Þjóðviljinn - 16.02.1990, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 16.02.1990, Blaðsíða 22
FÍM-salurinn, Garðastræti 6, Haf- steinn Austmann, vatnslitamyndir. Til 20.2.14-18daglega. Galleri Borg, Eiríkur Smith, abstrakt- ionir. Til 20.2.10-18 virka daga, 14- 18 helgar. Gallerí Graf, Logafold 28, verk Ástu Guðrúnar Eyvindardóttur, opn (seinni hluti) á morgun. Lau 14-18 e/ eftirsamkomulagi. Gallerí RV (Rekstrarvörur) Réttar- hálsi 2, Daði Guðbjörnsson, olíu- myndir og grafík. Til 23.2.8-17 virka daga. Hafnarborg, Hf, sýning í tilefni af list- averkagjöf Eiríks Smith. Til 25.2.14- 19alladaganemaþri. Kjarvalsstaðir, 11-18 daglega, austursalur: Kjarval og landið, verk e/ Kjarval í eigu Rvíkurborgar. Listasafn íslands, verk í eigu safnsins (1945-1989). Verk nem- enda úr Barnadeild Myndl. og hand- íðask. íslands. Mynd mánaðarins, Vorkoma eftir T ryggva Ólafsson, leiðsögn er fi 13:30-13:45. Safnið er opið 12-18 alla daga nema mán. kaffistofa opin á sama tíma. Að- gangur og leiðsögn ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar opið helgar 13.30-16, höggmyndagarður- innalladaga11-17. Listasafn Sigurjóns, járnmyndir Sigurjóns og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár. Lau og su 14-17, þri 20-22. Þjóðminjasafnið, opið þri, fi, lau og su 11-16. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti, ÞingvallamyndirÁs- gríms. Helgar, þri og fi 13:30-16, lýkur ífeb. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Opið helgar 14-18, e/ eftir samkomulagi. Slunkaríki, fsafirði, Jean-Paul Franssens, myndlist, sýn. í tilefni að 5 ára afmæli Slunkaríkis. Til 18.2. fi-su 16-18. SPRON, Álfabakka 14, Gunnsteinn Gíslason, múrristur. Til 27.4.9:15-16 mán-fö. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Gunnar örn opnar sýningu á laugardag, ein- þrykk og skúlptúrar. Til 7. mars. 10- 18 virkadaga, 14-18helgar. Islandsbanki, Skipagötu, Akureyri, myndireftir Jón Eiríksson búfræði- kandídat. Til 2. apríl. Kaupvangsstræti 16, Akureyri, Guðm. Ármann opnar sýningu í vinnustofu sinni á laugardag. Opin virka daga 16-20 og 14-20 um helgar, til25.febrúar. TÓNLISTIN Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika í Áskirkju á sunnudag kl. 17. Þetta eru þriðju tónleikar sveitarinnar á þessum vetri og flutt verða verk eftir Beethoven og Schubert, samtíma- mennina í Vínarborg í byrjun 19. aldar. Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó- leikari halda tónleika í Selfosskirkju á laugardag kl. 16 og í félagsheimili Hrunamanna á Flúðum á sunnudag kl. 14.Leikin verðaverkeftirC.P.E. Bach, Prokofjev, Bela Bartók, Árna Björnsson og Atla Ingólfsson. íslensk tónverkamiðstöð og Lista- safn Sigurjóns Ólafssonar bjóða upp á kvöldstund með tónskáldi í Lista- safni Sigurjóns á þriðjudagskvöld, 20. febrúar, kl. 20.30. John Sþeight verður þar í eldlínunni og talar um tónsmíðar sínar undir yfirskriftinni Að eins nokkrar línur. Leikin verða verk eftir Speight og áhorfendur fá tæki- færi til að spyrja tónskáldið spjöru- num úr. John Speight er fæddur í Englandi en hefur búið hér á landi síðan 1972. Heiti potturinn, Duus-húsi, Friðrik Karlsson og Reynir Sigurðsson leika su kl. 21:30. Slagverkshópurinn Snerta heldur síðdegistónleika í tónleikasal F. í. H., Rauðagerði 27, sunnudaginn 18. fe- brúar kl. 17. Flutt verður verkið Sind- ur fyrir fjóra slagverksleikara, eftir Áskel Másson. Snerta vinnur að hljóðritun verksins fyrir ríkisútvarpið og væntanlega hljómplötu. LEIKLISTIN Leikfélag Akureyrar, Eyrnalangir og annað fólk, su kl. 15. Heill sé þér þorskur, frums. lau kl. 20:30,2. sýn. su kl. 20:30. Leikfélag Kópavogs, Blúndur og blásýra, sukl.20. Leikfélag Reykjavíkur, Ljós heimsins, litla sviðinu í kvöld og lau kl. 20. Höll sumarlandsins, stóra sviðinu laugardag kl. 20.Töfrasprotinn su kl. 14. Kjöt, í kvöld kl. 20. Þjóðleikhúsið, Endurbygging, eftir Vaclav Havel, frumsýning í kvöld kl. 20, hátíðarsýning á lau kl. 16.45 að viðstöddum höfundi. Lítið fjölskylduf- yrirtæki á su kl. 20. ÍÞRÓTTIR Sundhöll Reykjavikur verður vett- vangur Grand Prix móts í kvöld. Keppendur eru fæddir 1974 og eldri. Mótið hefstkl. 19. Unglingamót Fimleikasambands Is- lands verður haldið í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi á laugardag. Keppni hefst kl. 10 f.h. Unglingamótið er hið fjölmennasta sem haldið er i áhaldafimleikum og eru keppendur 165fráellefufélögum. Umsjón með mótinuöefurfimleikadeild Gerplu. Daginn eftir verður síðan meistara- mót í fimleikastiganum, en þar fá að- eins að keppa þeir sem hafa náð ákveðnum stigafjölda. íslendingar og Svisslendingar leika landsleik í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. HITT OG ÞETTA Féiagsvist og gömlu dansarnir á hverju föstudagskvöldi í T emplara- höllinni, Tíglarnir leika fyrir dansi, allir velkomnir. Ferðafélag íslands, skiða- göngunámskeið í Bláfjöllum á sunnu- dag kl. 13. Á sama tíma verður farið í skíðagöngu um Bláfjöll og Grinda- skörð, og loks á sama tíma verður gengið á fjall mánaðarins, Stóra Bolla i Grindaskörðum. Hvað á að gera um helgina? Möröur Árnason upplýsingafulltrúi Ég ætla að lesa viðtalið við Hjalta Kristgeirsson í Nýju Helgarblaði. Svo getur vel verið að maður reyni að koma auga á Václav Havel. Útivist, vetrarferð á Þingvöll á sunn- udag kl. 13 og á sama tíma verður farið í létta skíðagöngu á Mosfells- heiði. Hana nú leggur upp í laugardags- gönguna frá Digranesvegi 12 kl. 10 í fyrramálið. Nýlagaðmolakaffi. Gönguhrólfar hittast að Nóatúni 17 kl. 11.11 á laugardagsmorgun. Á sunnudag verður opið hús í Goð- heimum, Sigtúni 3, frá kl. 14. Kvöld vökufélagið Ljóð og saga heldur kvöldvöku í Skeifunni 17 á laugardag kl. 20.30. Norræna húsið heldur rýmingarsölu á eldri bókum og nokkrum nýjum á laugardag kl. 10-18 í anddyri hússins. Jafnframt verða sýndar norrænar kvikmyndir af myndbandi. MÍR, kvikmyndasýn. í bíósalnum v/ Vatnsstíg 10 su kl. 16: Brautarstöð fyrir tvo eftir, önnur myndin af þremur, sem sýndar verða e/ Eldar Rjazanov. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Laugardagskaffi Kvennalistans verður haldið á skrifstofu hreyfingar- innar í fyrramálið kl. 11. Agnes Ghaznavi sálfræðingurog bahaíi ræðir um hvernig konur geti lagt sitt af mörkum til samfélagsins án þess að tapa kvenlegum eiginleikum sínum. Sjallinn á Akureyri frumsýnir Stöðu- na í hálfleik á laugardagskvöld. Þar er á ferðinni skemmtidagskrá sem byggð er á tónlistarferli Pálma Gunn- arssonar. Lelkmannahreyfingar innan ís- lensku þjóðkirkjunnar halda sam- komu í Bústaðakirkju ásunnudags- kvöld kl. 20.30. Yfirskrift hátíðarinnar erGuðlHvarertu? Dr. Gunnlaugur A. Jónasson guð- fræðingur flytur erindi í safnaðar- heimili Neskirkju á sunnudag kl. 15.15 og fjallar um þýðingu Haralds Níelssonar á Gamla testamentinu um síðustu aldamót. Framhald verður viku síðar. Aö sitja kyrr á sama staö J apanir fly t j a útlönd heim - með nákvæmum eftirlíkingum af heilum borgum Japanir eru oft sakaðir um að vera miklir meistarar í eftirherm- um: þeirra efnahagslega vel- megun byggi t.d. að verulegu leyti á því að stæla sem nákvæm- ast það sem aðrar þjóðir hafa gert í tækni og hönnun - og gera eftirlíkingarnar fullkomnari og endingarbetri en fyrirmyndirnar. En Japanir eru líka þekktir fyrir það, að reyna að flytja allan heiminn til Japan ef svo mætti segja, og skoða hann þar. Þessi árátta er m.a. rakin til þess að Japanir voru lengi ein- angraðir frá öðrum og vöknuðu upp seint með minnimáttarkennd yfir því að aðrar þjóðir ættu sér margt í gróinni menningu sem þeir ættu ekki. f annan stað er sagt sem svo, að enda þótt Japan- ir séu nú orðnir mjög duglegir við að ferðast, telji meðaljóninn í því landi enn að langferðir séu hættu- legt og varasamt tiltæki. Því vill hann heldur ferðast til þeirra út- landa sem hann getur skoðað heima hjá sér. Þykjustu- langferð Til dæmis um þetta má taka þá japanska tísku að reisa eftirlik- ingar af útlendum bæjum hér og þar og selja að þeim aðgang: gest- irnir þykjast svo vera í Hollandi eða Svíþjóð. Til dæmis hefur á suðurhluta eyjarinnar Kjúshú ris- ið eftirlíking af sveitaþorpi í Mé- doc, frönsku vínræktarhéraði skammt frá Bordeaux. Menn borga 1500 jen í aðgangseyri og fá að mjólka kýr sjálfir og geta ljós- myndað sig við franska ostagerð eða vínberjatínslu. Gestunum á að finnast að þeir hafi í raun heimsótt franska sveit. Vinsælt „útland" er nú risið skammt frá borginni Obihiro á eynni Hokkaido. Það heitir upp á þýsku Glúckskönigsreich. Þar eiga japanir að sannprófa hvað Þýskaland er og stinga sér í leiðinni ofan í sagnabrunn Grimmsævintýranna. Aðgöngumiðinn er látinn líkj- ast vesturþýsku vegabréfi og er stimplaður um leið og menn ganga inn. Og sjá: þar rís þýskur bær með vindmyllu og dóm- kirkju. Þar eru ekici bara efitrlík- ingar í orðisins venjulegu merk- ingu: götusteinarnir eru „ekta“ - úr gömlum götum í Berlín og Leipzig. Tvö bindiverkshús hafa verið keypt í Þýskalandi fyrir mikið fé og flutt til Hokkaido: annað þeirra er frá 1720 og er nú elsta húsið á eynni! „Ekta“ eru líka ungir menn sem leika Þjóð- verja í plássinu, ganga um í leður- stuttbuxum og láta ljósmynda sig með japönsku gestunum: við þetta eru þýskir unglingar á fast- akaupi. Matur er allur á þýska vísu, pylsur og brauð og bjór. Aðsókn er mikil: hálf miljón gesta á fyrstu sex mánuðum hins þýska bæjar. Margt er skrýtið í þessari jap- önsku sókn eftir því sem lands- mönnum finnst erlent og annar- legt. Japanir eiga það til dæmis til að gifta sig upp á kaþólska vísu og leigja sér bæði ekta kirkjur og ekta prest, helst útlendan - og skiptir engu máli þótt brúðhjónin séu bæði shintoistar. Stórverslun í bænum Fukuoka hélt upp á 200 ára afmæli frönsku byltingarinn- ar með því að verða sér úti um ekta fallöxi og stilla henni út í sýningarglugga. Og eitt enn ætla Japanir að gera - og nú mega íslendingar vara sig: Þeir ætla að flytja Jóla- sveininn, sankta Kláus, heim til sín og geyma hann þar allt árið. Sá sem hugmyndina átti sagði sem svo: Enginn hefur meiri þörf fyrir jólasveininn allt árið en jap- önsk börn, sem eru að farast úr streitu og samkeppni í skólanum. Maður þessi, Masahiko Tsuga- va, leikari og leikfangakaupmað- ur, fann upp á því snjallaræði að kaupa höll eina í Skotlandi, byggða 1830, rífa hana sundur, pakka henni í 27 gáma og flytja til Japans. Þar átti hún að rísa sem „fæðingarhöll Jólasveinsins" og vera miðdepill Jólasveinapláss- ins. En því miður: plássið á að rísa á jarðskjálftasvæði - yfir- völdin vilja ekki að höllin skoska rísi þar eins og hún kemur fyrir úr gámum, jólasveinahöllin verður að vera úr járnbentri steinsteypu. Og hefur enn ekki fundist lausn á þessu máli. áb byggði á Spiegel „Þýski" bærinn Kóngsæluríki á Hokkaido: götusteinarnireru ekta, þeir eru frá Berlín og Leipzig. 22 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.