Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 7
Lýðrœðisþróun Fjölflokkakerfi í Eþíópíu Stjórnvöld í Eþíópíu hafa ákveðið að hverfa frá marxisma, taka upp fjölflokkakerfi og gefa einkframtakinu lausan tauminn í efnahagsiífinu. Erlendir sendifulltrúar í Eþí- ópíu skýrðu frá þessu í gær. Þeir segja að Mengistu Haile Mariam hafi skýrt kanadískum ráðherra, sem var í opinberri heimsókn, frá þessu á laugardag. Eþíópísk stjórnvöld hafa enn ekki sagt opinberlega frá þessum fyrirhuguðu breytingum á stjórnkerfinu. En ENA frétta- stofa ríkisins benti í gær á að í miðstjórnarályktun Verka- mannaflokks Eþíópíu frá því fyrr í þessum mánuði væri ekkert sem útilokaði starf annarra stjórn- málasamtaka. Vinnuhópar ríkisins hafa að undanförnu unnið í kyrrþey að því að afmá sósíalísk vígorð, hamar og sigð og önnur komm- únísk merki sem víða hafa verið máluð á veggi í höfuðborginni Addis Ababa. Orðrómur er um að stytta af Lenín fyrir utan höf- uðstöðvar Einingarsamtaka Afr- íkuríkja verði bráðum fjarlægð. Gárungar kalla hana “Johnny Walker“ eftir vinsælli viskíteg- und og segja að hún sé tilbúin til brottfarar því að hún snúi nú þeg- ar út að flugvellinum. Tilkynnt var í gær að samn- ingaviðræður milli eþíópískra stjórnvalda og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins hæfust aft- ur í Róm í dag. Mikill þrýstingur er á stríðsaðila að ná samkomu- lagi til að koma í veg fyrir nýja hungursneyð á uppreisnarsvæð- unum. Fimmtán ár eru síðan innan- landstríðið í Norður-Eþíópíu hófst. Þar hafa verið miklir þurrkar að undanförnu. Alþjóð- ahjálparstofnanir óttast að hung- ursneyð breiðist út til 4,5 miljóna manna ef ekki semst um flutning á matvælum til uppreisnarsvæð- anna. Reuter/rb Sovétríkin Gorbatsjov refsar Litháum Gorbatsjov forseti Sovétríkj- anna gaf í gær fyrirmæli um aðgerðir gegn Litháum eftir að þeir neituðu að verða við fyrir- mælum um að draga sjálfstæðis- yfirlýsingu sína til baka. Tilkynning þessa efnis var lesin upp í sovéska sjónvarpinu í gær- kvöldi. Ekki var ljóst í hverju að- gerðirnar yrðu fólgnar. Tass-fréttastofan segir að ákvörðun um aðgerðir hafi verið tekin eftir að Vytautas Lands- bergis nýkjörinn forseti Litháa hafnaði bréflega kröfu Gorbat- sjovs um að Litháar hlýddu niðurstöðu fulltrúaþings Sovét- nkjanna um að sjálfstæðisyfirlýs- ingin væri ógild. í tilkynningu Tass segir að nú- verandi forysta lýðveldisins hafi á svívirðilegan hátt brotið gegn stjórnarskrá og tekið gerræðis- lega ákvörðun um málefni sem snerti hagsmuni Sovétríkjanna. Því hafi forseti Sovétríkjanna fyr- irskipað sovésku stjórninni að bregðast tafarlaust við með við- eigandi ráðstöfunum eftir því sem aðstæður krefjist. Nikolai Ryzhkov forsætisráð- herra Sovétríkjanna hafnaði enn- fremur í gær alfarið tilkalli lit- háenskra stjórnvalda til sovéskra eigna í lýðveldinu. Sovéska stjórnin væri ekki reiðubúin að hefja neinar viðræður um af- hendingu iðnfyrirtækja í eigu So- vétríkjanna. Litháenskir blaðamenn sögðu, eftir að tilkynningin um ákvörð- un Gorbatsjovs hafði verið birt, að þeir byggjust við að sovésk stjórnvöld myndu flytja öflugt herlið til hernaðarlega mikilvæg- ra staða. Sovéski herinn hélt umfangs- miklar heræfingar í Litháen í gær. Herþotur flugu yfir Vilnu og Kaunas tvær stærstu borgir ríkis- ins og fréttir bárust af miklum liðssafnaði í suðurhluta þess. Reuter/rb A ustur-Þýskaland Hógvær siguivegarí Kristilegir demókratar voru í sjöunda himni vegna sigurs síns í kosningunum í Austur- Þýskalandi í gær, allir nema leið- togi þeirra Lothar de Maiziére. Hann sagði á blaðamannafundi að sér liði alls ekki of vel. Hann væri þreyttur og fótasár. Langlíklegast er að Lothar de Maiziére verði forsætisráðherra í fyrstu og síðustu lýðræðislega kjörinni stjórn Austur-Þjóð- verja. Þegar hann var spurður í gær hvernig honum litist á að verða forsætisráðherra sagðist hann aldrei hafa verið í jafnmiklum vafa um hvort hann ætti að taka að sér embættið. Hann sagði að sér þætti óneitanlega notalegra að hlusta á Bach en að fást við stjórnmál. Sjálfur er hann fyrrverandi fiðlu- leikari. Lothar de Maiziére er fimm- tugur að aldri. Hann var fiðlu- leikari í ýmsum hljómsveitum í fimmtán ár þar til hann varð að hætta 1975 vegna meiðsla á Lothar de Maiziére verður líklega fyrsti og sfðasti lýðræðislega kjörni forseti Austur-Þjóðverja þótt honum sé þvert um geð að trana sér fram í stjórnmálum. hendi. Þá hafði hann lokið lög- fræðinámi og einbeitti sér að því að verja neituðu að andófsmenn sem gegna herþjónustu Vestur-Þýskaland Lafontaine kanslaraefni krata ramkvæmdastjórn Sósíal- demókrataflokks Vestur- Sovétríkin Umbótasinnar ná Moskvu Samtök róttækra umbóta- sinna, sem kalla sig Lýðræðislegt Rússland, náðu meirihluta í borg- arstjórnarkosningum í Moskvu um hclgina. Umbótasinnar virðast líka hafa sigrað í fjölda annarra bæjar- og sveitarfélaga í Rússlandi, Úkra- ínu og Hvíta Rússlandi. Þá bend- ir allt til þess að þjóðernissinnar hafi unnið yfirburðasigur í kosn- ingum til fylkisþinga Eystrasalts- ríkjanna Eistlands og Lettlands. Samkvæmt upplýsingum Tass- fréttastofunnar vann Lettlenska alþýðufylkingin 109 af 201 sæti á þingi. Úrslit eru ekki komin frá Eistlandi en fulltrúi Eistlensku alþýðufylkingarinnar segir að frambjóðendur hennar hafi náð góðum árangri. Búist er við að lettlenskir og eistlenskir þjóðernissinnar noti meirihluta sinn til að feta í fót- spor Litháa og lýsi innlimun Eist- lands og Lettlands í Sovétríkin ól- öglega. Fulltrúar Litháa komu til Moskvu í gær til að ræða við so- vésk stjórnvöld og ítreka einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu sína sem sovéska fulltrúaþingið lýsti óg- ilda fyrir skömmu. Reuter/rb Þýskalands ákvað f gær að Oskar Lafontaine skyldi vera kanslara- efni flokksins þegar kosningar verða haldnar í desember. Tilnefning Lafontains kom ekki á óvart. Almennt hefur ver- ið búist við að hann yrði kanslara- efni flokksins eftir yfirburðasigur sósíaldemókrata undir stjórn hans í kosningum í Saar-fylki í janúar. Lafontaine hefur varað við of- forsi við sameiningu þýsku ríkj- anna. Nauðsynlegt sé að fara að öllu með gát til að sameiningin hafi ekki í för með sér glundroða og stóraukna skattabyrði al- mennings. Lafontaine sagði í gær, eftir að skýrt var frá tilnefningu hans, að hann teldi óvarlegt að skrá gengi austur-þýska marksins til jafns við það vestur-þýska eins og Kohl kanslari vill. Lafontaine bendir á að þá verði austur-þýskur iðnað- ur berskjaldaður fyrir samkeppni við vestrænan iðnað. Reuter/rb þar sem það stríddi gegn sam- visku þeirra. De Maiziére tók við forystu í Kristilega demókrataflokknum 2. nóvember þegar leiðtogar flokksins sögðu af sér eftir ára- tuga samvinnu við kommúnista. Hann var aðstoðarforsætisráð- herra í samsteypustjórn Mo- drows sem undirbjó kosningarn- ar. Á þeim tíma hefur samstarf flokksins við kristilega demó- krata í Vestur-Þýskalandi orðið æ nánara. Reuter/rb Japan Vinnuvikan stytt Vinnuvika japanskra ríkis- starfsmanna var stytt í fimm daga í tilraunaskyni frá og með síðustu viku. Hingað til hefur vinnuvika flestra þeirra verið tæpir sex dagar. Ákvörðunin um að stytta vinn- uvikuna er ekki nema að litlu leyti til komin vegna þrýstings frá fagfélögum. Japanska stjórnin ákvað styttinguna að eigin frum- kvæði í von um að fyrirtæki í einkageiranum fylgi fordæmi ríkisins og meiri frítími auki einkaneyslu. Vaktavinna ríkisstarfsmanna eins og lögreglumanna, fanga- varða og starfsfólks ríkisspítala hefur líka verið stytt í 40 stundir á viku. Vinnuvika skrifstofufólks hjá ríkinu var stytt í fimm daga 1. janúar í fyrra. Japanska stjórnin ætlar að meta reynsluna af þessari stytt- ingu vinnuvikunnar eftir sex mánuði og taka þá ákvörðun um framhaldið. Japönsk stjórnvöld hafa að undanförnu reynt að auka innan- landsneyslu til að draga úr mikil- vægi útflutnings fyrir japanskt efnahagslíf. Mikill vöruskipta- hagnaður Japana hefur valdið spennu í samskiptum þeirra við Bandaríkin og Evrópubanda- lagið. Forystumenn í Bandaríkjun- um hafa gagnrýnt þá fyrir vinnu- fíkn. Þeir krefjast þess að jap- önsk stjórnvöld beiti sér fyrir því að almenningur taki lífinu með ró, vinni minna og eyða meira. Japanska stjórnin segist skilja þetta viðhorf og hefur lofað að gera eitthvað í málinu. Reuter/rb Vinningstölur laugardaginn 17. mars ‘90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 1.158.402 2.4,7I(® 3 134.253 3. 4af 5 101 6.878 4. 3af 5 3427 473 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.035.212 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 PÍtflSfSS*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.