Þjóðviljinn - 13.12.1989, Side 9
_________________FRETTIR_________________
Ályktun Landsfundar Alþýðubandalagsins
Byggða- og sveitarstjómarmál
Ný spennusaga
eftir
Duncan Kyle
Hörpuútgáfan hefur sent frá
sér nýja spennubók eftir Duncan
Kyle, sem skrifaði bókina Árás
að næturþeli, sem út kom fyrir
síðustu jól.
Þegar Lawrence Pilgrim, nýi
bankastjórinn hjá Hillyard &
Cleef í London, leitaði skýringa á
fimmtíu þúsund punda árlegri
greiðslu inn á óþekktan banka-
reikning í Sviss, tóku undarlegir
atburðir að gerast. Hótanir um
gjaldþrot bankans og jafnvel líf-
lát bankastjórans breyttu í engu
ákvörðun hans um að upplýsa
málið, hvað sem það kynni að
kosta.
Setið á svikráðum er 213 bls.
Þýðandi er Hersteinn Pálsson.
íslensk
sakamálasaga
Sekur flýr þó enginn elti, heitir
ný spennusaga eftir Birgittu H.
Halldórsdóttur, sem Skjaldborg
gefur út.
Birgitta H. Halldórsdóttir er
bóndi að Syðri-Löngumýri í
Austur-Húnavatnssýslu og send-
ir nú frá sér sína sjöundu bók.
Birgitta hefur vakið athygli
fyrir skemmtilega meðferð á efni
sem fáir íslenskir rithöfundar fást
við, sakamálasögur, en hér er
spurt um atburði sem mætti túlka
sem slys eða morð. Henni hefur
tekist að skapa spennandi sögu-
þráð í íslensku umhverfi.
Spennusaga
af Böskum
Sandkorn tímans heitir
spennusaga eftir Sidney Sheldon
sem Bókaforlag Odds Bjöms-
sonar gefur út.
Sandkorn tímans segir frá fjór-
um nunnum sem skyndilega
neyðast til að flýja vemdað um-
hverfi klaustursins í miskunnar-
lausan heim sem þær höfðu yfir-
gefið. Án fyrirvara em þessar
fjórar konur orðnar peð í grimmi-
legri baráttu hreyfingar Baska og
spánska hersins.
WÓÐVIUINN - SÍÐA 9
Sú byggðaröskun sem átt hefur
sér stað á undanförnum árum er
bein afleiðing rangrar stefnu fyrri
ríkisstjórnar í efnahags- og at-
vinnumálum. Trygg staða undir-
stöðuatvinnuveganna er for-
senda blómlegs mannlífs og bú-
setu á landsbyggðinni.
Landsfundurinn vekur athygli
á að nauðsynlegt er að marka
raunhæfa byggðastefnu til að
koma í veg fyrir enn frekari fólks-
flutninga af landsbyggðinni til
höfuðborgarsvæðisins. Sú ó-
heillaþróun hefur í för með sér
ýmisleg félagsleg vandkvæði.
Slíkir fólksflutningar kosta gífur-
lega fjármuni í margskonar upp-
byggingu á höfuðborgarsvæðinu
og leiða til vannýtingar í fjárfest-
ingu á landsbyggðinni.
Leggja verður áherslu á að tak-
markaður framleiðsluréttur í
sjávarútvegi og landbúnaði verði
bundinn byggðarlögunum með
ákveðnum hætti.
Til að ná raunhæfum árangri í
byggðamálum er nauðsynlegt að
stöðva fjármagnsflutningana af
landsbyggðinni til höfuðborgar-
svæðisins og að aflafé lands-
byggðarinnar nýtist henni sjálfri.
Nauðsynlegt er að efla sjálfs-
ákvörðunarrétt landsbyggðar-
innar í öllum málum og draga úr
því ákvörðunarvaldi er byggst
hefur upp í höfuðborginni.
Alþýðubandalagið leggur
áherslu á að réttur til samfélags-
legrar þjónustu er sá sami hvar
sem er í landinu og óháður bú-
setu.
Til að ná þessu markmiði er
nauðsynlegt að stórefla sveitarfé-
lög á landsbyggðinni og samtök
þeirra til að gegna því hlutverki
að tryggja jafnan rétt á þessu
sviði.
Ný verkaskipting ríkis og
sveitarfélaga og ný tekjustofna-
lög eru skref í þá átt að jafna að-
stöðu sveitarfélaganna. Tryggja
verður að sá árangur sem þar
náðist, m.a. í endurskipulagn-
ingu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
sem nú er orðinn raunverulegur
jöfnunarsjóður, verði ekki eyði-
lagður. Nauðsyniegt er að ríkið
standi að fullu við gert samkomu-
lag um uppgjör á skuidum ríkis-
ins við sveitarfélögin vegna sam-
eiginlegra verkefna á undan-
gengnum árum.
Breytt verkaskipting og ný
tekjustofnalög leiða til betri nýt-
ingar fjármagns og aukins sam-
starfs sveitarfélaga. Sú stað-
reynd, ásamt sameiningu
sveitarfélaga, stofnun héraðs-
nefnda og byggðasamlaga,
skapar nýjan grundvöll til upp-
stokkunar og eflingar byggðar í
landinu.
Stjórnsýslan
Samþykkt var að skipa vinnu-
nefnd, sem hafi það hlutverk að
fara yfir og útbúa tillögur til
miðstjórnar um stefnu flokksins
varðandi endurmótun stjómsýsl-
unnar.
Jafnframt skal nefndin vinna
tillögur til miðstjórnar um hvern-
ig jafna megi aðstöðumun fólks-
ins í landinu, m.a. með tilliti til
húshitunarkostnaðar, menntun-
ar, heilbrigðisþjónustu, félags-
þjónustu, samgangna, síma-
kostnaðar o.fl. Þátta, sem áhrif
hafa á búsetu og afkomu.
Nefndin verði skipuð einum
fulltrúa frá hverju kjördæmi og
tilnefni landsfundarfulltrúar frá
hverju kjördæmi sinn fulltrúa.
Orsök þessarar tiillögu var að
landsbyggðarfólk í röðum Al-
þýðubandalagsins saknar þess
mjög hvað lítið heyrist frá flokkn-
um um þessi mál. Varpað var
fram eftirfarandi spurningum:
Hvað er byggðastefna? Hvern-
ig er byggðastefna Alþýðubanda-
lagsins? Hugtakið byggðastefna
hefur nú á tímum í huga fólks
tvennskonar merkingu:
1. Hugtakið er oft tengt óarð-
bærum og oft óskynsamlegum
framkvæmdum, sem ráðist er í á
landsbyggðinni, hvaða tilgangi
sem framkvæmdirnar þjóna.
2. Hugtakið er orðið föst
klisja í stjórnmálayfirlýsingum
flokkanna, sem segir eitthvað á
þá leið að stefnt skuli að því að
jafna aðstöðumun fólksins í
landinu, án þess að lýsa því frekar
hvemig það skuli gert, eða
nauðsynlegt sé að standa við slíka
yfirlýsingu.
Landsbyggðarfólk er orðið
þreytt á því að hugtakið byggða-
stefna sé notað á þennan hátt.
Stefna okkar flokks hefur ekki
verið mikið frábrugðin stefnu
annarra flokka hvað þessi mál
varðar og forystumönnum Al-
þýðubandalagsins hefur lítið orð-
ið ágengt við að tryggja framgang
hennar í verki. Við viljum því að
gerð verði tilraun til að móta
raunhæfa stefnu í þessum málum.
Tilkynning til
launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á því
aö eindagi launaskatts fyrir mánuðina sept-
ember og október er 15. desember n.k. Sé
launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða
dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið
frá og með gjalddaga.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til
innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll-
stjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í
Þr'riti- Fjármálaráðuneytið
MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ
Styrkur til
háskólanáms í Finnlandi
Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingum til háskól-
anáms eða rannsóknastarfa í Finnlandi námsárið 1990-91 Styrk-
urinn er veittur til níu mánaða dvalar og styrkfjárhæðin er 2.300
finnsk mörk á mánuði.
Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 10. janúar 1990
Umsóknum fylgi staðfest afrlt prófskírteina ásamt meðmæl-
um.
Menntamálaráðuneytið
8. desember 1989
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Keflavík og Njarðvík
Bókmenntakynning
Hin árlega bókemnntakynning félagsins verður haldin sunnu-
daginn 17. desember klukkan 15 í húsakynnum karlakórsins að
Vesturbraut. Eftirtaldir höfundar munu kynna og lesa upp úr verk-
um sínum: Svava Jakobsdóttir, Hrafn Jökulsson, Vigdís Gríms-
dóttir og Lúðvík Jósepsson.
Þá mun Steinar Guðmundsson leika á píanó og að venju verður
boðiö uppá jólaglögg og piparkökur.
Stjórnin.
Alþýðubandalagið á Akranesi
Félagsfundur
Aiþýðubandalagið á Akranesi boðar til félagsfundar
fimmtudaginn 14. desember klukkan 20,30 í Rein.
Dagskrá:
1. Undirbúningur fyrir bæjarstjórnarkosningamar.
2. Útgáfumál.
3. Önnur mál.
Stjórnin
Auglysið í Þjóðviljanum