Þjóðviljinn - 13.02.1990, Page 10
VIÐ BENPUM Á
Bann við
ósoneyðandi
Sjónvarpið kl. 20.35
Neytendaþátturinn í kvöld fjallar
m.a. um bann við efnum sem tal-
ið er að skaði ósonlagið. Einnig
verður fjallað um innihaldslýs-
ingu matvæla og samanburðar-
verð brauða, sem sölustöðum er
skylt að birta. Þá verður rætt um
ólögleg öryggi og hvernig raf-
magnstöflur eiga að virka. Kvört-
unarhornið verður einnig á sínum
stað.
Dauðinn
á hælinu
Rás 1 kl. 22.30
Annar þáttur framhaldsleikrits-
ins „Dauðinn á hælinu“ verður
fluttur á Rás 1 í kvöld. Leikritið
er byggt á samnefndri skáldsögu
sakamálarithöfundarins Quentin
Patrick. Það fjallar um leikstjóra
sem er í meðferð á heilsuhæli
vegna áfengissýki. Nótt eina
heyrir hann sína eigin rödd hvísla
aðvaranir um að bráðum verði
einhver myrtur þar á staðnum.
Honum verður því mikið um1
nokkru síðar þegar hann finnur
lík gæslumannsins Joe Foghartys
liggjandi á marmarabekk í einum
af nuddklefunum. Sverrir Hólm-
arsson þýddi verkið en leikstjóri
er Þórhallur Sigurðsson. Með
helstu hlutverk fara Sigurður
Skúlason, Rúrik Haraldsson,
Helga E. Jónsdóttir, Guðmund-
ur Olafsson, Sigurður Karlsson,
Lilja Þórisdóttir, Pétur Einars-
son og Guðlaug María Bjarna-
dóttir. Leikritið verður endur-
flutt á fimmtudaginn.
Fall
Ceaucescus
Sjónvarpið kl. 23.10
Sjónvarpið sýnir í kvöld nýja
fréttamynd frá BBC um fall Ce-
aucescus og ástand og horfur eftir
nýafstaðna byltingu í Rúmeníu.
ísland -
Rúmenía
Rás 2 kl. 20.00
íslenska landsliðið í handknatt-
leik vann það rúmenska á sunnu-
dagskvöldið. Liðin eigast við að
nýju í Laugardalshöll í kvöld og
verður leiknum lýst beint á Rás 2.
DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS
SJÓNVARPIÐ
17.50 Bótólfur (3) (Brumme) Sögumaöur
Árný Jóhannsdóttir. (Nordvision - Dan-
ska sjónvarpiö)
18.05 Marinó mörgæs (7) Sögumaöur
Elfa Björk Ellertsdóttir. (Nordvision -
Danska sjónvarpið)
18.20 Upp og niður tónstigann (3) Um-
sjón Hanna G. Sigurðardóttir og Olafur
Þóröarson.
18.50 Táknmólsfréttir.
18.55 Yngismær (65) Brasilískur fram-
haldsmyndaflokkur.
19.20 Barði Hamar Bandarískur gaman-
myndaflokkur.
19.50 Bleiki pardusinn
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Neytendaþáttur Umsjón Kristín
Kvaran og Ágúst Ómar Ágústsson.
21.00 Sagan af Hollywood Frá b-
myndum til stórmynda. Bandarísk/
bresk heimildamynd í tíu þáttum um
kvikmyndaiðnaðinn í Hollywood. Þýð-
andi og þulur Gauti Kristmannsson.
21.50 Skuggsjá Kvikmyndaþáttur. Um-
sjón Ágúst Guðmundsson.
22.05 Að leikslokum (Game, Set and
Match) (7) Breskur framhaldsmynda-
flokkur, byggður á þremur njósna-
sögum eftir Len Deighton. Aðalhlutverk
lan Homlm, Mel Martin og Michelle Deg-
en.
23.00 Ellefufréttir.
23.10 Byltingin í Rúmeníu (Triumph over
Tyranny) Glænný fréttamynd frá BBC
um fall Ceaucescus og ástand og horfur
eftir nýafstaðna byltingu í Rúmeníu.
Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson.
23.50 Dagskrárlok.
STÖÐ 2
15.15 Svindlararnir Let's Do ItAgain. Fél-
agarnir Sidney Poitier og Bill Cosby fara
á kostum í þessari bráðskemmtilegu
gamanmynd. Aðalhlutverk: Sidney Po-
itier, Bill Cosby, Jimmy Walker, John
Amos og Ossie Davies. Leikstjóri Si-
dney Poiter. Lokasýning.
17.05 Santa Barbara.
17.50 Jógi Yogi's Treasure Hunt. Teikni-
mynd.
18.10 Dýralff f Afríku Animals of Africa.
18.35 Bylmingur Þungarokk.
19.19 19.19 Fréttir og fréttaumfjöllun,
íþróttir og veður ásamt fréttatengdum
innslögum.
20.30 Háskóli íslands Mjög athyglisverð-
ur þáttur um sögu Happdrættis Háskóla
(slands. Verður leitast við að kynna fyrir
áhorfendum í máli og myndum í hvað
því geysimikla fjármagni sem komið
hefur inn vegna sölu happdrættismiða
hefur verið varið. Einnig verða hæstu
tölurúr Happdrætti Háskóla Islands birt-
ar, þar sem dregið verður þennan sama
dag.
20.50 Paradísarklúbburinn Paradise
Club. Þetta reyndist ekki vera móðir
þeirra bræðra heldur tvíburasystir henn-
ar. Danny hefur engan áhuga á sam-
vinnu við hana svo hún ákveður að leita
uppi hans helsta keppinaut, Peter No-
onan, sem hafði stungið af úr haldi. En
það eru fleiri sem eru að eltast við Noon-
an.
21.45 Hunter Spennumyndaflokkur.
22.35 Raunir Ericu Labours of Erica Stór-
skemmtilegur breskur gamanmynda-
flokkur í sex hlutum. (2) Aðalhlutverk
Brenda Blethyn.
23.00 Nauðgarar í meðferð Rapists: Can
They Be Stopped? Athyglisverð hei-
mildamynd um byltingu í meöferð kyn-
feröisafbrotamanna. Mynd þessi hlaut
verðlaun sem besta fræðslu- og heim-
ildamyndin í bandarisku áskriftarsjón-
varpi. Áttundu hverja mínútu er konu
nauðgað i Bandaríkjunum. Þeir fáu
nauðgarar sem nást og sæta refsingu
nauðga aftur þegar að refsingu lokinni.
Óskarsverðlaunahafinn John Zaritsky
sem framleiddi og leikstýrði þessari
mynd fékk leyfi til þess að kvikmynd
fimm kynferðisafbrotamenn meðan á
meðferð stóð. Þessir fimm menn hafa
samtals framið yfir 150 glæpi, sumir
þeirra myrt og einn þeirra myrti móður
sína eftir að tilraun til þess að nauðga
henni mistókst.
RÁS 1
FM,92,4/93,5
6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Arngrímur
Jónsson flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið - Baldur Már Arng-
rímsson. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30,
fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15.
Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00,
8.30 og 9.00.
9.00 Fréttir. Auglýsingar.
9.03 Litli barnatiminn: „Ævintýri Trft-
ils“ eftir Dick Laan Hildur Kalman
þýddi. Vilborg Halldórsdóttir les (9).
(Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00)
9.20 Morgunleikfimi meö Halldóru
Björnsdóttur.
9.30 Landpósturinn - Frá Vestf jörðum
Umsjón Finnbogi Hermannsson.
10.00 Fréttir.
10.03 Neytendapunktar Umsjón Björn S.
Lárusson. (Einnig útvarpað kl. 15.45).
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar
Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur Umsjón Haraldur
Blöndal. (Einnig útvarpað að loknum
fréttum á miðnætti).
11.53 Á dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Dánarfregnir. Auglýs-
ingar.
13.00 í dagsins önn - Að vistast á stof n-
un Umsjón: Guðrún Frímannsdóttir.
(Frá Akureyri)
13.30 Miðdegissagan: „Fjárhaldsmað-
urinn“ eftir Nevil Shute Pétur Bjarna-
son les þýðingu sína (20).
14.00 Fréttir.
14.03 Eftirlætislögin Svanhildur Jakobs-
dóttir spjallar við Sigurð Grétar Be-
nónýsson, Brósa, hárgreiðslumeistara
sem velur eftirlætislögin sín. (Einnig út-
varpað aðfaranótt þriðjudags að lokn-
um fréttum kl. 2.00).
15.00 Fréttir.
15.03 Á testofu í Taksímhverfinu. Þor-
steinn J. Vilhjálmsson á ferð i Istanbúl.
(Endurtekinn þáttur frá sunnu-
dagsmorgni).
15.45 Neytendapunktar Umsjón Björn
Lárusson. (Endurt.)
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin
16.08 Þingfréttir
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið - Meðal annars les
Svanhildur Óskarsdóttir 7. lestur úr
„Lestarferðinni" eftir T. Degens í þýð-
ingu Fríðu Á. Sigurðardóttur. Umsjón
Kristín Helgadóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Sibelius og
Vaughan-Williams.
18.00 Fréttir.
18.03 Að utan Fréttaþáttur um erlend mál-
efni. (Einnig útvarpað að loknum frétt-
um kl. 22.07)
18.10 Á vettvangi Umsjón Páll Heiðar
Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Einn-
ig útvarpað aðfaranótt mánudags kl.
4.40)
18.30 Tónlist. Auglýsingar. Dánarfregnir.
18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.
19.00Kvöldfréttir.
19.30 Auglýsingar.
19.32 Kviksjá.
20.00 Litli barnatíminn: „Ævintýri Trft-
ils“ eftir Dick Laan Hildur Kalman
þýddi. Vilborg Halldórsdóttir les (9)
(Endurt.)
20.15 Tónskáldatimi. Guðmundur Emils-
son kynnir islenska samtímatónlist.
21.00 Að hætta í skóla. Umsjón Steinunn
Harðardóttir. (Endurtekinn þáttur úr
þáttaröðinni „I dagsins önn'' frá 22. ja-
anúar).
21.30 Útvarpssagan: „Unglingsvetur"
eftir Indriða G. Þorsteinsson (Höfund-
ur les (3)
22.00 Fréttir.
22.07 Að utan Fréttaþáttur um erlend mál-
efni. (Endurt.)
22.15 Veðurfregnir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.20 Lestur Passíusáima Ingólfur Möller
les 2. sálm.
22.30 Leikrit vikunnar: „Dauðinn á hælinu"
eftir Quentin Patrich Annar þáttur af fjór-
um.
23.15 Djassþáttur - Jón Múli Árnason.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur Umsjón Haraldur B.
Blöndal. (Endurt.)
01.00 Veðurfregnir.
01.10 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
RÁS 2
FM 90,1
7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu,
inn í Ijósið. Leifur Hauksson og Jón
Ársæll Þórðarson hefja daginn með
hlustendum.
8.00 Morgunfréttir - Morgunútvarpið
heldur áfram.
9.03 Morgunsyrpa Eva Ásrún Alberts-
dóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir.
Neytendahorn kl. 10.03 og afmælis-
kveðjur kl. 10.30.
11.03 Þarfaþing með Jóhönnu Harðar-
dóttur. - Morgunsyrpa heldur áfram.
12.00 Hádegisfréttir.
12.45 Umhverfis landið á áttatíu með
Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akureyri)
14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir
kynnir allt það helsta sem er að gerast í
menningu, félagslífi og fjölmiðlum.
14.06 Milli mála Árni Magnússon leikur
nýju lögin. Stóra spurningin. Spurn-
ingakeppni vinnustaða kl. 15.03, stjórn-
andi og dómari Dagur Gunnarsson.
16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp. Stefán
Jón Hafstein, Guðrún Gunnarsdóttir,
Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn J.
Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómas-
son. - Kaffispjall og innlit upp úr kl.
16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tíman-
um.
18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni
útsendingu, sfmi 91-68 60 90
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 „Blítt og létt...“ Gyða Dröfn
Tryggvadóttir rabbar við sjómenn og
leikur óskalög. (Einnig útvarpað kl.
03.00 næstu nótt á nýrri vakt).
20.00 Island - Rúmenía Bein lýsing frá
landsleik i handknattleik í Laugardals-
höll.
22.07 Rokk og nýbylgja Skúli Helgason
kynnir. (Úrvali útvarpað aðfaranótt
laugardags að loknum fréttum kl. 2.00).
00.10 I háttinn
01.00 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
NÆTURÚTVARPIÐ
01.00 Áfram ísland
02.00 Fréttir.
02.05 Snjóalög Umsjón: Snorri Guðvarð-
arson. (Frá Akureyri) (Endurtekinn
þáttur frá fimmtudegi á Rás 1).
03.00 „Blítt og létt..." Endurtekinn sjó-
mannaþáttur Gyðu Drafnar Tryggva-
dóttur frá liðnu kvöldi.
04.00 Fréttir.
04.05 Glefsur.
04.30 Veðurfregnir.
04.40 Á vettvangi Umsjón: Páll Heiðar
Jónsson og Bjarni Sigtryggsson.
(Endurt.)
05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
05.01 Bláar nótur Pétur Grétarsson kynn-
ir djass og blús. (Endurtekið úrval frá
mánudagskvöldi á Rás 2)
06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
06.01 Norrænir tónar Ný og gömul dæg-
urlög frá Norðurlöngum.
BYLGJAN
FM 98,9
■07.00-10.00 Páll Porsteinsson. Alií
kyns upplýsingar fyrir hlustendur sem
vilja fylgjast með, fréttir og veður á sin-
um stað.
10.00-14.00 Valdís Gunnarsdóttir Sér-
staklega vel valin og þægileg tónlist
sem heldur ölium í góðu skapí. Bibba i
heimsreisu ki. 10.30.
14.00-18.00 Bjarni Ólafur Guðmunds-
son Leitaðu ekki langt yfir skammt. Allt
á sínum stað, tónlist og afmæliskveðjur.
Bibba í heimsreisu kl. 17.30.
18.00-19.00 Amþrúður Karlsdóttir
Reykjavik síðdegis. Finnst þér að
eitthvað mætti betur fara í þjóðfélaginu í
dag, þín skoðun kemst til skila. Síminn
er 61 11 11.
19.00-20.00 Snjóifur Teitsson. Afslapp-
andi tónlist í klukkustund.
20.00-24.00 Haraldur Gíslason. Halii ar
með óskalögin í pokahorninu og ávallt i
sambandi við íþróttadeildina þegar við
á.
24.00-07.00 Næturvakt Bylgjurvnar.
S Ss
HVÍTUR STAFUR
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJiNN Þrlðjudagur 13. febrúar 1990