Þjóðviljinn - 16.02.1990, Blaðsíða 10
Sfofnun Kommúnistaf lokks íslands
var sögulegt
Fall þeirrar valdstjórnar sem játaðist
sósíalisma í orði en beitti fyrir sig
lögreglu og hervaldi íverki hlýturað
vera mikill léttir allri vinstri-
SLYS
hreyfingu á Vesturlöndum, segir
Hjalti Kristgeirsson hagfræðingur í
helgarviðtali um þróunina í A-Evrópu
og áhrif hennar á Vesturlöndum
Þjóðfélagsbyltingar þær sem
átt hafa sér stað í austanverðri
Evrópu undanfarin misseri hafa
farið sem jaröskjálftahrina um
gjörvalla heimsbyggðina. Sú
skipan heimsmála sem rekja má
til Októberbyltingarinnar í Sovét-
ríkjunum 1917 og úrslita síðari
heimsstyrjaldarinnar, hefur nú
raskast þannig, að endurmeta
þarf allar fyrri forsendur. Slíkt
endurmat er nú í fullum gangi á
öllum vígstöðvum í austri jafnt og
í vestri, hvort sem menn telja sig
til hægri eða vinstri í
stjórnmálum. Segja má að 21.
öldin hafi hafið innreið sína 10
árum á undan áætlun og gert
mönnum rúmrusk sem sumum
finnst sársaukafullt en aðrir taka
fagnandi.
Einn þeirra manna sem tala af
þekkingu og reynslu um þróun
mála í austanverðri Evrópu er
Hjalti Kristgeirsson hagfræðing-
ur. Hann stundaði háskólanám í
Ungveijalandi á 6. áratugnum og
hefur fylgst með þróun mála þar
og í Austurevrópulöndum alla tíð
síðan. Nýtt Helgarblað heimsótti
Hjalta í vikunni til þess að ræða
við hann um þróun mála í austan-
verðri álfunni og þýðingu hennar
fyrir okkur Vesturlandabúa og ís-
lenska sósíalista sérstaklega.
Hjalti, sú heimsmynd sem við
höfum búið við lengst af á 20. öld-
inni er öll að breytast. Hvernig
túlkar þú þœr breytingar, sem átt
hafa sér stað í austanverðri álf-
unni á síðustu misserum, og
hvaða þýðingu munu þœr hafa
fyrir hina sósíalísku hreyfingu á
Vesturlöndum?
Óvænt
hamingja
Ég vil nú byrja á að taka það
fram, að ég er enginn spámaður
og tala hér einungis sem hver
annar áhorfandi úr fjarlægð. En
sem slíkur get ég ekki annað en
viðurkennt að það var mér óvænt
hamingja að fá að lifa þann dag,
að sjá þessar þjóðir varpa af sér
oki, sem var ekki bara þeirra ok,
heldur varpaði skugga sínum yfir
alla heimsbyggðina og iá ekki síst,
þungt á vinstri-hreyfingunni á
Vesturlöndum. Því það hlýtur að
vera öllum vinstri-mönnum
ósegjanlegur léttir að losna við
þessa grýlu, þetta ógurlega farg,
sem hefur drottnað í skjóli her-
valds með sósíalismann á vörun-
um. Þessi umbreyting hlýtur að
verða vinstri-öflunum lyftistöng
til frambúðar, hvort sem hún
mun leiða til endursameiningar
jafnaðarmanna hér á landi í ná-
inni framtíð eða ekki.
Afturhvarf
til fortíðar
Hvert stefnir það lýðrœði, sem
nú er í mótun í austanverðri álf-
unni?
Það er ekki gott að segja um
framvinduna, en það er ljóst, að
nú þegar þessar þjóðir eru í óða
önn að búa sig undir fyrstu lýð-
ræðislegu kosningarnar í 40 ár
eða meira, þá verður mönnum
tamt að hugsa aftur til gamalla
forma og endurvekja gamla
stjórnmálaflokka. Þetta aftur-
hvarf er skiljanlegt, en það er
hins vegar ekki enn fyllilega ljóst
hversu vel þessir gömlu flokkar
geta svarað kalli nýrra tíma vegna
þeirra gífurlegu þjóðfélagsb-
reytinga, sem orðið hafa á þeim
tíma sem liðinn er frá því að þess-
ar þjóðir fengu síðast að taka þátt
í lýðræðislegum kosningum.
Bara sú breyting, sem orðið hefur
með hlutfallslegri fækkun bænda-
stéttarinnar og sveitafólksins á
þessum tíma, nægir til þess að
raska þeim grundvelli sem gamla
flokkaskipanin byggði á, þannig
að til verulegrar uppstokkunar
hlýtur að koma.
En þetta afturhvarf sem við
sjáum nú nær ekki bara til gömlu
flokkaskipunarinnar. Það nær
líka til hugmynda um fyrri ríkja-
sambönd og bandalög, þar sem
allar forsendur hafa líka raskast.
Ríkjasamband
Habsborgara
Til dæmis segir mér svo hugur,
að í Ungverjalandi hugsi menn
nú aftur til þess ríkjasambands,
sem ríkti fyrir heimsstyrjöldina
fyrri, og kennt var við Habs-
borgarana. Austurríska-ung-
verska keisaradæmið náði einnig
yfir meginhluta Júgóslavíu, sem
nú er að klofna upp, hvort sem sú
skipting mun endanlega verða
með aðskilnaði Slóvena einna,
eða taka einnig til Króatíu, þann-
ig að iandið klofni eftir trúarlegri
skiptingu á milli rómversk- og
grísk-kaþólskra.
Sundurlimun Austurrísk-ung-
verska keisaradæmisins í lok
heimsstyrjaldarinnar fyrri var
gerð undir yfirskyni sjálfsfor-
ræðis þjóðanna, en í raun og veru
var hún stríðsaðgerð, sem hafði
það markmið að ganga á milli
bols og höfuðs á óvini. Þess er að
vænta að þau ríki sem mynduðu
þetta ríkjasamband muni auka
með sér samstarf í framtíðinni.
Þetta afturhvarf í hugsunar-
hætti, sem þarna á sér stað, er
ekki einskorðað við austurhluta
álfunnar. Ég hygg að þess muni
einnig gæta í einhverjum mæli í
álfunni vestanverðri.
Uppstokkun
Evrópu
Ég held að ég sé ekki einn um
að draga í efa, að þau markmið
sem Evrópubandalagið hefur sett
sér með sameiginlegum markaði
ríkjanna 12 árið 1992, muni í raun
ná fram að ganga. Til þess eru
þessi ríki einfaldlega of ólík
menningarlega og efnahagslega.
Lönd eins og Grikkland og Por-
túgal eiga til dæmis of fátt sam-
eiginlegt með Beneluxlöndunum
til þess að þessi samruni verði í
raun pólitískt eða efnahagslega
mögulegur eða æskilegur. Eg tel
líklegra að þetta muni í reynd
þróast þannig að gömlu ríkin sex,
sem mynduðu á sínum tíma kola-
og stálbandalagið, myndi eins
konar kjarna í álfunni. Þar utan
um verði svo nokkrir hringir: hin
ríkin sex (Grikkland, Portúgal,
írland, Danmörk, Spánn og Eng-
land), síðan EFTA-ríkin í nánara
samstarfi við nokkur austurevr-
ópuríki eins og Tékkóslóvakíu
ásamt gömlu Habsborgararíkja-
samstæðunni.
Það kæmi mér reyndar heldur
ekki á óvart þótt Ungverjar færu
að ryfja upp hugmyndina um
gamla Dónárveldið, sem í raun
var lýðræðisleg hugmynd sem
stefnt var gegn heimsvaldastefnu
austurríkiskeisara á 19. öldinni.
Hún tók yfir allt svæði Dónár frá
upptökum til ósa, en var á sínum
tíma gerð að engu með stofnun
tvíríkisins Austurríki-Ungverja-
land 1867.
Ef við lítum svo til Sovétríkj-
anna, þá sjáum við að stjórnvöld í
Kreml hafa þegar stórlega dregið
úr tilkalli sínu til áhrifa í Austur-
Evrópu og munu gera það í
auknum mæli, þar til eftir stendur
gamla keisaraveldið að frátöld-
um Finnlandi og Póllandi. Og ef
þetta verður þróunarmynstrið,
þá getum við spurt okkur þeirrar
spurningar, hvað verða muni um
hernaðarbandalög álfunnar?.
Hvað verður
um NATO?
Annars vegar er fyrirsjáanlegt
að Evrópa mun ekki þurfa á
Bandaríkjunum að halda, hvorki
efnahagslega, pólitískt eða hem-
aðarlega, þar sem fyrri andstæð-
ur verða ekki lengur fyrir hendi.
Hins vegar er ekki ólíklegt að í
framtíðinni muni gæta aukinnar
vemdar- og sparnaðarstefnu í
Bandaríkjunum, þar sem þörfin á
samdrætti í ríkisútgjöldum, þar
með talið hernaðarútgjöldum fer
að verða knýjandi. Hemaðarleg
nærvera þeirra í Evrópu verður
þá ekki lengur réttlætanleg sem
einhver Iiður í varðstöðu um lífs-
hagsmuni Bandaríkjanna.
Ungverska
byltingin
Ef við snúum okkur að þeim
umbreytingum, sem átt hafa sér
stað í Ungverjalandi, þar sem þú
þekkir sérstaklega til, hvernig vilt
þú þá lýsa þeim? Er þarna um
byltingu að ræða?
Þótt atburðarásin í Ungverja-
landi hafi ekki orðið eins hröð og
í Tékkóslóvakíu og Austur-
Þýskalandi, þá er engu að síður
um byltingu að ræða, sem fram-
kvæmd hefur verið í aðdáunar-
verðu samspili umbótaafla innan
gamla flokksins og stjórnarand-
stöðunnar. Þessi bylting hófst í
rauninni með nýrri fyrirtækjalög-
gjöf, sem undirbúin var af emb-
ættismönnum eftir fall Kadars
sumarið 1988 og samþykkt á
þinginu um áramótin 1989. Þessi
löggjöf opnar alla möguleika til
blandaðs hagkerfis, þar með talið
til stofnunar hlutafélaga, einka-
banka o.s.frv. Eftir þessa laga-
setningu var hafin endurskoðun á
þúsundum reglugerða um efna-
hagslega starfsemi sem settar
höfðu verið af skrifræðinu síð-
ustu 40 árin. Ungverjar sendu
efnahagssérfræðinga sína til
Vesturlanda til þess að kynna sér
fyrirtækjalöggjöf, reglur um
starfsemi banka og fjármála-
stofnana o.s.frv. og síðan voru
þúsundir þessara gömlu reglug-
erða afnumdar á einu bretti
haustið 1989. Þar með höfðu
Ungverjar í raun losað sig undan
helsi áætlunarbúskaparins í einni
svipan. í Tékkóslóvakíu, A-
Þýskaiandi og víðar hafa pólit-
ísku breytingarnar gengið fyrir og
verið meira í sviðsljósinu, og þar
er þessi uppstokkun efnahagslífs-
ins nú að komast á dagskrá, sem
Ungverjar létu hins vegar ganga
fyrir.
Pólitískt
katharsis
Hvernig hafa pólitísku um-
skiptin þróast?
Lykillinn að friðsamlegum um-
skiptum á pólitíska sviðinu var
fólginn í því að viðurkennt væri,
hvað g<;.rst hefði í uppreisninni
1956 - að þar hefði verið um
þjóðaruppreisn að ræða gegn er-
íendu valdi.
Einn helsti hvatamaðurinn að
friðsamlegri lausn þessa máls var
kunnur ungverskur stjórnmáia-
maður, Pozsgay að nafni, sem
verið hefur eins konar enfant
terrible í ungverskum
stjórnmálum, en jafnframt notið
mikilla vinsælda á meðal almenn-
ings. Hann fór að tala um það, að
Ungverjar þyrftu að horfast í
augu við ýmsa „hvíta bletti“ í
sögu sinni, sem hvílt hefði bann-
helgi á. Um svipað leyti var stofn-
uð svokölluð Réttlætisnefnd,
sem beitti sér meðal annars fyrir
því að mál Imre Nagy, fyrrver-
andi forsætisráðherra, sem tek-
inn var af lífi eftir uppreisnina
1956, yrði tekið fyrir að nýju.
Rettlætisnefndin var skipuð
nokkrum forystumönnum úr
uppreisninni 1956. Þann 16. júní í
fyrra, þegar 31 ár voru liðin frá
aftökunni, fór síðan fram formleg
athöfn í Búdapest, þar sem Imre
Nagy var veitt uppreisn æru og
líkamsleifum hans sýnd tilhlýði-
leg virðing. Ég var staddur í
Búdapest þennan dag, og það var
merkiieg reynsla. Þennan dag var
það ekki flokkurinn, ríkisvaldið
eða herinn sem réð lögum og
lofum í Búdapest, heldur Rétt-
lætisnefndin og 2000 manna varð-
lið hennar. Það komu hundruð
þúsundir manna á Hetjutorgið í
Búdapest, og það var sjónvarpað
frá athöfninni í 9 klukkustundir
samfleytt. Þetta var eins og kat-
harsis eða hreinsun í grískum
harmleik. Það voru engir svar-
dagar af hálfu flokksleiðtoga,
eins og gerðist þegar Laszló Rajk
fékk uppreisn æru fáeinum
dögum fyrir uppreisnina 1956,
það voru ekki flokksleiðtogarnir
sem áttu þennan dag, heldur
Réttlætisnefndin, vinir og sam-
starfsmenn Nagy og unga fólkið
sem tók virkan þátt í athöfninni.
Ef þessi athöfn hefði ekki farið
fram hefði alþýða manna aldrei
getað treyst neinu af því sem frá
yfirvöldunum kom um frjálsar
kosningar og að niðurstöðum
kosninga yrði hlýtt. Þessi athöfn
var forsenda þess sem á eftir
fylgdi.
Önnur athyglisverð breyting
átti sér stað um svipað leyti:
ákveðið var að félagasamtök
ýmis konar, kirkjudeildir og
trúfélög fengju aftur það húsnæði
sem þau höfðu verið svipt á sín-
um tíma með eignarnámi. 1
mörgum tilfellum var hér um
byggingar að ræða sem nú hýsa
skóla eða aðrar stofnanir, og ollu
þessi umskipti umtalsverðu raski,
en sýna um leið alvöruna sem lá á
bak við þær breytingar sem þarna
var verið að gera. Rétt er að taka
það fram að þótt kirkjunni væri
þannig skilað eigum sínum, þá
gilti það ekki um kirkjujarðir.
Flokkurinn og
alþýðulýðveldið
aflögð
Næsti áfangi hinnar pólitísku
byltingar fólst í því að Pozsgay
gekkst fyrir hringborðsumræðum
á milli kommúnistaflokksins og
stjórnarandstöðuflokkanna, og í
þeim var samið um að efnt skyldi
til frjálsra kosninga. Síðan var
efnt til flokksþings í haust og
ákveðið að flokkurinn tæki upp
nýtt nafn og nýja stefnuskrá.
Flokkurinn hét þaðan í frá Ung-
verski jafnaðarmannaflokkurinn
og stefnuskráin gerir ráð fyrir því
að hann sé sósíaldemókratískur
flokkur sem vilji vera aðili að
fjölflokkakerfi.
Þann 23. október sl., þegar
nákvæmlega 33 ár voru liðin frá
því að uppreisnin braust út, af-
nemur þingið síðan valdaeinokun
flokksins og Ungverska alþýðu-
lýðveldið, og Lýðveldið Ung-
verjaland er stofnað.
Þess ber reyndar að geta að
Kommúnistaflokkurinn klofnaði
í þessum átökum, og Grosz fyrr-
verandi forsætisráðherra og fleiri
gamlir félagar endurreistu gamla
flokkinn í einhverri mynd undir
gamla nafninu. Jafnaðarmanna-
flokkurinn, flokkur Pozsgay, fer
hins vegar með völd fram að
kosningunum í næsta mánuði og
mun taka þátt í þeim undir nýju
nafni Ungverska jafnaðarmanna-
flokksins.
Hugmyndafræöi
og yfirskin
Pað hefurþá verið um algjöran
klofning að ræða innan gamla
flokksins?
Já, það athyglisverðasta í þessu
öllu saman er, að þegar svona
flokkur, sem byggir á valda-
einokun, missir lögregluvaldið
sem hann hefur stuðst við, þá
kemur í ljós að fólkið í þessum
flokki hefur öll möguleg pólitísk
viðhorf- og þetta á ekki bara við
um ungverska flokkinn.
Þarna eru einlægir vinstri
menn, miðjumenn og hreinrækt-
aðir hægrimenn í efna-
hagsmálum, sem í raun einblína á
vald fjármagns og fyrirtækja.
Hugmyndafræðin sem þetta fólk
hefur játast undir með vörunum
var gjörsamlega innihaldslaus og
í raun ekki annað en yfirskin fyrir
nakið valdatilkall. Forystumenn
þessara flokka voru gjörsneyddir
því sem við teljum til vinstri-
viðhorfa á vestrænan mæli-
kvarða, þar sem horft er til alþýð-
uvalda og valddreifingar. Þvert á
móti var valdið þeirra tilverufor-
senda og þeir sjálfir af ætt tækni-
krata, skriffinna eða forstjóra.
Hafi þeir í raun haft snefil af sósí-
alískri hugsjón eða hugmynda-
grundvelli, þá var það í slíkri and-
stöðu við stöðu þeirra og gerðir
að líkja mætti við geðklofa.
Nýja forystan
Hverrar ættar eru þá núverandi
forystumenn?
Núverandi forsætisráðherra
Ungverjalands, Németh, er fyrr-
10 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. febrúar 1990