Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 2
________________________FRETTIR__________________________ Seyðisfjörður Taka höndum saman Almenningshlutafélagið Flanni hf. stofnað umfiskvinnslu og útgerð. Rúmlega 37 miljóna króna hlutafé. Um 70 -100 á atvinnuleysisskrá Ifyrradag var stofnað almenn- ingshlutafélagið Flanni hf. á Seyðisfirði um fiskvinnslu og út- gerð. Frá áramótum hefur cngin fískvinnsla verið í bænum og hafa þvi að jafnaði verið þar um 70 - 100 manns á atvinnuleysisskrá. Tveir togarar eru gerðir þaðan út og hafa þeir siglt með aflann frá áramótum og smábátar sett í gáma. Að sögn Jónasar Hallgríms- sonar forseta bæjarstjórnar er Afli Munar mest um loðnuna Heildaraflinn í ár orðinn um 150 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra Fyrstu tvo mánuði ársins er heildarafli landsmanna orðinn rúmlega 150 þúsund tonnum meiri en hann var á sama tíma í fyrra. Því veldur meiri loðnuafli nú en þá en aftur á móti er þorskaflinn töluvert minni. Þetta kemur fram í bráða- birgðatölum frá Fiskifélagi ís- lands. Þar kemur fram að heildaraflinn frá áramótum er orðinn tæp 600 þúsund tonn á móti tæpum 450 þúsund tonnum fyrirári. Af heildaraflanum mun- ar mest um þá mokveiði sem ver- ið hefur á loðnumiðunum frá ára- mótum en í febrúarlok nam loðn- uaflinn rúmum 500 þúsund tonn- um á móti rétt rúmum 360 þús- und tonnum á sama tíma í fyrra. Aftur á móti var þorskaflinn á tímabilinu tæp 50 þúsund tonn á móti tæpum 57 þúsund tonnum fyrir ári. í síðasta mánuði var þor- skafli togara rúm 12 þúsund tonn en var rúm 16 þúsund tonn 1989. Hins vegar er þorskafli báta svip- aður nú og þá. Þorskafli smábáta er aftur á móti tvöfalt meiri en hann var á sama tíma í fyrra eða 2 þúsund tonn á móti rétt um eitt þúsund tonnum í febrúar 1989. -grh I atvinnulífið í bænum búið að vera hreinasta hörmung frá áramótum eða frá þvf að allri fiskvinnslu var hætt. I haustbyrjun var Fisk- vinnslan hf. lýst gjaldþrota og tók þá útgerðarfélagið Gullberg þrotabúið á leigu fram að ára- mótum. Síðan þá hefur ekkert verið að gera hjá fiskvinnslufólki Náttúruverndarráð, Slysa- varnafélagið, Vegagerðin og fleiri aðilar hafa tekið höndum saman gegn akstri utan vega til verndar náttúru landsins. Sér- staklega á það við akstur utan vega á friðlýstum svæðum, en eins og kunnugt er hafa ferðalög um hálendi landsins farið vaxandi með ári hverju. f því augnamiði hefur verið gefinn út sérstakur bæklingur sem verður dreift til allra þeirra sem hlut eiga að máli. Þetta er og það dregið fram lífið á at- vinnuleysisbótum. Á stofnfundinum voru tæplega 100 manns og voru gefin loforð fyrir hlutafé sem nemur rúmlega 37 miljónum króna. Aðstand- endur nýja félagsins eru bæjar- sjóður, fyrirtæki og einstaklingar gert til að vekja fólk til umhug- sunar um gildi ósnortinnar nátt- úru og hversu mikilvægt það er að vernda þessa auölind landsins gegn átroðningi og skemmdum af völdum aksturs utan vega sem og akstri utan merktra slóða. Á síðustu árum hefur umferð innlendra sem erlendra ferða- manna um hálendið aukist til muna og þá einkum eftir tilkomu fjórhjóla, kraftmeiri faratækja og síðast en ekki síst belgdekkjanna. í bænum. Jónas sagði að meðal fyrstu verka félagsins yrði að kaupa skip til hráefnisöflunar þar sem tæki og tól til vinnslunnar væru fyrir hendi og vart ástæða til að ætla að þau yrðu seld úr bæn- um þegar fram færi nauðungar- uppboð á eignum Fiskvinnslunn- ar. -grh Með hækkandi sól getur akstur á frost- og snjólausu landi yfirleitt valdið meiri skaða en þegar land er frosið. Land er þá sérstaklega viðkvæmt þegar klaki er að fara úrjörðu. Gildirþá einu hvort far- artækin eru bifreiðar, mótorhjól, fjórhjól, dráttarvélar eða önnur vélknúin ökutæki, sárin verða oft ljót. Þá er mosi sérstaklega við- kvæmur og til marks um það má sjá för í honum allt að hálfri öld eftir að ekið var síðast yfir hann. -grh Baldur Enn við biyggju á Skaga Stefnt að því aðflóabát- urinn Baldur verði af- hentur um næstu mán- aðamót. Baldursmenn útiloka ekki skaðabóta- kröfur. Kostnaðurfer vel yfir 240 miljónir króna Flóabáturinn Baldur er enn bundinn við bryggju í skipa- smíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi, en stefnt er að því að afhenda skipið um næstu mán- aðamót. Skipasmíðastöðin og út- gerð Baldurs eru að reyna að ná samkomulagi um kostnað við smíði skipsins, en að sögn Guð- mundar Lárussonar, fram- kvæmdastjóra Baldurs, er enn ekki ljóst hvort útgerðin höfðar skaðabótamál á hendur Þ&E vegna seinkunar á afhendingu. Upphaflega var gert ráð fyrir að nýi Baldur gæti hafið siglingar síðast liðið sumar. Þá var upphaf- lega áætlað að skipið myndi kosta 157 miljónir króna á verðlagi í mars 1987, en verðið er komið í 240 miljónir og Baldursmenn hafa verið ósáttir við ýmsa kostn- aðarliði. Enn má búast við að nokkrar miljónir bætist við kostnaðinn. „Deila okkar við Þorgeir og Ellert vegna kostnaðar við smíði skipsins er ekki endanlega leyst, en við höfum komist nær samkomulagi. Við erum búnir að borga 240 miljónir og vonum að það verði ekki meira. Dráttur á afhendingu skipsins hefur komið okkur mjög illa, en ég hef von um að við fáum skipið um næstu mánaðamót," sagði Guðmundur Lárusson, framkvæmdastj óri Baldurs hf. í Stykkishólmi, í sam- tali við Þjóðviljann. Jósef Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Þ&E, sagði að stefnt væri að því að afhenda skipið í lok mánaðarins. „Við áttum mjög ánægjulegan fund með forráðamönnum Bald- urs í vikunni og deilur okkar eru nú leystar að mestu,“ sagði Jósef. Hann sagðist ekki kannast við að skipið hefði hækkað í verði frá upphaflegum áætlunum. Þvert á móti segir hann verðið hafa lækk- að miðað við gengi dollars síðan 1987. Gerðir hafa verið 75 við- aukasamningar síðan smíði Bald- urs hófst. -gg Með tilkomu fjórhjólsins hafa nokkur sveitarfélög séð sig knúin til að banna allan akstur vélknúinna ökutækja utan vega í sínum lögsagnarumdæmum til verndar gróðri og landi. b Mar Náttúruvernd Átak gegn akstrí utan vega Til verndar náttúru landsins gegn átroðningi og umferð Aukaspilakvöld Aukaspilakvöld verður hjá Verkakvennafélögunum Fram- sókn og Sókn miðvikudagsvöldið 21. mars kl. 20.30 í Sóknarsaln- um, Skipholti 50A. Aðalfundur Fugla- verndunarfélagsins Aðalfundur Fuglaverndunarfé- lags íslands verður haldinn í hliðarstofu Norræna hússins á morgun. Fjaran mín f dag verður farin kynnisferð í fjörur Kópavogs á vegum Nátt- úruverndarfélags Suðvestur- lands. Tilgangur ferðarinnar er að kynna „Fjöruna mína“ en svo nefnist nýtt verkefni sem áhuga- mannafélög um náttúruvernd standa að. Strandlengju landsins hefur verið skipt í fjörueiningar sem er hver um 500 metrar að lengd og geta allír fengið úthlutað fjörueiningu og gerst vaktmenn. Vaktmaður skilar útfylltu eyðu- Lionsklúbburinn Ægir afhenti nýlega Grensásdeild Borgarspítalans að gjöf blóðþrýstingsmæla og lyftur fyrir sjúklinga og var þessi mynd tekin við það tækifæri. blaði um sína einingu á þriggja mánaða fresti og úr þeim verður svo unnin skýrsla um ástand strandlengjunnar hér við land. f kynnisferðinni um fjörur Kópa- vogs verður þetta verkefni kynnt. Ferðin hefst við Náttúrufræði- stofu Kópavogs kl. 17 í dag. Kvennarannsóknir Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir heldur fund í Skólabæ, Suðurgötu 26, annað- kvöld kl. 20.30. Marta Jensdóttir segir frá rannsókn sinni á at- vinnuþátttöku kvenna í dreifbýli. Eignarhald og rekstr- arform raforkuveitna Samband íslenskra rafveitna heldur á morgun námstefnu um eignarhald og rekstrarform raf- orkuveitna að Hótel Loftleiðum. Námstefnan er fyrir eigendur og starfsmenn raforkufyrirtækja og hefst kl. 9.30. Don Kíkóti Dr. Karl-Ludwig Selig fyrrum prófessor í spænskum bók- menntum við Columbiaháskóla í Bandaríkjunum flytur opinberan fyrirlestur í boði Heimspeki- deildar Háskóla íslands fimmtudaginn 22. mars kl. 17.30 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Don Quixote and the Art of the Novel" og verður hann fluttur á ensku. Dr. Selig lét af starfi í fyrra vegna aldurs. Hann hefur verið útgáfustjóri fjöl- margra bókmenntatímarita í Bandaríkjunum og er einkum kunnur fyrir fræðistörf og greina- skrif um Cervantes og García Lorca. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Upphafsmaöur íslendingasagna „Er Snorri Sturluson upphafs- maður íslendingasagna?“ nefnist fyrirlestur sem dr. Jónas Krist- jánsson, forstöðumaður Stofnun- ar Árna Magnússonar flytur á vegum Stofnunar Sigurðar Nor- dals í dag, í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskóla íslands. f fyrirlestrinum fjallar Jónas um hugmyndir sínar um ritunartíma íslendingasagna, en um það efni hefur hann skrifað mikið, m.a. í doktorsriti sínu Um Fóstbræðra- sögu. Fyrirlesturinn er öllum op- inn og hefst kl. 17.15. Aríur á Háskóla- tonleikum í hádeginu á miðvikudag munu Sigurður Bragason barítón og Elín Guðmundsdóttir sembal- leikari flytja aríur, á Háskólatón- leikum, frá þeim tíma er óperan var að stíga sín fyrstu skref. Tón- leikarnir verða í Norræna húsinu og hefjast kl. 12.30. 2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 20. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.