Þjóðviljinn - 14.03.1990, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 14.03.1990, Qupperneq 2
FRÉTTIR Tryggingastofnun Lokað vegna óánægju með launin Starfsmenn Tryggingastofnunar óánœgðir með launin. Afhenda Guðmundi Bjarnasyni mótmœli í dag Starfsfólk Tryggingastofnunar hyggst ganga á fund heilbrigðis- og tryggingaráðherra í dag til þess að mótmæla launa- kjörum sínum og verður stofnun- in lokuð á meðan. Óánægjan staf- ar m.a. af því að starfsmenn sem áður störfuðu hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur lækka í launum við að flytjast yfir til Tryggingastofn- unar. Þó eru þeir sem fyrir voru hjá stofnuninni á enn lægri launum en þeir sem komu frá sjúkrasamlaginu. „Það er mjög mikil óánægja með launakjörin hjá stofnuninni og við viljum fá leiðréttingu. Fimmtíu þúsund krónur á mán- uði eru engin laun og við vitum að launin eru hærri hjá mörgum öðr- um ríkisstofnunum,“ sagði starfs- maður stofnunarinnar við Þjóð- viljann í gær. Þegar ný lög um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga tóku gildi um áramót, var Sjúkra- samlag Reykjavíkur lagt niður. Starfsfólkinu var sagt upp, en boðin störf hjá Tryggingastofn- un. Flestir gengu að því þrátt fyrir að launakjörin væru ekki þau sömu. Föst yfirvinna var meðal annars lögð niður og eru dæmi um að laun hafi lækkað verulega við það. Sumir starfsmannanna vilja nú hætta og óska eftir að fá biðlaun, en því hefur ríkisvaldið hafnað. Starfsmennirnir telja að Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra hafi lofað biðlaunum og vitna til ræðu sem ráðherrann hélt á Alþingi í nóvember. Guðmundur Björnsson, skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneyt- inu, sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að fólk sem hefði sam- þykkt þau launakjör sem voru í boði gæti ekki komið nú og farið fram á biðlaun. „Hins vegar ákvað fjármála- ráðherra að fólkið frá sjúkrasam- laginu gæti haldið fyrri launum í sex til tólf mánuði miðað við þjónustualdur, en það nær ekki til fastrar yfirvinnu. Hún tíðkast ekki í Tryggingastofnun svo okk- ur sé kunnugt,“ sagði Guðmund- ur. -gg Fiskeldi Fmmvarp í hæthi Smekkleysa Þriggja daga Gemingaveisla Priggja daga tóngerningadagskrá hefstmeð kynningusafnplötu Smekkleysu í Tunglinu annað kvöld. Breskur klúbbur kemur til landsins íheilu lagi. Happy Mondays á laugardag íMH Nokkrir meðlimir þeirra fjölmörgu hljómsveita sem Smekkleysa hefur gefið út og ætlar að gefa út á næstunni, stilltu sér upp fyrir Ijósmyndara við Reykjavíkurhöfn í gær. Mynd: Jim Smart. Smekkleysa, Pakkhús postul- anna og Listafélag MH standa saman að þriggja daga tóngern- ingum sem hefjast með kynningu á safnplötu Smekkleysu í Tungl- inu á fimmtudagskvöld. Platan sem er sett saman af tónlist hljóm- sveita sem Smekkleysa hefur gef- ið út á undanförnum árum kemur út á aljrjóðamarkaði þann 13. apríl. I tengslum við tónleika bresku hljómsveitarinar Happy Mondays í Menntaskólanum við Hamrahlíð á laugardagskvöld, kemur herskari breskra blaða- manna ásamt 100 manna hópi sem hefur keypt sér pakkaferð á þessa þriggja daga tónlistar- og gerningarhátíð í Reykjavík. Á fimmtudagskvöldinu koma fram í aðalsal Tunglsins hljóm- sveitirnar Risaeðlan, Ham, Bless, Bootlegs og Langi Seli og skuggarnir. I Bíókjallaranum koma síðan fram hljómsveitirnar Reptilicus, Daisy Hill Puppy Farm og Most. Allar þessar hljómsveitir ásamt Sykurmolun- um verða á væntanlegri safn- plötu, „World Domination Or Death“. Að auki verður sýnd mynd Óskars Jónassonar „Sér- sveitin Laugarásvegi 25“, mynd- bönd frá Smekkleysu og skáldin Jóhamar og Sveinbjörn Beinteinsson koma fram. Kynnir verður Rósa Ingólfsdóttir. Á föstudeginum má síðan segja að breski klúbburinn „The Brain Club“ leggi Tunglið undir sig. Klúbburinn kemur hingað á vegum Pakkhúss postulanna. Þá koma fram breskir tónlistarmenn ásamt aðstoðarliði; A Guy Call- ed Gerald, sem fremur „House- tónlist", Audio One og If?, en einn meðlima If? er einmitt einn eigenda „The Brain Club“. Tveir breskir plötusnúðar snúa skífum í Tunglinu á föstudag, þeir Gra- eme Park frá „Hacienda- klúbbnum“ í Manchester og Glenn Gunner frá „Brain- klúbbnum" í London. Hápunktur þessarar þriggja daga gerningaveislu verða síðan tónleikar Happy Mondays í MH á laugardagskvöldinu. Upphitun- arhljómsveit verður Risaeðlan en Smekkleysa gefur út fyrstu LP- plötu hljómsveitarinnar á alþjóð- avettvangi þann 23. aprfl. Platan á að heita „Frægð og steingerv- ingar“. -hmp Umræðum um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um ábyrgðardeild fiskeldislána var framhaldið í neðri deild Alþingis í gær. Friðrik Sophusson Sjálfstæðisfl. kynnti breytingartillögur meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar og sagði þær ekki fela í sér auknar byrgðar á ríkissjóð. Ríkisstjórnin hefði valið ríkisábyrgðarleiðina og breytingartillögurnar miðuðu að því að lagafæra útsetningu stjórnarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra sagði breytingartillögurnar miða að því að auka áhættu ríkissjóðs vegna fiskeldisins og draga úr ábyrgð bankakerfisins og sakaði sjálfstæðismenn um pilsfalda- kapitalisma. Eins og kunnugt er stendur stjórnarþingmaðurinn Guð- mundur G. Þórarinsson að breyt- ingartillögum meirihlutans. Hann hefur sagt að tillögurnar væru viss málamiðlun á frum- varpi sem landbúnaðarráðherra hefði haft í smíðum og gerði ráð fyrir 75% sjálfskuldarábyrgð ábyrgðardeildar og frumvarpi því sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. í umræðunum í gær sögðu Guðmundur G. og Stefán Val- geirsson að frumvarp stjórnar- innar óbreytt væri skref afturá- bak fyrir hag fiskeldisins. Ólafur Ragnar hefur ekki fallist á rök meirihluta fjárhags- og viðskipt- anefndar og hefur gefið í skyn að hann dragi frekar frumvarpið til baka en fallast á þær. Hann vilji ekki standa að frumvarpi sem menn meti sem skref afturábak. Verði frumvarpið dregið til baka er vafamál hvort frumvarp lagt fram af fulltrúum meirihluta nefndarinnar fái afgreiðslu á þessu þingi, leggi þeir slíkt frum- varp fram. -hmp Listakvöld SALÍ Nemendur Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, Leiklistarskóla íslands, Tónlistarskóla Reykja- víkur og Söngskóla Reykjavíkur standa fyrir svokölluðu lista- kvöldi SÁLÍ í Listasafni Sigurj- óns Ólafssonar á fimmtudags- kvöld. Þar kynna nemendur skólanna hluta af þeim verkefn- um sem þeir eru að vinna að þá stundina og gefst borgurum tæki- færi til að virða þau fyrir sér. Markmið SALÍ er að stuðla að samvinnu listaskólanema og kynna þá út á við. Dagskráin stendur yfir í um klukkutíma og hefst kl. 20.30. Allir velkomnir. íslandsmót í fimleikum fslandsmót í fimleikum verður haldið dagana 16. til 18. mars. Mótið verður í Laugardalshöll og hefst kl. 20 á föstudagskvöld. A laugardag hefst keppnin kl. 13 og kl. 12 á sunnudag. Mótshaldari er Fimleikadeild Stjörnunnar. Úr sýningarsalnum Austurstræti 3. Gallerí Borg á þremur stöðum Gallerí Borg hefur flutt starfsemi sína sem var uppi á lofti í Pennanum Austurstræti 10. Opnaðir hafa verið tveir nýir sölustaðir og fer öll sala á smærri myndum fram í sal á jarðhæð Austurstræti 3 og í Síðumúla 22 en þar hafa sameinast undir einu þaki Gallerí Borg og Listinn, innrömmunarverkstæði sem var áður í Brautarholti. Auk mynda eftir þekkta listamenn eru nú á boðstóluum úrval af keramikverkum og módelskartgripum úr leir, gleri og silfri. Starfsemin í Pósthússtræti 9 verður áfram með sama sniði og verið hefur. Perestrokja og mannréttindi Elena Lúkjanova lögfræðingur frá Sovétríkjunum, sem hér er í boði MÍR mun halda fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskóla ís- lands og Lögfræðingafélags ís- lands á morgun, fimmtudag, kl. 17.15 í stofu 201 í Lögbergi, húsi Lagadeildar. Fyrirlesturinn nefn- ist Perestrokja og mannréttindi. Fyrirlesarinn er formaður félags ungra sovéskra lögfræðinga og starfar sem sérfræðingur hjá aeðsta ráði Sovétríkjanna og hef- ur tekið þátt í að semja frumvarp til laga á sviði mannréttinda. Fyrirlesturinn er fluttur á rússnesku en túlkaður á ísiensku og öllum opinn. Ný ættfræði- námskeið Hjá Ættfræðiþjónustunni hefjast bráðlega ættfræðinámskeið, þau síðustu á þessum vetri. Þar er veitt fræðsla um fljótvirkar og ör- uggar leitaraðferðir, gefið yfirlit um ættfræðiheimildir og leiðbeint um gerð ættartölu og niðjatals. Þátttakendur fá tæki- færi til að þjálfast í verki við að rekja eigin ættir og frændgarð með afnotum af víðtæku gagna- safni, m.a. kirkjubókum um land allt, manntölum, ættartölu- handritum og útgefnum bókum. Leiðbeinandi er Jón Valur Jens- son og er innritun hafin hjá Ætt- fræðiþjónustunni, Sólvallagötu 32A í síma 27101. Þekktur markaðs- maður með námstefnu Jack Trout einn þekktasti mark- aðsmaður heims heldur nám- stefnu á Hótel Sögu um „Market- ing Warfare", á fimmtudag. Hann er hér í boði Stjórnunarfé- lags íslands. Á námstefnunni mun hann fjalla um áhersluatriði sem koma fram í bókum hans og A1 Ries og sýna með raunhæfum og ítarlegum dæmum hvérnig áherslur þeirra félaga geta um- bylt markaðsmöguleikum fyrir- tækja. Skráning á námstefnuna fer fram hjá Stjórnunarfélagi ís- lands í síma 621066 og er þátttak- endafjöldi takmarkaður. 2 SÍÐA ÞJÖÐVILJINN Mióvikudagur 14. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.