Þjóðviljinn - 09.12.1989, Síða 3

Þjóðviljinn - 09.12.1989, Síða 3
FRÉTTIR Kvikmyndagerð Margfaldir möguleikar íslenskir kvikmynda- ogsjónvarpsmennfá aðgang að 400 miljóna króna sjóði með aðeins 1 % framlagi Svavar Gestsson óskar Markúsi Erni Antonssyni og Hans Kristjáni Árnasyni til hamingju eftir undirritun samninqsins. Mynd: Jim Smart. Igær var undirritaður samning- ur um stofnun norræns kvikmynda- og sjónvarpssjóðs sem talinn er brjóta blað í nor- rænni kvikmynda- og sjónvarps- gerð. Af íslands hálfu eiga Kvik- myndasjóður Islands, Ríkisút- varpið og Islenska sjónvarpsfé- lagið hf. aðild að sjóðnum sem mun hafa rösklega 400 miljónir til ráðstöfunar ár hvert. Framlög til sjóðsins skiptast að jöfnu á milli norrænu ráðherra- nefndarinnar, kvikmyndastofn- ana og sjónvarpsstöðva á Norð- urlöndum og miðast hlutur samn- ingsaðila í hverju landi við sömu reglu og gildir um framlög til norræns samstarfs. fslensku sjón- varpssöðvarnar greiða samanlagt 1% af framlagi norrænna sjón- varpsstöðva, eða 750 þúsund krónur hvor, og Kvikmyndasjóð- ur íslands greiðir 1% af framlagi norrænna kvikmyndastofnana, eða 1,5 miljónir króna. Fimm manna sjálfstæð sjóðs- stjórn tekur ákvarðanir um út- hlutanir úr sjóðnum. Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi og fyrrum sjónvarpsmaður situr í stjórninni af íslands hálfu, en varamaður hans er Kristín Jó- hannesdóttir kvikmyndaleik- stjóri. Framleiðendur kvik- mynda eða sjónvarpsefnis geta sótt um framlög úr sjóðnum og er enginn áskilnaður um að fleiri en ein þjóð þurfi að standa að við- komandi verki. Úthlutun fer fyrst og fremst eftir listrænu mati og hvort verkið sé vel fallið til dreif- ingar á Norðurlöndum. Pá er einnig lögð áhersla á að veita styrki til barna- og unglingaefnis. Svavar Gestsson, formaður norrænu ráðherranefndarinnar, sagði samninginn vera sérlega kærkominn fyrir íslenska kvik- myndagerð nú þegar ráðstöfun- arfé Kvikmyndasjóðs íslands er bundið við óbreytta krónutölu. „Þá finnst mér ánægjulegt að sjónvarpsstöðvarnar skuli standa sameiginlega í að efla bæði ís- lenska og norræna kvikmynda- og sjónvapsmyndagerð,“ sagði Svavar. Sjóðurinn mun taka til starfa um áramótin og verður fyrsta út- hlutun væntanlega snemma á nýja árinu. _þóm Jólasveinamir mæta Jólasveinarnir koma af fjöllum nú um helgina, reyndar aðeins fyrr en lög gera ráð fyrir þar sem fyrsti sveinninn á ekki að mæta fyrr en á þriðjudag. Þeir vilja samt ekki missa af því þegar kveikt verður á jólatrénu á Austurvelli á sunnudag kl. 16.00 og troða þar uppi á þaki Nýja kökuhússins. Athöfnin hefst kl. 15.30 með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur. Síðan mun sendiherra Noregs á íslandi afhenda tréð sem Osló gefur Reykvíkingum og mun borgarstjóri veita trénu viðtöku fyrir hönd borgarbúa. Athöfninni lýkur með söng Dómkórsins. Búseta Hallar á lands- byggðina Alvarlegar horfur í búset- uþróun á þessum áratug Aárunum 1980-1988 fjölgaði þjóðinni um 22.503 íbúa en þar af fjölgaði á landsbyggðinni utan höfuðborgarsvæðisins um aðeins 2.263 íbúa eða um 10.06% af heildar íbúafjölgun í landinu. Fjölgun á höfuðborgarsvæðinu er því um 89,94% allrar þjóðar- aukningar á þessum árum. Þetta kemur fram í samantekt Fjórðungssamband Norðlend- inga um búsetuþróunina á þessu tímabili. Á sama tíma hefur íbú- um fækkað á Vestfjörðum, Vest- urlandi og á Norðurlandi vestra um alls 529. Á Vestfjörðum er fækkunin mest eða tæp 0,5% að meðaltali á árunum 1980-1988. Á Suðurnesjum er hins vegar meðalaukningin 1,5% á ári. En samanlögð íbúaaukning á Norð- urlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi er 0,77% á ári. Petta þýðir að meðal aukning á Suður- nesjum á þessu tímabili er tvöfalt meiri en annars staðar á lands- byggðinni þar sem íbúafjölgun er um að ræða á annað borð. Fækkun íbúa á Norðurlandi vestra er aðeins 0,1% en fjölgun íbúa á Norðurlandi eystra er að meðaltali 0,18%, á Áusturlandi 0,30% og á Suðurlandi 0,29%. Fjórðungssambandið telur þessa búsetuþróun mjög alvarlega og þá sérstaklega sé það haft í huga að á Norðurlandi eystra er stærsti byggðakjarni landsins fyrir utan Faxaflóasvæðið. „ru Tónlistarvika Laugameskiiiqa Tónlistarvika verður haldin í Laugarneskirkju dagana 10.-17. desember í tilefni að fertugsaf- mæli kirkjunnar. Kór Laugar- neskirkju hefur tónleikahaldið á morgun kl. 17, en því lýkur með hátíðarmessu á sunnudaginn eftir viku. í frétt frá kirkjunni segir að miklar endurbætur hafi verið gerðar á henni undanfarin tvö ár, hún sé orðinn sem ný og meðal annars sé hljómburður orðin miklum mun betri en áður var. Biskup Íslands, herra Ólafur Skúlason opnar tónlistarvikuna með ávarpi fyrir tónleika kórsins á sunnudaginn. Á efnisskránni eru gömul jólalög, sem sænski kórstjórinn Anders Öhrwall hef- ur útsett og tekið saman undir nafninu Gaudete. Auk þess flytur hann Missa brevis eftir Mozart ásamt einsöngvurunum Sigríði Gröndal, Dúfu Einars- dóttur, Guðmundi Þ. Gíslasyni ogHalldóri Vilhelmssyni. Undir- leik annast hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands ásamt fertug Þresti Eiríkssyni organleikara en stjórnandi Ann Toril Lindstad, organleikari kirkjunnar. Ann Toril verður með hádeg- istónleika í kirkjunni alla virka daga vikunnar og hefjast þeir kl. 12. Hún nam orgelleik og kirkju- tóniist í Osló og Amsterdam og hefur verið organleikari Laugar- neskirkju undanfarin 4 ár. Á há- degistónleikunum flytur Ann Toril verk eftir ýmsa höfunda, svo sem Bach, Brahms, Buxtehu- de og Beethoven. Kyrrðarstund, altarisganga og fyrirbænir verða í kirkjunni um hádegi á fimmtudag auk tónleikanna og boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimil- inu á eftir. Kvöldlokk á jólaföstu heita tónleikar Blásarakvintetts Reykjavíkur, sem verða í kirkj- unni á þriðjudagskvöldið. Kvint- ettinn leikur verk eftir Mozart, Beethoven og Haydn og hefjast tónleikarnir kl. 20:30. Mótettukór Hallgrímskirkju heldur tónleika á fimmtudags- kvöldið og flytur þá meðal annars mótettur eftir J.S. Bach og Ecc- ard, jólalög og sálma meðal ann- ars í útsetningu Róberts Abra- hams Ottóssonar. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30- Loks verður Ann Toril með tónleika á laugardaginn kl. 17 og flytur þá þrjá þætti úr orgelsin- fóníu eftir Widor, auk verka eftir Franck og Reger. Tónlistarvik- unni lýkur með messum á sunnu- dag; Barnakór Laugarnesskólans syngur við barnamessu kl. 11, og Ólöf Kolbrún Harðardóttir og kór kirkjunnar við hátíðarmessu kl. 14. Aðgangur að hádegistón- leikum er ókeypis, miðar að síðdegis- og kvöldtónleikum eru seldir við innganginn. LG Einleikarapróf á víólu Hanna Margrét Sverrisdóttir víóluleikari heldur einleikstónleika í sal Tónlistarskóla Reykjavíkur næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20:30. Tónleikarnir eru burtfararpróf Hönnu Margrétar frá skólanum og leikur hún Svítu nr. III eftir J.S. Bach, Suite Hébraique eftir Ernest Bloch, Cadenzu eftir Áskel Másson og Sónötu í f-moll eftir Brahms. Undirleikari er Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari og aðgangur ókeypis. LG Laugardagur 9. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 HELGARRÚNTURINN BÚÐARÁPIÐ fer nú að verða allsráðandi í lífi fjölskyldunnar á laugar- dögum enda neyslugleðin mikla í nánd. í dag verða verslanir opnar til kl. 18 og þetta hafa tónleikahaldarar greinilega í huga því allir þeir átta tónleikar sem okkur er kunnugt um að halda eigi um helgina verða á morgun, sunnudag. Sinfónían ríður á vaðið, aukin Kársneskórnum, og flytur Hnotubrjótinn eftir Tsjækofskí í Háskólabíói kl. 14. Klukkan 17 hefst tónlistarvika Laugarneskirkju með því að kirkjukórinn flytur Missa brevis eftir Mozart ofl. auk þess sem Ann Toril Lindstad leikur Bach á orgelið. Á sama tíma hefjast tónleikar yngri nemendaTónskóla Sigursveins í Norræna, en hálftíma síðar vígir Ragnar Björnsson nýtt orgel sem skóli hans, Nýi tónlistarskólinn við Ármúla, hefur fengið og það er alíslenskt. Kl. 20.30 verða tónleikar nemenda íTónlistarskóla Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum og á sama tíma hefjast jólatónleikar Fílharmóníunnar í Kristskirkju. Síðast en ekki síst verður Kristján Magnússon og hljómsveit hans í Heita pottinum í Duus-húsi kl. hálf- tíu— GALLERÍIN eru mörg hver með jólaupphengi á veggjum sínum og gjarnan er reynt að trekkja með menningarlegum uppákomum, söng eða upplestri. í Gerðubergi sýnir Tolli hins vegar silkiþrykk ogí Norræna húsinu er Jóhanna Boga með grafík niðri og sæfarar ársins sýna myndir úr bókinni Kjölfar Kríunnar í anddyrinu. í Þjóðminja- safninu eru enn norræn jól og í tengslum við það sýnir Jón E. Guð- mundsson brúðuleikhús í Bogasalnum. í Hlaðvarpanum sýnir Heidi Kristiansen myndteppi og á Holiday Inn er sýning á grafíkverkum 11 listamanna. Loks ber að geta forvitnilegustu sýningarinnar en hún er undir berum himni og því aðeins opin í 3-4 tíma meðan bjart er. Hún heitir Englahúsið og er haldin að Seltjörn við Grindavíkurafleggjar- ann. Þar sýna þrjár stúlkur í MHÍ grafíkverk... LEIKHÚSIN eru að loka fyrir jól, það er síðasta sýningarheigi. í Borgarleikhúsinu verður Ljósvíkingurinn á báðum sviðum í kvöld og því litla annað kvöld, í Þjóðleikhúsinu sýna þeir Lítið fjölskyldufyrir- tæki í kvöld og annað k völd, Ó vitar verða sýndir á morgun kl. 14 og kl. 15 verðaleikararmeðjólagleðiíLeikhúskjallaranum. IKópavogieru Blúndur og blásýra á dagskrá sunnudagskvöld, en norður á Akureyri frumsýnir leikhópurinn Saga Fúsa froskagleypi í Dynheimum í kvöld... JÓLABÆKURNAR liggj a víða á glámbekk og í hádeginu í dag les Guðbergur Bergsson upp í Listasafninu... ha, er hann ekki með neina jólabók? Það eru hins vegar Birgir Sigurðsson, Eyvindur Eiríksson, Ragnheiður Ófeigsdóttir og Þorsteinn frá Hamri sem lesa upp úr þeim í FÍM-galleríinu kl. 14. Ogsjálfsagtverðarithöfundarákreikihérog þar í verslunum landsins... MARGSKONAR jólatilstand er viðhaft þessa dagana. Á Austurvelli verður kveikt á jólatrénu kl. 16 á morgun, sunnudag. Þar tekur Dóm- kórinn lagið og á eftir koma jólasveinar fram á þaki Nýja kökuhússins. í Hlégarði halda Mosfellingar jólavöku annað kvöld kl. 20.30og í Hátúni 12 verður markaður til fjáröflunar fyrir fatlaða kl. 14-18 í dag... OG SVO verður heil umferð í handboltanum, og margt fleira...

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.