Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.03.1990, Blaðsíða 11
I DAG SKÁK Snjöll hróksfóm Helga 14. Reykjavíkurskákmótið ferfram ínýjum og glæsilegumhúsakynn- um skákhreyfingarinnar Fjórtánda Reykjavíkurskák- mótið, sem jafnframt er 60 ára afmælismót Búnaðarbank- ans, hófst á laugardaginn í húsa- kynnum Skáksambands íslands og Taflfélags Reykjavíkur við Faxafen. Keppendur eru 72, ná- lægt 2/3 útlendingar og titilhafar af ýmsum gráðum í meiri hluta. Taflið hefst klukkan 5 virka daga en klukkan 2 laugardaga og sunnudaga. Tefldir eru 40 leikir á tveimur tímum en síðan fá kepp- endur klukkustund til að tefla 20 leiki í viðbót þannig að umferð- irnar geta tekið sex stundir. Verður þetta fyrirkomulag til að fækka biðskákum. Verða tefldar 11 umferðir en mótinu lýkur með hraðskákmóti föstudaginn 30. mars. Fjórða umferð verður tefld í kvöld, á miðvikudag er frí en síðan verður teflt hvern dag fram á sunnudag. Húsakynnin eru hin ágætustu og aðstaða áhorfenda sem best má vera, stór áhorfendasalur og unnt að fylgjast með tíu skákum á sjónvarpsskjáum í hliðarsölum. Einnig er sérstakur salur ætlaður skákskýringum. Er vissulega óhætt að hvetja fólk til að koma og fylgjast með skáksnillingunum og ef dæma má eftir fyrstu um- ferðunum er margra skemmti- legra augnablika að vænta. Sumar skákir teflast þannig að á vissu augnabliki þarf að breyta eðli stöðunnar gjörsamlega. Þannig kann þung sókn að enda með því að skipt er upp í enda- tafl, sem kann að vera örlítið hag- stæðara þeim sem sækir, eða hægfara stöðubarátta getur um- myndast í leikfléttufárviðri. Einn mesti vandinn við að tefla er að skynja hvenær staðan breytist á þennan veg og að geta þá lagað hugsunina eftir því. Lærdómsríkt dæmi um þetta mátti sjá í annarri umferðinni. Hvftt: Helgi Ólafsson Svart: J. Levitt (Englandi) 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 c5 4. g3 b6 5. Bg2 Bb7 6. 0-0 Be7 7. d4 Re4 8. Rxe4 Bxe4 9. Bf4 0-0 10. dxcS bxc5 Staðan er að mótast. Hvítur ætlar að sækja að d-peði svarts en svartur hefur á móti færi á b- línunni og einhvern þrýsting á skálínunni hl-a8. Útliter fyrirró- lega stöðubaráttu. 11. Dd2 Db6 12. Hf-dl Hd8 13. De3 Db7 14. Bd6 ... Hvítur treystir tökin á d- línunni með uppskiptum á bisk- upunum. Hann býður svarti peð sem hann þiggur en hefði betur látið ógert. 14. ... Bxd6 15. Hxd6 Dxb2 16. Ha-dl Db7 Hér skyldi maður ætla að hvít- ur einbeitti sér að d-línunni og reyndi að binda svart við d-peðið. Hann á líka kost á að jafna peðin með því að drepa á c5. Helgi finn- ur betri leið og má í því sambandi hafa í huga að bæði kóngsriddari svarts og biskup eru fallnir og fáir menn til varnar svarta kónginum. Komandi flétta byggist einnig á slæmri stöðu Ha8 og að ekki er samband milli hrókanna. 17. Hxe6 fxe6 18. Rg5 h6 Ekki gengur 18. ... Bxg2 vegna 19. Dxe6+ og svartur verður mát því d-peðið er leppur. Hér var e.t.v. skárra að leika 18. ... Rc6 strax en eftir 19. Dxe4 g6 20. h4 hefur hvítur myljandi sókn. 19. Rxe4 Rc6 20. Rxc5 Dc7 Eftir20.... Db6 21. Rxd7 Dxe3 22. fxe3 Hc8 23. Bxc6 Hxc6 24. Rf6+ gxf6 25. Hxd8+ Kg7 26. Hd7+ Kg6 27. Hxa7 vinnur hvít- ur. Annar möguleiki er 20. ... Dc8 21. Rxd7 Hxd7 22. Dxe6+ Hf7 23. Dxc6 Dxc6 24. Bxc6 Hc8 25. Bd5 og leppar hrókinn á f7. Afbrigðin eru fleiri en þessi nægja til að sýna möguleika hvíts. 21. Rxd7 Ha-c8 Eftir 21. ... He8 eða 21. ... e5 nær hvítur kóngssókn á hvítu reitunum með líkum hætti og í skákinni. 22. Dxe6+ Kh8 23. Be4 ... Þetta er vinningsleikurinn. Biskupinn kemur með afgerandi hætti í kóngssóknina. Hótunin er De6-g6-h7 mát. Svartur grípur nú til örþrifaráða. 23. ... Re7 26. Kg2 He8 24. Hd6 Dxc4 27. Df7 Hxe4 25. Dxe7 Dcl+ 28. Hg6 Lokin eru snyrtileg. Eftir Hg8 eða Dal kemur 29. Rf6 og ailar varnir eru þrotnar. T.d. 28. ... Dal 29. Rf6 Dxf6 30. Hxf6 gxf6 31. Dxf6+ og skákar síðan annan hvorn hrókinn af. Með hinni snjöllu hróksfórn í 17. leik breytti Helgi eðli stöðunnar á réttu augnabliki svo að máthótanir, leppanir, gafflar og önnur fléttu- stef urðu svarti ofviða. Allir skákmenn þekkja nafn Davíðs Bronsteins enda er hann ekki eingöngu skákmeistari held- ur einnig stór kafli í skáksögu ald- arinnar. Hann mætti einum efni- legasta skákmanni Akureyringa um þessar mundir í annarri um- ferð. Við skulum nú sjá hvernig Bronstein nýtti sér reynsluna í viðureigninni við Akureyringinn unga. Hvítt: Davíð Bronstein Svart: Arnar Þorsteinsson 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. Bf4 ... Bronstein veit sem er að ungu mennirnir eru vel að sér í byrjan- ateoríunni og kunna endalausar leikjaraðir með nýjustu gildrum. Hann beinir því taflinu þegar út af alfaraleiðum og gætir þess að festa ekki stöðuna á neinn hátt í fyrstu. Fyrstu leikirnir mótast því mjög af sveigjanleika. Arnar byggir sína stöðu upp í anda drottningarindverskrar varnar. 3. ... - b6 4. h3 - ... Bronstein vill eiga reit handa biskupnum ef svarti kóngsriddar- inn ætlar að angra hann með t.d. Rh5. 4. ... Bb7 5. e3 h6 Þetta er óþörf tímaeyðsla. E.t.v. hefur Arnar haft í huga að oft er það gott sem gamlir kveða og þess vegna hermt eftir Bron- stein. Þótt þessi peðsleikur sé sakleysislegur verður hann með nokkrum hætti banabiti svarts. 6. Bd3 c5 7. Rb-d2 Be7 8. c3 0-0 9. e4 ... Taflmennska hvíts sýnist ekki tilþrifamikil en hún er sveigjan- leg. Nú hefur svartur ákveðið hvar hann ætlar að hafa kónginn. Bronstein sér að hann hefur veikt kóngsstöðuna með h7-h6 og ef Rf6 væri hrakinn brott gæfust vænleg sóknarfæri. Hann ýtir því e-peðinu fram og þótt það fari þannig í tveimur leikjum það sem það kemst í einum er ástæðan sú að ekki var tímabært að leika því lengra fyrr. 9. ... d5 10. e5 Re4 11. a3 ... Enn einn peðsleikurinn. Til- gangurinn er að taka b4-reitinn af svarti því hann hótaði, eftir cxd4 cxd4, að leika Bb4, leppa Rd2 og knýja fram uppskipti til að draga úr sóknarþunga hvíts. 11. ... Rd7 Þetta er afleikur því riddarinn kemur að litlu gagni þarna og ætti betur heima á c6 en þangað kemst hann ekki í augnablikinu. Betra var því t.d. He8 og Bf8 til 12. De2 cxd4 13. cxd4 Rxd2 Eftir 13. ... f5 14. exfófh Rexf6 á hvítur einnig vænleg sóknar- færi. 14. Dxd2 f5 15. Bxh6 ... Skemmtileg fórn sem svartur má ekki þiggja. Eftir 15. ... gxhó 16. Dxh6 Kf7 17. Dh7+ Ke8 18. Dg6+ Hf7 19. Dxe6 hefur hvítur þrjú peð fyrir manninn og vinnur auðveldlega. Eða 15. ... De8 16. g4 Df7 17. gxf5 og vinnur. 15. ... De8 19. Hxc8 Bxc8 16. Bg5 Hf7 20. Rg5 Hf8 17. Bxe7 Dxe7 21. f4 Hd8 18. Hcl Hc8 22. Db4 Dxb4+ Bronstein hefur algerlega skipt um stíl. Nú fer hann í hver mannakaupin á fætur öðrum því í endatafli er auðveldast að nýta sér peðið sem hann á yfir. Svartur getur merkilega lítið aðhafst. 23. axb4 Rf8 24. Kd2 Hd7 25. Hcl Bb7 26. Bb5 He7 27. Bc6 Ba6 28. b5 Bb7 29. Bxb7 Hxb7 30. Hc8 He7 31. g4 g6 32. Ke3 Kg7 33. Hc6 Kh6 34. Kf2 Kg7 35. Kg3 Kh6 36. Kh4 Kg7 37. Hc8 Rh7 Hér leikur svartur af sér en staðan er vonlaus. Hvítur hlýtur fyrr eða síðar að brjóta kóngnum leið innfyrir, hugsanlega með því að fórna h-peðinu. Nú lýkur Bronstein skákinni með einni tveggjaleikja fléttu. 38. Hc7 Hxc7 Um annað er ekki að ræða. 39. Rxe6+ Kf7 40. Rxc7 Rf8 41. gxf5 gxf5 42. Kg5 og svartur gafst upp. Jón Torfason þlÓÐVIUINN FYRIR50ÁRUM Góð ráð: Ef þið þurfið að geyma hráan kjötbita, er ágætt að nudda um hann með sundurskorinni sítrónu, því þá skemmist bitinn síður. Til þess að ná nikótíngulu af fingrunum, þarf ekki annað en að fá svolítið af ammoníaki í apó- teki og setja nokkra dropa í bolla af vatni, vefjabómull áeldspýtu, dýfa í vatnið og nudda um góm- ana. 20. mars þriðjudagur. Heitdagur. Vorjafn- dægur. 79. dagur ársins. Sólar- upprás í Reykjavík kl. 7.29- sólarlagkl. 19.43. Viðburðir Einmánuður byrjar. Jón Ólafsson skáld og ritstjóri fæddur árið 1850. Alþýðusamband Vest- fjarða stofnað árið 1927. Sam- tökin Friðlýst land stofnuð árið 1958. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúöa vikuna 16. til 22. mars er í Ingólfs Apóteki og Lyfjabergi. Fyrmef nda apótekiö er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22 til 9 (til 10 f rídaga). Síöarnef nda apóteklö er opiö á kvöldin 18 til 22 virk daga og á laugardögum 9 til 22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík...........sími 1 11 66 Kópavogur...........simi 4 12 00 Seltjarnarnes.......sími 1 84 55 Hafnarfjörður.......sími 5 11 66 Garðabær............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík...........sími 1 11 00 Kópavogur...........simi 1 11 00 Seltjamarnes........sími 1 11 00 Hafnarfjörður.......simi 5 11 00 Garðabær............sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjarn- arnes, og Kópavog er i Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til kl. 08, á laugardögum og helgidögum allansólarhringinn. Vitjanabeiðnir, síma- ráðleggingar og tímapantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- þjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki tii hans. Landspftal- Inn: Göngudeildin er opin kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspítalans er opin all- an sólarhringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt Sími65666, upplýsingar um vaktlækna sími51100. Akureyri: Dagvakt kl 8 til 17áLækna- miðstöðinni sími: 23222, hjá slökkvilið- inu sími 22222. hjá Akureyrar Apóteki sími 22445. Farsími vaktlæknis 985- 23221. Keflavík: Dagvakt. Uppjýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna sími 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar. Landspítalinn: Alla daga 15 til 16 og 19 til 20. Borgarspítal- inn: Virka daga 18:30 til 19:30, um helg- ar 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæð- Ingardeild Landspitalans: 15 til 16. Feðratími 19.30 til 20.30. Öldrunar- lækningadeild Landspítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14 til 20 og eftirsamkomu lagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga 16 til 19, helgar 14 til 19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstig opin alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19.30. Landakotsspítali: Alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19. Barndeild: Heimsóknirann- arraenforeldrakl. 16til 17daglega. St.Jósefsspítali Hafnarfirði: Alladaga 15 til 16 og 19 til 19.30. Kleppsspítal- inn: Alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19. Vestmannaeyjum: Alla virka daga 15 til 16 og 19 til 19.30. Sjúkrahús Akra- ness: Alladaga 15.30 til 16 og 19til 19.30. Sjúkrahúsið Húsavík: Alladaga 15 til 16 og 19.30 til 20. YMISLEGT Hjálparstöð RK(: Neyöarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35. Sími:622266, opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráögjöf i sálfræði- legumefnum. Sími:687075. MS-f ólagið, Alandi 13. Opið virka daga frá kl. 8 til 17. Síminn er 688620. Kvennaráðgföfin Hlaðvarpanum Vest- urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga 13.30 til 15.30 og kl. 20til 22, sími 21500, simsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra, sem orðið hafafyrirsifjaspellum, sími 21500, sím- svari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúlrunarfræð- ing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoö fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðiðfyrirnauðgun. Samtökin 78.Svaraðeríupplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91 -28539. Bilanavakt rafmagns- og hita'.eitu.sími: 27311. Rafmagnsveita bilanavaktsími: 686230. Rafveita Hafnarf jarðar: Bilanavakt, sími: 652936. Vlnnuhópur um slfjaspellamál. Simi 21260 allavirkadagakl. 138117. Lögfræðlaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssj jklinga Skógarhlið 8 er „Opið hús“ fýrir alla krabbameinssjúklinga og aðstandendur jieirra á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styöja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 -2240 alla virka daga. GENGIÐ 16. mars 1990 Bandarikjadollar.............. 61,2700 Sterlingspund................ 99,34000 Kanadadollar................. 51,82500 Dönsk króna................... 9,40810 Norsk króna................ 9,31160. Sænsk króna................... 9,95290 ’ Finnskt mark................. 15,26030 Franskur franki.............. 10,67140 Belgískur franki.............. 1,73560 Svissneskur franki........... 40,41020 Hollenskt gyllini............ 32,02400 Vesturþýskt mark............. 36,06770 ítölsk líra................... 0,04884 Austurrískur sch.............. 5,12400 Portúg. escudo................ 0,40810 Spánskur peseti............... 0,56120 Japanskt jen.................. 0,40252 Irskt pund................... 95,97000 KROSSGATA l Lárétt: 1 Óreiða4hjálp 6 eðli 7 kippkorn 9 ugg 12hnupla14gisin15 hrúga 16 hlaupa 19 for 20æsa21 rómur Löðrétt:2neðan3 svalt4sæti5tíðum7 deyja8hljóðar10 heppnastH vestur13 aftur18skagi > Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 spóa 4 sefi 6 fín 7 gafl 9 ábót 12 laska 14 góa 15 nón 16 urtan19dáti 20maur 21 amtar Lóðrétt:2púa3afla4 snák5fró7gegndi8 flauta10bannar11 tindra13set17rim18 ama Þriðjudagur 20. mars 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.