Þjóðviljinn - 16.02.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.02.1990, Blaðsíða 5
íslenska ríkisins við fjölmiðla og menningarstarfsemi, hefur ekki lagt til að farið verði að norskri eða sænskri fyrirmynd nema að óverulegu leyti. Markmiðin eru þó þau sömu. Hlutverk hópsins er að fjalla um stofnun sjóðs sem hefði það markmið að jafna aðstöðu fjöl- miðla, að aðstoða útgáfufyrirtæki við að standa undir meiriháttar verkefnum á sviði menningar- mála og að styrkja einstaka dag- skrárliði ljósvakamiðla að því til- skyldu að þeir þjóni menningar- legum tilgangi. Rætt er um að hinn nýi sjóður yfirtaki hlutverk bæði Menningarsjóðs útvarps- stöðva og Menningarsjóðs. Hópurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að skilja á milli stuðnings hins opin- bera við stjórnmálaflokka annars vegar og við fjölmiðlun hins veg- ar. Þá telur hópurinn rétt að ekki komi upp vafamál um hvernig opinberum stuðningi sé varið. Hugsanlegum fjölmiðla- og menningarsjóði er ætlað að hindra að duttlungar markaðar- ins setji alvarlegri fjölmiðlun stó- linn fyrir dyrnar. Lagt er til að úthlutanir úr sjóðnum fari eftir ströngum reglum, en að dagblöð, héraðsfréttablöð, ljósvakamiðlar og tímarit geti sótt um stuðning til ýmissa verkefna, ýmist í formi styrkja eða lána. Ýmis álitamál eru enn uppi í hópnum og búist við pólitískum deilum um margt sem kemur fram í áfangaskýrslunni, enda um viðkvæmt mál að ræða. Eðli málsins samkvæmt telja ekki allir sig hafa hagsmuni af því að við- halda fjölbreytni á blaðamarkað- inum. ~S8 Stefán Jón Hafstein Politísk heilbrigðisþjónusta r Eg er á því að ríkið eigi að við- halda fjölbreytni á fjölmiðla- markaðinum bæði með því að reka fjölmiðla og með því að styr- kja fjölmiðla í eigu annarra, segir Stefán Jón Hafstein, fjölmiðla- fræðingur og dagskrárstjóri á Rás 2. „Þróunin á undanförnum árum hefur sýnt að opinberir fjölmiðlar geta haft ákveðna yfirburði. Ríkisútvarpið er ekki óháð mark- aðinum, en getur sinnt þörfum miklu fleiri en markaðarins. Lögmál markaðarins endur- spegla ekki fjölbreytni mannlífs- ins og ef markaðsöflin eiga að hafa húsbóndavald útiloka þau ýmis mannleg samskipti. Ég er einnig mjög hlynntur því að ríkið styrki blöð til þess að halda fjölbreytni á markaðinum. Það er að mínu mati mjög mikil- vægt að Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðublaðið komi út. Að halda þeim uppi er nokkurs konar pól- itísk heilbrigðisþjónusta.“ Þú óttast þá ekki að ríkisstyrkir ógni sjálfstœði blaðanna? „Sjálfstæði blaða er alltaf ógn- að. Engir fjölmiðlar eru óháðir og sjálfstæðir, hvort sem þeir eru opinberir eða í einkaeigu. Stöð 2 er t.d. ekki sjálfstæðari en svo að lítill hópur manna getur farið þar inn, skipt um yfirstjórn og jafnvel dagskrárstefnu. Þetta gildir um alla einkamiðlana, en ekki ríkis- einkamiðla er vandræðalaust, en fjölmiðlana. það er einmitt hlutverk ríkisins Hvorki eignar- eða rekstrar- að tryggja fjölbreytni á þessum form opinberra fjölmiðla né vettvangi,“ segir Stefán Jón.-gg Stefán Jón Hafstein: Engir fjölmiðlar eru sjálfstæðir og óháðir, hvort sem þeir eru opinberir eða í einkaeigu. Mynd Jim Smart. Jónas Kristjánsson: Öll fyrirtæki hafa lýðræðislegu hlutverki að gegna. Jónas Kristjánsson Enginn munur á blaði og frystihúsi Ríkisstyrkir til fyrirtækja eru óæskilegir að mínu mati og ég geri þar engan greinarmun á Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar og dagblaði, segir Jónas Kristjáns- son, ritstjóri DV. Hefur dagblaðið ekki lýðrœðis- legu hlutverki að gegna umfram hraðfrystihúsið? „Ég tel öll fyrirtæki hafa lýð- ræðislegu hlutverki að gegna. Ég er ekki á því að eitthvert ákveðið blað hafi sérstöku hlutverki að gegna vegna pólitískrar stöðu þess. Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að ríkið eigi ekki að skipta sér af rekstri fyrirtækja. Við lifum í opnu og marg- slungnu þjóðfélagi og hér er nóg af fjölmiðlum, blöðum, útvarps- stöðvum og sjónvarpsstöðvum. “ Þú hefur engar áhyggjur af því að markaðurinn grisjist og ein- stök blöð nái einokun? „Það er ekki tímabært að hafa áhyggjur af því, hér eru starfandi sex dagblöð. Það er ekki mitt að dæma hvort hér stefnir í einokun, en ég hef talið að hér sé pláss fyrir þrjú dagblöð, eitt hægra megin, annað fyrir miðju og hið þriðja vinstra megin við miðjuna. Auk þess höfum við ákveðna sam- keppni frá erlendum blöðum." Ottastu að sjálfstœði blaðs sem þiggur styrk frá ríkinu sé ógnað? „Ég sé raunverulega enga ást- æðu til þess að hugsa svo langt. Blöð eiga ekki fremur en önnur fyrirtæki að þiggja styrki. Annars er ég ekki viss um að rikisstyrkir til blaða á Norðurlöndunum hafi skapað nein siðferðileg vandamál fyrir þau blöð og það þyrfti held- ur ekki að gerast hér á landi. Það gæti hins vegar gerst við aðrar að- stæður,“ segir Jónas Kristjáns- Olíkar áherslur I Qórða sinn á þessu kjörtíma- bili lcggja minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn fram sameiginlegar tillögur sínar að fjárhagsáætlun borgarinnar. Nú eins og alltaf áður leggjum við fram tillögur þar sem tekjur og gjöld standast á, en þar sem endurspeglast enn sem fyrr sá áherslumunur, sem er á íhalds- stjórn og því ef félagshyggjuöfl fengju að ráða. Við gerð þessarar síðustu fjár- hagsáætlunar kjörtímbilsins er rétt að staldra við og líta til baka og sjá með hvaða hætti borgar- samfélagið liti öðru vísi út ef kjós- endur hefðu borið gæfu til að veita andstöðuflokkum íhaldsins það brautargengi sem þurfti til að hljóta meirihluta í borgarstjórn. Borgin breytist Vissulega hefur borgin breyst á liðnum fjórum árum. Byggð við Skúlagötu gnæfir við himin, þar sem lágreist hús stóðu áður. Glæsibygging hefur risið á Öskjuhlíðartönkum, þar sem Reykvíkingar geta ásamt gestum sínum fengið sér kaffisopa og matarbita ef þeir eiga nægilegt fé. Kringlan, verslunarmiðstöð sem myndi sóma sér vel í öllum milj- ónaborgum heimsins, sogar til sín verslun af öllu höfuðborgarsvæð- inu og næsta nágrenni. Borgar- leikhús er fullbyggt og getur nú með sóma tekið við hlutverki gamla Iðnós. Húsdýragarður sprettur upp eins og nýgræðingur að vori og ráðhúsið mjakast upp úr Tjörninni, stórt, þungt og dýrt. Endurbyggingu Viðeyjar er lokið til sóma bæði fyrir Reykvík- inga og þjóðina alla. Auðvitað eru þesar áberandi framkvæmdir ólíkar að gerð og inntaki. Sumar efla menningu og auðga sögu, aðrar hýsa mannlíf komandi kynslóða og svo eru þær sem reistar eru af hrokafullum metnaði yfir litlar þarfir. Ramminn stækkar Hinn sýnilegi rammi borgar- innar er stærri, skrautlegri og voldugri en nokkru sinni fyrr. Væru gæði mannlífs metin eftir steinsteypu og glæsibyggingum þá væri Reykjavík í fremsta flokki meðal borga heims og liðið kjörtímabil eitt það merkilegasta sem sögur fara af. Víst er að þeir ráðamenn heimsins í nútíð og fortíð, sem hafa áráttu til glæsibygginga geta horft öfundaraugum á stjórn Sjálfstæðisflokksins á Reykjavík. En byggingar eru aðeins rammi utan um mannlíf, og engin mynd batnar við það eitt að vera sett í stærri eða skrautlegri ramma. Vandinn bíöur Þau börn sem bíða eftir dag- vistarrými eru ekkert betur sett þótt borgarstjóri fái fína skrif- stofu í nýju ráðhúsi. Þeir aldraðir sem bíða eftir plássi á dvalar- eða hjúkrunar- heimili finna enga huggun í því að bráðlega geta menn setið að snæðingi í glæsihúsi uppi á Öskju- hlíðartönkum og þurfa ekki einu sinni að snúa sér sjálfir til að njóta útsýnis. Þeim, sem bíða eftir viðtali hjá Félagsmálastofnun og þurfa nú að bíða lengur en oftast áður, verður biðin ekkert léttari, þótt glæsihallir hafi risið í Reykjavík. Bygging verslunarhallar dreg- ur ekkert úr aðstöðuleysi ung- linga í hverfum borgarinnar. Aörar áherslur Á liðnum árum hefur minnih- lutinn í borgarstjóm ætíð lagt fram heilsteypta fjárhagsáætlun, sem sýnir hvernig hægt er að nýta sameiginlega sjóði Reykvíkinga til að gera mannlíf betra í þessari borg. Vissulega hefði það verið á kostnað glæsibygginganna. Hefðum við ráðið væri ekkert ráðhús að rísa í Tjörninni og Hit- aveita Reykjavíkur væri ekki að byggja veitingahúsið á öskju- hlíðartönkunum. En annað hefði komið í stað- inn: í stað þess að aðeins voru teknar í notkun fimm nýjar dag- vistarstofnanir á kjörtímabilinu hefðu fjórtán bæst við hefði okk- ar tillögum verið fylgt og 900 fleiri börn væm á dagvistarstofn- un. Hjúkrunarrými fyrir aldraða í B-álmu Borgarspítalans væri allt komið í notkun, til mikils léttis fyrir fjölmörg heimili. Æskulýðshús væri í notkun í miðborginni og unglingamir ættu þar athvarf í stað þess að þurfa að þvælast um götur borgarinnar. Launakjör lægst launuðu starfsmanna borgarinnar væru ekki þau verstu meðal starfs- manna sveitarfélaga landsins heldur sambærileg við aðra. Leiguíbúðum fyrir aldraða hefði fjölgað mjög og miklu færri væru í brýnum vanda vegna skorts á húsnæði við hæfi. Fjármunir voru til Á ámnum 1987 til og með 1990, miðað við reikninga og fjárhagsáætlun, verður búið að verja nær eitt þúsund og sjö hundruð mifjónum i ráðhúsbygg- inguna og rúmum níu hundruð og tuttugu mifjónum í veitingahúsið á Öskjuhlíð í lok þessa árs. Allar framkvæmdir borgarinn- ar til æskulýðsheimila, íþrótta- mála , dagvistarstofnana, bygg- inga fyrir aldraða, sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á þessum sömu fjómm árum nema álíka upphæð. Skrifstofubygging fyrir örfáa toppembættismenn borgarinnar með borgarstjóra í broddi fylk- ingar er lögð að jöfnu við þjón- ustu við börn borgarinnar, æsku Reykjavíkur, sjúka og aldraða. ÞAÐ SKIPTIR MÁLI HVERJIR RÁÐA FERÐ í REYKJAVÍK. Sigurjón Pétursson borgarfúlltrúi Föstudagur 16. tabrúar 1890 NÝTT HELQARBUU) - SÍOA S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.