Þjóðviljinn - 16.02.1990, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR
I ROSA-
GAROINUM
Ég stunda
hugguná
óvissum tímum
ERU STJÓRNMÁL
STAÐLEYSA?
Þeirra land (blaðamannanna) er
ekki land skáldskaparins heldur
staðreyndanna. Að vísu hefur
blaðamennska um leið alltaf ver-
ið hluti af stjórnmálaþróun í
landinu.
Tíminn
Ég, Skaði, stend oftar en ég vildi í undar-
legum útréttingum í samfélaginu. Einskonar
sálgæslu, má ég segja. Til mín koma þeir
sem veröldin hefur vondslega blekkt og ég
reyni aö porra þá eitthvað upp mannagreyin,
svo þeir lognist ekki út af í lífsbaráttunni eins
og loðna í alltof köldum sjó. Mér gengur þetta
vel eins og annað. Enda áttum við Jósef
Stalín eitt sameiginlegt og það er það að
mæður okkar töldu báðar að eiginlega hefð-
um við átt að verða biskupar.
Það kom mér því ekkert á óvart þótt ég sæi
það á Gisla frænda mínum, þegar hann kom
í kaffi í fyrrakvöld, að honum leið illa og að nú
þyrfti ég að moka flór hans hjarta og sá í þaö
ilmandi fræjum þess hugrekkis sem platar
menn til að vilja halda áfram að lifa í þessum
skítaheimi.
Hvað er að Gísli minn?
Það er ekkert smá, sagði Gísli. Heimurinn
er í sjálfumleikakreppu. Og ég þá líka.
Sjálfumleikakreppu? spurði ég. Kvur djöf-
ullinn er nú það?
Ég vildi að ég væri heldur kominn með
iskíasinn minn aftur, sagði Gísli.
Láttu ekki eins og herkerling, sagði ég. Og
hvað er þesi sjálfumleikakreppa?
Það er þegar enginn veit lengur hver hann
er og hver hann er ekki, sagði Gísli.
Þvæla er þetta maður, sagði ég. Ég veit til
dæmis að við báðir erum Islendingar,
greindir menn og Sjálfstæðismenn, fjall-
grimm vissa fyrir því.
Nei, sagði Gísli.
Nei þá hvað? spurði ég.
Það er engin vissa fyrir því, sagði hann.
Hvers vegna ekki? spurði ég.
Nú eru þessir kommúnistar í Rússlandi og
annarsstaðar farnir að tala eins og skyn-
samir menn, sagði Gísli. Þeir vilja engan
andskotans jöfnuð sem gerir alla lata og óá-
byrga. Þeir vilja samkeppni og markað og
pípa á það réttlætisbrölt sem skerðir frelsið
eins og ég hefi alltaf sagt.
Vertu feginn, sagði ég.
Ég vil að kommúnistar séu kommúnistar,
sagði Gísli.
Það er þeirra sjálfumleikakreppa, sagði
ég. Sama er mér.
Þú ert svo grunnfær, Skaði, sagði Gísli.
Hvernig á ég að geta verið góður Sjálfstæð-
ismaður ef að kommar hætta að vera komm-
ar? ,. .
Hvers vegna ekki? spurði eg
Ljósið er því aðeins Ijós, að það sé um leið
tn myrkursem dregur það fram að Ijósið ertil,
sagði Gísli.
Þú meinar það, sagði ég.
Já ég meina það. Hvað er orðið mitt starf i
fjörtíu ár? Var ég til einskis barinn í hausinn
með spýtu af einhverjum uppivöðslukomma
fyrir framan Alþingishúsið þann þrítugasta
mars? Var það til einskis að ég mátti þola
það að kommakerlingin hún Rósa frænka
heldi úr koppnum yfir mig þegar ég var að
safna undirskriftum fyrir Varið land? Nú þeg-
ar allir þykjast vera elsku vinir og mega f Ijúga
um allt og mynda allt og eldflaugar eru eyði-
lagðar og meira að segja kafbátum lagt,
þessum merkilegu skipum? Og meira að
segja formaðurinn okkar, hann Þorsteinn
Pálsson, ætlar að taka að sér að sameina
komma og krata af því þeir kunna ekkert slíkt
sjálfir frekar en annað. Á ekkert að vera til
sem fólkið óttast svo það týni sér ekki í óreiðu
heimsins og skilji það alminnilega að það á
ekki skilið að lifa betur en það gerir?
Vertu ekki að þessu voli maður, sagði ég.
Aldrei mun prútt hjarta óvin skorta. Okkur
leggst eitthvað til. Kínverjar til dæmis...
Eg treysti nú þeim gulu skröttum mátu-
lega, sagði Gísli. Þeireru mannalíklegastirtil
að kalla sinn kapítalisma kommúnisma og
öfugt svo enginn veit neitt. Enda segja þeir
að í myrkri séu allir kettir gráir og allar konur
eins.
Sagðirðu konur? greip ég hugsun á lofti og
bætti í hana huggunarríkum innblæstri.
Já og hvað með þær? spurði Gísli
Það er eitt sem þú getur treyst á hundrað
prósent, sagði ég.
Og hvað er það? spurði Gísli.
Konurnar, sagði ég. Hvernig sem allt velt-
ist mátu treysta því að þér verður aldrei
blandað saman við þær í pólitískum tilvistar-
kreppum heimsins. Kvennalistinn veröur
alltaf kvennalistinn, það eitt er víst.
EINHVERSSTAÐAR
VERÐA VONDIR AÐ
VERA
Gorbatsjov er þar. Svavar og
Stalín hér.
Leiðarí Alþýóublaðsins
FUNDIN MANN-
ÚÐARSTEFNA?
Hér koma gleðifréttir fyrir þá
sem eru einmana á síðkvöldum.
Hægt er að panta sér falleg rúm-
föt með litmynd í líkamsstærð af
fallegum karlmanni á laki og
sömuleiðis koddaver með mynd.
Tíminn
DROTTINN VÖLD-
UM SVIPTUR?
Fjöldamargt ungt fólk í Hvíta-
sunnusöfnuðinum er sáróánægt
með að Einar J. Gíslason ætli sér
að tilnefna eftirmann sinn án þess
að leitað verði eftir vilja safnað-
arins. Hann vísar bara í það að
það sé Guðs vilji að haga málum
svo, en við viljum hafa lýðræðis-
lega kosningu.
DV
ENGATILFINN-
INGASEMI HÉR!
Eiga atvinnuhermenn sem slátra
fólki á fullu kaupi að vera með
móralska timburmenn þótt fjölgi
um einn kepp í sláturtíðinni?
DV
VIÐEIGUMNÓG
MEÐ STEINGRÍM
Einar Oddur Kristjánsson kemur
myndarlega við sögu (kjarasamn-
inganna). En í guðanna bænum!
Hlífið manninum við að verða að
þjóðhetju!
Ritstjórí Tímans
AF ÓFRELSINU í
HEIMINUM
Allt er nú á suðupunkti innan
bresku konungsfjölskyldunnar
vegna þess að Fergie, hertoga-
ynjan af Jórvík, stundar hörku-
megrun.
Morgunblaðið
FUNDIN LEIÐTIL
VELMEGUNAR
Það er alveg dæmigert með ein-
stæðar mæður hvað þær geta
endalaust verið að láta fólk vor-
kenna sér. Trúlega hafa fáir það
eins gott og þær.
Morgunblaðið
2 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. febrúar 1990