Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 20. mars 1990. 54. tölublað 55. árgangur. Borgarstjórnarkosningar Kristín í báðum herbúðum KristínÁ., Ólína ogHrafn íprófkjörNýs vettvangs. Kristín áfram ÍAB. Stefanía Traustadóttir: Segðimig úrflokknum. Steingrímur J.:Hver rœðursínum nœturstað. Tveirhœtta viðforvalABR. Nýr vettvangur biðlar til minnihlutaflokkanna Kristín Á. Ólafsdóttir, Óiína Þorvarðardóttir og Hrafn Jökulsson ætla að taka þátt í próf- kjöri Nýs vettvangs og Alþýðu- flokksins sem haldið verður sjö- unda og áttunda aprfl. Kristín segist ekki ætla að segja sig úr Alþýðubandalaginu á næstu dögum, en Stefanía Traustadótt- ir, formaður ABR, segist myndu gera það ef hún væri í sporum Kristínar. „Ég ætla ekki að segja mig úr Alþýðubandalaginu á næstu dögum. Ég get heldur ekki séð að þátttaka mín í þessu prófkjöri breyti neinu um störf mín í borg- armálaráði Alþýðubandalagsins. Mér hefur gengið ágætlega að starfa með því. Það verður hins vegar að koma í ljós ef flokks- stofnanir eru á öðru máli en ég í þessu,“ segir Kristín Á. Ólafs- dóttir, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, við Þjóðviljann. „Ef ég væri óánægð með mín stjórnmálasamtök og treysti þeim ekki til þess að vinna að pólitískum markmiðum mínum, myndi ég segja mig úr þeim áður en ég tæki sæti á lista annarra stjórnmálasamtaka," segir Stef- anía. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, vildi ekki tjá sig um framboðsmálin í Reykjavík í gær, en Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður flokksins, vill ekki taka þannig til orða að þátttaka Alþýðubanda- lagsmanna í starfi og prófkjöri Nýs vettvangs sé klofningur úr Alþýðubandalaginu. „Það er of snemmt að segja um hvort þarna er um klofning í Al- þýðubandalaginu að ræða. Leiðir ákveðinna einstaklinga og flokksins hefur skilið í þessari lotu og það snýr meira að þessum einstaklingum hvort þeir vilja vera flokksmenn áfram. Hver ræður sínum næturstað í þessum efnum. Málið væri miklu alvar- legra ef Birting sem félag hefði gengið til liðs við Nýjan vettvang. Auðvitað hefði verið best ef tekist hefði samstaða um sam- eiginlegt framboð. En svo varð ekki og þá hefði mér fundist eðli- legt að menn hefðu staðið saman um G-listann. Það var tekin lýð- ræðisleg ákvörðun um að bjóða fram G-lista og það hefði verið eðlilegt að fólk hefði lotið vilja meirihlutans. Ég vil ekki tjá mig um hvort halda á framboði G-lista í Reykjavík til streitu. Því ráða Reykvíkingar,“ segir Steingrím- ur. Hann vill ekkert um það segja hvort forysta flokksins eigi að blanda sér í framboðsmálin í Reykjavík og segist ekki vita til þess að þessi mál verði rædd á fundi framkvæmdastjórnar í dag. Nýr vettvangur hefur boðið Alþýðubandalaginu og öðrum minnihlutaflokkum í Reykjavík aðild að prófkjörinu í apríl. Kjör- nefnd ÁBR heldur þó áfram störfum og að sögn Ólafs Darra Andrasonar, formanns nefndar- innar, er búist við að nefndin skili af sér öðru hvoru megin við næstu helgi. Þeir Gunnar H. Gunnarsson og Arnór Pétursson tilkynntu í gær að þeir væru hættir við þátt- töku í forvali Alþýðubandalags- ins. Gunnar segist vera óánægður með vinnubrögð kjörnefndar, sem ekki hafi séð ástæðu til að ræða við hann að fyrra bragði frá því að framboðsfrestur til forvals rann út 1. mars. Kristín Á. Ólafsdóttir segist A ustur-Þýskaland Afdráttarlaus andkommúnismi If osningabandalag kristilcgra IV demókrata fékk 48,14 prósent atkvæða í kosningunum í Áustur- Þýskalandi á sunnudag. Sósíal- demókratar komu næstir með að- eins 21,84 prósent atkvæða en ýmsir höfðu áður spáð þeim sigri. Fljótlega eftir að úrslitin urðu Ijós buðu kristilegir demókratar sósíaldemókrötum og frjálsum demókrötum, sem fengu 5,28 prósent atkvæða, til samstarfs um myndun samsteypustjórnar. Slík stjórn hefði nægjanlegan þing- styrk til að koma stjórnarskrár- breytingum í gegnum þingið en til þess þarf tvo þriðju hluta þing- manna. Sósíaldemókratar höfnuðu hins vegar samstarfsboðinu á þeirri forsendu að þeir hefðu gef- ið kosningarloforð um að mynda hvorki stjórn með kommúnistum né kristilegum demókrötum. Dyggur stuðningur Kohls kanslara Vestur-Þýskalands við kosningabandalag kristilegra demókrata og bein þátttaka hans í kosningabaráttunni er talin hafa haft veruleg áhrif á brautargengi þeirra. Loforð Kohls rétt fyrir kosningarnar um að austur- þýskir sparifjáreigendur fengju eitt vestur-þýskt mark fyrir hvert austur-þýskt hafði líka sitt að segja. Kristilegir demókratar leggja áherslu á hraða sameiningu þýsku ríkjanna og afgerandi uppgjör við það þjóðfélagskerfi sem kommúnistar komu á í Austur-Þýskalandi. Eitt höfuðví- gorð flokksins í kosningunum var: “Aldrei aftur sósíalisma!" Þrátt fyrir hægrisveifluna fékk Lýðræðislegi sósíalistaflokkur- inn, sem stofnaður var á rústum kommúnistaflokksins, ein 16,33 prósent. Það er jafnvel meira fylgi en margir forystumenn flokksins höfðu þorað að vona. Reuter/rb Sjá nánar bls. 7 stefna að sæti ofarlega á lista nýja aflsins. Hrafn Jökulsson segist ekki hafa augastað á tveimur efstu sætunum, en Ólína stefnir ákveðið í efsta sætið. „Ég stefni að sjálfsögðu í efsta sætið, en auðvitað verður lýðræð- isleg kosning að ráða,“ segir Ólína. Hún segist telja raunhæft að halda að Nýr vettvangur og Al- þýðuflokkurinn geti náð að minnsta kosti þremur borgarfull- trúum. Nýr vettvangur og Alþýðufl- okkurinn hafa komið sér saman um prófkjörsreglur og samkvæmt þeim á að kjósa um átta efstu sæt- in. Þeir sem hreppa þau eiga svo að mynda uppstillingarnefnd ásamt þremur fulltrúum frá hverjum þeim samtökum sem að- ild eiga að prófkjörinu. Hátt í tvö hundruð manns hafa gerst félagar í Samtökum um nýj- an vettvang, sem stofnuð voru á laugardaginn. Ragnheiður Da- víðsdóttir var kjörin formaður samtakanna. -gg Ragnar Stefánsson sýnir blaðamanni hvernig fyrsti skjálftinn á laugardagsmorgni birtist á jarðskjálftamæl- um Veðurstofu íslands. Mynd: Jim Smart. Höfuðborgarsvœðið Allt lék á reiðiskjálfi Uggur greip um sig ígœrmorgun þegarjarðskjálfti sem mœldist4,7 stig skók Suðurnes og hófuðborgarsvœðið. Sennilega stœrsti skjálftinn í arna er á ferðinni venjulegt landrek sem er stöðugt í gangi og leiðir til svona jarðskjálfta- hrina með ákveðnu millibili,“ sagði Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur um skjálftana sem skóku Suðurnes og höfuð- borgarsvæðið í gær en stærsti skjálftinn mældist 4,7 stig á Ric- hterkvarða. Stóri skjálftinn átti upptök sín vestanvert við Kleifarvatn í Sveifluhálsi. Þarna hófst jarð- skjálftahrina snemma á laugar- dagsmorgni þegar þar mældist skjálfti sem var 3,4 stig. Síðan hafa mælst margir skjálftar, stórir og smáir, en sá stærsti varð skömmu fyrir klukkan 11 í gær- morgun og mældist tæplega 5 stig. Á eftir honum komu tveir skjálftar um og yfir 3 stig og um miðjan dag komu tveir í viðbót og mældist annar þeirra 3,7 stig. Stærsta skjálftans varð vart allt frá Austur-Landeyjum vestur á Snæfellsnes og í Búðardal. Hins vegar hafði húsfreyjan í ísólfs- skála sem er rúmlega 15 km suð- þessari hrinu vestur af upptökum skjálftans ekki orðið vör við neitt og kvaðst hún þó hafa setið við sauma í eld- húsinu. „Ég heyrði bara um skjálftann í útvarpinu,“ sagði Hertha Guðmundsson í spjalli við Þjóðviljann. Nokkur uggur greip um sig meðal fólks og voru brögð að því að fólk yfirgæfi hús sín þegar skjálftinn reið yfir en hann stóð í nokkrar sekúndur og lék allt á reiðiskjálfi innanhúss. Hvergi hefur frést af teljandi skemmdum af völdum skjálftans en í amk. einu húsi í Reykjavík kom sprunga í vegg. Ungur drengur í Hafnarfirði féll á milli hæða í húsi þegar gólfhleri sem hann stóð á lét undan í skjálftan- um. Drengurinn marðist nokkuð en slasaðist ekki alvarlega. Ragnar Stefánsson flaug ásamt Guðjóni Pedersen forstöðu- manni Almannavarna yfir Kleifarvatn síðdegis í gær til að kanna hvort eitthvert rask hefði orðið af skjálftanum. Sáu þeir lít- ilsháttar grjóthrun úr Sveifluháls- inum og á stöku stað hafði snjór hreyfst en meira hafði ekki gerst. Enginn var í Krýsuvík í gærmorg- un en Snorri Welding fór þangað síðdegis. Kvaðst hann hafa kann- að ástand skólahússins og ann- arra mannvirkja og ekið um svæðið en ekki séð nein verksum- merki skjálftans. „Það er eins og þetta hafí allt leitt í aðrar áttir,“ sagði hann. Að sögn Ragnars varð svipuð hrina síðast á þessum slóðum árið 1973 en þá mældist stærsti skjálft- inn rúmlega 5 stig. Átti hann upptök sín heldur vestar en þessi hrina. Ragnar sagði að búast mætti við einhverjum skjálftum áfram í nágrenni Kleifarvatns, þó ekki á alveg sama stað og stóri skjálftinn í gær. Líkur væru á skjálftum annað hvort í Vestur- hálsi sem er fyrir vestan Sveiflu- háls eða Brennisteinsfjöllum austan við Kleifarvatn. Hann taldi þó sennilegt að skjálftinn í gærmorgun væri sá stærsti í þess- ari hrinu. -ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.