Þjóðviljinn - 16.02.1990, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 16.02.1990, Blaðsíða 21
Landbúnaðarstefnan - Landbúnaðarstefnan - Landbúnaðarstefnan - Landbúnaðarstefnan Hagfræðingar Háskólans, hærra upp og lengra fram GunnlaugurJúlíusson, hagfræðingur Stéttarsambands bænda, svarar Þórólfi Matthíassyni, Hagfræðistofnun Háskóla Islands í Þjóðviljanum þann 9. febrúar sl. birtist grein eftir Þórólf Matt- híasson, lektor í hagfræði við Há- skóla íslands. Tilefni greinarinn- ar er viðtal við undirritaðan sem birtist í Þjóðviljanum þann 2. fe- brúar. [ viðtalinu voru færð rök fyrir því að þeir útreikningar sem Guðmundur Ólafsson viðskipta- fræðingur vitnaði til í sjónvarps- og blaðaviðtölum um miðjan jan- úar og voru frá Þórólfi komnir, væru meira en lítið hæpnir. Niðurstaða Guðmundar var m.a. sú að íslenskir launþegar þyrftu að vinna einn til tvo klukkutíma á dag aukalega vegna þess sér- staka oks sem íslenskur land- búnaður legði á herðar þeirra. Nú hlýt ég í upphafi að fagna því sérstaklega að fá viðbrögð frá Þórólfi við fyrrnefndu viðtali. Það hefur ekki reynst auðvelt að koma á tjáskiptum við þá hag- fræðinga Háskólans sem hafa lagt orð í belg um landbúnaðarmál. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða blaðagreinar, opna fundi eða samræður í útvarpi og sjón- varpi. Hitt er svo annað mál að ég tek ekki undir það sjónarmið Þórólfs að það hefði sparað okkur báðum „ónæði, vinnu og ergelsi“ ef ég hefði kannað rök hans fyrir gagnrýninni í persónulegu við- taii. í fyrsta lagi hef ég hvorki haft af því ónæði né ergelsi að standa í þessum skoðanaskiptum, en þyk- ir leitt ef Þórólfur hefur orðið fyrir hnjaski þeirra vegna. Hvað vinnuframlagið varðar þá tel ég ekki eftir mér að eyða í þetta nokkrum tíma, ekki síst með til- liti til þeirra fullyrðinga sem hafa verið settar fram. í öðru lagi er þessi umræða komin á það stig að henni verður ekki eytt með einu persónulegu viðtali. Þegar Þórólfur hefur það t skimpingi að eðlilegt sé að langan tíma taki að uppgötva „grundvallar reikniskekkjur“ og slíkt ætti ekki að gerast nema einu sinni eða tvisvar á öld þá vil ég í framhaldi af því bera fram þá frómu ósk að aðra eins talnameð- ferð og hér er um að ræða þurfi ég ekki að sjá a.m.k. það sem eftir er af þessari öld. Þórólfur undrast að starfsmenn bænda hafi ekki haft samband við sig til að sannreyna aðferðir og reikni- grundvöll. Mér finnst það á sama hátt undrunarefni að reikni- grundvöllur sé ekki sannreyndur við þá sem gerst þekkja til áður en útreikningur hefst. Síðan er málum þannig háttað að það tekur því ekki að fara ofan í kjöl- inn á öllu því sem birtist á prenti um landbúnaðarmál og ætla sér þá dul að reyna að leiðrétta allar missagnir og misskilning, smáan og stóran, sem fram er settur í ræðu og riti. Ritið Vísbending er ekkert sérstakt þungaviktarrit í mínum huga hvað varðar áróð- ursmátt. Hitt er svo annað mál þegar farið er að nota þessa út- reikninga til margvíslegra útlegg- inga í stærstu og áhrifamestu fjöl- miðlum landsins varðandi þá meintu áþján sem launþegar hafa af framleiðslu landbúnaðaraf- urða á íslandi. Þar sem Þórólfur hefur ekki mótmælt þeirri túlkun Guðmundar Ólafssonar viðskipt- afræðings í sjónvarpi og DV nú í janúar á niðurstöðum hinnar „saklausu tilraunar“ hans, að hver launþegi landsins sé að vinna einn til tvo klukkutíma aukalega á dag árið um kring vegna bænda, þá hlýtur hann að bera á þeim nokkra ábyrgð. Miklu veldur sá sem upphafinu veldur. Aðeins meiri nákvæmni í grein sinni talar Þórólfur í upphafi um að „heildarverðmæti landbúnaðarafurða skv. skil- greiningu Hagstofu íslands yrði...“ en síðan er rætt um að „heildsöluverð landbúnaðaraf- urða að viðbættum niður- greiðslum...“. Áður er sagt „mat ég heildsöluverðmæti landbún- aðarafurða...“. Hér er lagt að jöfnu heildarverðmæti til fram- leiðenda og heildsöluverð. Von- andi er hér um að ræða fljótfærni eða hugsanaskekkju, en heildar- verðmæti til bænda og heildsölu- verð afurðanna er sinn hver hlut- urinn eins og allir eiga að vita. Heildsöluverð er verð til fram- leiðenda að viðbættum vinnslu- og dreifingarkostnaði. Svona lagað virkar ekki traustvekjandi og á ekki að sjást. í öðru lagi vil ég benda á að í Vísbendingargreininni er vitnað í bókina „Jordbrukspolitiken i de Nordiska lándema“ bls 122, þar sem hið sænska PSE (Producer Subsidy Equivalent) er gefið upp, en það notar Þórólfur til að meta innflutningsvernd í íslensk- um landbúnaði. Hið sænska PSE er 54.4% (hækkað í 55% í Vísbendingar-greininni). Nú ber hinsvegar svo við að í þessari grein er heildarstuðningur hins opinbera talinn 53% afheildsölu- verðmæti landbúnaðarafurða í Svíþjóð. Þegar fyrrnefnd bók er skoðuð, þá kemur í ljós að á bls. 123 er gefið upp hið sænska CSE (Consumer Subsidy Equiva- lent)!! og er það 53.4%. Hér virð- ist því vera ruglað saman PSE og CSE útreikningum og er það varla til eftirbreytni. Til frekari skýringar mun ég gefa hér upp formúlur þær sem PSE og CSE eru reiknuð eftir: PSE = Q (PD - PW) + DP - L + B CSE = -C(PC - PW) + G Skýringar: Q = framleiðslu- magn; C = heildarneysla; PD = verð innanlands; PC = verð til neytenda; PW = viðmiðunar- verð; DP = beinar greiðslur til bænda; L = skattar sem fram- leiðendur greiða (beinir og óbeinir); B = aðrar fjármagns- tilfærslur til bænda; G = fjár- magnstilfærslur til neytenda (nið- urgreiðslur). Það er ljóst af framanskráðu að mikill munur er á þeim útreikn- ingum sem liggja að baki PSE og CSE. Það ætti því að vera ljóst að ömögulegt er að nota niðurstöðu úr þessum ólíku formúlum á sama talnagrunn. Mælir PSE / CSE kostnað eða ekki? f greinum Þórólfs og ýmsum útafleggingum þar af er ætíð rætt um niðurstöðu PSE útreikning- anna sem mat á kostnaði samfé- lagsins og neytenda af þeirri inn- flutningsvernd sem landbúnaður- inn býr við. Þegar texti fyrr- nefndrar bókar er skoðaður kem- ur allt annar skilningur fram. Þar er margítrekað að þessar mæliað- ferðir leggja ekki mat á kostnað samfélagsins heldur meta út- reikningarnir einungis fjár- magnstilfærslur í þjóðarbú- skapnum (sjábls. 17,119 og 123). Á þessu er mikill munur. Því eru fyrrgreindar fullyrðingar um kostnað neytenda vegna inn- flutningsverndar mjög í ósam- ræmi við þær skilgreiningar sem tilvitnaðar heimildir leggja þunga áherslu á. Talnalegur bakgrunnur Þórólfur skýrir út talnalegar forsendur sem liggja að baki út- reikningum hans og er það vel. Ekki verður þó hjá því komist að gera athugasemdir við þær. í fyrsta lagi metur hann heildarverðmæti (heildsölu- verð!!) landbúnaðarafurða kr 14,1 milljarð fyrir árið 1989. Það er því miður of hátt. Samkvæmt verðmætaáætlun fyrir verðlagsár- ið 1988/1989 var heildarverðmæti þeirra landbúnaðarafurða sem lagðar eru til grundvallar útflutn- ingsbótum 12,5 milljarður. Við PSE/ CSE útreikningana skal einungis taka mið af þeim inn- lendu vöruflokkum sem einnig má finna á heimsmarkaði og njóta því innflutningsverndar. í viðbót við „landbúnaðaraf- urðir í skilningi framleiðsluráðs- laganna" vill Þórólfur taka með aðrar greinar s.s. tekjur af ferða- þjónustu og fiskeldi, tekjur af framleiðslugreinum sem hafa ekkert með innflutningsvernd né opinbera verðskráningu að gera. Það vill segja að samkvæmt þess- um rökum ætti staða íslensks landbúnaðar mælt með hinu sænska PSE að versna eftir því sem fleiri ferðamenn gista hjá bændum og eftir því sem hlunn- indi skila meiri tekjum. Rökleysa slíkra fullyrðinga ætti að vera hverjum manni auðsæ. Til að finna heildarverðmæti þeirra afurða sem njóta inn- flutningsverndar verður því að draga frá fyrrgreindri upphæð (12,5 millj.) verðmæti hlunninda (t.d. æðardún og stangveiði) sem eru samtals að verðmæti kr 711 millj. og seldra hrossa innanlands og erlendis, sem er samtals um kr. 200 milljónir. Því er saman- lagt framleiðsluverðmæti þeirra afurða sem hægt er að segja að njóti innflutningsverndar (mat- væla) 12,5 - 711 - 200 eða um 11.6 milljarðar, (verð til bænda á meðalverði verðlagsársins 1988/ 89). Eru niður- greiðslur hluti af framleiðenda- verði? Þórólfur leiðir að því rök að niðurgreiðslur eigi að teljast hluti af verði til framleiðenda í þessu uppgjöri. Þau rök eru hæpin í mínum augum, svo að ekki sé meira sagt. Það skal skýrt nánar út hér. í upphafi er rétt að gera sér grein fyrir helstu stærðum í þessu sambandi. Niðurgreiðslur á land- búnaðarafurðir voru samtals um kr. 4,1 milljarður, þegar miðað var við heilt ár á verðlagi í sept. sl. Á sama tíma nam innheimta sölu- skatts af sölu sömu afurða um kr. 3,8 milljarða, þegar hann er met- inn eins nákvæmt og hægt er. Niðurgreiðslur umfram sölu- skattsálagningu á landbúnaðaraf- urðir voru því tiltölulega litlar á sl. verðlagsári. Hins ber aftur á móti að geta að um nokkum mis- mun er að ræða milli kjötgreina, þ.e. niðurgreiðslur á lambakjöti eru hlutfallslega hærri en á öðr- um kjöttegundum. En eru niðurgreiðslur hluti af verði til framleiðenda? Ríkið lagði söluskatt (matarskatt) á innlend matvæli til að draga úr söluskattssvikum á smásölustigi. Á sama tíma var ákveðið að auka niðurgreiðslur (endurgreiða söluskattinn) til að verðáhrif hans yrðu sem minnst. Hafði það áhrif á verð til bænda? Nei, ekki nokkurn skapaðan hlut. Ef nið- urgreiðslur yrðu felldar niður og virðisaukaskattur afnuminn af landbúnaðarafurðum skipti það sáralitlu máli fyrir uppgjör land- búnaðarpakkans í heild sinni, enda þótt innbyrðis verðhlutföll myndu raskast, það er allt annað mál. En samkvæmt reikniaðferð- um Þórólfs myndi það breyta nið- urstöðum PSE mælinganna veru- lega fyrir landbúnaðinn í heild sinni. Hvaða rök eru fyrir því? Við getum tekið annað dæmi. Launþegahreyfingar semja við ríkið um að auka niðurgreiðslur á matvæli til að mæta vísitöluhækk- unum og lækka útgjöld heimil- anna (t.d. s.l. vor). Hvaða áhrif hefur það á verð til fram- leiðenda? Engin, en gæti hins vegar stuðlað að söluaukningu. Því er fráleitt að reikna niður- greiðslur sem hluta af verði til framleiðenda í þessu uppgjöri. Að lokum má benda á hvernig samanburðurinn yrði við þau lönd sem leggja ekki virðis- aukaskatt á matvæli (og þurfa þess vegna ekki að niðurgreiða hann) ef þessum aðferðum væri beitt. Ég hafna því algjörlega þeim röksemdum að niðurgreiðslur megi færa sem hluta af verði framleiðenda í þessu uppgjöri. Kynbætur ali- fugla og svína Þórólfur slær þeirri fullyrðingu fram að innflutningur á afurða- meiri stofnum til alifugla- og svín- aræktar hafi ekki komið til greina í hugum bænda fyrr en farið var að tala um innflutning þessara afurða. Þessar fullyrðingar eru dæmi um þá drauga sem ríða hús- um í umræðu um landbúnaðar- mál innan Háskóla íslands og setja mark sitt á það sem þaðan kemur og er þessi fullyrðing ekk- ert einsdæmi um slíkt. Erfðaefni til notkunar í alifuglarækt hefur verið flutt til landsins um árat- ugaskeið. Á hinn bóginn að- hylltust þeir framleiðendur sem stunda alifuglarækt frjálsa sam- keppni til skamms tíma en sam- vinna um ýmis mál, s.s. kynbæt- ur. var minni en eðiilegt má telj- ast. Ekki má heldur gleyma þætti yfirvalda í þessu máli. Því hefur innflutningur á erfðaefni ekki verið eins árangursríkur og möguleiki var á. Líkur benda hins vegar til þess að samstaða hafi náðst milli framleiðenda um framtíðarskipan þessara mála, þannig að markvissari vinna muni eiga sér stað hér eftir en hingað til. Ljósm. Jim Smart. Innflutningur á svínasæði hef- ur verið bannaður af sjúkdóma- hættu, en með góðri reynslu af fyrirkomulagi við innflutning holdanauta- sæðis er nú að verða það breyting á. Höfundur rang- túlkar eigið verk Hér að framan hefur verið vitnað allnákvæmlega í ýmsar til- vitnanir í bókina „Jordbrukspoli- tiken i de Nordiska lánderna". Slíkur sparðatíningur er kannske óþarfur í ýmissa augum, en fyrir þessum tilvitnunum er nokkur ástæða. Bók þessi er árangur af starfi nefndar fagmanna sem fékk árið 1987 það verkefni hjá Nor- rænu ráðherranefndinni að meta ýmis áhrif landbúnaðarstefnunn- ar á Norðurlöndum á þjóðarbú- skap viðkomandi landa. Þessi nefnd var skipuð fulltrúum frá öllum Norðurlöndum, ísland þar með talið. Annar fulltrúi íslands í nefndinni var Þórólfur Matthías- son. Þess er þó getið í formála að eiginlega sé ekkert skrifað um ís- land. Ekki er þess getið um ástæður þess að ísland hafi átt léttvægari aðild að þessari nefnd en hinar Norðurlanda- þjóðimar. Því er hvergi að sjá efni frá ís- landi í texta né tölulegar upplýs- ingar í töflum. Hefði það þó verið upplagt tækifæri fyrir áhugamenn um landbúnaðarmál að starfa með norrænum starfsbræðmm að þessu verkefni og væri fróðlegt að fá upplýsingar um hvers vegna það tækifæri var ekki nýtt. Þetta er miður, því að vissulega hefði verið að því gífurlegur fengur að fá unnar upp margháttaðar tölu- legar upplýsingar um íslenskan landbúnað og lagt mat á landbún- aðarstefnu okkar í samvinnu og samráði við fagmenn á hinum Norðurlöndunum. Þá hefði Þór- ólfur kannski sloppið við það „ónæði, vinnu og ergelsi" sem hann hefur haft af þessum skoðanaskiptum, og bændur sloppið við að standa undir til- hæfulausum fullyrðingavaðli, en grundvöllur hefði aftur á móti getað skapast fyrir alvöru um- ræðu um þessi mál og raunhæfum samanburði við nágrannalönd. Á þetta er minnst hér þar sem Þór- ólfur Matthíasson, tilgreindur sem einn höfunda, hefur síðan yfirfært niðurstöður og út- reikninga úr bókinni yfir á ís- lenskar aðstæður með þeirri ná- kvæmni og af þeirri þekkingu sem rakið hefur verið hér að framan. Hærra upp og lengra fram Eins og minnst hefur verið áður á hafa hagfræðingar innan Háskólans tekið nokkurt frum- kvæði í umræðu um landbúnað- armál á seinni tímum. Er það vel að þeir beini þekkingu sinni og starfsorku til að rýna í þau mál öll, ekki mun af veita. Á hinn bóginn hefur nokkuð þótt skorta á að umræðan stæðist þær kröfur sem gera verður til þess sem starfsmenn Háskólans láta frá sér fara. Er það miður. Hitt verður aftur á móti að vona að sótt verði hærra upp og lengra fram innan veggja Háskólans á þessu sviði á þann hátt sem stofnuninni sæmir. Föstudagur 16. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.