Þjóðviljinn - 23.02.1990, Page 22
1 Z 3 1 S (i? V 1 V 9 <? 52 )0 ii )Z
13 lv- /s~ )Z )5T )>* )0 JS- 52 IZ )8 /9 )S~
20 XI 22 q? 10 23 II 21 ¥ 23 23' 20 21 J9
21 JS~ Zo S )S 23 V )1 2# 20 ? 29 II
)0 23 23' 28 £ 52 12 30 52 21 28 10 /9 )£
2<j /5 k\ W~ 22 10 31 12 ifi 52 3' )3 )& f
21 2/ )Z V )Z AS' 11 /r 23 )S 52 \
3 0 22 )S 52 20 2*7 2) k> W~ 20 3o )1 )S 23
£ V /9 )2 $ 11 IS 52 9 /6' 23 52 23
52 3 /s* 2/ )2 y 2iT 28 52 23 28 )0 22
Jé> 11 v 21 )S )0 52 w~ 22 )S V 3" 30 22
21 1S 21 21 52 29 2£ br 52 )°) 2o 52 W~ ÍT
H 11 )S 23 W~ 2T~ /9 21 23 22 /0 )1 5
AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRST
KROSSGÁTA NR. 84
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á götu á
Akureyri. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans,
Síðumúla 37, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 84“. Skilafrestur er
þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
21 £ (c 28 23 1 )2 )3 22
Lausnarorð á krossgátu nr. 81 var ísafjörður. Dregið var úr réttum
lausnum, og upp kom nafn Jóhannesar Geirs Gíslasonar í Skáleyjum.
Hann fær senda skáldsöguna Ráð við illum öndum eftir færeyska
skáldið William Heinesen í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Mál og
menning gaf út 1983.
Verðlaunin fyrir krossgátu nr. 84
eru skáldsagan Og sagði ekki eitt
einasta orð eftir þýska skáld-
sagnahöfundinn Heinrich Böll í
þýðingu Böðvars Guðmunds-
sonar skálds. Mál og menning
gaf út 1983.
FJÖLSKYLDAN
SIGTRYGGUR
JÓNSSON
MATUR
ÓLAFUR
GÍSLASON
Fiskisúpa
af fingrum fram
Fiskisúpa er einn af þessum
réttum sem hægt er að gera úr því
hráefni sem er við höndina
hverju sinni, bara að það sé
ferskt. Flestar tegundir fisks
henta í súpu, en sumar eru betri
en aðrar: karfi, steinbítur, lúða
og silungur til dæmis. Ef við ætl-
um okkur að gera fiskisúpu er
best að blanda saman nokkrum
tegundum en hafa lítið af hverri.
Þegar ég geri fiskisúpu er ég
vanur að gera hana í tvennu lagi.
Annars vegar geri ég grænmetis-
súpu, sem ég læt malla lengi og
mauksjóða við hægan eld. Síðan
elda ég fiskinn í potti eða iokaðri
pönnu og blanda öllu varlega
saman í lokin.
Gott er að gera grænmetissoð-
ið úr selleríi, lauk, gulrótum og
niðursoðnum tómötum. Fyrst læt
ég svolitla olíu í pottinn, þá nokk-
ur söxuð hvítlauksrif, rauðan pip-
ar eða papriku og síðan set ég
fínsaxað grænmetið og tómatana
út í. Þetta má krydda með teningi
af fiskikrafti og kannski svolitlu
af basilíku eða estragon og síðan
sjóða við hægan eld í klukku-
stund eða svo. Ef þarf má bæta
svolitlu vatni út í.
Þegar þessi súpa er búin að
malla í hálftíma eða meira má
fara að huga að fiskinum. Roð-
flett karfaflök og roðflettir þver-
skornir steinbítsbitar eða lúðu-
bitar ásamt með smávegis af
þverskornum smásilungi eru fyr-
irtaks hráefni. Einnig má nota ýs-
ubita, laxsporð, smokkfisk eða
annað sem til fellur. Ef sérstak-
lega á að vanda til má einnig nota
humarhala skorna eftir endi-
löngu eða jafnvel hörpufisk, en
það er ekki nauðsynlegt.
Á pönnuna setjum við fyrst
sólblómaolíu og síðan nokkur
söxuð hvítlauksrif og papriku.
Síðan er fiskurinn settur á pönn-
una, saltaður með hafsalti eða
muldum teningi af fiskkrafti og
kryddaður með estragon og ör-
fáum anísfræjum. Fiskurinn er
látinn malla þannig á lokaðri
pönnu í 10-15 mínútur. Ef vill má
setja hálfan til einn pela af rjóma
út á fiskinn og kannski dálitla
skvettu af hvítvíni. Þegar hann
hefur rétt náð að soðna með þess-
um hætti er innihaldi pönnunnar
varlega hellt út í grænmetissúp-
una. Vel má strá örlitlu af ferskri
steinselju út á réttinn, sem er þá
tilbúinn til að bera á borðið. Með
svona súpu þarf helst að drekka
glas af góðu þurru hvítvíni.
Kynferðisafbrot
Undanfarna daga hefur mikil
umræða um kynferðisafbrot farið
fram í fjölmiðlum hér á landi.
Einkum hefur hún átt sér stað á
útvarpsstöðvunum og hefur þar á
stundum einkennst af heift og
hatri og leit út á tímabili fyrir að
þjóðin væri að fara í móðursýk-
iskast. Orsökin er vitanlega enn
eitt kynferðisafbrot Steingríms
Njálssonar gagnvart ungum
dreng. Umræðan hefur hins veg-
ar snúist um hann sem persónu,
aðgerðir hans og þau viðbrögð,
sem fólk hefur viljað að yfirvöld
sýndu eða hefur viljað sýna hon-
um sjálft. Þessi eini einstaklingur
hefur þannig orðið persónugerv-
ingurfyriröll ljót kynferðisafbrot
sem hér eru framin og fólk hefur
fengið útrás fyrir reiði, sem meira
eða minna er dulin dags daglega.
Ég get ekki sagt um hversu
mörg kynferðisafbrot eru framin
hér á landi á ári, enda hefur það
ekki verið rannsakað að neinu
gagni. Hitt er staðreynd að þau
eru það algeng að við getum spurt
okkur hvort þau séu nokkur í
viku eða jafnvel daglega, Kyn-
ferðisafbrot eru framin á konum
og börnum fyrst og fremst, en
auk þess á dýrum. Þeir sem
fremja þau eru fyrst og fremst
fullorðnir karlmenn, þó hitt sé til
að konur fremji slík afbrot og þá
fyrst og fremst á börnum. Þá má
spyrja sig hvort það verði ekki að
teljast stórt afbrot konu gagnvart
barni að vita um kynferðisafbrot
manns gagnvart því, en neita að
styðja það og jafnvel krefjast
þagnar af því. Langalgengast er
að kynferðisafbrot séu framin í
heimahúsum, oftast heima hjá
fórnarlambinu eða heima hjá af-
brotamanninum, þ.e. þau gerast
innan landamæra þess sem við
köllum friðhelgi fjölskyldunnar.
Og þar er þeim haldið sem
ieyndarmálum í alltof mörgum
tilvikum.
Kynferðisafbrot er hægt að
fremja í kyrrþey af mörgum
ástæðum. Þar ber þó hæst í fyrsta
lagi það að þau eru framin í
heimahúsum og tengjast kynlífi,
en það má ekki tala um á íslandi.
f öðru lagi eru þau langoftast
framin þannig að ekkert vitni er
að atburðinum og sönnun því erf-
ið og í þriðja lagi að engar við-
eigandi ráðstafanir er hægt að
gera hér á landi gagnvart kyn-
ferðisafbrotamönnum. í lang-
flestum tilvikum er um síbrota-
menn að ræða og hvers vegna að
kalla yfir sig og fjölskyldu sína
alla þá umræðu, sem smjattað er
á í öllum kaffiboðum og á vinnu-
stöðum, ef hægt er að búast við
að brotamaðurinn snúi til baka til
fyrri iðju eftir örstuttan tíma og
ekkert hefur breyst nema að um-
ræðan um kynlíf innan fjölskyld-
unnar hefur komist í hámæli?
Ég tel að umræða um kynferð-
isafbrot sé af hinu góða, ef við
getum haft hana á þeim grund-
velli að hún leiði til úrbóta á þess-
um sviðum. Hún hefur hins vegar
engar breytingar í för með sér ef
við ætlum einungis að hengja
einn mann með henni. Aðrir
hans líkar eru og koma til með að
verða valdir að sams konar bro-
tum nú og í framtíðinni. Við
græðum ekkert á því að friða
eigið samviskubit gagnvart því að
gera ekkert raunhæft í málunum
með því að ráðast gegn kynferðis-
afbroti. Það hefur verið kallað á
íslensku að byrgja brunninn eftir
að barnið er dottið ofaní. Hversu
mörgum börnum eigum við að
fórna til þess að geta „vanað“
einn og einn mann, eftir að hann
hefur eyðilagt líf og fjölda ein-
staklinga og aðrir halda því
áfram, vegna þess að enginn þor-
ir að koma upp um þá af ótta við
eigið skinn?
Við þurfum sem sagt að opna
umræðuna um kynlíf, þannig að
dularhjúpurinn hverfi og þar með
sektarkenndin, sem ætíð fylgir
því að verða fórnarlamb kyn-
ferðisafbrotamanns. Við þurfum
að bæta rannsóknaraðferðir
þannig að sönnunarbyrðin komi
ekki í veg fyrir að kynferðisafbrot
verði kærð og við þurfum að
koma upp meðferðarstofnun
fyrir kynferðisafbrotamenn,
þannig að við getum verið viss um
að þeir fái viðeigandi meðferð.
Slík stofnun gæti sem best tengst
meðferðarstofnun fyrir afbrota-
menn, sem búið er að tala um í
mörg ár án þess að nokkuð hafi
verið gert í þeim málum.
Þá væri ekki úr vegi að muna
smástund eftir fórnarlömbunum
og koma upp úrræðum fyrir þau,
þanig að þau séu ekki sett út á
kaldan klakann á meðan afbrota-
maðurinn fær alla athyglina og
ókeypis meðferð á vegum hins
opinbera. Ábyrgðin er hér eins
og svo oft hjá okkur öllum, sem
þetta land byggjum. Það er á
okkar ábyrgð að vinna fyrir-
byggjandi starf, svo fórnarlömb-
um kynferðisafbrotamanna
fækki.
22 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. febrúar 1990