Þjóðviljinn - 23.02.1990, Blaðsíða 2
Egsé
Englakroppa og
heyri Höfuðlausn
Fyrirgefiö mér, elskurnar mínir, lesenda-
píslirnar mínar, en ég er enn og aftur í
gagnrýnisham heiftarlegum. Og eins og
nærri má geta stafar þaö af því að ég var að
horfa á einhvern ófögnuö í sjónvarpinu, ein-
hverja Englakroppa eftir Friðrik Þór og Hrafn
Gunnlaugsson, æ ég hélt ég yrði ekki eldri.
Og af því ég er hreinskiptinn maöur þá verð
ég aö segja mitt álit, ég læt ekki móðga
þjóðina og skynsemina eins og ekkert sé.
Þetta sagði ég líka við Pál frænda minn,
enda þótt ég viti að hann er svo mikið filmu-
frík og svo djarfur túlkari að hann getur eins
og að drekka vatn lesið Fjallræðuna inn í
einhverja bjánalega spólu með Gög og
Gokka.
Og hvað fannst þér að Englakroppum?
spurðí Palli og horfði á mig með köldu yfir-
burðarfasi sérfræðingsins.
Bara allt, sagði ég. Eg trúði ekki á neitt i
þessari mynd. Þessir englar á sjoppunni...
Þú skilur hvorki táknmál né frumleika,
sagði Filmu-Páll, frændi minn. Þarna slær
saman vitundarsviðum og menningarsvið-
um svo neistar af. Englarnir eru bæði hinir
gömlu föllnu englar úr Himnaríki sem gerðu
uppreisn gegn vilja Guðs og svo eru þeir
unglingar mannlífsins sem fallnir eru i
neyslugræðgi og spæna í sig franskar og ís
og sjeik með þeim táknrænu afleiðingum að
þeir geta ekki flogið. Hvað segir ekki skáldið:
Fótur vor er fastur, þá fljúga vill önd.
Svo var sumum englamorðingjunum refs-
að og saklausri eiginkonu þess fyrsta líka en
þriðji englamorðinginn slapp með auman
rass, sagði ég. Mér finnst ekkert réttlæti i
þessu. Annaðhvort eru englar refsienglar
göq ekki
Þú ert svo frumstæöur, Skaði minn, sagði
Páll. Þú heldur að það sé eitthvert réttlæti í
tilverunni og englunum. En þeir Frissi og
Hrafn þeir vita náttúrlega að svo er ekki og
því fer sem fer.
Ég skal segja þér Palli, að mér finnst
hvorki menningarlegt né markaðslegt rétt-
læti í því að svona mynd verður til. Svona
fálm út í loftiö, svona hrollvekja sem engan
hryllir við, svona grín sem enginn hlær að,
hvernig sem leikaragreyin geifla sig.
Þú ert asni og algjör þjóðarsál, Skaði,
sagði Palli. Þú skilur aldrei frumleikann.
Heldurðu virkilega að það sé heiglum hent
að búa til gamanmynd sem er ekki hlægileg
og hrollvekju sem er ekki skelfileg? Nei,
væni minn, það geta ekki nema afbragðs-
menn, sem vita af sjálfum sér að lífið er
hvorki fyndið né skelfilegt heldur heimsku-
legt. „ , .. ,.
Mér finnst Palli frændi, sagði eg, að þu talir
bara eins og innsti koppur í búri hjá þessum
filmuklíkum.
Palli þagöi dálitla stund og var eitthvað
drjúgur með sig. Svo sagði hann.
Tja, ég get svosem sagt þér leyndarmál.
Og hvað er þaö? spurði ég.
Ég er að búa til kvikmyndahandrit fyrir
hann Hrafn, sagði Palli.
•y..
-'>-í
7: rZZZ
Jæja, sagði ég. Og um hvað?
Það er um Höfuðlausn Egils Skallagríms-
sonar, sagði Palli. Það er náttúrlega módern-
iserað svona eins og Djákninn á Myrká. Þeir
Egill og Eiríkur blóööx eru nútímavíkingar.
Þeir eru hlutabréfafantar hinir mestu. Þegar
Egill hefur barist einn við átta sjoppueigend-
ur og tvisvar við ellefu knæpuhaldara og inn-
limað þá í Egils Öl hf, þá leggur hann til
atlögu við Eirík og hefur af honum heila sjon-
varpsstöð. En Eiríkur króar Egil inni með
djöfullegum slóttugheitum svo hann má sig
hvergi hræra: á morgunn falla allir víxlar og
ekki hægt að ná í veð í Borgarlandi fyrr en
eftir mánuð.
Góð ráð dýr semsagt, sagði ég.
Einmitt, sagði Palli. Og nú sest Egill niður
og semur Höfuðlausn. Hann stefnir til sín
öllum helstu filmurum og rokkurum og þeir
sitja alla nóttina og búa til músík við sáttaljóð
Egils til Eiríks sjónvarpskóngs og filma um
leið. Og þegar illar svölur frá Sýn hf.hafa
verið flæmdar burt og dagur rís, þá kemur
Egill með Höfuðlausn sína, spánýja og
ódauðlega vídeóspólu um Eirík og markaðs-
afrek hans í Svíþjóð og víðar. Og er þetta
viðlagið:
Eiríkur er töff
það er ekkert blöff.
Hvort víltu niðurskorið fjárlagabjúga, dS I- kæsta skattaskötu
súpu með erlendum skuldahölum... W eða loforðasalat
GARÐINUM
FUNDINN
LÍFSHÁSKI
Það er greinilegt að það hættu-
legasta sem maður getur tekið sér
fyrir hendur í dag er að lifa og
hættan eykst með hverjum degi.
Alþýðublaoið
ÓLATIR MENN
Til eru þeir sem iðka kynlíf
langt út yfir mörk hjónabandsins
og sambúðar með fólki af báðum
kynjum á öllum aldri og jafnvel
dýrum merkurinnar.
DV
STALÍN ER
EKKI HÉR
Ekkert alræðisvald til Krist-
jáns Ragnarssonar
Fyrírsögn í DV
EKKISEGIÉG ÞAÐ
NÚ KANNSKI
Ólafur (Ragnar) frelsaði heim-
DV
tnn
SANNLEIKURINN
SIGRAR
Ég hefi oft fengið mér súkku-
laðitertu á „Tíu dropum“ og hún
hefur alltaf verið brún og með
súkkulaðikremi
DV
HVAÐSKYLDI
BISKUP SEGJA?
Að lokum ber þess að geta að
Kristján Jónsson annaðist flug-
þjálfun englanna.
Morgunblaðið
GAMANERAÐ
GUÐSPJÖLLUNUM
Ég lít því svo á að verið sé að
innheimta skemmtanaskatt af
kirkjusókn, sagði Gísli Jónasson
sóknarprestur í Breiðholtsprest-
akalli.
DV
RASSVASINN ER
BETRI
Bókhald er böl
Auglýsing
í Morgunblaðinu
NÚMÁBUSH FARA
AÐ VARA SIG
Stærsta auglýsingastofa lands-
ins, GBB-Auslýsingaþjónustan,
skiptir formlega um nafn um
næstu mánaðamót og mun eftir-
leiðis heita Hvíta húsið.
Morgunblaðið
MÁTTUR HINS RIT-
AÐA ORÐS
En Gísli Björnsson bætti um
betur og boraði á eyjuna gat með
skrifum sínum.
Morgunblaðið
TVÖ SÖGULEG
SLYS
Þar er því haldið fram að
sauðkindin hafi haldið lífinu í ís-
lendingum gegnum aldirnar. Ætli
sannleikurinn sé nú ekki frekar sá
að þjóðin hafi haldið lífinu í
sauðkindinni.
Morgunblaðið
2 SlÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. febrúar 1990