Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.11.1989, Blaðsíða 11
ERLENT Ungaverjaland Flokksforræðið er fyrir bí Ungverjarfarafram á viðurkenningu semfullgilt lýðrœðisríki með fjölflokkakerfi ogþingrœði segir dr. JozsefHajdú, sendiherra Ung- verjalands hér á landi Það mun kosta fórnir að brúa bilið á milli austurs og vesturs, segir Jozsef Hajdú sendiherra Ungverjalands hér á landi Asíðatliðnu ári hefur ung- verska þingið gert þær breytingar á lögum og stjórnar- skrá landsins er leggja lagalegan grundvöll fyrir markaðshagkerfi og þingræði með fjölflokkakerH og frjálsum kosningum. Við Ung- verjar leitum því nú eftir viður- kcnningu frá Vesturlöndum sem fullgilt lýðræðisríki með fjöl- flokkakerfi. Þetta sagði dr. Jozsef Hajdú, nýskipaður sendiherra Ungverja- lands hér á landi í samtali við Þjóðviljann, en hann afhenti forseta íslands trúnaðarbréf í síð- ustu viku. Dr. Hajdú mun hafa aðsetur í Stokkhólmi. Hversu víðtœkar eru þessar breytingar og að hvaða leyti marka þœr fráhvarf frá fyrri stefnu? Þetta eru grundvallarbreyting- ar sem felast fyrst og fremst í því að Kommúnistaflokkurinn hefur lagt sjálfan sig niður og afsalað sér þeirri valdaeinokun sem hann hefur notið innan ríkisins. Það forræði flokks og ríkis sem við höfum búið við í fjóra áratugi er ekki lengur fyrir hendi. Sósíal- istaflokkur Ungverjalands, sem er eins konar arftaki Kommún- istaflokksins, er að okkar mati framhald af bestu arfleifð ung- verskrar verkalýðshreyfingar, en hann er ekki framhald á stefnu Kommúnistaflokksins. Reszö Nyers, núverandi for- maður Sósíalistaflokksins er hag- fræðingur, sem var á sínum tíma arkitekt þeirra efnahagsumbóta sem hafnar voru 1968 og voru grundvöllur efnahagsframfara í Ungverjalandi. Hann skildi hins vegar að ekki nægði að gera efna- hagsumbætur ef ekki yrðu jafn- framt gerðar pólitískar umbætur. Hann hóf afskipti af stjórnmálum fyrir 2-3 árum og er nú leiðtogi Sósíalistaflokksins. Sósíalista- flokkurinn tók upp samvinnu við aðra stjórnmálaflokka í landinu, sem fól í sér að á síðastliðnu sumri var stjórnarskrá landsins endursamin í flestum greinum. Endanleg stjórnarskrá verður þó ekki frágengin fyrr en með næsta þingi, sem verður haldið að unda- ngengnum frjálsum þingkosning- um. Það verða fyrstu frjálsu þing- kosningarnar í Ungverjalandi síðan 1947. Á þeim tíma sem liðinn er síð- an starfsemi stjórnmálaflokka var gefin fullkomlega frjáls hafa sprottið upp 40-50 slíkir flokkar í landinu. Ahrif þeirra munu ekki koma í ljós fyrr en eftir fyrstu kosningarnar, en samkvæmt kosningalögum þarf 4% lág- marksfylgi til þess að komast inn á þing. Flokkunum mun þá vænt- anlega fækka, en 1947 voru 5 stórir flokkar í ungverska þing- inu. Næsti áfangi þeirra grundvall- arbreytinga, sem ungverskt þjóðfélag er nú að ganga í gegn- um, felst í því að þann 26. nóv- ember verður efnt til þjóðarat- kvæðagreiðslu um það, hvort forseti lýðveldisins skuli kosinn beinni leynilegri kosningu eða hvort fyrst skuli efnt til þingkosn- inga, og þinginu síðan falið að kjósa forseta. Sósíalistaflokkurinn hefur lýst þeirri skoðun, að forsetann skuli velja með beinni kosningu fólks- ins, en stjórnarandstaðan hefur haft þá skoðun að fyrst skuli kjósa til þings og síðan skuli þing- ið velja forseta. Kosningarnar þann 26. nóvember munu leiða vilja fólksins í ljós. Það er í fyrsta skipti í langan tíma sem þjóðin fær að segja álit sitt og úrslitin eru því spennandi. Samkvæmt regl- um þarf kosningaþátttaka að vera yfir 50% til þess að kosning- in sé marktæk. Síðustu fregnir herma að nokkrir stjórnarand- stöðuflokkar hafi hvatt fólk til að hunsa kosninguna, og því eru úr- slitin spennandi, hvernig sem þau fara. Fyrir rúmu ári síðan átti ég samtal við ungverska mennta- konu, sem lýsti þá þeirri skoðun sinni að umbœtur í Ungverjalandi vœru illframkvæmanlegar. Það vœri búið að ala þjóðina upp íþví að ríkið og flokkurinn hugsaði fyrir fólkið, og ungverskur al- menningur kynni ekki lengur að axla lýðrœðislega ábyrgð. Hún nefndisem dœmi húsnæðiskerfið, sem væri mjög niðurgreitt en komið í þrot. Efnahagslegar um- bætur hlytu að fela í sér að verð á húsnœði færðist nœr markaðs- verði. það þýddi auknar byrðar á fólkið, og því myndi það snúast öndvert gegn nauðsynlegum um- bótum. Var þessi kona óeðlilega svartsýn? Já, það tel ég. Það er að vísu rétt, að við munum þurfa að færa fómir til þess að brúa það efna- hagslega bil, sem er á milli Ung- verjalands og hins þróaða hag- kerfis vesturlanda. En það er hægt að gera með misjöfnum hætti. Húsnæði hefur verið niður- greitt fyrir alla. Nú þegar hækka þarf verðið til samræmis við raun- verulegan kostnað, þá þarf um leið að byggja upp nýtt félagslegt kerfi, sem hjálpar þeim er nauðsynlega þurfa á því að halda, en ekki hinum. Það þýðir aukið réttlæti miðað við það sem verið hefur. Hvað varðar lýðræðishefðina, þá tala staðreyndimar sínu máli: við búum ekki lengur við það forræði ríkis og flokks, sem Ung- verska alþýðulýðveldið byggði á. Það vald er einfaldlega ekki lengur fyrir hendi. Það sem stjóm okkar leggur áherslu á núna er að koma á formlegum samskiptum á milli Ungverjalands og V-Evrópu- landanna. Við stöndum frammi fyrir margs konar tollamúrum og útflutningskvótum í viðskiptum okkar við Vesturlönd, og á því þurfum við að finna lausn. Þess vegna leitum við eftir samningum við bæði Evrópubandalagið og EFTA, og þess vegna höfum við m.a. lagt aukna áherslu á aukin samskipti við Norðurlöndin. Ég fylgdi Jóni Baldvin Hanni- balssyni utanríkisráðherra ykkar í opinberri heimsókn hans til Ungverjalands um daginn. Ég tel að hún hafi verið gagnleg og von okkar er að hún beri árangur í nýjum formlegum samskiptum á milli Ungverjalands og EFTA- rfkjanna og auknum viðskiptum á milli Ungverjalands og aðildar- ríkjanna, þar á meðal lslands. -ólg (fl Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. borg- arverkfræðingsins í Reykjavík og Borgarskipu- lags Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í vinnu- stöðvar fyrir væntanlegt kortaupplýsingakerfi fyrir Reykjavík. Um er að ræða 8 vinnustöðvar (workstations) fyrir UNIX-fjölnotendastýrikerfi, með öllum til- heyrandi fylgibúnaði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með fimmtu- deginum 23. nóvember 1989, gegn kr. 1000,- skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 20. desember, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Keflavík - Njarðvík Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Reykjanes- svæði leitar eftir hentugu húsnæði fyrir sambýli í Keflavík eða Njarðvík. Um er að ræða raðhús og/eða einbýlishús á einni hæð með 5-6 rúm- góðum herbergjum. Tilboð óskast send eignadeild fjármálaráðu- neytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 1. desember 1989. Fjármálaráðuneytið, 21. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.