Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 6
Fundarstjórarnir Elsa Þorkels- dóttir og Guðbjartur Hannesson. Ragnar Arnalds i ræðustóli. - Mynd: Kristinn. launa lækkaði. Þessi öfugþróun bitnaði sérstaklega illa á konum. Lífskjörum og afkomu fólks á landsbyggðinni hrakaði sérstak- lega sem ýtti undir fólksflótta til þéttbýlissvæðanna, einkum Rey kj avíkursvæðisins. Eftir skýrslu Hafrannsókna- stofnunar um fiskstofna er nú lík- legt að árið 1990 verði þriðja samdráttarárið í röð í þjóðartekj- um. Leita þarf aftur til áranna í kringum 1950 til að finna hlið- stæður. Því er spáð að samdrátt- arskeiðið nú verði það þriðja mesta frá stríðslokum á mæli- kvarða þjóðartekna. Þær dragast saman um 7,2% 1988-1990, sam- anborið við 14,3% samdrátt 1945-1952 og 11,3% samdrátt 1967-1968. Umskiptin í þjóðar- búskapnum sjást glöggt ef tekju- auki þjóðarbúsins á árunum 1986-1987 er borinn saman við tekjurýrnunina 1988-1990. Stjómmálaálykhin 9. landsfundar Alþýðubandalagsins Við lifum á tímum mikilla breytinga. Þeir sem fyrir skömmu héldu sig alvalda í hinni óum- breytanlegu veröld sem skapaðist á fyrri hluta tuttugustu aldar, skjálfa nú frammi fyrir ferskum vindum hinna nýju tíma. Nú er að ljúka tímum sem einkenndust af togstreitunni milli miðstýrðrar ríkisforsjár og taumlausrar frjáls- hyggju, þar sem gróðahyggja ræður ferðinni. Þessi lausnarorð hafa reynst haldlítil og breyst í martröð í heilum heimshlutum, þar sem þau hafa verið gerð að upphafi og endi þjóðskipulags- ins. Nýjar áherslur í umhverfism- álum, afvopnunarmálum og mál- efnum þriðja heimsins munu skipta sköpum um þróun mála í framtíðinni. Alþýðubandalagið telur að róttæk jafnaðarstefna - sósíal- ismi - sé sú stefna sem skilar ár- angri í baráttu fyrir frelsi og jafnrétti á nýrri öld. Róttæk jafnaðarstefna - sósí- alismi - miðar að félagslegu jafnrétti og lýðræði, - setur manngildi í öndvegi og afnemur vélrænt forræði auðmagnsins. - hefur fjölskylduna til vegs þannig að atvinnulíf og velferð- arkerfi miði að öryggi í daglegu lífi fólks og þroskamöguleikum hvers einstaklings. - leiðir af sér hófsemi í umgengni við auðlindir jarðar og landgæði. - byggist á frjálsri samvinnu sjálfstæðra einstaklinga sem tryggi að íslenskt atvinnulíf sé í fararbroddi meðal þróuðustu ríkja, standi undir lífskjörum sem séu með því besta sem gerist í þróuðum ríkjum. í róttækri jafnaðarstefnu felst að íslendingar taki frumkvæði í alþjóðamálum fyrir friði og stór- aukinni samvinnu þeirra ríkja sem mynda þorpið Jörð. Verkefni Alþýðubandalagsins og annarra vinstri afla á íslandi næsta áratuginn beinast að því að umskapa samfélagið með aðferð- um róttækrar jafnaðarstefnu, að leggja þann nýja grundvöll sem íslenskt samfélag þarf á að halda. Ný heimsmynd Með þeirri þróun sem hefur átt sér stað í Austur-Evrópu hafa gerst tíðindi sem opna nýjar vídd- ir í samfélagi þjóðanna. Kafla- skipti hafa átt sér stað í Evrópu. Það blasa við nýjar aðstæður og nýr veruleiki sem verður að taka tillit til í utanríkisstefnu þjóðar- innar, ekki síst innan EFTA og Norðurlandaráðs sem nú hafa öðlast ný hlutverk til að stuðla að samvinnu og samstarfi í Evrópu. íslendingar hljóta í þeim um- ræðum sem nú eiga sér stað um samstarf í Evrópu að leggja enn þyngri áherslu á þá möguleika sem við eigum vegna sérstöðu lands og þjóðar. Það er ekki sjálf- gefið að tengingar við stór bandalög færi landsmönnum betri lífskjör við hinar nyju að- stæður. Þess vegna ber að huga að mörgum öðrum kostum varð- andi utanríkisverslun íslendinga eins og fríverslunarsamningum við Bandaríkin og Kanada og við- skiptum við SA-Asíu, Suður- Ameríku og Austur-Evrópu. Með greiðum aðgangi að fleiri markaðssvæðum er líklegra að unnt verði að ná eins góðum við- skiptakjörum í útflutningsversl- un íslendinga og kostur er. Sigurhorfur Barátta herstövaandstæðinga á íslandi fyrir brottför hersins og hlutleysi hefur verið löng og ströng. Hinir nýju tímar sem nú eru að renna upp gefa hinsvegar miklar vonir um að þeirri baráttu muni bráðlega ljúka með fullum sigri. Þessar aðstæður verða her- stöðvaandstæðingar að hagnýta sér með markvissu starfi þannig að vonirnar um herlaust ísland utan hernaðarbandalaga rætist og nýr tími taki við þar sem ísland þjónar hagsmunum friðar í sam- ræmi við sögu sína og hefðir. Alþýðubandalagið leggur áherslu á að íslensk stjórnvöld hefjist þegar handa um að tryggja öryggi landsins í samræmi við endurskoðun og gjörbreytt við- horf í alþjóðapólitík og hernaðar- stöðu. Fyrsta skref í þeim efnum þarf að vera endurskoðun og uppsögn hins svokallaða „varn- arsamnings" við Bandaríkin með það fyrir augum að erlendri her- setu á íslandi linni. Alþýðubandalagið telur það einn mikilvægasta árangur núver- andi stjórnarsamstarfs að víðtæk pólitísk samstaða hefur myndast um frumkvæði að friðun heimshafanna í samræmi við ís- lenska hagsmuni, og leggur áherslu á að því starfi sé fram haldið af fullum þrótti. Alþýðu- bandalagið telur að hugleiðingar um aukin hernaðarumsvif hér- lendis, þar á meðal nýjan hernað- arflugvöll, séu fráleit tíma- skekkja sem gengur þvert á frum- kvæði íslensku ríkisstjórnarinnar um afvopnun í höfunum, og minnir landsfundurinn enn á það grundvallarákvæði í málefna- samningi stjórnarinnar að ekki skuli leyfðar neinar nýjar hernað- arframkvæmdir hér á landi. Ætli íslendingar að tryggja hagsmuni sína er brýnt að stjórnvöld hætti að bíða þess sem verða vill í alþjóðamálum heldur taki virkan þátt í mótun nýs al- þjóðlegs öryggiskerfis. Augljóst verkefni er stofnun kjarnorku- vopnalauss svæðis á Norður- löndum. Eftir síðustu yfirlýsingar ráðamanna í Sovétríkjunum hef- ur mikilvægum hindrunum verið rutt úr vegi samninga um slíkt svæði, og er norrænum stjórn- málaleiðtogum skylt að nýta þann byr. Menning og tunga - undirstaða íslenskrar tilveru Undirstaða þjóðlífs okkar er íslensk menning og íslensk tunga. Alþýðubandalagið leggur áherslu á að verja menningarlífið í þeirri ágjöf sem tímabundnir erfiðleikar valda í samfélaginu. Um leið þarf að undirbúa í þeim efnum sókn sem skili íslending- um 21. aldarinnar öflugu og framsæknu menningarlífi þar sem íslensk nýsköpun og alþjóð- leg áhrif haldast í hendur. Menningarlíf okkar stendur nú á þeim tímamótum að raun- hæft er að ræða um aukinn út- flutning menningarefnis sem eina af auðlindum næstu aldar, og leggjast þannig á eitt félagsleg, þjóðræknisleg og efnahagsleg rök fyrir stórauknum stuðningi og fjárfestingu á þessu sviði. Forsenda þróttmikillar og skapandi íslenskrar menningar er að vegur íslenskrar tungu sé eins og best verður á kosið. Því mál- ræktarátaki sem staðið hefur nú nokkra hríð þarf að fylgja eftir með skipulegum hætti og skapa samstöðu í þjóðfélaginu um við- gang íslenskrar tungu og fullt forræði hennar hér á heimaslóð- um. Gera verður áætlun um meg- inverkefni í menningarmálum til 10 ára í senn þar sem fjallað er um allar listgreinarnar, menningar- starfsemi um land allt og um kynningu á íslenskri list erlendis. Undirstaða átaks í menningar- málum þarf svo að vera stóraukin fræðsla um listir í skólum sam- hliða mótun nýrrar skólamála- stefnu fyrir öll skólastig. Efnahagserfiðleikarnir - viðskilnaður Sjálfstæðisflokksins Þegar Alþýðubandalagið gekk til samstarfs við Alþýðuflokkinn, Framsóknarflokkinn og Samtök jafnréttis og félagshyggju um myndun nýrrar ríkisstjórnar haustið 1988 voru útflutnings- greinarnar komnar á heljarþröm vegna rangrar efnahagsstefnu ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Við blasti stöðvun þeirra og fjöldaatvinnuleysi. Jafnframt voru ytri skilyrði þjóðarbúsins farin að versna og aflaaukningu áranna á undan var lokið. Það jók við þessa erfiðleika að halli var viðskiptum við útíönd í góð- ærinu 1987 og ríkissjóður var rek- inn með halla. Góðærinu var só- að í stað þess að skapa svigrúm til að mæta erfiðleikum í framtíð- inni. Við verulega erfiðleika hefur verið að glíma í íslenskum þjóð- arbúskap að undanförnu. Vand- inn hefur verið erfiðari viðfangs vegna þess að hann á sér víða ræt- ur. Þessir erfiðleikar eru skýring- in á því að örðugt hefur reynst að ná fram ýmsum þeim réttinda- og baráttumálum sem flokkur okkar hefur sett á oddinn á undanförn- um árum og áratugum. Að hluta til er orsakanna fyrir erfiðleikum þessum að leita í ytri skilyrðum. Að hluta til felast þær í jafnvægisleysi undanfarinna ára í efnahagsmálum sem m.a. kem- ur fram í skuldavanda einstak- linga og útflutningsgreina þrátt fyrir undangengið góðæri. Veru- legur hluti vandans á rætur að rekja til vaxtasprengjunnar þegar raunvextir voru gefnir alfrjálsir með þeim afleiðingum að þeir margfölduðust á skömmum tíma. Þessi vandi kemur enn fram í gjaldþrotum og nauðungarupp- boðum sem allt fram undir þetta hefur farið fjölgandi. Þessi vandi er lfka að stórum hluta til ástæða þess atvinnuleysis sem fólk býr nú við í einstökum greinum fram- leiðslu og þjónustu. En að hluta til stafar sá vandi sem hér er um að ræða af skipulagskreppu í helstu atvinnugreinum þjóðar- innar, og jafnvægisleysi í fjárfest- ingu og uppbyggingu þessara greina. Á þensluárunum tók verslunin til sín stórfellt fjármagn sem ekki verður með neinu móti nýtt við venjulegar aðstæður. Þessi of- fjárfesting í verslunargreinum birtist nú sem sérstakur vandi þess fólks sem missir atvinnu í þj ónustugreinum sem sumpart voru ekki byggðar á eðlilegum þjóðhagslegum forsendum. Sókn frjálshyggju og mark- aðsaflanna á undanfömum árum leiddi til vaxandi ójafnaðar í lífs- kjörum.Launamunurhefur vaxið milli hárra og lágra, milli karla og kvenna og kaupmáttur lægstu Aukning þjóðartekna á fyrra tímabilinu samsvarar 52 miljörð- um króna á verðlagi þessa árs, en tekjurýrnunin á seinna tíma- bilinu samsvarar nærri 22 milljörðum króna á sama verð- lagi. Af þessu má ljóst vera að efnahagsþrengingarnar að und- anförnu eru meiri og illviðráðan- legri en verið hefur um langa hríð. ^ Áhrif björgunar- aðgerðanna Þótt enn sé við mikla erfiðleika að stríða er ástæða til að benda á þann árangur sem náðst hefur af störfum ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum. - Vöruskiptajöfnuður verður jákvæður í fyrsta skipti síðan 1986. - Nýjustu áætlanir Þjóðhags- stofnunar benda til þess að fisk- vinnslan sé í heild rekin ofan við núllið og að 2% hagnaður sé af frystingu. - Tekist hefur að hamla gegn aukningu verðbólgu en það er nánast einsdæmi að verðbólga aukist ekki á samdráttartímum. - Útlit er fyrir að halli ríkis- sjóðs minnki um helming frá því í fyrra og það takist að fjármagna stóran hluta hans á innlendum fjármagnsmarkaði. Jafnvægi á peningamarkaði hefur ekki verið betra um langan tíma. Innlán hafa aukist meira en útlán. - Raunvextir hafa lækkað nokkuð frá því að ríkisstjórnin tók við. Vextir á ríkisskulda- bréfum og útlánum hafa lækkað um 2% og vaxtalækkunin á gráa markaðnum er meiri. Ef tekið er tillit til breytinga á lánskjaravísi- tölunni telst raunvaxtalækkunin vera enn meiri. Nú er að ljúka því tímabili í landsstjórninni sem einkenndist af bráðabirgðaráðstöfunum til að koma í veg fyrir fjöldaatvinnu- leysi, stórfellda byggðaröskun og stöðvun undirstöðuatvinnuveg- anna. Til að ljúka þessu tímabili þarf ekki að móta nýja stefnu í grundvallaratriðum, heldur að ljúka þeirri framkvæmdaáætlun sem markaði upphafsskeið ríkis- stjórnarinnar. Alþýðubandalagið hefur í ríkisstjóminni náð margvíslegum árangri í efnahagsmálum, ríkis- fjármálum, landbúnaðarmálum, samgöngumálum og mennta- og menningarmálum. Engu að síður er ljóst að miklu verki er ólokið og við blasa margvísleg verkefni 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.