Þjóðviljinn - 25.11.1989, Síða 10
LANPSFUNPURINN
Ályktanir landsfundar
Kjaramál og menningarmál
Slæm mistök áttu sér stað þegar
ályktanir landsfundar Al-
þýðubandalagsins birtust í Þjóð-
viljanum sl. fimmtudag. Höfðu
dálkar stokkast í umbroti blaðs-
ins. Biðst Þjóðviljinn velvirðing-
ar á því og birtast hér aftur álykt-
anir fundarins í kjara- og menn-
ingarmálum.
Ályktun
um kjaramál
Á undanförnum misserum hef-
ur launafólk mátt þola samfellt
kaupmáttarhrap. Þetta hefur
komið sér illa fyrir allt launafólk
og orðið til að auka á ójöfnuð í
þjóðfélaginu.
Alþýðubandalagið ítrekar þá
stefnu sína að dagvinnutekjur
dugi til að framfleyta fjölskyldu.
Flokkurinn telur að þetta geti
gerst með minni launamun og
hækkun tímakaups samfara
styttri vinnutíma og aukinni
framleiðni. Jafnlaunastefna er
stefna Alþýðubandalagsins.
Fylgja þarf eftir þeirri hugsun
sem fólst í samningum BSRB, en
þar var áhersla á að hækka lægstu
taxtana sett í öndvegi. Sérstakt
átak þarf að gera í málum hinna
lægstlaunuðu og til að jafna þann
mun sem er á launum karla og
kvenna. Fundurinn ítrekar kröfu
Alþýðubandalagsins að sömu
laun séu greidd fyrir sömu vinnu
og ríkið gangi þar á undan með
góðu fordæmi.
Alþýðubandalagið telur brýnt
að bæta og tryggja starfskjör
launafólks. Flokkurinn mun
beita sér á yfirstandandi Alþingi
fyrir breytingum á lögum nr. 19
frá 1979 svo að atvinnurekendum
verði ekki heimilt að senda fólk
heim og fella það af launaskrá
með tilvísun til hráefnisskorts,
sem oft er tilkominn vegna á-
kvörðunar atvinnurekenda um
að láta skip sín sigla.
Reynsla undangenginna ára
sýnir að kaupmáttur verður ekki
varinn nema að laun séu vísitölu-
tryggð.
Alþýðubandalagið telur mikil-
vægt að efla almannatryggingak-
ernð þannig að afkoma peirra sé
tryggð sem þess þurfa að njóta.
Alþýðubandalagið telur mikil-
vægt að halda niðri verðlagi á
brýnustu lífsnauðsynjum og
leggur til að í áföngum verði
dregið verulega úr skattlagningu
á matvælum.
Raunvextir á útlánum verði
ekki hærri en í viðskiptalöndum
okkar og verði beitt bindingará-
kvæðum í bankalögum til að
tryggja að árangur náist.
Húsnæðismál eru eitt brýnasta
hagsmunamál launamanna. Al-
þýðubandalagið styður eindregið
eflingu félagslega íbúðakerfisins,
m.a. með auknu fjármagni og
samræmingu eða samruna þeirra
kerfa sem nú eru til staðar. Al-
þýðubandalagið leggst gegn
hækkun vaxta í almenna húsnæð-
islánakerfinu. Flokkurinn krefst
þess að þannig verði að greiðslu
vaxtabóta í húsbréfakerfinu stað-
ið að kostnaður almenns launa-
fólks við að afla sér húsnæðis
hækki ekki.
Alþýðubandalagið bendir á að
skattaícerfið á að gegna mikil-
vægu hlutverki til tekjujöfnunar.
í því sambandi styður flokkurinn
að sett verði á hátekjuþrep og að
fjármagnstekjur verði skatt-
lagðar. Jafnframt bendir flokkur-
inn á að til þess að mögulegt sé að
nota skattakerfið til tekjujöfnun-
ar verður að stórbæta skattaeftir-
lit.
Alþýðubandalagið telur að
stjórnvöld og samtök launafólks
þurfi að herða róðurinn gegn vax-
andi atvinnuleysi. Stöðvun fyrir-
tækja í einstökum byggðarlögum
og atvinnugreinum er ekki eini
þáttur þessa vanda, heldur hefur
samdráttur í verslun, þjónustu og
ýmissi framleiðslu valdið at-
vinnuleysi sem bitnar harðast á
eldra fólki á vinnumarkaði. Við
þessu þarf að bregðast með marg-
háttuðum aðgerðum: koma í veg
fyrir stöðvun atvinnugreina sem
eiga framtíð fyrir sér; aðstoða
fólk til sjálfshjálpar, þ.e. að
skapa sjálft ný atvinnutækifæri;
auka atvinnuleysisbætur, efla at-
vinnuleysissjóði o.fl. o.fl.
Auðvelda þarf fólki í samdráttar-
greinum að skipta um starf, t.d.
þannig að það geti stundað starfs-
nám í nýrri grein á launum eða
bótum.
Þá er brýnt að hefja rannsóknir
á eðli atvinnuleysis og umfangi,
og beinist þær meðal annars að
því hverjir helst verða fyrir barð-
inu á atvinnuleysi, hvaða félags-
legar afleiðingar það hefur, og
hvaða þróunar sé að vænta á
næstu misserum. Sérstök ástæða
er til að stjórnvöld og samtök
launafólks vinni saman að því að
samdráttur í atvinnu leiði til
minnkandi yfirvinnu fremur en
atvinnuleysis. Samfélagsþróunin
hnígur í þá átt að heildarmagn
vinnu minnki, - og mestu varðar
að tryggja réttlátari dreifingu
þeirrar vinnu.
Alþýðubandalagið fagnar
áformum um að spara útgjöld
vegna einkareksturs sérfræðinga
og lyfjanotkunar og telur brýnt
að lækka smásöluálagningu á Iyf
- og að efla heilsugæslustöðvar
og göngudeildir sjúkrahúsa.
Alþýðubandalagið leggur
áherslu á að framlög til mennta-,
heilbrigðis- og félagsmála rýrni
ekki og beinist jafnan að því að
leysa brýn verkefni sem auka
jöfnuð í þjóðfélaginu. Jafnframt
verði komið í veg fyrir að há-
launahópar geti skarað eld að
sinni köku í skjóli úrelts skipu-
lags.
Alþýðubandalagið leggur
áherslu á að réttur Iaunafólks til
starfsmenntunar og almennrar
menntunar er hluti lífskjara.
Landsfundurinn hvetur því til
þess, að á yfirstandandi þingi
verði sett lög, sem treystir rétt-
indi fólks í þessu sambandi og efl-
ir markvissa og fjölbreytta full-
orðinsfræðslu.
Alþýðubandalagið mótmælir
öllum hugmyndum um að tak-
marka samnings- og verkfallsrétt
launafólks.
Flokkurinn telur brýnt að sett-
ar verði skorður við því að fólk
sem ekkert hefur að selja annað
en vinnuafl sitt sé gert að undir-
verktökum og þannig svipt rétt-
indum launafólks.
Mikilvægt er að fólki sem starf-
ar að verkalýðsmálum sé skapað-
ur grundvöllur innan flokksins. í
því skyni er mikilvægt að efla
starfsemi verkalýðsmálaráðs og
setja því fastari skorður.
Samningsréttur laun-
þegahreyfingarinnar
Landsfundur Alþýðubanda-
lagsins 1989 væntir þess, að ráð-
herrar flokksins muni á vetri
þessum a.m.k. beita áhrifum sín-
um til þess að lög verði ekki sett
til að skerða samningsrétt
launþegahreyfingarinnar.
Menningarmál
I
Landsfundur Alþýðubanda-
lagsins lýsir yfir áhyggjum vegna
síaukins framboðs á afþreyingar-
efni fyrir börn þar sem frum-
samdar bækur og annað vandað
menningarefni skipar æ minni
sess. Menningarleg stéttaskipting
fer vaxandi í íslensku samfélagi
og því verða skólakerfi og ríkis-
fjölmiðlar að bregðast við þessari
óheillaþróun nú þegar. Því fagn-
ar Landsfundur AB áformum
menntamálaráðuneytisins um að
efla þátt lista og menningarstarfs
í lífi, starfi og námi yngstu kyn-
slóðarinnar og hvetur til þess að
markvisst verði unnið að því á
öllum stigum forskóla og grunn-
skóla og við menntun uppeldis-
stétta.
Landsfundur AB lýsir yfir
áhyggjum vegna hnignandi mál-
þroska íslenskra barna og hvetur
til þess að móðurmálskennsla
skipi öndvegi hvarvetna í skóla-
kerfinu. Landsfundur AB fagnar
málræktarátakinu sem mennta-
málaráðuneytið hefur gengist
fyrir á þessu ári og hvetur til þess
að því verði fylgt eftir með stór-
aukinni móðurmálskennslu.
II
Landsfundur AB skorar á ráð-
herra og þingmenn flokksins að
sýna byggðastefnu í verki og rjúfa
þá einangrun í menningarmálum
sem íbúar landsbyggðarinnar
hafa mátt búa við. Þeir sem búa á
suðvesturhorni landsins njóta
þeirra forréttinda að hafa greiðan
aðgang að menningarlífi sem að
verulegu leyti er kostað af al-
mannafé, t.d. Þjóðleikhúsi, Sin-
fóníuhljómsveit, Öperu og söfn-
um. Úti á landi er sambærileg
starfsemi, ef einhver þrífst, kost-
uð af sveitarfélögum eða einfald-
lega borin uppi af einskærum
áhuga og fórnfósu starfi.
Við verðum að vinna bug á
þeirri menningarlegu stéttar-
skiptingu sem er við lýði. Liður í
þeirri baráttu eru m.a. svokallað-
ar M-hátíðir sem gera hvort-
tveggja í senn að efla menningarl-
íf í heimabyggðum og flytja list
um landið. Landsfóndur AB
hvetur til þess að framhald verði
á þessu starfi og öðru sambæri-
legu.
Menningarstarf úti á landi á
hvarvetna í vök að verjast og
ríkisvaldið verður að styðja við
bakið á því með stórauknum
fjárframlögum. Eina atvinnu-
leikhúsið á landsbyggðinni
Leikfélag Akureyrar, mun hætta
starfsemi á vori komanda eftir
sextán ára samfellt starf sem
atvinnuleikhús ef ekki kemur til
aukið framlag frá hinu opinbera.
Landsfóndur AB hvetur til að
fjárveitingavaldið sjái til þess að
því verði afstýrt.
ra
Á þeim tímum þegar umræður
um sameinaða Evrópu standa
sem hæst er mikilvægt að standa
vörð um menningu smáþjóða og
taka jafnframt þátt í alþjóðlegu
samstarfi á sviði menningarmála
af fóllri reisn. Nú þegar er farið
að brydda á miðstýringu á
fræðslu og menningarmálum
innan Evrópubandalagsins, sem
við hljótum að bregðast við.
Landsfundur AB fagnar því
átaki sem nú er fyrirhugað á veg-
um menntamálaráðuneytisins til
að kynna íslenska menningu og
list erlendis Jafnframt hvetur
fóndurinn til þess að mennta-
málaráðuneytið hafi frumkvæði
að stofnun kynningar- og útflutn-
ingsmiðstöðvar fyrir íslenska list,
sem stuðh að útgáfó íslenskra
bókmennta á erlendum tungum
og skipuleggi íslenska Ustvið-
burði erlendis. Mikilvægt í því
sambandi er að slíkt starf sé jafn-
an unnið í náinni samvinnu við
listamenn og samtök þeirra.
IV
Landsfóndur Alþýðubanda-
lagsins ítrekar þá afstöðu flokks-
ins að standa beri vörð um ís-
lenska tungu og menningu.
Þá skorar hann á forystu
flokksins að nota það tækifæri
sem nú býðst við fyrirhugaða
skattkerfisbreytingu þannig að
virðisaukaskattur leggist ekki á
íslenskt prentmál, hvorki á fram-
leiðslustigi né við sölu.
Við slíka ákvörðun lækkaði
verð íslenskra bóka og staða
þeirra í samkeppni við erlendan
menningariðnað styrktist. Um
leið fylgdu íslendingar góðu for-
dæmi flestra Evrópuþjóða í bar-
áttu fyrir viðgangi þjóðlegrar
menningar.
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði
Fundur 1. des.
Föstudaginn 1. des. hittast Alþýðubandalagsmenn í Hafnarfirði kl.
8 í Gaflinum til skrafs og ráðagerða. Stjórn ABH
Alþýðubandalagið á Akranesi
Bæjarmálaráðsfundur
Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins á
Akranesi í Rein mánudaginn 27. nóvember kl. 20,30.
Dagskrá: 1. Á að gera SR að hlutafélagi?
2. Dagskrá bæjarstjórnarfundar.
3. Önnur mál.
Á fundinn mæta Inga Harðardóttir fulltrúi AB í stjórn SR og Skúli
Alexandersson alþingismaður. Stjórnin.
Alþýðubandalagið Kópavogi
Aðalfundur bæjarmálaráðs
Aðalfundur bæjarmálaráðs Kópavogs verður haldinn mánudag-
inn 27. nóvember n.k. í Þinghól, Hamraborg 11 og hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kynning á frumvarpi til laga um félagslega þjónustu sveitarfé-
laga.
Framsögumaður Bragi Guðbrandsson, félagsmálastjóri Kópa-
3. Örwfúr mál.______________________________StÍó™ln
Alþýðubandalagið á ísafirði
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubandalagsins á isafirði verður haldinn á Hót-
el (safirði sunnudaginn 26. nóvember klukkan 16. Gestur fundar-
ins verður Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Fréttir af landsfundi.
3. Önnur mái.
Allt Alþýðubandalagsfólk og stuðningsmenn eru hvattir til að
mæta. Nýir félagar eru sórstaklega boðnir velkomnir.
cr> ™ ^ /
Ol- UJ r- HRINGUR J0HANNESS0N
• CN| • T- © •Zm OJ C -; ™ MÁLVERKASÝN I NG
3« —i • * Sýning í Listasafni ASÍ 25. nóvember
—) > ° til 10. desember 1989
cd >• r —, iJ irí O' rívj Opið virka daga kl. 16.00 - 20.00
og kl. 14.00 - 20.00 um helgar
I0ro( LISTASAFN ASI Idld Grensásvegur 16, Reykjavík