sem menn þekkja bet- ur eða verr til þeirra forsendan sem myndin sprettur af. Hún er stílhrein og hófstilltur leikur Leoníds Filatovs í aðalhlutverk- inu er með afbrigðum góður. Árni Bergmann 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.