Þjóðviljinn - 30.11.1989, Page 2

Þjóðviljinn - 30.11.1989, Page 2
FRÉTTIR Jafnréttisráð Sigur á karlveldinu Sparisjóður Norðfjarðar greiðir Klöru ívarsdóttur 450þúsund króna skaðabœtur. Elsa Þorkelsdóttir: Viðurkenning á lagabroti Verðlag r Afengi og tóbak hækkar - Við lítum á niðurstöðuna bæði sem persónulegan sigur Kiöru og sigur Jafnréttisráðs, en þetta er í fyrsta skipti sem greiddar eru skaðabætur í máli sem komið er fyrir dómstóla. Með dómsáttinni er Sparisjóður Norðfjarðar I raun að viður- kenna brot sitt gegn jafnréttislögunum, sagði Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs en í gær var gerð sátt í máli Klöru ívarsdóttur gegn Sparisjóði Norðfjarðar. Spari- sjóðurinn féllst á að greiða Klöru 450 þúsund krónur í skaðabætur. Jafnréttisráð höfðaði málið fyrir hönd Klöru sem kærði á sín- um tíma til ráðsins ráðningu í stöðu sparisjóðsstjóra við Spari- sjóð Norðfjarðar. Auk Klöru Vöruskipti Hagstæð um 6,8 miljarða Fyrstu níu mánuði þessa árs var vöruskiptajöfnuður hagstæð- ur um 6,8 mi|jarða króna en á sama tíma í fyrra var hann hag- stæður um 0,1 miljarð króna á sama gengi. í septembermánuði voru flutt- ar út vörur fyrir tæpa 5,9 milj arða króna en inn fyrir röska 5,5 milj- arða. Vöruskiptajöfnuðurinn í september var því hagstæður um 360 miljónir króna en í septemb- er í fyrra var hann hagstæður um 870 miljónir króna á sama gengi. -Sáf Einar Jóhannesson Reflex hjá Sinfóníunni Á sjöttu áskriftartónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands sem verð á kvöld kl. 20.30 í Háskóla- bíói verður frumflutt Reflex, nýtt íslenskt tónverk eftir Kjartan Ol- afsson. Þá mun Einar Jóhannes- son klarinettuleikari leika einleik í Klarinettukonsert eftir Carl Ni- elsen. Einnig er á efnisskránni Sinfónía nr. 4 eftir Beethoven. Hljómsveitarstjóri er írinn Colman Pearce. Forskot á 1. des. Megas verður með tónleika í Stú- dentakjallaranum við Hring- braut í kvöld og eru tónleikar þessir upphafið að 1. des. fagnaði stúdenta í ár. Megas mun flytja nýtt og gamalt efni í bland. Að- gangur 500 krónur. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. sem verið hafði skrifstofustjóri í 8 ár og settur sparisjóðsstóri til skamms tíma, sótti Sveinn Áma- son um stöðuna, en hann hafði ekki starfað hjá bankanum áður. Sveinn fékk stöðuna og í fram- haldi af því sagði Klara upp störf- um hjá Sparisjóðnum og lagði fram kæru til Jafnréttisráðs þar sem hún taldi að ólöglega hefði verið fram hjá sér gengið við stöðuveitinguna. - í þessu máli gátum við að- stoðað konu við að ná lengra en að fá viðurkenningu Jafnréttis- ráðs á að jafnréttislögin hefðu verið brotin en það hefur lengi verið talað um það að úrskurðir ráðsins hafi enga þýðingu. Niður- staða þessa máls sýnir að það er ekki rétt í öllum tilfellum og er viðurkenning á því að starfi okk- ar miði f rétta átt, sagði Elsa. -*Þ Bíóhöllin í Breiðholti fylltist í gær af kátum börnum af nokkrum dagvistarstofnunum borgarinnar. Þau voru þarna mætt á forsýningu teiknimyndarinnar Óliver og félagar, sem byggð er á sögunni Óliver Twist eftir Charles Dickens. Myndin verður frumsýnd um alla Evrópu um þessi jól. Einsog sjá má á myndinni skemmtu bömin sér konunglega. Mynd Jim Smart. Búist er við að mjólk og mjólkurafurðir hœkkium5% Áfengi og tóbak hækkaði í verði í gær um 6% að meðaltali. Hækkunin er til komin vegna gengisbreytinga, hækkana er- lendis og einnig til að tryggja rík- issjóði þær tekjur sem gert er ráð fyrir að hann fái frá Afengis- og tóbaksverslun ríkisins. Eftir þessa verðlagsbreytingu hækkar íslenskt brennivín úr 1.400 krónum í 1.500 krónur og venjulegt viskí hækkar úr 2.090 krónum í 2.250. Kippa af Löwen- brau hækkar úr 700 krónum í 730 krónur, algeng rauðvínstegund úr 670 í 710 krónur flaskan og hvítvín úr 560 í 590 krónur. Al- geng sígarettutegund hækkar úr 188 krónum í litlar 199 og vindla- pakki úr 290 í 320 krónur. Þá er reiknað með að komi til, framkvæmda á fullveldisdaginn 1. desember 5% hækkun á mjólk og mjólkurvörum en ákvörðun um það verður tekin á fundi fimm manna nefndar sem haldinn verður í dag. Verði af þessari hækkun mun mjólkurlítrinn hækka úr 70,20 krónum í 73,70 krónur. Ennfremur er búist við að á sama tíma hækki kjöt og full- unnar kjötvörur um 3%. Hluti þessara hækkana stafa af því að 1. október var frestað hækkun á launalið bænda og álagningu kaupmanna sem hækk- ar um 0,5%, úr 13,3% í 14,8%. -grh Veggspjald kvikmyndaeftirlitsins Kvikmyndaeftirlit ríkisins hefur nýverið gengist fyrir útgáfu vegg- spjalds sem ætlast er til að hengt verði upp á sem flestum myndbanda- leigum á landinu. Á spjaldinu er vakin athygli á merkimiðum eftirlits- ins en þeir eiga lögum samkvæmt að vera á öllum myndbandsspólum með leiknum kvikmyndum, sem dreift er til leigu eða sölu. Það aldurs- takmark sem tilgreint er á spólunni á að sjálfsögðu alltaf að gilda við afhendingu hennar. Barnaverndarsjóður Knuds Knudsen styrkti út- gáfuna og Samtök íslenskra myndbandaleiga taka að sér dreifingu til allra sinna félagsmanna. Á myndinni tekur Ásgeir Þormóðsson for- maður Samtaka íslenskra myndbandaleiga við veggspjaldinu af Auði Eydal forstöðumanni kvikmyndaeftirlitsins. Með þeim á myndinni eru þau Adolf Petersen og Guðrún Birgisdóttir skoðunarmenn kvik- mynda. Utgáfutónleikar í Sjallanum Bjartmar Guðlaugsson verður með útgáfutónleika í Sjallanum á Akureyri í kvöld. Þar kynnir hann fímmtu sólóplötu sína, „Pað er puð að vera strákur“. Bjartmar mun einnig árita plöt- una í Hljómdeild KEA og Hag- kaupum á Akureyri í dag. Á laug- ardag verður hann svo með tón- leika í Hótel Mælifelli á Sauðár- króki en daginn áður, föstudag- inn 1. desemeber, áritar hann plötuna í Kaupfélagi Skagfirð- inga. Ráðstefna um hátækni „Hvaða aðgerða er þörf til þess að fjárfesting í rannsóknarverk- efnum undanfarinna ára skili auknum útflutningstekjum á næsta áratug?“ er yfirskrift ráð- stefnu um hátækni og nýiðnað sem Útflutningsráð Islands stendur fyrir á morgun, föstudag- inn 1. desember. Á ráðstefnunni verða flutt fímm erindi um þetta efni og fjögur rannsókna- verkefni, sem eru á lokastigi, verða kynnt. Ráðstefnan verður í Borgartúni 6 frá kl. 13.15 til 17.00. Jólasmiðja fyrir börn Götuleikhúsið verður með Jóla- smiðju fyrir böm alla laugar- daga í desember. Jólasmiðjan er í tengslum við Hlaðvarpann, Vest- urgötu 3. Þar fá börnin að föndra, syngja, dansa, hitta jólasveininn og aðrar skemmtilegar ævintýra- verur á meðan foreldrar gera jólainnkaupin í Hlaðvarpanum og Gamla miðbænum í ró og næði. Jólasmiðjan tekur vægt gjald fyrir að hafa ofan af fyrir börnunum en hún er opin frá kl. 12 til 16 nk. laugardag en 9., 16. og 23. desember er hún opin frá 12-18. Minnihluta- málsamfélög Birgitta Vehmas, forstöðumaður Tungumálstofnunarinnar við Há- skólann í Rovaniemi, flytur opin- beran fyrirlestur í boði Heimspekideildar Háskóla ís- iands og Norræna hússins mánu- daginn 4. desember kl. 17.15 í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn nefnist „Minoritetssprak í nord- kalottomradet“ og fjallar um minnihlutamálsamfélög í nyrsta hluta Finnlands, Svíþjóðar og Noregs. Fyrirlesturinn er á sænsku og er öllum heimill að- gangur. íslenskar kvennarannsóknir Hvað er markvert að gerast í kvennarannsóknum í hinum ýmsu greinsum? er spurning sem leitað verður svara við á fundi áhugahóps um íslenskar kvenn- arannsóknir sem haldinn verður í kvöld kl. 20.30 í Skólabæ, Suður- götu 26. Guðný Guðbjömsdóttir dósent í uppeldisfræði opnar um- ræðuna með því að fjalla um þró- un í uppeldisfræði. Hljómsveit Tónlistarskólans Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Bú- staðakirkju á morgun, föstudag- inn 1. desember, kl. 18.00. Flutt- ur verður forleikur að Rakaran- um í Sevilla eftir Rossini og Sin- fónía í g-moll eftir Mozart. Stjómandi hljómsveitarinnar er Ingvar Jónasson. Aðgangur er ókeypis. Stefna Finna í refsirétti Dr. Terttu Utriainen lagapró- fessor við Lapplandsháskóla í Rovaniemi og forstöðumaður Norrænu lagastofnunar. Lapplands-háskóla verður með fyrirlestur í Norræna húsinu í dag kl. 17.30. Fyrirlesturinn nefnist Stefna Finna í refsirétti og verður fluttur á ensku. Geðhjálp um svefnleysi í kvöld kl. 20.30 mun Júlíus Björnsson sálfræðingur halda fyrirlestur um svefnleysi á vegum Geðhjálpar. Fyrirlesturinn verð- ur á Geðdeild Landspítalans og er öllum opinn. Félagið Geðhjálp mun gangast fyrir mánaðarlegum fyrirlestmm í vetur. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 30. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.