Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 15
Tryggvi Emils- son verkamaðurog rithöfundur Að finna fortíðina í framtíðinni Hvað ertu að gera núna Tryggvi? Vegna veikinda hef ég ekki gert mikið undanfarið og verð að halda mig frá vinnu einhvern tíma skv. læknisráði. Annars hef ég verið að vinna í ættfræðinni. í fyrra kom út eftir mig ættfræði- bók um sjómenn og sauðabænd- ur. Mér finnst ættfræðin skemmtileg og held áfram með hana þegar ég má fara að vinna aftur. Svo lauk ég við skáldsögu í ár sem eru 11 mannlífsmyndir. Hún kemur þó ekki út fyrr en seinna. Hvað varstu að gera fyrir 10 árum? Þá var ég að skrifa endurminn- ingar mínar. Þær komu út í þrem- ur bindum, einmitt á þeim árum. Hvað gerirðu helst í frístund- um? Þar sem ég er hættur venjulegri vinnu eru allar mínar stundir frístundir, þannig að skriftirnar stunda ég í þeim. Segðu mér frá bókinni sem þú ert að lesa núna. Ég er ekki að lesa neina sér- stakanúna. Þegaréger að vinnaí ættfræðinni eru þetta mest ýmis uppsláttarrit sem ég les og svo endurminningar fólks. Hvað lestu helst í rúminu á kvöldin? Ég les aldrei í rúminu. Mest vegna þess að ég sofna um leið og ég leggst útaf. Hver er uppáhaldsbarnabókin þín? Það get ég ekki sagt. Ég held upp á alla höfundana okkar en varla einn framar öðrum. Það voru engar bækur til á bernsku- heimili mínu og sjálfur eignaðist ég ekki bók fyrr en ég var 18 ára, það var Tvístirni. Hvers minnistu helst úr Biblí- unni? Ég las hana einu sinni alla þeg- ar ég lá í rúminu sjúklingur. Eg vil ekki taka neitt fram yfir ann- að, það er margt vel sagt í þeirri bók og góðir rithöfundar á ferð- inni. Hefurðu farið í leikhús í vetur? Nei, það hef ég ekki gert. Ég er orðinn svo slæmur í höfðinu að ég hef ekkert gaman af að fara í leikhús. Sjónin er heldur ekki vel góð og þess vegna verð ég því miður að sleppa leikhúsferðum. Fylgistu með einhverjum ákveðnum dagskrárliðum í út- varpi og sjónvarpi? Aðallega í sjónvarpi. Ég horfi mikið á það og þar er margt gott. En mikið af erlendu efni er ósköp lítilfjörlegt. Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? Já, það hef ég gert. Ég gekk í Kommúnistaflokkinn þegar hann var stofnaður og hef svo fylgt þeirri stefnu. Nú er ég í Alþýðu- bandalaginu og kýs það. Ertu ánægður með frammi- stöðu flokksins? Ekki kannski fyllilega, það get ég ekki sagt. Ég fylgist að vísu ekki eins vel með og áður, á bágt með að mæta á fundi, en ég les Þjóðviljann og reyni að fylgjast með gegnum hann. Eru til hugrakkir stjórnmála- menn og konur? Já, þeir eru til. Viltu nafngreina þá? Svavar Gestsson, hann er hug- rakkur stjórnmálamaður. Er landið okkar varið land eða hernumið? Þetta er hernumið land. Ég var í mörg ár með í Samtökum her- stöðvaandstæðinga, en er ekki virkur lengur. Ef við lítum til fortíðarinnar þá er munurinn ekki mikill á hersetu og því sem við höfum nú. Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Ég man ekki eftir neinum sem ég vil vera laus við. Hvaða eiginleika þinn flnnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Það þótti skrítið í gamla daga að maður lét sig dreyma um að geta gengið í skóla og menntað sig. Þetta var dálítið sem ég hefði viljað geta gert, en átti þess aldrei kost. Við gengum í skóla í sex vikur áður en ég fermdist svo að við kynnum kverið vel áður en í kirkjuna kom, en það var allt og sumt. Hvað borðarðu aldrei Ég borða allt. Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? Hvergi. Mér líkar vel hér í Reykjavík en myndi þó ekkert hafa á móti því að búa á Akur- eyri. Hvernig flnnst þér þægilegast að ferðast? Með flugvél. Mér finnst svo skemmtilegt að fara með flugvél. Ég fór tvær ferðir til Rússlands. Við í Dagsbrún söfnuðum fé og fórum til Rússlands í 40 manna hópferð. í annarri af þessum ferðum var ég á 23. flokksþingi Kommúnistaflokksins þar. Hvert langar þig helst til að ferðast? Það er nú svo margt sem hefði verið gaman að sjá, en vinnan var alltaf svo mikil að lítill tími gafst til ferðalaga. í sumar sem leið fór ég til Akureyrar og bjó í íbúð sem Dagsbrún á þar. Það var góð ferð. En oft hef ég óskað þess að geta ferðast meira um landið okkar. Hvaða bresti landans áttu erf- iðast með að þola? Vil sem minnst um það tala. Þeir eru margir. Sérstaklega er það íhaldið sem oft hefur reynst okkur illa. Barátta okkar sósíal- ista fyrir t.d. almennum trygging- um var hörð og þá sýndi íhaldið sínar verstu hliðar. Þessar hliðar eru enn til í mörgum íslending- num, því miður. Það er sorglegt að hugsa til þess hve margir voru á móti Halldóri Laxness á sínum tíma, en fóru svo allt í einu að kaupa bækurnar hans þegar hann var orðinn nóbelsskáld. Þetta fólk keypti þó aðeins bækurnar hans, en viðurkenndi að það læsi þær ekki. Því miður, því hann er gott skáld. En hvaða kosti Islendinga metur þú mest? Menningu okkar og menntun. Og þá á ég við þá menntun sem við höfum hlotið í skóla lífsins en ekkert frekar í menntastofnun- um. Þetta er menntun sem hefur reynst okkur vel, og þess vegna er sorglegt að sjá hversu lítið er horft til fortíðarinnar á íslandi í dag. En ég vona að enginn taki þetta sem fordæmingu á mennta- stofnunum, þetta er ekki meint þannig. Hvernig líst þér á framtíð Is- lands og þróun stjórnmála? Ég lít björtum augum fram á veginn. Ég treysti íslendingum til að vinna vel úr því sem til er, en ítreka það sem ég sagði að það verður að gera meira af því að líta til fortíðarinnar en nú er gert. Þegar fyrsta kröfugangan var far- in í Reykjavík voru kröfurnar m.a: Afnám laga um fátækra- flutninga, almennar tryggingar og átta stunda hvíld á togurum. Verkalýðsbarátta var hörð á þessum og árum ekki um margt lík þeirri sem nú á sér stað. Það er ekki barist um hlutina í dag eins og þá var gert og ég held að það sé bagalegt hvað flokkarnir hafa færst mikið saman. Enginn skal halda að íhaldið hafi breyst svo mikið frá því sem áður var. Og þess vegna er hollt að rifja upp atburði liðinna áratuga og hafa til hliðsjónar þegar litið er fram á veginn. Er Þjóðviljinn það málgagn sem þú treystir tii að taka þátt í baráttu framtíðarinnar? Já. Yfirleitt er ég ánægður með blaðið. Við höfum haft marga góða ritstjóra, en ég tek undir það að ekki sé nóg af pólitík í blaðinu. Ég vil þó ekki vera með nein ólæti þó að stundum sé efni í blaðinu sem mér mislíkar. Og að lokum.... Það var margt unnið í Verka- lýðshreyfingunni og Sósíalista- flokknum sem hefði átt að halda betur áfram með. Það þarf t. d. að efla tryggingar en því er ekki sinnt sem skyldi. Mér verður stundum hugsað til afreka Einars Olgeirssonar og velti því fyrir mér hvort það sé óraunhæft að óska þess að íslendingar fái að upplifa það sem við samtíðar- menn hans fengum að upplifa. Þá flykktist fólk í samkomusal norður á Akureyri til að hlusta á ræðu hans. Hann var ekki mættur á staðinn. Ræðunni var útvarpað og tveir menn sem áttu góð við- tæki komu með þau á fundinn og við hlustuðum þar á ræðu sem hann var að flytja suður í Reykja- vík. Ég man að þar vöknaði m.örgum um augu við að hlusta. Heldur þú að þetta geti endur- tekið sig? Guðrún þJÓÐVILJINN fyrir 50 árum T elja má víst að skipið, sem skotið var á og kveikt í úti fyrir Hornafirði í fyrrakvöld, sé þýzka skipið „Bertha Fischer" frá Emden í Þýskalandi. Þegar Þjóð- viljinn átti tal við Þorleif í Hólum um þetta mál var skipið enn log- andi á reki úti fyrir Hornafirði, en um líkt leyti barst það upp á Hringsundssker, sem liggur nokkuð austan við Hornafjarðar- ós, skammt frá landi. Allmikið hefur rekið úr skipinu, og er búizt í DAG 22. nóvember miðvikudagur. 326. dagur ársins. Cecilíusmessa. Sólarupprás í Reykjavík kl. 10.18—sólarlag kl 16.09. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Líbanon. Hrafn Oddsson lést árið 1289. SF, Soc- ialistisk Folkeparti stofnað í Dan- mörku 1958. við að herskipið hafi tekið áhöfn þess um borð og farið með hana með sér. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lytj- abúöa vikuna 17.-23. nóv. er í Laugavegs Apóteki og Holts Apóteki. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Síðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 4 12 00 Seltj.nes sími 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingarum lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingarum vaktlæknas. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiö- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. . 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftirsamkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensasdeild Borgarspitala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðinvið Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinmalladaga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráögjöf i sálfræðilegum efnum. Simi 687075. MS-félagiðÁlandi 13. Opiðvirkadagafrá kl. 8-17. Siminner 688620. ’ Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, simi 21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðino ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbía og homma á mánudags-ogfimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu:s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhöpur um sif jaspellamál. Simi 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í sima 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús" krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- anr) sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i sima 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 21. nóv. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar........... 62.94000 Sterlingspund.............. 98.36600 Kanadadollar............... 53.81100 Dönsk króna................. 8.85860 Norskkróna.................. 9.12570 Sænsk króna................. 9.77780 Finnsktmark................ 14.78160 Franskurfranki............. 10.10920 Belgískurfranki............. 1.63970 Svissneskurfranki.......... 38.67280 Hollensktgyllini........... 30.52010 Vesturþýskt mark........... 34.44430 Ítölsklíra.................. 0.04674 Austurriskursch............. 4.88850 Portúg. Escudo.............. 0.39900 Spánskurpeseti.............. 0.53530 Japansktyen................. 0.43598 írsktpund.................. 91.05800 KROSSGÁTA Lárétt: 1 hæð4skökk 6spíra7hópur9lund 12trufla14vex15 planta 16glaðan 19 keyrir20gras21 iðju- söm Lóðrétt: 2 ellegar 3 Ijá 4 umrót 5 spil 7 vinnur 8 hraust 10 sárin 11 snáðar13lagleg 17 púka 19 hraði Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 lögg 4 burð 6 áma 7 haft 9 tagl 12 las- in14spé15geð16 trega19noti20eðli21 aftri Lóðrétt: 2 öra 3 gáta 4 bati 5 rög 7 hyskni 8 flétta 10 angaði 11 liðn- ir 13 ske 17 rif 18ger Miðvikudagur 22. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.