Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 6
MINNING FÉLAG EINSTÆÐRA FORELDRA HRINGBRAUT 116, 107 R. SÍMI 91-11822 Meðlag Helmingur eða hungurlús? Almennur fundur í Skeljahelli, Skeljanesi 6, fimmtudagskvöldið 22. mars kl. 20.30 1. Framsöguerindi: Geir H. Haarde alþingis- maður, Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður tryggingamálaráðherra, Ingibjörg Magnús- dóttir, varaformaður Félags einstæðra for- eldra. 2. Umræður og fyrirspurnir. Kaffi og kleinur í fundarhléi. Mætum öll! Með baráttukveðju!! Stjórn Félags einstæðra foreldra Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-90003: Dreifispennar 31,5 - 2000 kVA Opnunardagur: Fimmtudagur26. apríl 1990 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með miðvikudegi 21. mars 1990 og kosta kr.500,- hvert eintak. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 118 105 Reykjavík Jafet Egill Ottósson Fœddur 4. september 1906 - Dáinn 13. mars 1990 Nú er svo komið að sífellt fækkar þeim hinum elstu baráttu- mönnum jafnaðarstefnunnar á íslandi, mönnunum sem stofn- uðu fyrstu samtök íslenskrar al- þýðu. Jafet Egill Ottósson var einn þeirra sem aiveg frá barn- æsku tók þátt í baráttu fyrir betri kjörum hinna verr settu í þjóðfé- laginu. Hann tók virkan þátt í hvíta stríðinu 1921, og var í stjórn Félags ungra kommúnista sem stofnað var um líkt leyti sem deild innan Alþýðuflokksins. Alla tíð síðan var Jafet í hópi þeirra sem tóku einarðasta afstöðu til þjóð- félagsbaráttunnar og lét sig aldrei vanta þegar á reyndi. Nú eru til þeir menn sem ekki geta skilið eðli slíkrar baráttu og telja það jafnvel slys að hún skuli hafa átt sér stað. En menn eins og Jafet láta sig ekki muna um það að greiða tvöfalt meira fyrir blaðið sitt en af þeim er krafist, og að sjálfsögðu myndi þeim aldrei hafa dottið í hug að nota þjóð- félagslega baráttu í þágu eigin- hagsmuna. Jafet var sonur Ottós N. Þor- lákssonar og Karólínu Siemsen. Hann fæddist 4. september 1906, og var einn 5 systkina, en þau voru Hendrik, Kristinn, Jafet og Steinunn. Af þeim er nú aðeins Steinunn systir hans eftirlifandi. Jafet var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Rútsdóttir og áttu þau eina dóttur Önnu Margréti. Þau skildu. Síðari kona Jafets var Fjóla Gísladóttir og áttu þau þrjú börn, Elínu, Hend- rik og Gísla. Ennfremur ólu þau upp son Fjólu af fyrra hjónabandi Hilmar Bergsteinsson. Jafet á nú mjög marga afkomendur, barna- börn og barnabarnabörn. Jafet var alla sína tíð mjög mikill fjölskyldumaður. Tel ég að ekki verði á neinn hallað þótt þess verði getið, að hann sýndi for- eldrum sínum óvenju mikla rækt- arsemi á efri árum þeirra. Um atvinnu Jafets má geta þess, að á styrjaldarárunum vann hann á vegum breska hersins og komu hæfileikar hans þar í ljós á þann hátt, að hann var fljótlega gerður að verkstjóra. Síðar vann hann við rekstur Reykjavíkurflug- vallar sem starfsmaður flugmála- stjórnar en þar vann hann sem bifreiðarstjóri til þess tíma að hann hætti störfum. Jafet var einn af þeim vestur- bæingum í Reykjavík sem mundu bæinn sinn sem smáþorp, en þeim fer nú ört fækkandi og er skammt að minnast Ársæls Jón- assonar kafara, er lést nú fyrir stuttu. Ég vænti þess, að minning Jaf- ets og sú hugsjón hans að bæta hag þeirra sem minna mega sín megi lifa og dafna. Ég sendi svo mínar bestu kveðjur til allra nán- ustu aðstandenda og óska þeim alls hins besta. Reykjavík, 18. mars 1990 Már Arsælsson Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Jafet Egill Ottósson Álftamýri 22 verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag þriðjudag 20. mars kl. 15.00. Fjóla Gísladóttir Anna Margrét Jafetsdóttir Hálfdán Guðmundsson Hilmar Bergsteinsson Þorbjörg Ingólfsdóttir Elín J. Proppé Karl H. Proppé Hendrik Jafetsson Sigríður Stefánsdóttir Gísli Jafetsson Anna Antonsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík Samtök um Nýjan vettvang Lyðræði ctecrn flokksræði! OPIÐ PRÓFKJÖR Samtök um Nýjan vettvang og fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík hafa gert með sér samkomulag um að efna til opins prófkjörs vegna borgarstjórnarkosninganna 26. maí n.k. Prófkjörið mun fara fram dagana 7.—8. apríl n.k. og verður nánar auglýst síðar. Athygli skal vakin á því að önnur samtök, stjórnmálaflokkar og einstaklingar sem samþykkja fyrirliggjandi málefnagrundvöll og prófkjörsreglur geta gerst aðilar að framboðinu. Prófkjörsreglur Þau samtök, sem að framboði þessu standa skulu skipa sjö manns i kjörstjórn og velur hún sér formann. Kjörstjóm ákveður framboðsfrest og kjördag og annast útvegun kjörgagna og fram- kvæmd prófkjörsins samkvæmt prófkjörsreglum þessum og almennum kosninga- lögum. Kjörgengir til prófkjörs eru allirsem kosningarétt hafa til borgarstjórnarkosninganna 1990 og undirrita yfirlýsingu um að þeir styðji málefnagrundvöll framboðsins. Kosningarétt í prófkjörinu hafa allirsem kosningarétt hafa til borgarstjórnar 1990 og styðja framboðið. Hverju framboði skulu fylgja meðmæli minnst 30 og mest 60 þeirra, sem kosninga- rétt hafa til borgarstjórnarkosninga 1990. Kjörstjórn skal útbúa meðmælendalista og afhenda þá frambjóðendum, eftir að þeir hafa undirritað yfirlýsingu um stuðning við verkefnaskrá og ákvæði um ákvarðana- töku og pólitískt sjálfstæði framboðsins. Á meðmælendalistum skal vera nafn fram- bjóðandans og viljayfirlýsing meðmælenda um að þeir séu reiðubúnir að styðja framboðið. Á prófkjörsseðli skal frambjóðanda heimilt að nota titil. Kjósa á með númerum í átta sæti (1.—8). Atkvæðaseðill er ógildur sé kosið í færri en fimm sæti. Frambjóðendur hafa heimild til að ákveða hvað ofarlega þeir vilja taka sæti á fram- boðslistanum, t.d. 1.—8. sæti, 2., 3., 4.-8. sæti o.s.frv. Telja skal atkvæði greidd í efri sæti með atkvæðum frambjóðenda í neðri sæti. Sé frambjóðanda greitt atkvæði í sæti ofar en það, sem hann hefur boðið sig fram til, þá skal telja það með atkvæðum í efsta sæti hans. Einfaldur meiríhluti atkvæða ræður röðun í átta efstu sæti listans. Átta efstu frambjóðendur, sem kjörnirerusamkvæmt ofansögðu, mynda síðan upp- stillingamefnd fyrir listann ásamt þremur fulltrúum frá þeim samtökum sem að framboðinu munu standa. Framboðsfrestur vegna prófkjörs rennur út 31. mars 1990. Gögn og nánari upp lýsingar um prófkjörið fást á skrif- stofu Samtaka um Nýjan vettvang, Hafnarstræti 5, 3. hæð, 101 Reykjavík. Sími 625237, 625239. Pósthólf 444, 121 Reykjavík, og á skrifstofu fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna, Hverfisgötu 8—10, sími 15020. Samtök um Nýjan vettvang Kjörstiórn Fulltrúaráð Alþýðuflokksféiaganna í Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.