Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF Hnekkjum fámennis veldinu í Reykjavík Austur í Evrópu hafa stéttir og þjóðir á örfáum mánuðum rifið sig undan miðstýringu, einokun og fámennisveldi. Frelsisbylgjan hefur hvergi numið staðar. Engin landamæri hafa varnað henni að halda áfram, þjóð eftir þjóð sækir sér rétt, sækir sér frelsi, hristir af sér fámennisveldið, brýst undan flokksræðinu. Við höfum lifað þá gleðiríku daga, þegar einstaklingar, milljónir einstaklinga hafa sótt sér þetta frelsi, knúnir áfram af þeirri frelsisþrá sem er mannin- um eiginleg, þrá eftir meira rétt- læti, jafnræði þegnanna, mann- legri reisn ALLRA samfélags- þegna. En það hefur víðar verið fá- mennisveldi en í Austur-Evrópu. Pó við íslendingar búum í lýð- ræðisþjóðfélagi sem ekki er hægt að líkja saman við einræðis- þjóðfélög, þá vantar mikið á að óskir fjöldans séu það ráðandi afl sem hugtakið LÝÐRÆÐI felur í sér. f okkar samfélagi Reykjavík er fámennisveldi. Vald hefur þjapp- ast saman gegnum áratugalanga stjórn eins flokks, Sjálfstæðis- flokksins. Þar með er ég ekki að setja jafnaðarmerki milli Komm- únistaflokks Ráðstjórnarríkj- anna og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. En langvarandi yfir- burðavald spillir - það tileinkar sér þá aðferð að fá fólk til hlýðni við sig með refsingu og umbun, hvort sem er í Sovét eða Reykja- vík. Á báðum stöðum hafa menn lært að það borgar sig að styðja Flokkinn til þess að gæta þröngra, persónulegra hagsmuna. Þar sem fámennisveldi er ríkj- andi er fjöldinn gjarnan óvirkur, tekur ekki þátt í mótun samfélags síns. En í frelsisbylgjunni snýst þetta við, einstaklingarnir sem hafa verið dofnir svo árum skiptir, talið þýðingarlaust að reyna að hnekkja flokksveldinu, verða pólitískt virkir, bindast höndum og steypa fámennisveld- inu. Einstaklingnum vex ás- megin. Hann finnur að hann get- ur haft áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Lýðræðið tekur fjör- kipp. Rœðaflutt á stofnfundi Samtaka um nýjan vettvang, laugardaginn 17. mars Kristín Á. Ólafsdóttir Kröfur lyóræóis- þjóðfélags Raunverulegt lýðræðisþjóðfé- lag gerir þá kröfu til einstakling- anna að þeir séu vakandi, að þeir reyni að hafa mótandi áhrif á um- hverfi sitt, séu þátttakendur og pólitískt ábyrgar manneskjur. Raunverulegt lýðræðisþjóðfé- lag gerir harðar kröfur til fjöl- miðla sinna, að þeir miðli alhliða upplýsingum, - ekki bara upplýs- ingum sem fámennisveldið lætur sér vel líka. Lýðræðisfjölmiðlar bregða líka ljósi á þær hliðar sem reitt gætu ráðandi Flokk til reiði. Andspænis fámennisveldi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík höfum við reynt í mörgum flokk- um og samtökum að veita aðhald og viðnám. í stórum dráttum hef- ur verið ríkjandi málefnaleg sam- staða um meginþætti gagnrýninn- ar og valkosti við stjórnun fám- ennisveldisins. Það eru og hafa verið skýrar línur: Við höfum viljað virða og rækta einstaklingsfrelsi allra sam- borgara, einnig einstaklingsfrelsi barna og gamalmenna. Við teljum óskir foreldra í hundraðatali um sómasamlegar aðstæður við fæðingu barns - þyngri á vogarskálum lýðræðisins en óskir nokkurra lækna um húsnæði og aðstöðu borgarinnar. Við vitum að nægir fjármunir eru til í sameiginlegum sjóðum okkar til þess að búa reykvískum fjölskyldum öryggi og vellíðan í daglegu lífi langt umfram það sem nú er. Fámennisveldið, með ríki- dæmi reykvískra skattgreiðenda í höndunum lætur sér sæma: 600 manna BRÝNAN FOR- GANGSLISTA gamals fólks sem þarf hjúkrunarrými eða ör- uggt húsnæði með mismikilli þjónustu. Brýnn forgangur merkir að þessar óskir þarf að uppfylla STRAX, eða réttara sagt STRAX í GÆR. Þessi ríka borg státar af 1800 barna biðlista eftir dagvistar- þjónustu. Er listanum þó haldið í skefjum með því að banna skrán- ingu vissra barna. Fólk sem vantar sárlega leigu- húsnæði fyllir enn aðra biðlista höfuðborgarinnar. Þar er lág- marksbið 1 ár. Reykvískir biðlistar og pólskar biðraðir - hvorutveggja má bregðast við með breyttum stjórnarháttum. Það er engin ástæða til þess að launa starfsmenn Reykjavíkur- borgar ver en starfsmenn annarra forsendur fyrir tveimur ólíkum framboðum að ræða - framboði fámennisveldis Sjálfstæðisflokks- ins og framboði í anda lýðræðis, samábyrgðar og mannræktar. Framboð manneskjulegs um- hverfis gegn framboði minnis- varðanna. Þrátt fyrir víðtæka málefnalega samstöðu minnihlutaflokka í „Þeir eiga enn tœkifœri til að taka þátt í nýjum lýð- rœðislegum vettvangi og ganga sameiginlega fram í breiðfylkingu einstak- linga sem ætlar að sigra flokksrceðið fyrir lýð- rœðið“ sveitarfélaga í landinu. Samt hef- ur fámennisveldið komist upp með það. Reykjavík þyrfti ekki að vera það sveitarfélag í landinu sem lengst á í land með að byggja grunnskólahúsnæði sem rúmað gæti einsetinn skóla. Þannig er það nú samt. Fámennisveldi, að ég ekki tali um einræði viðheldur sjálfu sér með sýnilegum táknum um mátt sinn og megin. Milljarðar renna úr vösum okkar í ráðhús, ræki- lega tengt æðstráðanda og í minniskúlu með því glæsta nafni PERLAN. Það er í eðli fámennisveldis að þjóna vel hagsmunum hinna fáu, stóru, útvöldu. Það kemur því ekki á óvart að borgarstjórinn var fundarstjóri á aðalfundi Eim- skipa h.f. nú í vikunni. Við eigum að vita hvar hjartað slær. Smáat- vinnurekendur eiga ekki eins vísa náðarsól núverandi borgaryfir- valda. En okkur er betur borgið með fjölskrúðugu atvinnulífi og sveitarstjórnir geta ef þær viíja auðveldað grósku og fjölbreytni í atvinnustarfsemi. Breiðfylking með sameiginleg markmið í sjálfu sér er hér um nægar borgarstjórn Reykjavíkur hefur reynst árangurslaust að fá þá til sameignlegs framboðs í Reykja- vík. Þrátt fyrir þá vinda sem nú blása um Evrópu og feykja burt gömlum kerfum þannig að fólk þarf að endurmeta öll gömul sjónarhorn - hafa reykvísku flokkshúsin reynst óhagganleg af sínum gróna grunni. OU nema eitt. Því miður hefur meirihluti flokksfólksins ekki viljað, fram að þessu, taka höndum saman við samherja í öðrum flokkum og utan flokka um valkost við reykvíska fámennisveldið. Þetta flokksfólk hefur kosið að láta kyngreiningu, sögulegan bak- grunn frá kreppuárunum og hefðbundin landamæri flokks- véla segja til um fjölda framboða. Því miður segi ég, því mér finnst að þessi afstaða hafi tekið frá fólki sýnina á meginmarkmið okkar allra: Það markmið að gera reykvískt samfélag manneskju- legra, lýðræðislegra og betra en það nú er. Það er þó ljóst, að því víðfeðm- ari félagslegur bákgrunnur, póli- tísk breidd framboðs er, þeim mun meiri líkur eru á að ná góð- um árangri. í þeirri von og vissu erum við að sinna þeirri borgara- legu skyldu okkar að nota lýð- ræðislegan rétt til að mynda nýj- an vettvang fyrir hugmyndir og hagsmuni sem alltof lengi hafa legið í láginni í Reykjavík. Þetta er „Nýr vettvangur" hugmynda og hagsmuna einstak- linga og hópa, barna, fjölskyldna og gamla fólksins. Þetta er ekki spurning um flokksdilka, þetta er spurning um manneskjur, ein- staklingsfrelsi okkar allt frá fæð- ingu, umgengni við umhverfi okkar, umhyggju fyrir öldruðum samborgurum. Þeir flokkar sem eiga málefna- lega samstöðu með okkur í borg- armálefnum, ættu að skoða hug sinn enn einu sinni. Þeir eiga enn tækifæri til að taka þátt í nýjum lýðræðislegum vettvangi og ganga sameiginlega fram í breiðfylkingu einstaklinga sem ætlar að sigra flokksræðið fyrir lýðræðið. Auðvitað er á brattann að sækja. Fámennisveldið í Reykja- vík nýtur samkvæmt skoðana- könnunum ógnvænlegs stuðnings - allt að 75% fylgi. En ágæta fundarfólk, fámennisveldi annars staðar í heiminum hefur oft sýnt fram á háar prósentutölur, þó það væri í raun veikt í sessi. Við getum látið endalok fá- mennisvelda annars staðar í 'neiminum verða fyrirmynd fyrir okkur. Til þess þurfum við mörg að verða borgaralega hugrökk, við þurfum að hrista af okkur doða vanahugsunar, og taka höndum saman, - við sem eigum svipaða drauma sem við viljum gera að veruleika. Til þess þurf- um við - Nýjan vettvang. Ég hef sterka tilfinningu fyrir því að Nýr vettvangur geti gefið það svar í kosningunum í vor sem mig langar að heyra 26. maí. Þess vegna er ég með. Þess vegna hef ég ákveðið að bjóða fram krafta mína og gefa kost á mér í próf- kjöri Nýs vettvangs. Þá ákvörðun tek ég m.a. í þeirri vissu að ég er í hópi með hugmyndaríku, dug- andi fólki sem veit hvað það vill og á sér sameiginleg markmið. Kristín Á. Ólafsdóttir er borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins. Pá stöðu þarf að styrkja en ekki veikja Sigurjón Pétursson skrifar Enn er búið að stofna Flokkinn sem á að sameina alla vinstri menn og hnekkja veldi íhaldsins í eitt skipti fyrir öll. Þessi Flokkur hefur að vísu oft áður verið stofnaður undir ýmis- konar nöfnum. Fyrir örfáum árum hét Flokkurinn Bandalag’ jafnaðarmanna þar áður Samtök frjálslyndra og vinstri manna og nú gegnir hann nafninu Nýr vett- vangur. Þessi Flokkur er alltaf stofnað- ur til að sameina alla vinstri menn í einum flokki (nema kannski þá sem eru allra lengst til vinstri, það er heldur verra að þeir sameinist Flokknum) og aðferðirnar eru ætíð hinar sömu þ.e. að kljúfa eftir mætti þá flokka sem fyrir voru og stofna nýjan. Það er sérstaklega vinsælt að stofna Flokkinn í tengslum við borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, enda mikil þörf á að hnekkja veldi íhaldsins í Reykja- vík. í tuttugu ár hefur það ekki brugðist nema einu sinni að stofnað væri til nýrra framboða til að hnekkja valdi íhaldsins í Reykjavík og í það eina skipti sem það brást þá tapaði Sjálf- stæðisflokkurinn meirihluta sín- um í kosningunum 1978. Það er mjög sérstakt við Flokk- inn nú að hann leggur ekki fram neina nýja stefnu ef marka má ummæli forystumanna hans sem birst hafa hér í blaðinu. Stefnan á að vera sú sama og minnihluta- flokkarnir í borgarstjórn hafa haft liðið kjörtímabil. Hinn nýi vettvangur ætlar sam- kvæmt þessu að byggja á gömlum grunni sem flokkarnir sem hann ætlar að koma í staðinn fyrir hafa byggt og barist fyrir í fjögur ár sameiginlega og sem finna má langt aftur í tíma ef einhverjum skyldi detta í hug að lesa tillögu- flutning Alþýðubandalagsins í borgarstjórn í gegn um áratug- ina. Flokkurinn ætlar samkvæmt þessu ekki að vera vettvangur nýrrar hugsunar með nýrri til- lögugerð. Hann er ekki stofnaður vegna þess að flokkarnir sem hann ætlar að koma í staðinn fyrir hafi ekki staðið sig nógu vel í stefnumótun, stefna þeirra er stefna hans. Nýr vettvangur ætlar að vera lýðræðislegri en allir aðrir og við- hafa opið prófkjör til að velja frambjóðendur sína. Þrátt fyrir það er talað um það upphátt að í fyrsta sæti listans verði Ólína Þorvarðardóttir, í öðru sæti Bjami P. Magnússon og í þriðja sæti verði Kristín Á. Ólafsdóttir. Það var einhvern tíma haft eftir einræðisherra úti í heimi að kosn- ingarnar skiptu engu máli, það sem skipti máli væri að vinna talninguna. Ósjálfrátt dettur manni í hug að forysta Nýs vett- vangs telji sig geta haft gott vald á talningunni úr því að sætum hefur þegar verið raðað. Verði niðurstaða talningar- innar í prófkjörinu sú sem nú er altalað að verði, þá er vandséð hvað nýtt er við svipmót listans ef frá er talið efsta sætið. Verður nýr Bjarni P. í öðm sæti og verð- ur ný Kristín Á. í hinu þriðja? Flest bendir til þess að það eina nýja við þetta framboð sé nafnið. Á stofnfundi Flokksins mátti sjá mörg kunnugleg andlit fyrir okkur Alþýðubandalagsmenn, forysta Birtings, félags sem kallar sig Alþýðubandalagsfélag virðist „í tuttugu ár hefur það ekki brugðist nema einu sinni að stofnað vœri til nýrraframboða til að hnekkja valdi íhaldsins í Reykjavík og í það eina skipti sem það brástþá tapaði Sjálfstœðisflokk- urinn meirihluta sínum“ næstum í heilu lagi hafa gengið til liðs við nýja flokkinn. Það er auðvitað alvarlegur hlutur þegar klofningur verður í hópi samherja, en þegar fólk á ekki lengur pólitíska samleið þá er það aldrei farsælt til lengdar að reyna að starfa saman í einum flokki sem logar þá í illdeilum og óánægju eins og við höfum fengið að reyna í Alþýðubandalagsfé- laginu í Reykjavík á síðustu miss- erum. Hreinn aðskilnaður er oft betri kostur en brösótt sambúð. Fyrir Alþýðubandalagsfólk ríður á miklu að tanda saman og fefla flokkinn. Það má aldrei gleymast að í áratugi hefur Al- þýðubandalagið sameinað undir sínum merkjum sterkasta aflið gegn ofurvaldi Sjálfstæðis- flokksins. Alþýðubandalagið hefur verið og verður vonandi áfram um ókomna tíð forystuafl vinstri manna í Reykjavík, þá stöðu þess þarf að styrkja en ekki veikja. Sigurjón Pétursson er borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík Þriðjudagur 20. mars 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA .5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.