Þjóðviljinn - 16.02.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.02.1990, Blaðsíða 6
Frá blaðamannafundinum í fyrradag þar sem frumvarpið um félagslegar íbúðir var kynnt. Frá vinstri sjást fyrst nefndarmennirnir Karl Steinar Guðnason og Reynir Ingibjartsson, þá Þorgerður Benediktsdóttir lögfræðingur í félagsmálaráðuneyti, Kristín Ástgeirsdóttir ritari nefndarinnar, Ingi Valur Jóhannsson formaður nefndarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður hennar, Grétar Guðmundsson. Mynd: Kristinn. Tímamót í húsnæðismálum Þegar frumvarp Jóhönnu Sigurðardótturfélagsmálaráðherra umfé- lagslegar íbúðabyggingar verður að lögum er loks hœgt að segja að íslenskur almenningur hafi eitthvert val umþað hvernig hann vill ráða fram úr sínum húsnœðismálum í fyrradag lagði Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra fram frumvarp til laga um félags- legar íbúðabyggingar. Frum- varpið er afrakstur af starfi nefndar sem Jóhanna skipaði og þótt ekki séu hnýttir allir þeir endar sem lausir eru í íslenskum húsnæðismálum er óhætt að fuli- yrða að frumvarpið, verði það að lögum, markar tímamót í þessum málaflokki sem skiptir alla lands- menn óendanlega miklu máli. Á blaðamannafundi þar sem frumvarpið var kynnt var vakin á því sérstök athygli að aiger eining hefði ríkt í nefndinni um öll meg- inatriði frumvarpsins. Verður það að teljast einsdæmi því þegar húsnæðismál eru annarsvegar hefur ráðamönnum tekist að vera hreint ótrúlega ósammála, með þeim afleiðingum að núna fyrst er verið að stíga alvöruskref í þá átt að jafna aðstöðu eigenda og leigjenda. Slíkur jöfnuður er fyrir löngu kominn í aðstoð hins opin- bera í húsnæðismálum nágranna- landa okkar, og gildir þá einu hvort litið er í austur eða vestur. Hugsanlega á samsetning nefndarinnar sinn þátt í því hversu mikill einhugurinn varð. Nefndin var skipuð fulltrúum samtaka launafólks, Húsnæðis- stofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, samtakanna Þak yfir höfuðið, en í þeim eru átta félagasamtök, og loks stjórnar- flokkanna þriggja, þe. Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Framsóknar. Glöggir lesendur sjá að Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur verið fjarri góðu gamni enda hefði starfið ugglaust ekki gengið jafnvel og raun varð á hefði Hall- dór Blöndal komið þar nærri. StjórnirVerkamanna- bústaða lagðar niður Eins og allir vita hefur verka- lýðshreyfingin haft veruleg af- skipti af húsnæðismálum um ára- tuga skeið. Síðasta stórafrek hennar var að gjörbylta húsnæð- islánakerfinu í kjarasamningun- um sem gerðir voru snemma árs 1986. Sú bylting náði hins vegar einungis til almenna hlutans en sá félagslegi varð útundan. Það er því ekki fyrr en nú, fjórum árum seinna, að breytingar á stuðningi hins opinbera við félagslegar íbúðabyggingar eru boðaðar. Sumir hafa haldið því fram að þetta stafi ekki síst af áhugaleysi verkalýðsforystunnar sem hafi einkum áhuga á að tryggja stuðn- ing hins opinbera við almenna húsnæðiskerfið. Sömu raddir segja að verklýðsforystunni finn- ist nóg að gert í félagslegum íbúð- abyggingum þar sem starfsemi Verkamannabústaða er, en engin þörf sé á að byggja leiguíbúðir. Hvort sem þessi gagnrýni á rétt á sér eður ei er það staðreynd að verkalýðsforystan hefur lagt blessun sína yfir það að stjórnir Verkamannabústaða skuli lagðar niður og meirihlutavald yfir byggingu félagslegra íbúða fært til sveitarstjórna. Samkvæmt frumvarpi Jóhönnu verða fram- vegis starfræktar húsnæðisnefnd- ir í hverju sveitarfélagi þar sem sveitarstjórn skipar þrjá fulltrúa en samtök launafólks tvo. Sú breyting verður einnig gerð að þessi nefnd tekur fulla fjárhags- lega ábyrgð á byggingu félags- legra íbúða á sínu starfssvæði. Sveitarfélögin fá valdið Það sem vakir fyrir Jóhönnu og nefndinni með þessari breytingu og öðrum er að gera sveitarfélög- unum auðveldara að byggja leiguíbúðir og/eða kaupleigu- íbúðir og koma þannig á raun- verulegu valfrelsi fólks um það hvort það býr í eigin húsnæði eða öruggu leiguhúsnæði. Núgildandi skipan þessara mála skyldar sveitarfélögin til að leggja fram 8,5% kostnaðarverðs félagslegra íbúða og það framlag er óaftur- kræft. I frumvarpinu breytist þetta þannig að sveitarfélaginu er uppálagt að leggja fram 10% kaupverðs í því formi að það kaupir skuldabréf Byggingar- sjóðs ríkisins sem endurgreiðast á fimmtán árum. Þarna er mikil- vægum þrándi rutt úr götu því sveitarfélög hafa mörg hver hald- ið að sér höndum vegna áður- nefnds ákvæðis. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fækka lánaflokkum Húsnæðis- stofnunar um einn, þe. lán til út- rýmingar heilsuspillandi húsnæð- is verða felld undir Byggingar- sjóð verkamanna. Þangað verður einnig færður lánaflokkur sem veitir lán til byggingar eða kaupa á almennum kaupleiguíbúðum. Eftir þessar breytingar verða fé- lagslegar íbúðir því af þremur gerðum: félagslegar kaupleigu- íbúðir sem sveitarfélög eða fé- lagasamtök geta byggt, félags- legar eignaríbúðir sem sveitarfé- lög geta byggt en þessi flokkur samsvarar núverandi verka- mannabústöðum, félagslegar leiguíbúðir sem sveitarfélög eða félagasamtök á borð við Búseta geta reist. Til íbúða af þessu tagi er gert ráð fyrir að lána 90% byggingarkostnaðar til 43 eða 50 ára með 1,5-2% vöxtum. Loks er að nefna almennar kaupleigu- íbúðir sem sveitarfélög, félaga- samtök eða fyrirtæki geta byggt og fá lánað allt að 70% bygging- arkostnaðar til 50 ára og 20% til 25 ára að auki ef sérstaklega stendur á. Hert skilyrði fyrir íbúðarkaupum Frumvarpið felur í sér ýmsar fleiri breytingar á reglum um fé- lagslegar íbúðir. Gert er ráð fyrir að kröfur til þeirra sem kaupa fé- lagslegar íbúðir með svipuðum hætti og íbúðir í verkamannabú- stöðum nú verði hertar. í fyrsta lagi hækka vextirnir um 0,5-1%. í öðru lagi verður hætt að lána allt að 100% kostnaðarverðs íbúðar, hér eftir verða kaupendur að leggja fram amk. 10% kaupverðs við afhendingu. í þriðja lagi verð- ur tekið upp tekjulágmark, þe. kaupandi verður að sýna fram á að hann standi undir kaupunum. Gert er ráð fyrir að greiðslugeta kaupenda verði metin og miðað við að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir þriðjung tekna. Loks verður heimilt að endurskoða vexti átta árum eftir lántöku og síðan á fimm ára fresti. Komi í ljós að kjör lántakanda hafi batn- að verulega verða vextirnir hækkaðir upp í 4,5% eins og á almennum húsnæðislánum. Hingað til hefur þeim sem ekki geta staðið undir kaupum á íbúð í verkamannabústöðum í raun ver- ið sagt að éta það sem úti frýs eða leita til félagsmálastofnunar. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að hægt verði að bjóða þeim lægst launuðu upp á félagslegar leiguí- búðir þar sem leigan er viðráðan- leg. Ráðherra boðaði á fundinum skipun nefndar með þátttöku samtaka launafólks sem fær það hlutverk að gera áætlun um hvernig auka megi framboð á fé- lagslegu húsnæði. Raunar lagði nefndin til að teknar yrðu upp húsaleigubætur í því skyni að jafna aðstöðu leigjenda og eigenda. Þeirra nytu allir sem væru undir þeim tekju- mörkum sem miðað er við hverju sinni í félagslega íbúðakerfinu, þe. ef íbúðin er ekki yfir 130 fermetrar að stærð. Gerir nefnd- in ráð fyrir að þessar bætur yrðu greiddar í gegnum skattakerfið líkt og vaxtabætur til íbúðar- eigenda. Á blaðamannafundin- um sagði Reynir Ingibjartsson framkvæmdastjóri Búseta að nauðsynlegt væri að stíga slíkt skref enda hefði það fyrir löngu verið stigið í nágrannalöndum okkar. Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir að húsaleigubætur verði teknar upp og sagði ráðherra að sú til- laga væri í skoðun hjá ríkisstjórn- inni. Hún gat ekki svarað því hvort tillaga um þær kæmi fram á yfirstandandi þingi. Hins vegar væri stefnt að því að afgreiða frumvarpið um félagslegar íbúða- byggingar fyrir þinglok í vor. Endurskoðun lokið Hér hefur aðeins verið tæpt á helstu breytingum sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir. Auk þeirra má bæta við að reglur um forkaups- rétt sveitarfélaga verður breytt, reglur um leigu á félagslegum eignaríbúðum verða hertar, komið upp varasjóði til að bæta galla á íbúðum sem fram koma eftir að ábyrgð verktaka rennur út, fyrning á eldra húsnæði hækki og eftirlit Húsnæðisstofnunar með byggingarkostnaði verði hert. Reynir Ingibjartsson sagði að með tillögum nefndarinnar og frumvarpi Jóhönnu mætti heita að lokið væri umfangsmikilli endurskoðun á íslenskum hús- næðismálum. Auk þess sem nefnt hefur verið lagði nefndin til þess að skipulagi Húsnæðisstofnunar yrði breytt, fækkað í stjórn henn- ar og stofnaðar umdæmisstjórnir í öllum kjördæmum. Umdæm- isstjórnirnar eiga að fá það hlut- verk að fylgjast með þörfinni fyrir húsnæði í umdæminu, gera áætlanir og tillögur um lán- veitingar til félagslegra íbúða og veita almenningi í umdæminu ýmsa þjónustu sem nú verður að sækja til Reykjavíkur. Er þessari skipulagsbreytingu líkt við það sem gerst hefur hjá Vegagerð ríkisins og svæðisstjórnum í mál- efnum fatlaðra. Þessar tillögur ásamt með tillögum um endur- skoðun húsaleigusamninga og stofnun leigumiðlana liggja á borði ráðherra og bíða frekari umfjöllunar. Að lögum í vor? Ekki er gott að segja til um hver kostnaðaráhrif tillagna nefndarinnar verða en að mati ráðuneytisins á frumvarpið ekki að leiða til útgjaldaaukningar fyrir ríkissjóð. „Hér er fyrst og fremst um að ræða að nýta það fjármagn sem fyrir hendi er í Byggingarsjóði verkamanna með öðrum og hagkvæmari hætti en áður. Hækkun vaxta, hækkun tekjumarka, afnám 100% lán- veitinga og heimild til endur- skoðunar vaxtakjara lántakenda hafa í för með sér að staða bygg- ingarsjóðs verkamanna styrkist," segir í greinargerð sem blaða- mönnum var afhent í fyrradag. Þar segir einnig að húsbréfakerf- ið muni draga úr kostnaði ríkis- sjóðs af almennum fasteignavið- skiptum en með því „skapast svigrúm til að auka framboð á fé- lagslegu húsnæði“. Frumvarp Jóhönnu hefur þeg- ar hlotið samþykki helstu sam- taka launafólks í landinu, þe. Al- þýðusambands íslands, BSRB og Verkamannasambands íslands, enda er það í samræmi við fyrir- heit sem núverandi ríkisstjórn hefur gefið í kjarasamningum. Með gildistöku þess verður loks hægt að segja að íslendingar hafi komið sér upp opinberu húsnæð- islánakerfi sem er í einhverju samhengi við þarfirnar. Annars vegar er húsbréfakerfið sem ætl- að er að fjármagna að mestu al- menna fasteignamarkaðinn, hins vegar stuðningur ríkisins við byggingar og kaup á félagslegum íbúðum. Þegar kerfið fer að virka eftir þessum nýju lögum verður fyrst hægt að segja með sanni að landsmenn hafi eitthvert val um það hvernig þeir leysa sín hús- næðismál. Vonandi bera þingmenn gæfu til að renna þessu frumvarpi mjúklega og hnökralaust í gegn- um þingið fyrir vorið. -ÞH 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ. Föstudagur 16. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.