Þjóðviljinn - 23.02.1990, Síða 17

Þjóðviljinn - 23.02.1990, Síða 17
5 ÚR RÍKI p ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON SKRIFAR NÁTTÚRUNNAR Frostið er undrasterkt Pað er alkunna að hvorki þykkustu vatnsrör né harðasta gler stenst þann þrýsting sem til verður ef vatn frýs í þrengslum. Vatn hefur þann sérkennilega eiginleika að auka rúmmál sitt, þenjast út, er það verður að föstu efni. Rúmmálsviðbótin er um það bil 10% af rúmmáli vökvans. Ahrifin á eins lítra mjólkurfernu eru svipuð og ef við reyndum að þvinga 100 millilítra - einn desi- lítra - eða sæmilegan sopa af mjólk í stútfullt flátið. Vatn er, eins og allir vita, eitt af aðalöflunum sem vinna á yfir- borði jarðar. Þar kemur til rof- máttur rennandi vatns en einnig áðurgreindur eiginleiki vökvans. Hann veldur frostveðrun í bergi (og mannvirkjum!) og frostþen- slu í jarðvegi og lausum jarð- lögum. ísland er svo sannarlega í klóm frostveðrunar og frostþen- slu, því það er ekki einasta úrk- omusamt á landinu heldur er og frost algengt - og það sem bætir um betur: Umhleypingasamt. Tíð skipti milli frosts og þíðu ýtir mjög undir frostveðrun. Annar þáttur sem einnig hefur mikil áhrif er ástand og útlit jarð- laga; eða með öðrum orðum: Hver er kleyfni bergsins og hve sprungið er það? Gosbergið ís- lenska, t.d. hraunin sem eru svo algeng í berggrunninum, er alsett sprungum. Pær komu einkum fram þegar hraunin kólnuðu á sínum tíma. Nú lekur vatn um þær og svo frýs það og ís þiðnar á víxl. Með þessu klofna bæði björg og bergstál. Neðan hamra á landi eru skriður úr bergbrotum hamranna en íslenskir melar og urðir eru alsettar margklofnum steinum, stundum eins og að ein- hver hafi skorið þá snyrtilega í sneiðar eða molað með risa- sleggju. En frostveðrun nagar ekki bara náttúrlegt grjót á íslandi heldur líka mannanna verk úr steinsteypu. Sprungumyndun er óvenjumikil í íslenskum húsum m.a. vegna svokallaðrar alkalí- virkni. Vatn frýs í sprungunum og molar steypuna. Reyndar þarf ekki alkalívirkni því vatnið getur sprengt út úr kverkum og rásum sem gerðar eru í steypuna. Sú list að hafa steinsteyptar þakrennur við efri veggbrúnir lagðist af þeg- ar þær tóku að molna niður. En víða er húsagerðalist samt því Skriðumyndun Hamrar (hraunlög) Síendurtekin þíöa og margir frostdagar valda því að þaö losnar um kletta og grjót í hömrunum. Þannig myndast m.a skriöur í fjöllum á íslandi. marki brennd hér á landi að vatnsgildrur kalla á frostveðrun. Einna hvimleiðasta frostveðr- unin í þéttbýli á sér stað á malbik- uðum götum, einkum í Reykja- vík, og veldur umtalsverðri mengun með nokkrum öðrum orsakavöldum Hér er átt við tjöru- og rykmengun. Því er stundum haldið fram að nagla- dekk séu mesti skaðvaldurinn í þessum efnum - þau spæni upp tjöru og bergmylsnu malbiksins. Þrátt fyrir að sá þáttur hafi aldrei verið rannsakaður hér, liggur í augum uppi að nagladekk skemma malbik að einhverju marki. En það er líka augljóst að frostveðrun og salt hafa mikil og ef til vill meiri áhrif. Fyrst er til að taka að salt hefur tærandi áhrif á malbik - ekki endilega á tjöruna sjálfa, heldur bindiflötinn milli hennar og grjótmolanna í mal- bikinu. Vatn þarf til þesssa (og af því er nóg úti) og skýrir það af hverju þau rök saltara meðal gatnameistara höfuðborgarinnar að ekki losni um tjöru undir salt- bing í þurri geymslu gatnamála- stjóra falla um sjálf sig. Til við- bótar áhrifum salts á bindingu malbiks kemur svo eðlileg frost- veðrun og er hún ef til vill meiri en vera þyrfti vegna þess að mikið er um brúnir, smáraufar, fremur grófa bergmylsnu og hol- ur (oft vegna galla í lagningu) í malbikuðum götum borgarinnar. En aftur kemur saltið til sögunn- ar. Blandi menn saman salti og snjó verður til svonefnd KULD- ABLANDA sem áður fyrri var notuð til að frysta t.d. rjómaís. Frostið verður -15 til - 20 stig um stund í blöndunni hver svo sem lofthitinn er. Svellkaldur lögur- inn, sífelldar hitasveiflur í yfir- borði malbiksins vegna núnings- hita frá dekkjum bíla og frysting vatns, sem er lítt eða ekki saltb- landað, ýtir mjög undir frost- veðrunina. Þannig á röng stefna í samgönumálum í borginni vegna ofurkapps í notkun einkabíla, óhóflegur saltaustur og sumpart óþarfur akstur á nagladekkjum þátt í verulegri mengun sem allt of lítið er vitað um. N áttúruf ræðingar ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Laugardagsfundur ABR ísland og EB Umræðufundur að Hverfisgötu 105, efstu hæð, kl. 11 f.h., laugardaginn 24. febrúar. Rætt verður um áhrif hugsanlegrar inngöngu íslands í EB, Evrópubandalagið. Reynt verð- ur að svara spurningum um efnahagsleg áhrif, pólitísk áhrif, áhrif á stöðu vekalýðs- stéttarinnar, áhrif á atvinnulíf og byggðir landsins. Síðast en ekki síst verður spurt hvort nú sé verið að stíga þau skref að ekki verði aftur snúið frá innlimun landsins í EB. Málshefiendur verða: Ragnar Arnalds alþingismaður og Birgir Björn Sigurjónsson, hagfræðingur BHMR. Fyrirspurnir, almennar umræður. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið í Reykjavík Alþýðubandalagið Kópavogi Fundur verður í bæjarmálaráði mánudaginn 26. febrúar n.k. í Þinghóli, Hamraborg 11, og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 1990. 2. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Áríðandi fundur Alþýðubandalagsfélagar. Áríðandi fundur verður haldinn í Kreml sunnudaginn 25. febrúar kl. 14. Gengið verður frá lista Alþýðubandalagsins til bæjarstjórnarkosn- inga. Uppstillinganefnd Alþýðubandalagið Kópavogi Skrifstofa félagsins verður fyrst um sinn opin frá kl. 15-18.30 mánudaga-fimmtudaga. Félagar eindregið hvattir til að koma á skrifstofuna til að fá fróttir af málefnum bæjarfélagsins og greiða félagsgjöldin. Sími 41746. Stjórnin Alþýðubandalagið Selfossi Opið hús Rabbfundur verður haldinn að Kirkjuvegi 7, Selfossi, laugardag- inn 24. febrúar frá 10-12. Baldur Óskarsson kemur á fundinn með fréttir af stóriðjumálum. Stjórnin Alþýðubandalagið ísafirði Félagsfundur verður haldinn á Hótel ísafirði sunnudaginn 25. febrúar kl. 16.00. Ath. breyttan fundartíma. Dagskrá: 1. Drög að framboðslista. 2. Önnur mál. Áríðandi að allir mæti. Stjórnin Alþýðubandalagið Akranesi Bæjarmálaráð Fundur í Rein mánudaginn 26. febrúar kl. 20.30. Dagskrá. 1. Fjárhagsáætlun. 2. Undirbúningur kosninga. Mætumöll. Stjórnandi. Alþýðubandalagið í Reykjavík Umhverfi, gróðurvemd og landnýting Félag íslenskra náttúrufræð- inga efnir í dag til ráðstefnu um umhverfi, gróðurvernd og land- nýtingu. Ellefu fyrirlesarar ávarpa ráðstefnuna, sem stend- ur yfir á Holiday Inn hótelinu frá kl. 9-17. Fyrir hádegi talar Sveinn Run- ólfsson landgræðslustjóri um hlutverk og störf Landgræðslu ríkisins, dr. Jón Gunnar Ottós- son líffræðingur fjallar um stefnumótun í rannsóknum í landgræðslu og skógrækt, dr. Halldór Þorgeirsson líffræðingur um rannsóknir og ákvarðanatöku á sviði gróðurverndar, dr. Ólafur R. Dýrmundsson búvísindamað- ur um gróðurvernd með hliðsjón af búfjárhaldi og beitarmálum og dr. Þorsteinn Guðmundsson bú- vísindamaður um landnýtingar- skipulag með hliðsjón af um- hverfinu. Eftir hádegishlé ræðir Jón Loftsson skógræktarstjóri um hlutverk og störf Skógræktar ríkisins, Brynjólfur Jónsson skógfræðingur um skógrækt til fjölnytja, arður og yndisauki, en Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra flytur ávarp. Að loknu kaffihléi lýkur ráð- stefnunni með erindi dr. Eyþórs Einarssonar, formanns Náttúru- verndarráðs um hlutverk og störf ráðsins og erindi dr. Þóru Ellenar Þórhallsdóttur líffræðings um umhverfsiáhrif landnýtingar, auk þess sem umræður fara fram. Ráðstefna FÍN í Hótel Holiday Inn er öllum opin og aðgangur ókeypis. ÓHT Forval Kjörnefnd Alþýðubandalagsins í Reykjavík minnir á að tilnefn- ingafrestur til forvals á vali frambjóðenda ABR í komandi borgar- stjórnarkosningum, er til fimmtudagsins 1. mars kl. 19. Tillögum skal skilað á skrifstofu félagsins. Alþýðubandalagið Kópavogi Spilakvöld Fyrsta spilakvöld í þriggja kvölda keppni verður borg 11, mánudaginn 26. febrúar, kl. 20.30. Allir Velkomnir. í Þinghól, Hamra- Stjórnin Auglýsið í dHlil'lllHII!Lil Þjóðviljanum ý 6813 33 Föstudagur 23. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.