Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Mengun hér og mengun þar Það er undarleg ósamkvæmni hjá forustumönnum þjóðarinnar að mótmæla byggingu stöðvar við Dounreay í Skotlandi, sem ætlað er að geyma kjarnorkuúrgang og endurvinna hann, en andæfa í engu ferðum kjarnorkukafbáta um íslandshaf. Við endur- vinnslustöð þessa er væntanlega gætt „fyllsta öryggis“ um með- ferð kjarnorkumengaðra efna og þrátt fyrir mótmæli náttúru- verndarmanna, landeigenda og sjómanna í Skotlandi benda aðrir á að endurvinnslustöðin skapi mikla vinnu, á svæði þar sem atvinna er af skornum skammti. Kafbátarnir sem sveima um undirdjúpin hér í grennd við ís- land nota flestir kjarnorku sem eldsneyti, og valda með því mengun í umhverfinu, og þeir bera með sér sprengjur sem geta eytt 50-100 miljónum mannslífa á nokkrum augnablikum. Spreng- ing um borð í slíkum kafbát á miðum íslenskra sjómanna væri rothögg á fiskveiðar og sölu ís- lendinga. Að minnsta kosti mundu menn varla deila um kvóta eftir slík ósköp. Og það þarf ekki að verða neitt meiri háttar slys til að valda miklu tjóni, t.d. urðu brunamir í sov- ésku kafbátunum undan strönd- um Norður-Noregs ekki til að Jón Torfason skrifar létta sjávarbændum þar afurða- rækt var þar á stríðsámnum. ekki með nein hættulegri „efni“ söluna. Slys í kafbátum eru miklu Þessi lögur hefur verið að síast en þvottalög í neðanjarðar- tíðari en yfirvöld vilja láta í veðri niður í jarðvatnið á þeim 30-40 vopnabúmnum sínum, sprengju- „Til þess að íslendingar séu þess umkomnir að skamma Bretafyrir að setja kjarnorkuúrgang sinn útáannes íSkotlandi þurfa þeir að hreinsa til á sínu eigin landi og miðum“. vaka og reynt að halda þeim leyndum því frásagnir af þeim geta „skaðað sjálfstæðis- og ör- yggishagsmuni“ viðkomandi ríkis, eins og það er yfirleitt orð- að. Fyrir nokkmm ámm kom í ljós að vatnsból Suðurnesjamanna voru menguð og voru rætur mengunarinnar raktar til Kefla- víkurvallar. Mengunin stafar af því að það hafði hellst niður þvottalögur og ýmis önnur hreinsiefni í þvottahúsi sem starf- árum sem liðin em síðan þá og spilla nú neysluvatni á Suðumesj- um. Hver væru nú rökrétt við- brögð? Jú, þau fjarlægja meng- unarvaldinn, bandaríska herinn, og afla síðan betra vatns. Hver eru viðbrögð íslenskra stjórnvalda? Jú, að semja við herinn að borga kostnaðinn við að virkja ný vatnsból lengra frá í stíl við góða og gilda Aronsku. Svo er bara að biðja þess í hljóði að herinn á Keflavíkurflugvelli sé heldu flugskýlunum og niður- gröfnu stjórnstöðvunum, sem kunni að menga jarðveginn að öðmm 40 ámm liðnum. Fað þarf víst ekki að minna á að bandaríski herinn á Keflavík- urflugvelli ræður yfir flugvélum, sem geta borið kjarnorkuvopn, og að það tekur ekki nema 2-3 klukkustundir að flytja kjam- orkuvopn til vallarins frá herflug- völlum í Skotiandi. Einnig eru kjarnorkukafbátum Bandaríkja- manna í íslandshafi stjórnað frá radar- og fjarskiptastöðvum á ís- landi. Með framkvæmdunum við radarstöðvarnar í Bolungarvík, á Langanesi og Stokksnesi, stjóm- stöðina á Keflavíkurvelli og vara- stjórnstöðina í Grindavík er verið að efla þann stjómbúnað svo kaf- bátunum verði unnt að miða úr skotmörk sín með enn meiri ná- kvæmni en hingað til. Þorsteinn frá Hamri orðaði þetta viðhorf blindingjans, að beina sjónum frá því þýðingar- mikla til hins smávægilega, eitt sinn þannig Mengurt er nú sðgð komin á það stig að úrrœða verði að leita í skyndi og er því ráð í tíma tekið að sporna við hundahaldi. Til þess að íslendingar séu þess umkomnir að skamma Breta fyrir að setja kjarnaúrgang sinn út á annes í Skotlandi þurfa þeir að hreinsa til á sínu eigin landi og miðum. Fyrsta skrefið í þá átt er að banna umferð kjarnorkukaf- báta í landhelginni. Besta leiðin til þess er með samningum sem tengist áætlunum Norðurlanda- þjóða um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Höfundur er íslcnskufræðingur. Lægst verð á íslandi á kindakjöti og nautakjöti Gunnar Guðbjartsson skrifar Verð án söluskatts Hiuttaiistöiur Lambalæri Kótelettur Nautahakk Kaupmannahöfn 49 58 57 Þórshöfn 53 66 47 Stokkhólmur 77 82 83 London 78 114 64 Reykjavík 80 80 80 Osló 83 122 138 Helsinki 126 124 105 Hinn 25. október sl. sendi Verðlagsstofnun út fréttatilkynn- ingu um verðsamanburð á mat- vælum samkvæmt niðurstöðum könnunar, sem hún gerði í sumar. í fréttatilkynningunni eru fjögur atriði undirstrikuð með því að prenta þau með svörtu letri. Þau eru: - Verð á landbúnaðarvörum var almennt hæst í Reykjavík en lægst í Þórshöfn í Færeyjum. - Söluverð í Reykjavík, á öðrum innlcndum matvörum og inn- fluttum matvörum var ekki óhagstætt í samanburði við sams konar vörur erlendis. - Verslunarálagning var að jafn- aði lægri í Reykjavík en í öðr- um borgum sem samanburður var gerður við. - Söluskattur var hæstur I Reykjavík. í fyrstu setningunni er fullyrt að landbúnaðarvörur séu al- mennt hæstar í verði í Reykjavík. Þá er gengið fram hjá því að tvær þýðingarmestu kjöttegundir í neyslu íslendinga, kindakjöt og nautakjöt eru skv. könnuninni verulega lægri í verði hér á ís- landi heldur en er í flestum þeirra landa, sem samanburðurinn nær til, sbr. súlurit sem fylgdu könn- uninni. Þetta er niðursaðan þrátt fyrir miklu hærri söluskatt hér heldur en er í smanburðarlöndunum. Frásögn Verðlagsstofnunar hvað þetta varðar getur ekki talist hlut- laus frásögn og er furða að ekki skuli hafa verið vakin athygli á þessum ágalla í fjölmiðlum. Athyglisvert er hve kjötverð er hátt í London. Framleiðslu- styrkir eru miklir í Bretlandi. Auk þess flytja Bretar inn kjöt frá Nýja-Sjálandi, en þar er kjöt talið ódýrast í heiminum. Niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum í tilkynningunni er tafla, sem og söluskatts á innfluttar matvör- ur. Framleiðslustyrkir í töflunni er einungis tekið tillit til niðurgreiðslna á heildsölu- og smásölustigi. Hins vegar er vitað að í öllum EB löndum eru niður- greiðslurnar nær allar á framleiðslustigi. Veittir eru fram- leiðslustyrkir, sem eru metnir að sjóðum EB og greiddar útflutn- ingsbætur. Sams konar styrkir eru í Noregi og eitthvað er um þá bæði í Sví- þjóð ogFinnlandi. Byggðastyrkir eru mikiir í Noregi. Verðlags- stofnun nefnir ekki í sinni verð- könnun þessa styrki eða niður- greiðslur á framleiðslustigi. Vinnunni við verðkönnunina er því mjög áfátt. Niðurgreiðslur „Verðlagsstofnun nefnir ekki ísinni verðkönnun þessa styrki eða niðurgreiðslur á framleiðslustigi. Vinnunni við verðkönnunina erþvímjög áfátt. - Þvíersú ályktun röng hjá Verðlagsstofnun, að niðurgreiðslur séu miklu meiri á íslandi en í samanburðarlöndunum. “ sýnir óniðurgreitt heildsöluverð tíu landbúnaðarvara í fjórum borgum. Þá er Osló, Kaup- mannahöfn og London sleppt úr samanburðinum. Þá kemur í ljós að Þórshöfn í Færeyjum er með hæst verð í þeim tveimur vöru- flokkum þegar Færeyingar fram- leiða vörurnar sjálfir, þ.e. mjólk og jógúrt. Hinar vörurnar kaupa þeir niðurgreiddar frá öðrum löndum og eru þá oftast með lægst verð. Þetta kemur engum á óvart. Vafasamt er talið að þetta lága verð í Færeyjum geti haldist. Vegna erfiðleika í ríkisfjármálum Færeyinga eru þar uppi háværar kröfur um álagningu vörugjalds meðaltali til 50% af framleiðslu- kostnaði búvaranna. Það er land- búnaðarpólitík EB að lækka verð þessara þýðingarmiklu vara, landbúnaðarvaranna, með þeim hætti og um leið heldur EB niðri kaupgjaldi til að iðnaðarvörur þess verði betur samkeppnishæf- ar á svokölluðum heimsmarkaði. Þessir framleiðslustyrkir eru með ýmsum hætti. Sumt af þeim er bundið magni framleiðslu eða stærð lands eða bús. Annað er mismunandi eftir byggðarlögum eða löndum, svokallaðir byggða- styrkir. Veittir eru styrkir til vinnslufyrirtækja, birgðir af um- framframleiðslu eru keyptar af framleiðslukostnaðar eru í nær öllum Evrópulöndum, megin- hluti niðurgreiðslnanna. Þvíer sú ályktun röng hjá Verðlagsstofnun að niðurgreiðslur séu miklu meiri á Islandi en í samanburðarlönd- unum. Væru þessi framleiðslu- styrkir ekki fyrir hendi myndi bú- vöruverð þessara landa vera miklu hærra en nú er og í flestum tilfellum miklu hærra en á ís- landi. Söluskattur og virðisaukaskattur Söluskattur er mjög hár á ís- landi. I öllum samanburðar- löndunum er virðisaukaskattur sem er lægra hlutfall en söluskatt- urinn á sölustigi er hér. Enginn söluskattur er í Þórshöfn og eng- inn virðisaukaskattur er í London. Söluskatturinn er svo hár á Is- landi að hann ásamt aðfanga- skatti étur upp allar niður- greiðslurnar sem eru á landbún- aðarvörum sbr. meðfylgjandi súlurit og meira til. Það er einnig rangt sem haft var eftir Sighvati Björgvinssyni í Morgunblaðinu í síðustu viku að bændur á íslandi fengju 1,5 milljón króna hver í rekstrar- styrki frá ríkinu. Niðurgreiðslurnar hér á landi eru allar greiddar til lækkunar á verði til neytenda. Sölu- skatturinn er næstum jafnmikill og allar niðurgreiðslumar og ger- ir allan samanburð í þessu efni rangan. Söluskatturinn hefur spillt og spillir samkeppnisstöðu íslenskr- ar búvöru, ekki síst í verðsaman- burði við niðurgreiddar erlendar vörur. En spyrja má hvort svona verð- samanburður sé marktækur, þeg- ar niðurgreiðslur og fram- leiðslustyrkir eru með mismun- andi hætti, skattlagning er afar mismunandi og gengi gjaldmiðla er rangt skráð. Hitt er fagnaðarefni hversu hagstætt verð er á íslensku kjöti í samanburði við flest Evrópulönd skv. þessari könnun Verðlags- stofnunnar. Gunnar Guðbjartsson frá Hjarðar- felli í Miklaholtshreppi er fyrrverandi framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins og var áður formað- ur Stéttarsambands bænda. Miövikudagur 22. nóvember 1989 ÞJÖÐVILJINN - S(ÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.