Þjóðviljinn - 16.02.1990, Blaðsíða 4
Ríkisstyrkir
í nafni
lýðræðisins
Unnið að uppstokkun á stuðningi ríkisins við fjölmiðlun. Núverandi
fyrirkomulag talsvert ólíkt norska ogsœnska styrkjakerfinu. Norð-
menn og Svíar hafa gripið hressilegaframfyrir hendurnar á markaðs-
öflunum
Rflrisstjórnin hefur fengið í
hendur áfangaskýrslu starfs-
hóps sem hefur athugað mögu-
legar breytingar á stuðningi rflris-
ins við menningarstarfsemi og
fjölmiðlun. Hópurinn hefur rætt
um stofnun sjóðs, sem meðal ann-
ars er ætlað að styðja prentmiðla
sem eiga í rekstrarerfiðleikum.
Búist er við talsverðum deilum
um tillögur hópsins.
Ljóst er af lestri skýrslunnar að
stefnt er að verulegum breyting-
um á stuðningi ríkisins við fjöl-
miðlun, einkum prentmiðla.
Markmið breytinganna er greini-
lega að taka stjórnina af mark-
aðsöflunum og koma í veg fyrir
einokun stóru blaðanna á mark-
aðinum.
Stefna íslenskra stjórnvalda í
þessum efnum hefur lengst af
verið mjög óljós, en á hinum
Norðurlöndunum hefur náðst
nokkuð góð samstaða um að láta
markaðsöflin ekki einráð um
samsetningu blaðamarkaðarins.
Mörg norræn blöð, einkum
norsk, eru enda að verulegu leyti
upp á stuðning og aðstoð ríkisins
komin.
íslenska ríkið annars vegar og
ríkisvaldið í Noregi, Svíþjóð,
Finnlandi og Danmörku hins
vegar hafast mjög ólíkt að í þess-
um efnum. I öllum þessum
löndum hefur verið komið upp
styrkja- og stuðningskerfi fyrir
blöð, en ísland sker sig úr að því
leyti, að blaðastyrkir hérlendis
fara í gegnum stjórnmálaflokka
og nema auk þess óverulegu hlut-
falli af rekstrartekjum blaðanna.
Ekkert tillit er heldur tekið til
markaðsstöðu.
Engir beinir
styrkir
Eins og málum er háttað nú
styður íslenska ríkið prentmiðla
ekki beint. Hins vegar fá þing-
flokkar „styrk til blaðaútgáfu" og
til „útgáfumála samkvæmt
ákvörðun þingflokka“. Á fjár-
lögum þessa árs nema þessir
styrkir samanlagðir 87,9 miljón-
um króna.
Nefnd, sem skipuð er fulltrú-
um þingflokka, skiptir upphæð-
inni þannig að hver flokkur fær
jafnan hlut af 12,5 prósent fjár-
ins, en 87,5 af hundraði skiptast á
þingflokkana eftir fjölda at-
kvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fær
því mest, en hinir minna eftir
fylgi.
Þessi óbeini styrkur ríkisins
getur því minnkað verulega til
einstakra blaða, ef flokkur tapar
fylgi í kosningum.
I ár fær Sjálfstæðisflokkurinn
24,6 miljónir, Framsóknarflokk-
urinn 17,2 miljónir, Alþýðu-
flokkurinn fær 13,8, Alþýðu-
bandalagið 12,1 og Kvennalistinn
9,2 miljónir króna.
Ráðstafað
að vild
Þingflokkunum er raunveru-
lega frjálst að ráðstafa þessu fé að
vild, því ekki er gengið eftir
neinum skýringum á ráðstöfun
fjárins og hún mun vera mjög
misjöfn eftir flokkum. Þannig
neitar Morgunblaðið því stað-
fastlega að það þiggi styrk úr
hendi Sjálfstæðisflokksins, svo
hlutur Sjálfstæðisflokksins hlýtur
að fara bæði í flokksstarf og í
starfsemi landsbyggðarblaða
Sj álfstæðisflokksins.
Hins vegar er vitað að Þjóðvilj-
inn, Tíminn og Alþýðublaðið
njóta góðs af þeim hluta fjárhæð-
arinnar sem kemur í hlut Alþýðu-
bandalags, Framsóknarflokks og
Alþýðuflokks.
Það er svo algjörlega háð vilja
þingflokks hverju sinni hve mikið
kemur í hlut blaðs. Hlutdeild
Þjóðviljans í hlut Alþýðubanda-
lagsins hefur þannig verið mjög
misjöfn á undanförnum árum.
Auk styrkja til þingflokkanna,
kaupir ríkið 750 áskriftir að
hverju blaði, en skoðanir eru
skiptar um hvort það beri að telja
styrk eða ekki. Morgunblaðið
selur ríkinu þessar áskriftir að því
tilskyldu að ekki sé um styrk að
ræða og í ljósi þess er vart hægt að
segja að um styrk sé að ræða til
annarra blaða heldur.
Einokun
Norðmenn urðu fyrstir Norð-
urlandabúa til þess að taka upp
styrki til þess að halda lífi í blöð-
um sem standa höllum fæti á
markaðnum. Þeir hafa vaiið allt
aðra leið en íslendingar í þessum
efnum.
Forsaga norska kerfisins er sú
Samtök um jafnrétti I,.
og félagshyggju I1’1
Frjálslyndir
hægrimenn
Borgaraflokkur
Kvennalisti
Alþýöubandalag
Alþýöuflokkur
Framsóknarflokkur
Sjátfstæöisflokkur
|2,8
Ríkisstyrkir tii
útgáfumála og
blaðaútgáfu
stjórnmálaflokka
1990 í miljónum
króna
Alls: 87,8 miljónir
13,8
17,2
124,6
að á eftirstríðsárunum féllu fjöl-
mörg norsk blöð frá og í kjölfar
þess kom æ víðar upp staðbundin
einokun. Oftast féllu blöð Verka-
mannaflokksins í valinn, en
hægripressan fór heldur ekki
varhluta af samdrættinum.
Þegar fyrir lá að markaðurinn
hugðist gera enn frekara strand-
högg, sáu samtök fjölmiðla sér
ekki annað fært en að leita eftir
stuðningi ríkisins. Nær eingöngu
fjölmiðlafólk var skipað í nefnd
sem fjallaði um málið og árið
1969 var komið á styrkjakerfi.
Yfirlýstur tilgangur þess að
koma á styrkja- og stuðningskerfi
hefur alltaf verið að viðhalda
bæði pólitískri og Iandfræðilegri
fjölbreytni á norska blaðamark-
aðinum og styrkja þannig lýðræði
og eðlilega skoðanamyndun í
landinu.
Lýðræði og
byggðastefna
Norðmenn eru einhverjir ötul-
ustu blaðalesendur í heimi og
varla er það krummaskuð til þar í
landi að ekki komi út blað. Pólit-
ísk flóra norskra blaða er einnig
talsvert fjölskrúðug, þótt mörg
minni háttar blöð á vinstri vængn-
um hafi helst úr lestinni.
Styrkjakerfinu er því ekki að-
eins ætlað að viðhalda pólitískri
fjölbreytni. Hugmyndin á bak við
styrkina byggir einnig að veru-
legu leyti á byggðastefnu. Stefn-
an er sú að sem víðast sé fjallað
um sveitarstjórnarmál, þjóðmál
og alþjóðamál.
Norska kerfíð miðar einnig að
því að halda blöðum ýmissa
minnihlutahópa, t.d. Sama, á
floti. Samísk menning á mjög
undir högg að sækja og því er tai-
in ástæða til þess að styrkja sér-
staklega blöð Sama.
Eitt helsta áhyggjuefni Norð-
manna varðandi styrkjakerfið
varsjálfstæði blaðanna. Einstaka
raddir hafa verið uppi um að ríkið
ætti að veita styrkina gegn skil-
yrðum, en almenna skoðunin
hefur alltaf verið á hinn veginn.
Svo virðist sem menn hafi al-
mennt ekki áhyggjur af því nú að
sjálfstæði blaða sé ógnað þótt þau
þiggi rekstrarstyrk frá ríkinu.
Einn og hálfur
miljarður
Framfaraflokkurinn, sá flokk-
ur sem er yst til hægri í norskum
stjórnmálum, hefur þó lýst þeirri
skoðun sinni að blöð geti ekki
stundað sjálfstæða blaða-
mennsku þiggi þau ríkisstyrk.
Fulltrúar flokksins vilja að styr-
kjakerfið verði afnumið á næstu
árum, enda telja þeir að fjöl-
breytni geti aðeins orðið með
frjálsri samkeppni. Framfarafl-
okkurinn hefur reyndar einnig
verið andvígur styrkjum til starf-
semi stjórnmálaflokka.
Norska styrkjakerfið hefur
breyst nokkuð frá upphafi. Upp-
haflega var um að ræða niður-
SVENSKA DAGBLADi
:REDAG 9 FEBRUÁRl. *
Regeringen gár om krispaket fálls
litr* míl|ö)>artj«t «111 lörh«n«» - bor»«rligo lorbtírt-tlor (ör ny¥a|
S0ta
hmr
í Otb
258 kfSM
5 O
greiðslur á pappír, en nú er uppi-
staðan rekstrarstyrkur, sem
skiptist á milli blaða eftir sam-
keppnisstöðu þeirra, upplagi, út-
gáfutíðni, auglýsingahlutfalli, á-
skriftarverði og fleiri atriðum.
Rekstrarstyrkurinn nam nær
einum og hálfum miljarði ís-
lenskra króna í fyrra og skiptist á
milli 121 blaðs.
Þrjú blöð fengu hins vegar um
þriðjung heildarstyrksins. Ar-
beiderbladet (upplag 60 þúsund)
fékk um 250 miljónir, Vaart
Land (upplag tæplega 30 þúsund)
um 120 miljónir og Dagens
Næringsliv 115 miljónir íslenskra
króna. Öll hafa þessi blöð höfuð-
stöðvar í Ósló.
Kranakerfi?
Ljóst er að styrkurinn nemur
háu hlutfalli af rekstrartekjum
margra blaða, allt að helmingi.
Norsk blöð eiga einnig kost á
styrk til samdreifingar og njóta
fjölmörg blöð þess. Auk þess get-
ur sérstakur lánasjóður fyrir blöð
veitt lán, styrki og ábyrgðir fyrir
verulegum fjárhæðum.
Þá er ótalið að norsk blöð eru
undanþegin virðisaukaskatti á
auglýsingar og lausasölu og er tal-
ið að með því hafi ríkið styrkt
blöðin um 4,5 miljarða íslenskra
króna árið 1987.
Auk alls þessa má nefna að
norska ríkið veitir verulegu fjár-
magni til menntunar og endur-
menntunar blaðamanna.
Norska kerfið hefur stundum
verið kennt við krana vegna þess
að styrkirnir ganga oft og tíðum
sjálfkrafa til blaða ár eftir ár.
Þetta er að mörgu leyti rétt, en þó
eru ýmsir varnaglar slegnir.
Stærstu og öflugustu blöðin njóta
engra beinna styrkja, en hins veg-
ar kemur undanþága frá virðis-
aukaskatti þeim mjög vel.
Dagens Næringsliv er dæmi um
blað sem átti í erfiðleikum á tíma-
bili, en hefur nú rétt úr kútnum
og er farið að greiða hluthöfum
sínum arð. Vegna þess var regl-
unum breytt þannig að ef blöð
greiða hluthöfum arð, fellur
styrkurinn niður.
Óháð flokkum
Svíar tóku upp ríkisstyrki til
blaða árið 1976 og byggja að
miklu leyti á norskri fyrirmynd.
Sænsk blöð eiga kost á rekstrar-
styrk eftir reglum sem svipar
mjög til þeirra norsku. Árið 1988
greiddi sænska ríkið um 4 milj-
arða íslenskra króna í rekstrar-
styrk til 77 blaða, en alls námu
beinir blaðastyrkir á fimmta milj-
arð íslenskra króna það sama ár.
Forsendan fyrir þessum stuðn-
ingi ríkisins við sænsk blöð hefur
verið sú sama og í Noregi; að
tryggja fjölbreytni á markaðin-
um.
Þannig hafa sænsk og norsk
stjórnvöld gripið mjög harkalega
fram fyrir hendurnar á markaðs-
öflunum. Það er óhætt að full-
yrða að hin pólitíska samsetning
blaðaheimsins í þessum löndum
væri allt önnur ef ríkisvaldið
hefði ekki gripið inn í.
Eflaust má finna marga van-
kanta á styrkjakerfi þessara
landa, en þau hafa verið í stöð-
ugri endurskoðun frá upphafi.
Aðalkostur norsk/sænska fyrir-
komulagsins miðað við það ís-
lenska er að styrkirnir eru veittir
milliliðalaust og miðað við mark-
aðsstöðu, en fara ekki eftir fylgi
flokka sem blöðin kjósa að
styðja.
Starfshópurinn sem hefur það
hlutverk að endurskoða stuðning
4 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur16. febrúar 1990
Blaðstyrkir í Noregi 1989 Þau sem fengu mest
Arbeiderbladet Milj. Isl. kr. 248,6
Várt Land 119,3
Dagens Næringsliv 115,4
Bergens Arbeiderblad 91,7
Nationen 86,0
Arbeider-Avisa 71,6
Rogalands Avis 66,3
Fremtiden 51,5
Dagen 46,4
Klassekampen 35,2