Þjóðviljinn - 23.02.1990, Qupperneq 4
Þorsteinn Pálsson er á beininu_
NATÓer
ekkiáföiun
Hinar miklu hræringar sem verið hafa í
Austur Evrópu hafa komið töluvert flatt
upp á Vesturlandabúa sem ekki eru fyrr
búnir að melta einn heimsviðburðinn úr
austri þegar annar kemur upp. Pólitískt
landslag Evrópu er að taka breytingum og
menn horfa á með herping í maganum af
ótta við að hreyfingin gæti verið of mikil og
allt hrynji til grunna. En þróunin ýtir á Vest-
urlandabúa. Þegar óvinurinn mikli sem
réttlætt hefur gífurlegan fjáraustur í hern-
aðarbandalagið NATO er óðum að hverfa
spyrja Vesturlandabúar eðlilega hvort þeir
þurfi ekki að taka til í bakgarðinum hjá sér.
Þorsteinn Pálsson er formaður Sjálfstæð-
isf lokksins, stærsta stjórnmálaf lokksins á
íslandi, flokksins sem hefur verið brjóst-
vörn aðildar íslands að NATO. Hvað segir
hann um hræringarnar í austri?
Hernaðarbandalögin tvö,
NATO og Varsjárbandalagið,
hafa byggt vígbúnaðarstefnu sína
á gagnkvæmri ógnun og fælingu.
Hvert verður hlutverk þessara
bandalaga í framtíðinni þegar tví-
skipting Evrópu er úr sögunni?
Það er rétt að taka fram fyrst að
Atlantshafsbandalagið er varnar-
bandalag og hefur verið það. Það
er augljóst ef fram heldur sem
horfir, að Evrópa verði ein álfa
óskipt og frjáls og engum vafa
undirorpið að það hefur áhrif á
stöðu og hlutverk Atlantshafs-
bandalagsins. Þetta hefur komið
mjög ákveðið fram hjá forystu-
mönnum bandalagsins.
Ég held á hinn bóginn að menn
sjái ekki nákvæmlega fyrir í dag
hver þessi breyting verður og lít
svo á það sem er að gerast í Evr-
ópu núna sé öðrum þræði árang-
ur af staðfestu Atlantshafsband-
alagsins. Það var aldrei látið
undan óraunsæjum hugmyndum
um einhliða afvopnun. í dag sjá
menn hversu mikil glópska það
hefði verið og hversu skynsam-
legt var að fylgja stefnu NATO.
Næstu mánuðir og ár verða
tímar mikilla breytinga og ég geri
ráð fyrir því að gagnkvæm af-
vopnun muni eiga sér stað í ríkari
mæli en þegar hefur orðið. Eftir-
litshlutverk og pólitískt hlutverk
varnarbandalags eins og Atlants-
hafsbandalagsins verður meira
og hernaðarlegt gildi þess
minnkar að sama skapi sem af-
vopnun verður virkari.
Heldurðu að þetta muni að lok-
um leiða til þess að hernaðar-
bandalögin bæði hverfi og Evr-
ópa sameininst um sameiginlegt
öryggiskerfi eins og Havel hefur
til að mynda rætt um?
Ég held að allir geri sér fulla
grein fyrir því hversu mikilvægt
öryggis- og varnarkerfi er fyrir
stöðugleika. Það kemur mjög
greinilega fram í yfirlýsingum
nýrra forystumanna í Austur
Evrópu hve mikla áherslu þeir
leggja á að jafnvægi verði ekki
raskað í öryggismáium í þeirri
öru þróun sem framundan er.
Það er almennur skilningur á því
að í nýrri Evrópu gleymist ekki
að tryggja öryggi. Ég held að
formsatriðin í þessum efnum
skipti ekki máli heldur hið efnis-
lega innihald og hin efnislega
niðurstaða. Atlantshafsbanda-
lagið er ekki á förum þó að hlut-
verk þess kunni að breytast.
Þeir sem hér heima finna til
þess að þeir hafa beðið málefna-
legt skipbrot, að andstaða þeirra
við NATO áratugum saman var á
misskilningi byggð.leggja að því
er mér virðist míkið upp úr form-
hlið þessar þróunar frekar en
hinni efnislegu niðurstöðu. Þetta
er kannski skiljanlegt og mann-
legt, þegar hugsjónir manna eru
að bresta og hrynja.
í þessu sambandi er sérstak-
lega athyglivert að formaður AI-
þýðubandalagsins hefur í reynd á
málefnalegalegum flótta sínum
að undanförnu, verið að viður-
kenna meginforsendurnar fyrir
NATO og varnarsamstarfi okkar
við Bandaríkin þegar hann aftur
og aftur talar um það „að þegar
ógnunin úr austri er úr sögunni
eða hefur minnkað verulega
breytast forsendur“. Þetta er
auðvitað það sem verið hefur
grundvöllur varnarstefnunnar
sem formælendur hennar hafa
alltaf byggt á. f raun er formður-
inn með þessu að viðurkenna það
sögulega slys sem stefna Alþýðu-
bandalagsins hefur verið í ára-
tugi.
Hvert verður hernaðarlegt
hlutverk Bandaríkjanna í Evrópu
eftir fall járntjaldsins, samein-
ingu Þýskalands og eftir að
brottflutningur hermanna So-
vétríkjanna frá Austur Evrópu
verður orðin staðreynd?
Ég er í engum vafa um að það
munu nást samningar um veru-
lega afvopnun og umtalsverða
fækun í herafla, einnig í herafla
Bandaríkjamanna. Hvar menn
staðnæmast endanlega út frá
sameiginlegum öryggishagsmun-
um held ég að sé of snemmt að
segja til um í dag. En þróunin
verður mjög ótvíræð í þessa veru.
Hins vegar vil ég ítreka að ég
held að það sé mjög mikilvægt
fyrir Evrópu að hafa mjög gott
samstarf við Bandaríkin á sem
flestum sviðum, í stjórnmálum,
viðskiptum og í varnar- og örygg-
ismálum. Ég held að mikilvægi
þeirra samskipta muni aukast í
framhaldi af þessum miklu
breytingum.
Koma breytingarnar í Evrópu
ekki einnig til með að hafa áhrif á
veru bandarísks hers á íslandi?
Það er mjög líklegt að varnar-
stöðin hér fái annars konar hlut-
verk þegar þessi afvopnunarþró-
un hefur náð lengra. Menn ræða
mjög um að trúlega fái varnar-
stöðin hér veigamikið eftirlits-
gildi. Um þetta eru sérfræðingar
að bollaleggja um þessar mundir
og mér þykir mjög trúlegt að
þetta verði niðurstaðan. Endan-
lega skipan sjáum við hins vegar
ekki fyrir.
Ég hygg þó að ekki fari á milli
mála að hér verða breytingar eins
og annars staðar.
Fjórir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins lögðu nýlega fram
þingsályktunartillögu um nýja
stjórnskipun öryggismála hér á
landi „er sé þess umkomin að taka
við verkefnum af varnarliðinu
eftir því sem við verður komið og
allri öryggis- og löggæslu á Kefla-
víkurflugvelli þegar til þess kem-
ur að varnarliðið hverfi af landi
brott“. Er Sjálfstæðisflokkurinn
að búa sig undir brottför hersins?
Þessi tillaga lýtur í raun í engu
að afstöðu okkar til varnar- og
öryggismála. Hún lýtur að sam-
ræmdri yfirstjórn löggæslu og ör-
yggisgæslu. Við höfum um
langan tíma haft mjög gott sam-
starf við varnarliðið til að mynda í
björgunarstarfi. Ályktunin bygg-
ir á þeirri staðreynd að Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur aldrei litið á
veru varnarliðsins hér sem ævar-
andi fyrirkomulag. Við höfum
alltaf litið þannig á veru varnar-
liðsins að hún væri nauðsyn á
meðan þörf krefði og að það mat
yrði alltaf í okkar höndum.
Það sem segir í ályktuninni er
ekkert annað en það sem hefur
verið grundvöllurinn í okkar
varnarstefnu.
Er þá verið að leggja jarðveg
fyrir að íslendingar taki sjálfir
við stöðinni?
Fyrir frumkvæði Geirs Hall-
grímssonar, einkanlega þegar
hann var utanríkisráðherra, urðu
hér mjög markverðar breytingar
að því er varðar áherslur í
utanríkis- og varnarmálum. Það
var byggð upp sérstök varnarm-
álaskrifstofa, stuðlað að aukinni
þekkingu fslendinga á þessum
efnum og ráðnir sérfræðingar til
starfa til að gera okkur sjálfa hæf-
ari til að meta varnarþörf og þær
ákvarðanir sem þarf að taka í
þessu sambandi.
Við hófum þátttöku í störfum
hermálanefndarinnar og sóttum
fundi kjarnorkunefndarinnar.
Allt voru þetta mikilvægar
breytingar og miðuðu að því að
auka okkar eigin afskipti. I fram-
haldi að því voru gerðir samning-
ar um að við önnuðumst sjálfir
rekstur radarstöðvanna sem var
komið upp. Þessi þróun hefur því
staðið í nokkurn tíma.
Hverra hagsmuna ætti eftirlits-
stöð mcð vígbúnaði hér á landi að
gæta og hver ætti að standa að
rekstri hennar?
Það verður einfaldlega að vera
háð þeim samningum sem
breytingarnar munu grundvallast
á. Áðalatriðið frá mínum bæjar-
dyrum séð er að nú hefur það
sjónarmið verið viðurkennt nán-
ast hvarvetna að þessi þróun
verði að byggjast á gagnkvæmum
samningum en ekki einhliða að-
gerðum. Þær hugmyndir sem Al-
þýðubandalagið var ma. mjög
upptekið af eru einfaldlega úr
sögunni og menn viðurkenna að
þær voru fullkomlega óraunsæ-
jar. Þess vegna mun sérhvert
skerf í þessum efnum byggjast á
gagnkvæmum samningum þar
sem við auðvitað munum koma
að málum út frá okkar stöðu og
hagsmunum um leið og okkar
bandamenn og viðsemjendur.
En hver er afstaða Sjálfstæðis-
flokksins til kröfunnar um af-
vopnun í höfunum í kring um ís-
land og hvernig túlkið þið
neikvæða afstöðu Bandaríkja-
stjórnar til þessa máls?
Það er augljóst að hafsvæði
hafa gegnt mjög veigamiklu hlut-
verki í vörnum NATO-þjóðanna
og hafa verið þeim miklu mik-
ilvægari en Sovétríkjunum. So-
vétríkin voru inni í leppríkjum
sínum í Evrópu og þurftu ekki að
fara um langan veg með sitt her-
lið. Liðsstyrkur Bandaríkjanna
byggðist á því að NATO hefði
greiðan aðgang og yfirráð yfir
hafsvæðunum.
Að þessu leyti er ekki hægt að
bera hlutina saman. Af ýmsum
ástæðum hernaðarlega og tækni-
lega eru afvopnun á meginlandi
Evrópu og á hafsvæðunum mjög
óskyldir hlutir. Við teljum það
vera mjög eðlilegt framhald af
væntanlegum niðurstöðum Vín-
arráðstefnunnar að byrjað verði
að fjalla um möguleika á afvopn-
un í höfunum.
Hins vegar tel ég eðlilegt og
reyndar alveg nauðsynlegt að við
fylgjum því ferli sem breið sam-
staða hefur náðst um innan
NATO og okkar viðsemjendur
hafa fallist á sem forgangsröðun
verkefna í þessu sambandi. Ég vil
til að mynda minna á þá áherslu
sem Geir Hallgrímsson lagði á
Stokkhólmsráðstefnunni á sínum
tíma, sem er raunverulega fyrsta
frumkvæðið að umræðu af þessu
tagi af íslands hálfu á erlendum
vettvangi.
Á flokksráðsfundi Sjálfstæðis-
flokksins fyrir skömmu ræddir
þú kosti þess að A-flokkarnir
sameinuðust. Hvaða akkur er í
því fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
Ég var fyrst og fremst að leggja
áherslu á í þessari ræóu aó grund-
vallaratriðin í sjálfstæðisstefn-
unni hefðu verið að vinna á. Bæði
úti í þjóðfélaginu og inni í flestum
flokkum eru menn að fallast á
viðhorf sem við höfum verið að
berjast fyrir og hafa verið um-
deild. Jafnvel inni í Alþýðu-
bandalaginu hafa menn verið að
opna augun fyrir því að ýmis
grundvallaratriði sjálfstæðis-
stefnunnar eru nauðsynleg fyrir
framþróun þjóðfélagsins og
þeirra boðskapur í áratugi hefur
byggst á misskilningi.
Minn boðskapur í ljósi þessara
breytinga, þegar sósíalisminn
fellur í Austur Evrópu og til-
gangsleysi Alþýðubandalagsins
afhjúpast, er þessi: Það eru eftir
þetta engin rök fyrir því að þessi
þjóð skipti sér upp í átta flokka á
Alþingi. Það er ekki þessi pólit-
íski ágreiningur meðal fólksins í
landinu. Innan flokkanna eru
menn að viðurkenna að svo er
ekki.
Þessi skipting eykur lausung í
stjórnarfarinu og fyrir vikið er
meiri hætta á að við drögumst aft-
ur úr þróunni og fylgjum ekki
öðrum þjóðum eftiref hérerekki
næg pólitísk festa.
Ég tel að samruni A-flokkanna
gæti verið pólitískt heppilegur
bæði fyrir okkur Sjálfstæðismenn
og almennt fyrir stjórnmálalífið í
Iandinu. Vafalaust myndu gamlir
kommar hrökkva fyrir borð og
ekki getað hugsað sér að vera
með í slíkum flokki. Það er eng-
inn vafi á að frjálslyndari kjós-
endur Alþýðuflokksins sem hafa
verið að koma yfir til okkar á
undanförnum mánuðum frá því
að þessi stjórn var mynduð,
myndu væntanlega verða fastari
kjósendur Sjálfstæðisfloksins.
Við myndum höggva meira inn í
raðir Alþýðuflokksins en áður.
Sjálfstæðisflokkurinn myndi því
væntanlega styrkjast.
Þarna yrði því kominn
stjórnmálaflokkur á vinstri væng
sem færi langt með að vera jafn -
stór Framsóknarflokknum og ég
geri ráð fyrir að smáflokkum
myndi fækka í slíku umróti, þar
sem Sjálfstæðisflokurinn væri að
stækka mjög verulega og tveir
flokkar af þessu tagi vinstra-
megin gætu hvor um sig haft 15-
18% fylgi. Þettagæti til að mynda
gefið nýja möguleika varðandi
stjórnarmyndanir. Og ekki er al-
veg útilokað að þróun af þessu
tagi gæti leitt til tveggja flokka
kerfis í meginatriðum. Það myndi
styrkja Sjálfstæðisflokkinn.
-hmp
4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. febrúar 1990