Þjóðviljinn - 23.02.1990, Síða 6

Þjóðviljinn - 23.02.1990, Síða 6
Byggðamál Vill einhver búa úti á landi? Kapprœðufundur Verkfrœðingafélagsins um byggðamál: Byggðastefnan hafði vinninginn Sveinn Þórarinsson verkfræöingur og Jónas Kristjánsson ritstjóri: Ólík sjónarmið og kannski ósættanleg. Mynd: Kristinn. Ólafur Gunnarsson í pontu: Ekki ætlast til þess að landinu öllu verði haldið í byggð, en við veröum að nýta byggðina skynsamlega. Mynd: Kristinn. Aað láta markaðsöflin ráða búsetu í landinu eins og Jónas Kristjánsson vill eða á að vinna gegn fyrirsjáanlegu byggðahruni á landsbyggðinni eins og Sveinn Þórarinsson mælti fyrir á kapp- ræðufundi? Jónas segir að fólk vilji búa í Reykjavik og þá eigi að leyfa því það, en Sveinn heldur því fram að fólk vilji búa úti á landi og því eigi að gera því það kleift. Það var kynningarnefnd Verk- fræðingafélags íslands sem efndi til fundarins og bauð DV- ritstjóranum í kappræður við Svein Þórarinsson verkfræðing á Egilsstöðum. Skoðanir þeirra á þessu viðkvæma máli voru eins og svart og hvítt og umræðurnar eftir því. í fundarlok fór svo fram atkvæðagreiðsla um hvort halda eigi landinu „öllu“ í byggð eður ei og byggðastefnan hafði vinning- inn. Sveinn Þórarinsson hóf kapp- ræðurnar og rakti þá erfiðleika sem landsbyggðin á við að etja í atvinnumálum. Rekstur útgerðar og fiskvinnslu hefur gengið brösuglega og víða hafa fyrirtæki í þessum greinum farið á hausinn. Sveinn sagði hin ytri skilyrði leika landsbyggðina grátt. Kvóti væri bundinn við skip en ekki byggðir og peningjahyggja lifði góðu lífi í kvótakerfinu. Erfið varnarstaða Samdráttur er í landbúnaði og nýju búgreinarnar, loðdýrarækt og fiskeldi, hafa víða aðeins skapað nýjan vanda. „Landsbyggðin er í erfiðri varnarstöðu,“ sagði Sveinn. Hann benti á að fólk gerði kröfur um fjölbreyttara atvinnu- líf og betri þjónustu en er að finna víðast úti á landi. Þetta lýsir sér ekki síst í því að hlutfall ungs fólks er hátt meðal þeirra sem flytja á mölina í Reykjavík, þar sem þjónusta er að mörgu leyti mun betri en víða úti á lands- byggðinni. En það á sér sínar skýringar. „Reykjavík hefur mun meiri tekjur á íbúa heldur en nokkurt annað sveitarfélag á landinu. Á meðan kaupstaðir hafa að með- altali 53 þúsund krónur í tekjur á íbúa hefur Reykjavík 88 þúsund krónur. Auk þess er Reykjavík mun hagkvæmari rekstrareining en önnur sveitarfélög í landinu. Það er engin furða þótt Davíð þurfi ekki að taka lán,“ sagði Sveinn. Greiðari samgöngur „Það verður að draga úr þeirri togstreitu sem er til staðar milli höfuðborgar og landsbyggðar og jafna aðstöðu íbúanna. Þegar fólk flytur suður skilur það eftir gífurlegar fjárfestingar bæði í íbúðarhúsnæði og í at- vinnufyrirtækjum og það er óhagkvæmt. Það er ekki nóg með að fjárfestingar séu skildar eftir, það verður eitthvað að koma í staðinn fyrir þetta fólk. Til þess að snúa þróuninni við er mikilvægt að samgöngur verði greiðar allan ársins hring svo skapa megi stærri félagslegar heildir og þjónustusvæði. Við á landsbyggðinni verðum sjálf að bæta stöðu landsbyggðar- innar, aðrir gera það ekki fyrir okkur. En baráttan verður erf- ið,“ sagði Sveinn. Herkostnaðurinn Það kvað við allt annan tón í ræðu Jónasar Kristjánssonar. Hann vitnaði í þá röskun á búsetu sem varð þegar Norðmenn tóku sig upp og fluttu til íslands fyrir 1100 árum og sagði þá röskun hafa haft jákvæðar afleiðingar. Hann greindi einnig frá þeim gífurlegu fólksflutningum sem hafa orðið frá landsbyggð til Reykjavíkur á þessari öld, en sagðist telja að sú þróun hefði staðnað um 1960 vegna þess að ríkisvaldið hefði gripið í taumana. Það telur Jónas hafa verið hið mesta óheillaspor og finnur afskiptum ríkisvaldsins af búsetu allt til foráttu. „Þessi röskun hefði átt að fá að halda áfram óhindrað, án af- skipta ríkisins á kostnað skatt- greiðenda. Þá væru kannski þús- und ríkir bændur í landinu í stað þeirra fjögurra þúsunda býla sem nú eru.“ Jónas taldi herkostnað ríkisins og skattgreiðenda af viðspyrnu gegn búseturöskun í dreifbýli kosta 15 miljarða króna á ári. Þessari umdeildu tölu var mót- mælt harðlega síðar á fundinum eins og vænta mátti. Byggðagildra Jónas telur einnig að draga eigi verulega saman í sauðfjárrækt vegna náttúruverndarsjónarmiða og vill heiðar íslands allar jafn blómlegar og Hornstrandir eru nú eftir áratuga fjarveru sauðkindarinnar. „Byggð í sjávarplássum er miklu flóknara dæmi og þar er fátt um afdráttarlaus svör. Sjá- Jónas Kristjánsson: Hættum að skipuleggja og látum markaðslög- málin ráða búsetu varplássin hafa að meðaltali hald- ið sínum hlut, en það er engin ástæða til þess að syrgja það þótt röskun verði í búsetu þar. Það hefur gerst áður,“ sagði Jónas og nefndi Dritvík á Snæfellsnesi til sögunnar. Þar var blómleg ver- stöð fyrrum. Jónas hélt því fram að stofnan- ir og sjóðir á vegum ríkisins veittu ódýr lán og styrki til þess að halda vonlausum fyrirtækjum á lands- byggðinni gangandi. Þessa „góð- gerðarstarfsemi byggðastefnunn- ar“ kallaði Jónas byggðagildru. „Þessi stefna þjónar ekki far- sæld heimamanna, hún gerir endalok þessara byggða bara enn hrikalegri en ella. Ef ekki hefði verið rekin þessi byggðastefna hefði þessi harmleikur ekki orðið á Patreksfirði. Þá hefði Hofsós líka getað lognast friðsamlega út af. En byggðastefnan gerir það að verkum að þegar fólk flytur til höfuðborgarsvæðisins fer það ekki slyppt og snautt, heldur skuldugt upp fyrir haus,“ sagði Jónas. Víglínan í Kvosinni Hann mælti fyrir því að ríkið hætti að skipta sér af búsetu. Leggja ætti niður „byggðagildr- una“, gefa sölu veiðileyfa frjálsa og afnema bann við innflutningi landbúnaðarvara. „Fólk á að fá að búa þar sem það vill sjálft. Víglína íslenskrar byggðastefnu gagnvart útlöndum er í Kvosinni. ísland stendur og fellur með byggð í Reykjavík,“ sagði Jónas. Síðar á fundinum sagði hann að fslendingar ættu að hætta að skipuleggja alla skapaða hluti, hætta að skrá gengi krónunnar og láta markaðinn einfaldlega um að ráða þróuninni. Best væri að láta hlutina sjá um sig sjálfa. „Mér ofbýður málflutningur Jónasar," sagði Sveinn í svan sínu við ræðu ritstjórans. „Jónas segir að fólk eigi að búa þar sem það vill búa, en stað- reyndin er sú að fólk vill búa úti á landi. Það verður að gera því það kleift með því að efla atvinnulífið og stækka þjónustusvæðin með því að bæta samgöngur," sagði fulltrúi landsbyggðarinnar. Farinn til Svíþjóðar! Fundarmenn létu ekki segja sér það tvisvar þegar mælenda- skrá var opnuð. Sautján manns tóku til máls á fundinum og komu fram hinar fjölbreytilegustu skoðanir á fundarefninu. Hermann Ólafsson tók undir þá skoðun Jónasar að víglína ís- lenskrar byggðastefnu væri í Kvosinni og lýsti yfir því að hann væri á förum til Svíþjóðar. „Ég er búinn að fá nóg,“ sagði Hermann. Sveinn Þórarinsson: Fólk vill búa úti á landi ogþví áað gera þvíþað kleift. Verður að jafna aðstöðu íbúanna Ýmsum fullyrðingum Jónasar var mótmælt, meðal annars þeirri að ofbeit væri ástæða gróður- eyðingar. Þá kom Egill Jónsson frá Seljavöllum og mótmælti út- reikningum Jónasar á kostnaði við að halda uppi landbúnaði. „Það er ekki eðlilegt að bera saman flutninga landnámsmanna til íslands og flutninga Ólsara til Reykjavíkur. Landnámsmenn- irnir höfðu aðeins frá moldarkof- um að hverfa. Spurningin um hvort halda eigi öllu landinu í byggð er líka alveg ónothæf. Það er enginn að tala um það, en við verðum að nýta byggðina skynsamlega,“ sagði Ólafur Gunnarsson fram- kvæmdastjóri frá Ólafsvík. Bjarni Einarsson, aðstoðarfor- stjóri Byggðastofnunar, tók undir með Ólafi og sagði að eng- inn væri að tala um að halda byggð óbreyttri. „Auðlindir okkar finnast um allt land og til þess að geta nýtt þær verðum við að halda byggð vítt og breitt. Forsendan fyrir því er sú að koma upp vaxtarsvæðum með því að bæta samgöngur. Það er sú byggðastefna sem er til um- ræðu í dag,“ sagði Bjarni. Flottamanna- búðirnar Fundurinn í Norræna húsinu komst ekki að neinni sameigin- legri niðurstöðu um hvort reka eigi byggðastefnu og þá hvernig. Enda ekki á hvers manns færi að sætta sjónarmið Jónasar Krist- jánssonar og fulltrúa landsbyggð- arinnar. Sjónarmið þeirra síðar- nefndu urðu að vísu ofaná á fund- inum. En það getur engum dulist að vandinn er fyrir hendi og hann verður að leysa. Vandi lands- byggðarinnar snýr ekki síst að ungu fólki og ungur rafmagns- verkfræðingur, Þröstur Jónsson, fær hér síðasta orðið: „Ungu fólki úti á landi fækkar. Ég er einn þeirra sem eru komnir í flóttamannabúðirnar hér í Reykjavík vegna þess að ég fæ ekki starf við mitt hæfi úti á landi. En ég bíð bara eftir því að komast aftur út á land.“ -gg Rekstrartekjur nokkurra sveitarfélaga árið 1988 Krónur á íbúa Reykjavík Kópavogur Keflavlk Akranes isafjöróur Akureyri Nesk.staöur Vestm.eyjar Eins og fram kom í máli Sveins Þórarinssonar eru rekstrartekjur sveitarfélaga mjög misjafnar. Reykjavík hefur algjöra sérstöðu og heldur henni þegar rekstrargjöld hafa verið dregin frá. Hefði Akranes sömu upphæð og Reykjavík hefur á íbúa til ráðstöfunar í framkvæmdir og fjárfestingar, myndi framkvæmdafé bæjarins aukast um hátt í þriöjung. 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.